Vísir - 01.04.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 01.04.1922, Blaðsíða 2
VISÍR Uppbsð á saitijðti og trgugssaUfisiú verðnr haldið viö pakkhús okkar þriðjudag 4. april kl. 1 a. h. Símskeyti. Khöíu 13. mars. Grikkir í vígaliug. Sírna'ö er frá París, aö Grikkir í Smyrná hafi lýst borgina sjálf- stsett ríki og hafi kömi'5 á fót varnarliöi. undir forustu Popoulos hershöfðingja. Ætla þeir me'ð öll- um ráðum að hnekkja ákvæðum sendiherrafundarins og veita Tyrjum viðnám eftir mætti. Einstein boðið til Frakklands. Einstein hefir verið boðið til Frakklands. Er hann fyrsti þýslcur vísindamaður, sem þangaö hefir verið boðið.síðan styrjöldinni lauk. Eystrasaltsríkin og fjórvelda- sambandið. Fjórveldasambandið og Eystra- saltsríkin nýju, — samtals 10 smáríki með 80 miljónum íbúa, — ætla að koma fram í sameiningu á Genúafundinum og fara þau með 7 atkvæði. • Takmörkun vígbúnaðar. Símað er frá Washington, að öldungadeild Bandaríkjaþingsins hafi fallist á. tillögur þær, sem gerðar voru á Washingtonráð- stefnunni um takmörkun flotans. , * , t Rússar beiðast lögregluverndar. Símað er frá Berlín, að rá'ð- stjórnin í Moskva hafi æskt þess, vegna banatilræðisins við Milju- koff; að fulltrúa hennar í Berlín yrði veitt sérstök lögregluvernd, og hins sama hefir hún beiðst til handa fulltrúum þeim, sem hún ætlar að senda á Genúaráðstefn- una. Eldgos. Etna og Vesúvíus hafa gosið án afláts síðustu daga. Bretar og íslendingar. Nationaltidende flytja þá Lon- donarfregn eftir Ritzau frétta- stofu, að fiskveiðanefnd breska þingsins leggi til að samþykt verði lög, er banni innflutning á (nýjum?) fiski frá löndum þeim, sem styrki fiskveiðar með fjár- framlögum. Ennfremur leggur nefndin til, að ræðisfhaður Breta á íslandi verði breskrar ættais, með því að nefndin stendur fast á því, að enskir botnvörpungar hafi ver- ið hart leiknir í íslenskri land- helgi. (Þessi tilhæfulausi þvætt kugur var rækilega kveðinn niður í breska þinginu síðastliðið ár, eins og skýrt hefir verið frá í Vísi, -en er nú sýnilega að „ganga aftur“). Trúmálafandarinn. (Framh.) Sigurbjörn Á. Gíslason: Sira Jakob Kristinsson kvaðst ekki hafa haft mig i huga er hann talaði um trúarhroka í erindi sínu. ]>ykir mér það mjög eðlilegt og tók þa'ð heldur ekki til mín, en eg talaði í fyrstu persónu áðan til að gera yður auðskildari þá skoðun mína, að tfúarhrokaskrafið/ sann- færir engan, en hefir gagnstæð áhrif á marga við það sem til mun ætlast. Heföi eg sagt, að eg einn ætti heimili í andlegum efnurp, furðar mig ekki á að honum hefði fund- ist „sjá bóla á trúarhroka í ræðu minni,“ en auðvitað var það íeykilegur misskilningur að skilja orð min á þá leið. Mér hefir aldrei ko’rnið til hugar, a‘ð eg væri sá cini er heimili ætti í þessum efn- um. (Síra Jak. Kristinsson: Og fíökksbræður yðar.). — Sei, sei nei, flokkur minn er ekki svo stór. að mér detti noklcuð slíkt í hug, Heimilið er bundið við Krist, en ekki flökkinn. Sira J. Kr. hélt að engin þau fúlmenni væru til, sem vildu tæla aðra inn í myrkrið. — Það væri óskandi að’ satt væri. En eg hélt að vér