Vísir - 01.04.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 01.04.1922, Blaðsíða 3
VlSIR eigi að kosta alla unglingaskól- ana, þessa, sem eiga a'Ö' veita barna- fræösluna á unglingsárunum, því að það tók hann fram í „Vísi“ 13. mars, að ekki vaári svo sem nauö- synlegt, aö hafa fengið neina und- irbúningsfræöslu undir unglinga- skólanámið. Þetta virðigt fremur benda á, aö undir niðri sé nú mað- tirinn jafnaðarmaður, í fræðslu- málunum að minsta kostþ.eins og við síra Tóhannes. Og aö það sé alvara hans, að ríkinu beri að styrkja fræðsluna og kosta hana að einhverju leyti, sést ennfremur á því, að hann taldi ekki úr vegi, að Hjarðarholtsskólinn fengi styrk úr ríkissjóði. Að sá styrkur varð svo „lúsar-nirfilslegur“, sem hann Ikveður hann verið hafa, veit eg ekki af hverju hefir stafað; má- ske fjárveitingarvaldið hafí lmgs- að sem svo: Sjálfur leið þú sjálfan þig. (Niðurl.) Sigurður Jórtsson, kennari. „Öhæfa”. ' Einhver „Ósníkinn" er að senda nér tóninn í grein, sem nefnist „Óhæfa“ og birtist í Alþýðublað- inu síðastl. laugardag. Nafnið á vel við greinina og höfund hennar. ■<er sjáanlega ætlar, að hjá .öllum mönnum búi sömu hvatir og i hans eigin brjósti, og má ])ó slikt •óhæfa heita. Höfundur „Óhæfunnar“ hneyxb ast á auglýsingu frá mér, sem ný- lega birtist í Vísi. Án þess að vita skapaðan hlut um tilgang minn með þessari auglýsingu, eys hann mig auri hinna verstu fáryrða, og 'telur auglýsinguna ljósan vott um íádæma fúlmensku og ósvifni. iRaunar er mér alveg sama, hvað „ósníkinn" eða hans líkar, segja um mig og mínar gerðir, en til þess að góðir menn og gætnir viti ger um tilgang minn með nefndri ■ auglýsingu, vil eg sýna hann með nokkrum orðum. Allir vita urn atvinnuleysið, sem hér hefir verið í vetur. Engi hefir hrópað hærra um afleiðingar þess en Alþýðublaðið. Þá sjaldan eg hefi lesið það, hafa i því staðið átakanlegar lýsingar um bágindi, sem atvinnulaust fólk liði hér í bænum. Þetta hefir mér þótt trú- legt. Eg veit, af eigin reynd, hve alt er að vera svangur, og eg hefi nokkuð ljósa hugmynd um, hve óbærilegt er að vera iðjulaus um lengri tíma. — Eg er ekki svo -efnum búinn, að eg geti veitt mönnum vinnu og greitt þeim líaup svo nokkru nemi. Samt datt rnér i hug, að eg gæti gert greiða -einhverjum iðjusömum rrianni, sem nú kynni að ráfa um iðjulaus ■og máske svangur, með þvt að lofa honum að mylja fáeina steina, sem liggja hér kring um húsið. Þó ekki væri hægt að bjóða annað en fæðið þá daga, sem unnið væri — -og það, að losna þær stundirnar viii drepandi leiðindi iðjuleysisins —- vissi eg, að starfhneigðum mönnum mundi þykja það betra en ekki. Mér kom aldrei til hugar að bjóða þetta út sem atvinnu og allra síst slíka, að af henni mætti lifa „daga, vikur eða mánuði", eft- ir að verkinu væri lokið. Ekki var það Iieldur hugsunin að „sníkja“ vinnu, því steinarnir hér í kring, eru mér ekkert til baga og sjálfur á eg alhægt með að vinna á þeim, þegar timi vinst til frá öðrunr störfum. Enn hefir enginn mér vitanlega spurst fyrir um þessa vinnu. Mér þykir vænt um það, því af því þykist eg mega