Vísir - 23.01.1922, Síða 2
ffllilfi
Hofum fyrirliggjandi:
Eœaillevörur,
Vatnsglös,
Vegglampa.
Alt afar ödýrt.
Sfmskeyt!
frá fréttaritara Vísis.
Khöfn 21. jan.
Páfinn dáinn.
Frá Róm er símað, að páfinn,
Benedict XVr., hafi dáið i dag.
Banameinið var lungnabólga.
(Benedict XV. var af göfug-
um ættum, fæddur í Genua 21.
nóv. 1854 og hét Giacomo della
Chiesa. Hann nam fyrst lög-
fræði við háskólann i Genua og
varð doktor í lögum 1875, en
síðan tók hann að stunda guð-
fræðinám við háskólann i Róm
og var vígður prestur 1878 og
gerðist síðan skrifari Rampolla
kardinála á Spáni. 1907 varð
hann erkibiskup í Bologna og
kardináli í maí 1914, en eftir
fráfall Píusar páfa X. var hann
kosinn páfi 3. september sama
ár og tók sér þá Benedicts
nafnið).
Slys á Gollfoss.
í gærkvöldi barst hingað sú
.slysafregn, að annar stýriniaður
á Gullfossii Pétur Gislason, hefði
faliið fyrii,/borð og druknað á
laugardagskvöldið kl. 8. Gull-
foss fór frá Leith á laugardags-
morgun, cn um kvöldið, þegar
dimt var orðið, var annar stýri-
maður að hagræða einhverju á
þilfarinu, þegar sjór kom og
bar hann fyrir borð. Pétur lieit-
inn var kvæntur maður á besta
aldri, búsettur hér í bænum. —
Hann var Iiinn besti drengur.
Kosningarnar.
Alþýðublaðinu gremst það
bei’sýnilega mjög, að borgara-
flokkarnir ætla að ganga til'
bæjarstjórnarkosninganna sam-
einaðir um einn lista. Og til þess
að vekja óhug alþýðunnar á
þcim lista, minuir það á, að
þeíssir flokkar hafi líka tekið
höndum saman 23. nóy., til þess
að „eyðileggja“ alþýðuflokkinn.
Menn minnast þess nú, að
dagana eftir 23. nóv. var því
haldið frarn í Alþbl., að það
hefði verið „Stefnís“-liðið eitt,
sem tekið hefði þátt í handtöku
Ólafs Friðrikssonar og félaga
hans. Blaðið hefir þá síðan orð-
ið þess visara, að það hafi þar
farið rangt mcð. Og það mun
líka rétt vera, að til aðstoðar
lögreglunrii hafi verið kvaddir
menn úr ölhun flokkum, og það
ekki að eins úr borgaraflokk-
unura, sem nú er rætt um að
gangi sameinaðir til bæjar-
stj órnarkosninganna, heldur
einnig úr Alþýðuflokknum. Al-
þýðublaðið hefir sjálft skýrt frá
því, eð nokkrir menn hafi ver-
ið reknir úr alþýðufélögunum
fyrir þær sakir, en margir eru
enn óreknir, sem sama' „sekt“
hvilir á. Ef um nokkur flokka-
samtök hefir verið að ræða 23.
nóv., þá hefir Alþfl. verið í þeim
samtökum eins og hinir flokk-
arnir. En vitanlega áttu alls eng-
in flokkasamtök sér stað þá og
síst af öllu gegn Alþýðuflokkn-
um. pað mál Ólafs Friðriksson-
ar var ekkert flokksmál, og var
því opinberlega lýst yfir af
floksstjórninni, sem kunnugt er.
En síðan hefir Ólafur róið að
því öllum árum, að mál þctta
yrði gert að flokksmáli Alþýðu-
flokksins, og virðist nú svo sem
bann, og aðrir mestu ærslabelg-
ir og öfgamenn flokksins, séu
að ná þar yfirtökum. Má meðal
annars marka það af þvi, hvern-
ig bæjarst j órnarkosnin gar-lisli
flokksins er skipaður.
Og þegar menn nú ganga til
kosninga á laugardaginn, þá
varða menn að minnast þess, að
það er ekki um það barist, hve
miklum tökum alþýðan í Rvík
eigi að ná á stjórn bæjarins,
heldur lritt: hvort mestu ærsla-
belgir og’ öfgamenn Alþýðu-
flokksins eigi að ná þar yfir-
tökunum, þó að þcim bafi i svip-
inn tekist að koma ár sinni svo
fyrir borð i flokknum, að þeir
hafa getað bolað þar frá göml-
um og nýtum trúnaðarmönn-
um hans. -i— Gegn því ætla borg-
araflokkarnir að leggjast sam-
einaðir og af öllu afli. Og það
er óhætt að fullyrða, að fjöldi
hinna gætnari Alþýðuflokks-
manna muni hallast á sömu
sveifina. pó að Alþbl. segi' að
engin sundrung sé innan flokks-
lershey’s átsúkkniaði oy
Hersbey’s eocoa
í 1, Vj og x/s lbs. dósum, höfum viö fyrirliggjandi.
Jöh. Olafsson & Co.
