Vísir


Vísir - 17.02.1922, Qupperneq 3

Vísir - 17.02.1922, Qupperneq 3
XfSIR nokkur stökk sýnist á milli. En jbetta tekst Guörúnu eins og bestu útlendum leikkonum í harmleikum Shakespeare’s. Eg veit ekki hvort frú Guðrún hefir í fyrsta þætti meö vilja valiö sér liöfuöbúnað og gerfi, sem minnir töluvert á Napó- leon mikla. En þetta er laglega tilfundiö og sæmir Höllu vel; „þvi 'konungs haföi hún hjarta með kot- ungs efnum“ og skap vantaði liana .áreiöanlega ekki á við Napóleon.“ Nýtt útgerðarfélag. --O-- Fyrir tvcim til þrem ámni var cngin nýung að heyra getið urn .stofnun nýrra útgerðarfélaga. Þau þutu þá upp, hvert á fætur öðru. Allir vildu eiga bötnvÖrpunga, hvað sem þeir kostuðu, og skorti þá hvorki fé né lánstraust. En kunnugra er það en frá þurfi að segja, að allir sættu þá hinuni verstu kjörum í skipakaupum og skipasmiðum og þvi fór svo, að þessi dýrkeypti fiskifloti hefir iborið sig illa. Af þessum orsökum inefir ekki heyrst getið um stot’n- un nýrra útgeröarfélaga síðustu mánuðina fyrr en m't nýskeð, að boðin hafa verið út hlutabréf í nýju félagi. sent Stigandi lieitir. Stofnendur þessa félags eru margir vel efnaðir menn og Lands- bankinn hefir, nteð vissum skil- yrðurn, heitið félaginu stuðningi sínum, bæði til skipakaupanna og reksturs þeirra. Lágmark hluta- fjárupphæðarinnar er ákveðin 400 þúsundir króna og haía stofnend- étr þegar skráð sig fyrir hlutum að upphæð kr. 142000,00, en ráð- gert er að auka hlutaféð upp í eina ímiljón króna. Hluthafar lita svo á, að nú sé Ihið hentugasta tækifæri til skipa- kaúpa, því að botnvörpuskip muni ■jn't fallin svo i verði, að fremur snegi búast við að þau hækki en lækki í verði úr þessu. Fyrir stjórninni vakir, að reka útgerð : stórum stíl undir einni stjórn og ef nægilegt hlutafé fæst í tæka dið, gera þeir félagar sér vonir uni að geta fengið 5—6 botnvörpunga fyrir svipað verð eins og eitt slíkt skip varð dýrast í hinum nýja fiskiflota landsins. Félagið ráðgerir að hafa.bæki- stöð sina á Flateyri við Önundar- fjörð með því að það gerir sér vbn mn að geta þar fengið með mjög góðum skilmálum aryggju. næg hús, fiskreiti og ileira, sem a.lt vrði mjög dýrt, ef koma ætti því upp í þessari dýr- tíð. Þaðan er og skamt til hinna bestu miða um það leyti árs, sem veitt er í ís og þaðan mætti stunda síldveiðar að sumrinu, ef sú veiði yrði tekin ujrp. En ráðgert er að stunda veiðar héðan á vetrarver- íið og jafnvel frá Áustfjörðum á vorvertið. Félagið á að taka svo fljótt til starfa sem verða má, og helst á næstu vetrarvertíð. Verða tvö skip keypt fyrst, en fleiri síðar, eftir þvi sém liagur félagsins leyfir. Heyrt hefir Vísir, að félagið hafi í hyggju að taka upp nýja aöíerð við útflutning á nýjum fiski, sem búist er við að gefist vel. Ekki verður annað séb, en gæti- lega sé til þessa félags stofnað ög munu allir árna því góðs geitg- is, þvi að brýn nauðsyn er á ab auka atvinnu og framleiðslu í landimt seni mest má verða. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 0 st., Vest- mannaevjum i, Grinðavik 2, Stykkishólmi 0, ísafirði 1. Ak- ureyri ~ 2, Grímsstöðum ~ 5, Raufarhöfu 1, Seyðisfirði 3, Hólum í Hornafirði -t-1, pórs- höfn i Færeyjum 2, Jan Mayen 0 st. Loftvog lægst fyrir vestan land, stígandi. Suðlæg átt. — Horfur; Suðvestlæg átt. Ný saga hyrjar í Vísi í dag eftir Char- les Garvice. pað er gömul og ný reynsla, að lesendum blaðs- ins hefir getist betur að sögum ltans en flestra annara skálda. pessi nýja saga stendur ekki að baki liinum fyrri sögum lians, sem Vísir liefir flutt. Jón Kristjánsson, læknir, hefir verið veikur að undanfömu. en er nú albata og farinn að stunda sjúklinga sem áður. Islands Falk fór héðan í gær til Austfjarða. Hann á að sækja Sigurð H. Kvaran. lækni, og Björn Halls- son, ef hann er ferðafær. Einn- ig mun hann koma við i Vest- mannaeyjum í bakaleið, til að sækja Karl Einarsson, bæjar- fógeta. Skugga-Sveinn verður leikinn þrjú kvöld í Iðnaðarmannahúsinu um n;estu helgi, að tilhlutun „Ólvmpíu- nefndar knattspyrnumanna“. — Útbúnaður allur er að mestu leyti nýr. Leikendurnir hafa nokkrir leikið hér áður, en flestir ekki. Fiskiþingið. 5. fundur verður haldinn í dag kl. 3 e. h. Dagskrá: 1. Toll- mál, 2. Vitamál, 3. Fjárhagsmál, 4. Fyrirsumir til stjómarinnar. Pýsku strandmennirnir, sem strönduðu á Skeiðarár- sandi, komu ríðandi að austan í fyrradag. Ármann stofnar til grísk-rómverskrar kappglímuæfingar i Iðnaðar- mannahúsinu n. k. sunnudag. Félagar einir og gestir þeirra fá aðgang. Aðgöngumiðar hjá Ágúsl & Co., í pingholtsstræti. Húsnæðisleysió í Reykjavík. Framh. Þegar einstaklingur gerist meö- limur í byggingafélagi, vérður hann að skulbinda sig til að spara vist á viku eða mánuði, fyrir það hús, sem hann hefir hugsað sér að reisa, og fer stærðin á upphæð- inni eftir því, hvað húsið er stórt; sömuleiðis verður hann að skuld- binda sig til aö halda þessnm sparnaði áfram i t. d. 2—4 ár. Þeg- ar svo sparandinn liefir uppfylt sínar kröfur, getur hann farið að byggja, og snýr hann sér þá til félagsins til að fá leiðbeiningar, cg fær þá alla sína sparipeninga með rentum útborgaða, og verðui þetta honum góð stoð til að byrja með. Félagið getur samið við banka um þessar innborganir, og tel eg líklegt, að bankarnir hér myndu taka greiðlega í þetta. Er- lendis hafa sparisjóðir jafnvel lof- að borga lítið eitt hærri rentur af þessum innborgunum en öðrum. Ef nú sparandinn eftir þenna. vissa innborgunartima einhverra hluta vegna hættir við að byggja, fær hann samt alla sína peninga með rentum útborgaöa, og má þá nota þá til hvers Sem hánn vill. eða með öðrum orðum, hann hefir full ráð yfir peningunum. í þess- ari sparnaðarhreyfingu geta líka foreldrar látið börn sín taka þátt, en enginn er skyldugur að láta byggja fyrir því, og meiri hlutinn innan félagsins getur aldrei hund- ið minni hlutann um framkvæmdir félagsins. Eg vil að eins nefna eitt dæmi; til að lýsa framkvæmdum i þessu efni. Erlendis þarf t. d. sparand inn, sem vill byggja hús með 2—3 berbergjum, að eiga í sparideild- inni 2—3 þúsund krónur, og fyr- ir 4 herbergi 4 þúsund krónur o. s. frv. Og áreiðanlegt er það, að fyrsta skilyrðið til hamingju er j það, að eiga sitt eigið hús fyrir sig og sína, heldur en að vera hálfgerður flækingur, sem að eins býr skamma stund á hverjum stað. ■ og geta alt af átt von á því, að j verða rekinn út á götuna, þegar húsráðandanum þykir best við eiga. Þegar við