Vísir - 31.03.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 31.03.1922, Blaðsíða 3
»; i»i * heinailt að vera viðstaddir barnapróf ihjer, og ýmsir þingmenn hafa verið við slík próf. En heimafræddu börn- ín verður erfiðara að ná í. pau eru engin hér í Reykjavík. En eftir sögu- sögn síra Olafs voru ]?au til vestur í Dölum fyrir nokkrum árum og geta Júngmenn og aðrir lesið vitnisburð hans um ]?au í ,,Vísis“-grein hans 13. þ. m. Verður það líklega að nægja í bráðina. pá bregður síra Ölafur upp mynd af tveiinur bautasteinum yfir iiðinni kynslóð fyrir afskifti hennar af fræðslurnálunum, annan, sem hann kveður okkur síra Jóh. hafa reist ,,með lítiisvirðingar- og vanþakkar- áletrun“, hinn „lofköstur mætra út- lendinga” Um afskifti liðinnar kyn- slóðar af þessum máium hefi eg ekk- ert talað né ritað í lítilsvirðingar- eða vanþakkarskyni. Eg skýrði alveg hlutlaust frá ástandinu eins og það var þar sem eg þekti það, og hvorki síra Ólafur né neinn annar, útlendur né inn'endur, getur sannað, að eg hafi þar að neinu leyti farið með rangt mál. pví feé lfka rnjög fjarri, að síra Ólafur reyni að hrekja orð mín, heldur slær hann um sig'með stóryrðum, segir að hér sé verið að „,kasta steinum að leiði“ þeirra eldri, .„eins og þar lægju einhver afhrök ■eða stórglæpamenn“. petta eiga að heita rök! Lesi menn það, sem eg ritaði, og dæmi sjálfir, hvort eg gaf ástæðu til þessara ummæla. Hitt vita flestir, að það er ekki æði langt síð- an að mikill þorri manna hér í landi -kunni málsháttinn: „Bókvitið verð- ur ekki látið í askana“ og breytti eftir þeirri reglu í fræðslumálunum. pað er þýðingarlaust að firtast fyrir hönd liðinna kynslóða, þótt sagður sé á þeim löstur sem kostur. Hugði eg að síra Ólafur væri svo mikill sögumaður, að hann þyldi að heyra sannleilcann um þá menn, sem bygt hafa þetta land, erjda þótt liðnir séu. Eg veit það, að útlendir ferða- menn hafa löngum mikið látið af al- þýðumentun hér á landi. En venju- lega er minna á þeirra dómi að byggja, heldur en íslendinga sjálfra, af því að lcynni þeirra af íslenskri alþýðu eru eðlilega mjög takmörk- uð. peir dæma eftir þeim tiltölulega fáu einstaklingum, sem þeir komast í kynni við, og það eru vanalega þeir sem framarlega standa að þekkingu. Hins vegar er það alkunna, að út- lendingar, sem hér ferðast, eru ein- att fljótir til að fella dóma, bygða á eiiistökum atvikum. Eg hefi t. d. heyrt útlendan mann halda því fram, að íslenskir prestar myndu vera yfir- leitt fégjarnari menn heldur en aðrir Islendingar, einungis vegna þess, að buddan hans hafði léttst óvenjumikiö á -einu pr.estssetrinu. Sýnir þetta hversu slíkir dómar eru oft og ein- att ógrundaðir. En það var-þetta um bautastein- ana. Síra Ólafur hefir sýnt tvo, sem liðinni kynslóð hafa verið reistir. Eg mun b'enda á tvo aðra, sem núlif- andi kynslóð hafa verið settir fyrir afskifti hennar af fræðslumálunum. Bendi eg þá fyrst á minnismerki það hið fagra og veglega, sem síra Ólaf- ur Ólafsson, fv. prestur og prófastur í Hjarðarholti reisti til maklegrar vegsömunar heimafræðslunni í sínu héraði, og stendur á steitiinn letrað: „Ekki þefað af neinni fræðslu eða þekkingu* (sbr. Vísi 13. mars 1922). Hitt minnismerkið er úr út- lendu efni og ber hvorki hærra né Iægra á því heldur en lofkestinum, sem síra Ólafur mintist á. pað eru ummæli, sem stóðu hér í blaði einu fyrir skemstu