værum þó allir sammála um, að það sé ekki sjaldgæft, að menn væru tældir út í siðferöilegt j myrkur. Vonaudi eru þeir ekki j hér viðstaddir sem slikt aðhaf- | ast, en margir tæla þó aðra ó- | reyndari t. d. til drykkjuskapar og | lauslætis; farmenn vorir, sem j koma i fyrsta skifti í’erlenda höfn, > geta borið um það, eins og íleiri. j — Og sömuleiðis er það ekki ótítt j að menn, sem jafnvel sjálfum líður stundum illa í efasemdamyrkri. tala þó við og við svo borgin- mannlega um hagi sína, að aðrir láta tælast. En efasemdir ent eng- in leikföng. Það hafa verið hér í kvöld til- greind svo rnörg ummæli fjar- staddra manna, að eg vona að mér levfist að bæta þar við utnmælum unt spiritisma eftir danskan prest. Hann er ekki heimatrúboðsmaður, fjárri því. Hann heitir Th. Rör- dam í Ryslinge á Fjóni, telur hann sig Grundtvigssinna, en er svo rót- tækuí nýguðfræðingur að sífeldar deilur, einkum rneðal Grundtvigs- manna, hafa staðið hátt á annað ár unt kenningar hans, og söfnuður ihans klofnað út af nýguðfræði |hans. Hann skrifaði í „Fynstidende" lí vetur (sbr. Kristeligt Dagblad. 22. des. 1921). „Eg ætla að aðal- hætta kristindómsins á vorum dögum sé frá spiritismanum. Spiri- tisminn er ískvggilegur í mínum augum af því að hann reynir að hrifsa til sín huggun og eiílfðar- vissu sannrar trúar. sem fæst með því einu, að maður gefi guði hæsta gjaldevri trúarinnar, hjartað, en í þess stað veitir spiritisminn mönn- um ytri öruggleika með nokkrum rangnefndum vísindalegum sönn- unum um lífið eftir dauðann.“ Þetta er nú dómur þessa danska nýguðfræðings, sem rnest ber á sem stendur, og eg býst við, að frófessor Haraldur telji hann mjög víðsýnan, fyrst hánn er nýguð- fræðingutL Frh. Fræðslomália. Svar iil sírk Ólafs Ólafssonar frá H jarðarholti. Frh. Það var vel á rninst, er sira Ólaf • ur gat um afskifti prestanna af fræðslumálunum hér á landi, og sist of djúpt í tekið árinni, það sem hann segir um það atriði. En þá er líka rétt að minna bæði hann og aðra á það, að það voru einmitt prestarnir fyrstir og fremstir, á- hugasamir og skylduræknir prest- ar, sem sáu að heimilisfræðslan ein nægði ekki til þess að fullnægt yrði hinum mjög vægu kröfum um alþýðumentun, er lögin frá 1880 gerðu að fermingarskilyrði. Það voru þeir, sem víðast gengust fyrir því, að koma farkenslunni á í sveitunum, og þeir áhugasömustu létu sér það ekki nægja, heldur komu upp barnaskólum í presta- köllum sínum. En hvað er nú um þessa stýtt, prestastéttina, sem mest verk og þarfast hefir unnið þjóð- inni á umliðnum öldum? Síst skal því neitað, að enn sé mikill fjöldi áhugasamra og góðra presta í em- bættum hér á landi. En löggjöfin hefir, svo sem kunnugt er, búið svo úm hnútana, að nú er ekki lengur á þessa stoðina að byggja í fræðslumálunum. Óhæfilegar brauðasanisteypur valda því, að víða má heita að prestlaust sé Vegna erfiðleikanna á ]>ví að þjóna hinum víðlendu köllum, ger- ast æ færri til þess að stunda guð- fræðinám og . ýmsir, sem það stunda, hverfa að öðru starfi, að loknu námi, og enn aðrir hlaupast á brott frá köllum sínum eftir lengri eða