nú lítuni á hvé mikla þýðingu það hefir fyrir einstak- linginn urn alla vellíðan, að eiga ; sitt eigið hús, er það ekki minna í virði peningalega. óhætt mun mega gera ráð fyrir því, með þeim lánskjörum, sem nú eru veitt til húsa, að flest hús eru útborguð ! á ca. 25—35 árum. Húsið er þá j eigandanum skuldlaust, og húsið liefir hann eignast að eins með sínum vanalegu afborgunum, og getur hann þá óhultur i ellinni verið í sinu húsi, þó að ekki sén peningar fyrir húsaleigunni, og er nmnurinn auðsær, ef borið er sam- an við mann þann, er alt af geld- ur leignpeninga í leiguhúsinu; hefir hann að eins þak yfir höfuð- iö meðan hann stendur í skilum, en er hann getur ekki borgað húsá - leiguna, er hann miskunnarlaust rekinn út, þó að hann jafnvel hafi verið búinn að borga húsið með sinni húsaleigu. En fyrsti grund- völlurinn til að eignast sitt eigið hús voru ef til vill þessar krómtr, sem hann lagði i sparideilditia. Það sem sparifélaginn hefir geri með því að ganga í sparideildina, er: I. Að spara sarnan upphæð til þess að geta á sínum tíma bvgt sitt eigið hús. II. 1 samfélagi með öðrum sparifélögum að verða frumkvöð- ull að almennum sjrarnaði, og gera öðrum fært að bvggja með því að ganga i félagið. III. Með því að setja síua spari- peninga 5 það besta veð, seni hægt er að fá. sem sé i sitt eigið hús. IV. Sjá sér fyrir öruggttm veru- stað i ellinni og verða þá ekki rekinn miskunnarlaust ut á göt una. \ . ()g að endingu með því að auka þjóðarauðinn og sjá eftir- komendum sínum fyrir trvggu og öruggu heimili. Um letð og sparifélaginn legg- ur fé í sparideildina, gefur að skilja. að bankarnir veröa liðlegri að lána fé til bvgginga, þeim sem erti í félaginu. Min hugmynd er, að ef bvgg- ingafélag yrði stofuað hér, yrði það ekki eingöngu- fyrir Reykja- vík, heldur væri það i sambandi við byggingafélög, sem stoífnuð væru út um land, og gæti þannig myndast eins konar fastur bygg- ingahringur. Mörgurn finst ef til vill nokkuð stórt af stað farið, en varla mun svo vera. Hér eru ekki svo mörg hús reist ár lrvert. að ekki sé hægt fyrir slikt bygginga- félag að hafa eftirlit nteð þeim, og þetta er að minsta kosti miklu yf- irgripsminna en það, sem mörg byggingafélög' erlendis hafa yfir að ráöa. Félag þetta fær svo húsa- meistara til að sjá um allar fram- kvæmdir, sömuleiðis hefir það sameiginleg efniskaup og margt fleira. Það er engnm vafa bundið. að þetta margborgar sig; og eit t er enn, sem þessi félagsskapur gæti mikið lagað. og sem ef til vill er einna þýðingarmesti liður- inn i öl.lutn þessum framkvæmd- um, og það er vinnufyrirkomulag- ið. Eitt af því, sem bagar okkur mest í byggingaframkvæmdunum er vinnuskiftingin, og vinnan er einmitt tiltölulega langdýrasti lit- og því verður að revna að haga henni sem best. Framh. Skúli fógeti fór til Englands í gær. Frá Englandi komu í gær Maí og Ari. Skipsmenn allir l'rískir. Afmælisfagnað sirm heldur Hvltahandið mánud. 20. þ. m. kl. 81/* í K- F. U. M. FéD yngri og eldri leggi til köknr og komi með þær fyrir bl. 4 á mánud Aðgöngumiðar seldir á laugard, i K. F. U. M og kosta kr. 1,50 fyrir fullorðna en kr. 1,00 fyrir börn, Stjórnin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.