og höfð voru eftir dönskum manni, er nýlega hafði kynst alþýðu víðsvegar á landinu. Var þar Iokið lofsorði miklu á al- þýðumentunina. En allir vita, að sú alþýðumentun, sem nú er hér í landi meðal yngra fólks, er að miklu leyti runnin frá skólunum, farskólum og föstum skólum. pað er alrangt hjá síra Ólafi, að eg h’afi á nokkurn hátt gert lítið úr unglingaskólunum. Eg taldi það misráðið, bæði kostnaðar vegna og einnig af öðrum ástæðum, að ætla unglingaskólum að veita þá fræðslu, sem nú er lögboðið að veita á 10— 14 ára aldri. Að öðrú leyti mintist eg ekki á unglingaskóla, en skal taka það fram, að eg álít þá nauð- synjastofnanir, til þess að þar verði veitt frekari fræðsla, framhald barnafræðslunnar. Eg tók það fram í fyrri grein minni, að það fyrirkomulag, sem síra Ólafur og fleiri með honum halda fram, virtist stefna að því, að koma upp hér í landi tveim stéttum manna, mentuðum aðli og óupplýstum ör- eigalýð. Hafi þessi hugsun aldrei komið „inn fyrir dyr“ hjá þeim, sýn- ir það ekki annað en það, að þeir hafa ekki hugsað málið til neinnar hlítar eða gert sér grein fyrir afleið- ingunum, sem þær breytingar mundu hafa, er þeir berjast fyrir að koma í framkværpd. pað er margsýnt, að á heimilisfræðslu er alls ekkert að byggja, eins og nú er háttað. í kaup- stöðum og sjóþorpum viðurkenna held eg allir, að hún geti ekki komið til mála, og í sveitum er fólkseklan ein ærin ástæða til að gera hana ókleifa. Ef nýbreytnin væri nú upp tekin, sú, að demba allri fræðslu til fermingaraldurs á heimilin, yrði á- rangurinn sá, að efnamennirnir tækju kennara til að kenna sínum bömum éða kæmu þeim fyrir/ til kenslu, en fátæklingarnir, sem vanalega eru í meiri hluta með barnafjöldann, yrðu útundan. peir hafa síst tíma eða getu til að kenna börnum sínum og engin efni á að kaupa þeim kenslu. En svo eiga unglingaskólarnir að bæta úr öllu saman, gera jöfnuðinn. Mér er sem eg sjái þann jöfnuð. Eg held að síra Ölafur og aðrir préstar, sem kunnugir eru út um sveitir landsins, ættu að kannast við, hvernig gengið hefir og gengur enn með börn fá- tæklinganna og þau, sem sveitarsjóð- irnir kosta uppeldið á. Er ekki verið að reyna að klína á þau fermingar- nafninu sem fyrst, til þess að þau geti losast við kensluna og farið að vinna fyrir sér? Er ekki stundum sótt um leyfi ti! að ferma þau innan 14 ára af þessari ástæðu? Sum þess- ara barna verða svo strax effir ferm- ingu helstu stoðirnar, sem heimikn eiga við að styðjast, oft fyrirvjnnur hjá mæðrum sínum, þegar þær eru ekkjur, eða aðalstoð lúinna eða heikubilaðra íoreldra. Sum fara ,,í dvöl“ hjá vandalausum, ef þau eru munaðarlaus eða barnaheimilin verða fegin að létta þeim af fram- færinu, sé vinnukraftur þar nægileg- ur án þeirra. Nú er mér spurn: Hyggur ?íra Ólafur, að þessir ung- lingar muni allir sækja unglinga- skólana? Nei, þcir myndu ekki einu sinni gera það flestir, því síður all- ir. pað væri auðvitað hægðarleikur að semja !