skemri tíma. En þeir, sem í embættum sitja, hafa meira en nóg að starfa við beinu embætt isverkin. Það er ])ví með öllu óhugsandi, að prestar geti nú á tímum gefið sig sérstaklega við fræðslumálunum. Til þess að það mætti verða, þyrfti fvrst að fjölga prestaköllum til stórra rnuna og hafa tryggingu fyrir því, að prest- ar fengjust í embættin. Oft minnist síra Ólafur á Hjarð- arholtsskólann i greinum sínum. Við erum líklega báðir komnir á raupsaldurinn, við síra Ólafur. Hann stærir sig af reynslu sinni í Hjarðarholtsskólanum í 7 ár. Eg stæri mig af rúmlega 30 ára reynslu, sem eg hefi fengið af kenslu barna og ungíinga, bæði til sveita, í sjóþorpum og kaupstöð- um, og auk þess af dálítilli reynslu, fenginni erlendis. Geri eg þvi ráð fyrir, að .hvorugur okkar kunni því vel, að vera knésettur af hin- urn, að því er reynsluna snertir. Sira Ólafur víkur að því, að hann hafi teki'ð fátæka unglinga i skóla sinn meðgj afarlaust eða fyrir væga borgun, og er það lofs- vert. En ilt mun vera að byggja á því, að öllum fátækum ungling- um leggist slíkt til. Það er alveg víst, að þótt allir þeir unglinga- skólar, sem nú eru á landinu, og miklu fleiri, væru fyltir af fátæk- lingum og þeim kent þar kaup- laust fyrir fórnfýsi einstakra manna, þá væri samt yfirfljótan- legt eíni eftir til þess að skapa úr óupplýstan öreigalýð. Eina ráð- ið til að fyrirbyggja það, er að haga fræðslufyrirkomulaginu svo, að öllum sé veitt undirstöðufræðsl- an á þann hátt og þeim tíma, sem hentugastur er til þess að allir geti hagnýtt sér hana. Með tilliti til heildarinnar hefir það tiltölulega litlá þýrðingu að taka einstaklinga út úr og veita þeim þessa fræðslu, og þeir góðu menn, sem það gera, gerðu enn betur, ef þeir auk þessa beittu áhrifum sínum til þess að allir mættu verða sömu gæða að- íjjótandi, eins og þessir fáu, sem notið hafa þessara sérstöku hlunn- inda. í síðari hluta greinar sinnar er síra Ólafur enn að tala um það, að á sveitaheimilum sé nægur tími og nóg tæki til að veita lögskipaða fræðslu til fermingaraldurs. En ef svo væri, hvers vegna skyldu þá heimilin ekki gera það? Hvers vegiia koma þaðan unglingar, sem ekki hafa „þefað af“ neinni fræðslu? Hvers vegna nota ekki heimilin þá heimild, sem núgild- andi lög veita þeim til að annast fræðsluna sjálf ? Hvers vegna full- nægja þau ekki einu sinni (þeim kröfum, sem lögin leggja þeim á herðar, um fræðslu innan 10 ára aldurs ? Eru nokkrar minstu líkur til þess, að heimilin myndu frem- ur uppíylla erfiðu kröfurnar, sem sira Ólafur vill á þaú leggja, held- ur en þær auðveldari, sem nú hvíla á þeim? „Það er ekki nógu þungt á honum, klárskr........“ sögðu hestaníðingarnir stupdum, þegar hestur bar sig illa undir böggum. Það er dálítið örðugt að átta sig á því, hvort síra ÓÍafur er jafn- aðarmaður (socialisti) eða ekki. 1 öðru orðinu fussar hann og sveiar, þegar hanii sér eitthvað, sem.hann finnur jafnaðarmanna-þef af, svo sem það, að ríkið ætti að kosta alla barnafræðsluna. Annað veififl heklur hann því srb fram, að ríkitE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.