Slmar 584 & 884
Bímnefni „JuweP
ins, þá er það alkunnugt, að
fjöldi maima u.nir illa yfir-
gangi bolshvíkinganna. Mæltu
það og hcita firn mildl, ef allir
yndu vel við að láta sparka bin-
um elstu og vinsælustu fulltrú-
um flokksins út úr bæjarstjórn-
inni, til þess að koma þar að ó-
reyndum angurgöpum.
Atvinnuleysiö.
Atvinnuleysið er hörmulegt
hér i bæ, eins og allir kuimug-
ir vita, og afleiðing þess, hungr-
ið, ekki langt undan landi á
sumum barnaheiínilum þótffyr-
irvinnan sé fús til vinnu. Hjón
með 3 kornung böm voru sjálf
matarlaus í 3 sólarliringa um
mánaðamótin, notuðu síðustu
aurana til að kaupa mjólk handa
Iiörnunum, og hafa síðan lifað
á gjöfum. Vc.l sé hverjum þeim,
sem gei'ur bungruðum að borða,
og holt er það að forða fólki
þann veg við að fara á sveitina
og börnum við að verða táplaus-
ir aumingjar.
En betra er þó, ef hægt væri
að útvega fólkinu vinnu. pví er
ekki farið að byrja á sjúkrahúsi
landsins, spyrja menn. Eru ekki
þar nógir peningar í sjóði, til að
I veita töluverða vinnu? — Og er
j ekki tilvinnandi að byrja á verk-
| inu, þótt síðar kunni að fást
■ ódýrara eittlivað til þess? Get-
| ur nokkur reiknað hvað það
j kostar beinlínis og óbeinlínis að
fóik gangi iðjulaust? Aðrir
spyrja um öunur fyrirtæki, því
bærinn ráðist ekki í þau.
j Eítt hefir • mér oft komið í
hug: Hvernig stendur á því, að
Reykjavík skuli þurfa að láta
Akurnesinga sækja fyrir sig í
soðið? Hafa ekki Akurnesingar
aflað og selt oss mest allan þann
fisk, sem vér höfum borðað í
vetur? Og þó sitja rpenn hér
hundruðum saman iðjulausir.
Eg er ekki sjómaður og legg þvi
engan dóm á málið, en undar-
legt er það i ininum augum. —-
I Sagt er mér, að miklu sé hæg-
i ara að sækja aflann frá Akra-
í nesi en héðan, en kostar það
j þá ekkert að flýtja fiskinn hing-
j að fyrir Akranesbátana? Er hér
svo íátt um mótorbáta, og ó-
mögulegt að eignast þá? Er ó-
hugsandi að mótorbátar dragi
róðrarbáta heim og heiman til
fiskjar, syo að sem flestir geti
sjálfir sótt sér matbjörg?
Sé svo komið, nð tap verði á
flestri vinnu lijá oss, er ekki
annað sýnna en hallæri eða út-
flutningur sé fyrir dyrum. En
hvert á allslaust fólk að flýja?
pýðingarlílið mun vera að vísa
fólki upp í sveitir. Bændur kæra
sig ekki um að taka við félaus-
um fjölskyldum, og að senda
þær á eyðikot, er að senda þær
i dauðann eða á vergang.
)?að eru sumir að tala um í
garnni eða alvöru að þingið
muni finna ráð og veita atvinnu.
Eru nokkur líkindi til þess? —
Flestir vita, að landið er-skuld-
um Iilaðið. Og þóll farið væri
að fjölga þessum seðlum, sem
kallaðii; eru peningar, ætti
reynsla Rússa og' pjóðverja a'ð
vera þar til vamaðar; hún sýnir
að slíld er ekki nema augna-
hliks friður og stöfspillir öllum
viðskiftum við aðrar þjóðir;
mega þau þó varla verri verða
en orðið er. En fossafélögin er-
lendu? segja menn. Er ekki nær
að láta að vilja þeirra, svo að
þau byrji hér stóriðju og veiti
öllum vorum atyiimuleysingj-
um næga atvinnu? Sýnist þjóð-
arrembingnum það ráðlegra að
hundruð og þúsundir fari á
sveitina eða lifi á gjöfum uns
allir eru orðnir jafnaumir,. svo
að aðrar þjóðir fari að safna
handa oss liallærisgjöfum ,eða
flytja oss til Argentína eða á
slétturnar óbygðu í norðvestur
Kanada?
Eg veit ekki hverju þingmenn.
svara því. En hitt heyrist, hvort
sexn satt er, að nú vilji fossa-
félögin ekki ráðast í neitt fyrst
mn sinn, hvaða kjör sem í boði
væru frá þingsins hálfu.
pað er verið að telja fólki trú
um, að allra ineina bót í þessu
efni sé, að þjóðfélagið taki að
sér togaraútgerðina og allflesta
stóriðju, og eg skyldi glaður
styðja það mál, ef eg sannfærð-
ist um, að það væri betra fyrir
þjóðar heildina, hgegara að koma
i veg fyrir fátækt og eymd með
því ráði en ella. En eg er ekki
enn farinn að sjá neinar skyn-
samlegar ástæður færðar fyrir
því, að ríkið gæti fremur greitt
gott kaup verkafólkinu, og þá
látið fyrirtækin bera sig, en ein-
staklingar. Rikið þolir fremur
tap en einstaklingur, segja
menn, og getur því t. d. gert
út togara unnvörpum, hvernig
sem selst. — Getur vel verið,
e f ríkið er stórefnað, en það
er ekki ti 1 noins að tala um það.