ög, sem skylduðu þá til þess, þ. e. a. s. ef unglingaskólarnir væru þá til, sem tekið gætu á móti þ'eim. En að fá alla til að fullnægja þeirri skyldukvöð yrði vafalaust ekki eins mikill hægðarleikur. Ung- lingaskólarnir yrðu aðallega fyrir börn efnuðu mannanna, sem hefðu ástæður til að verja fé og tíma til að afla sér framhaldsmentunar, en fátæklingarnir yrðu hér ekki síður.en í öðrum löndum yfirleitt að búa að þeirri fræðslu, sem þeim er veitt á bernskualdrinum. Frh. Sigurðiw Jónsson, kennari. ikyr oy pjómi fæst allan daginn { útaölustööum okkar. Hvanneyrar-rjðini kem- ur { mjólkurbiöirnar á laugar- baginn. Yirðingaríylst M|ólkarfél. Hoykjavltcur I. O. O. F. 1033318^2- — o. Helgi Guðmundsson, fyrrum bóndi á Hvítanesi, verö- ur sjötugur á morgun. íslands Falk kom í nótt. Haföi náö frönskum botnvörpung a<5 veiöuin í land- helgi og sent hann á undan sér Konj hann hirigaö í gær. Hann heitir Cap Faguet. Mál hans verð- ur rannsakaö í dag. Ásigling. .Færeyska þilskipið ísabella sigldi á enska botnvörpunginn Vereses í gær, og braut af sér bugspjótiö, en mun ekki hafa skemst að öðru leyti. Vereses dró ísabellu hingað inn í morgun. Grein sú, sem birtist í Vísi í gær, með langamarkinu G. Kr. Guðm., var ekki eftir Guðm. glímukappa. Es. Diana kom kl. iojrií í gærkveldi, með vörur og póst. Tvö erindi flvtur prófessor Haraldur Níels- son í Nýja Bíó, sunnudag og mánu- dag, um deilumál hans og biskups- ins. Aðgöngumiðar kosta 3 kr. báðir. Ef ágóði veröur af þeim, rennur hann til Sálarrannsóknar- félagsins. Leikfélagið hefir orðið að fresta leiksýning- um í kvöld og annað kvöld, með því að frú Stefanía Guðmundsdótt- ir hefir verið veik undanfarna daga. á’kipafregnir. Gullfoss kemur til Khafnar í dag. Goðafoss kemur til Leith í dag. Lagar’foss fer á morgun til Eng- lands. • Allir íþróttamenn bæjarins eru heðnir að koma í mentaskólaportið kl. 7% í kvöld. Veðrið í morgun. Hiti í Revkjavík 4 st., Vest mannaevjum 4, Grindavik 5, Sth 4, ísafirði o, Akureyri -4- 2, Gríms- stöðum 4- 3, Ratrfarhöfn 1, Seyð ■ isfirði 2, Hólum í Hornafirði 3, Þórshöfn í Færeyjum 3, Jan Mav- en 4- 2 st. Loftvog há yfir Islandi, stöðug eða hægt stígandi. Kyrt veður. TTorfur: Svipað veður. Kartöflur fást keyptar. 8ííni 719. iom líakes. Nokkrir pakkar óseidir, Jóh. Öj?m. Oddsson. Laugaveg 63. pAKKARÁVARP. Mér er það ljúf skylda, aS niinnast þeirra mörgu bæði f jær og' nær, er réttu konunni minni sáluðu, Sigríði Jónsdóttur, ú Laufásvegi 13, hjálparhönd og glöddu hana á ýmsa vegu, í hinni langvinmi legu liennar, full 33 ár. pað var skiljanlega mörg' eríið stund, þann langa tíma, ekki síst eftir að sjón liennar þraut því sem næst, eu alla jafna sá þó til sólar, með guðs hjálp, og góðra manna. Iíonan mín sálaða bað þess oft, að þess yrði minst eftir sinn dag, hve 'margir góðir menn og konur urðu til þess, að Íétta undir hjmði hennar á ótal vegu. Eg færi þvi öllum alúðar þaki ,-, er glöddu okkur, gömlu hjónin, og hjálpuðu okkur. pað yrði alt of langt mál að telja nöfn þeirra allra. Guð þekkir þá. Og eg treysti því, að liann minnist þeirra, þegar þeim liggur mest á. Eg þakka innilega fyrir mina hönd og dætra minna, alla góð- vild, hjálpsemi og samiið. Svo og ástarþakkir öllum þeim, sem sýndu hluttekningu sína við frá- fall og jarðarför konu minnar. Einar Ingimundarson. Biiö til leigu nú þegar á góðum stað i, bænuni. A. v. á. 10 stiga hiti var hér í gær, þegar heitast var Börn! Komið á morgun að selja Ljós- her'ann, í Bergstaðstræti 27. Konunglegir hirðsalar hafa nýlega verið útnefnd eftirfar- andi firrnu: Björn Björnsson bak- arameistari í Vallarstræti, Ólafur Magnússson ljós.myndáfi, Verk- smiðjan Sanítas og tóhaksfirmað Teofani í London (umboðsmenn hér: Þórður Sveinsson & Co.).‘

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.