ráða, að enginn heiðarlegur iðjumaður hér i bæ, sem hefir óbundnar hendur, sé nú vinnulaus, um slæpingjana er mér sama. Þó þessi „Ósníkinn" spyrði um vinnuna, tel eg það náttúrlega ekki; hann segist líka hafa gert það í alt öðrum tilgangi en þeim, að vinna og fer hann þar sjálf- sagt með' rétt mál. Frekar svara1 eg ekki „Óhæf- unni“ hans „Ósníkins“; en tvö ráð vildi eg mega gefa honum að lok- um: 1) Kynnið yður ofurlítið málefni áður en þér skrifið um þau opin- berlega, jafnv.el þó þér ætlið áð skrifa um þau af „óhæfilegri fúl- rnensku". 2) Verið ekki framar sá heigull, að þora ekki að sejjja nafn yðar undir ritsmíðar yðar, þó ljótar séu, og skríðið aldrei framar bak við dularnafn, líkt og forðum Björn í Mörök að baki Kára. 27. mars 1922. Elías Bjamason. Áthogasemdir Út af ummælum sr. Iiaraldar Níelssonar, sem birt voru í blaðinu í fyrradag, bið eg Vísi að flytja þessar athugasemdir: 1. Erindi það, er sr. H. N. flutti á Eskifirði 1918, og gert er að um- talsefni í fyrirlestri mínum „And- kristni“, hefi eg aldrei nefnt „pré- dikun“, heldur ræöu. Skiftir þetta auðvitað litlu ; en prófessorinn hef- ir þóst þurfa aö víkja þannig við orðum nrinum, til þess að geta reist á þeim ásökun. Hins vegar sé eg ekki, að það sé miklu sæmi- legra að tala óvirðulega um biblí una í „fyrirlestri'1, sem fluttur er i kirkju, en í venjulegri prédikun 2. Þau eru einmitt í fjallræð- unni, ummælin, sem prófessorinn hneykslaðist mest á, sem sé þessi: „Sannlega segi eg yður: þangað til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki eirin smástafur eða einn stafkrókur lögmálsins undir lok liða, uns alt er komið fram.“ En eg fullyrði, að hvorki í fjallræð- urini né annarstaðar finnist stafur fyrir því, að Jesús hafi „rifið nið- ur“ lögmálsboðorðið gamla (sem hér var sérstaklega um að ræða), um að halda helgan hvíldardaginn Andmæli hr. próf. S. P. Sívert- sen gegn því, sem eg hélt fram um gildi trúarjátningarinnar, eru harla léttvæg. Það sannar lítið, þótt nýguðfræðingar hafi á ein- hverjum „umræðufundi“ haldið frarn annari skoðun en þeirri, sem Einar próf. Arnórsson leiðir skýr rök að í Kirkjuréttinum. Það er lika alkunnugt, að Helgisiðabókin var „löguð i hendi“ af nýguðfræð- ingum. Og ritgerðirnar í Skírni, sem S. P. S. vitnar til, eru sömu- leiðis eftir nýguðfræðinga, sem ekki eru óvilhallir dómarar í þe96u máli. — En til áréttingar þvi, sem segir í Kirkjuréttinum urn gildi trúarjátningarinnar, vil eg benda á ummæli C. Skovgaard-Petersens um sama efni. í hinni ágætu bók hans: „Erfaringer fra Prækesto- len“ Ms. 49—50. Árni Jóhannsson. ír 1 l| | Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11 síra Jóh Þorkelsson; kl. 5 síra Bjarni Jóns- son. I fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 1 eftir hádegi Ól. Ólafsson, og í frí- kirkjunni í Reykjavík kl. 5 síðd. síra Ól. Ól. I Landakotskirkju kl. 9 f. h. há- messa, og kl. 6 e. h/ guðsþjónusta með prédikun. Landhelgisbrof. Franski botnvörpungurinn, sem Islands Falk tók að ólöglegum veiðum í landhelgi, var dæmdur í 10 þúsund króua sekt í morgun, en afli og veiðarfæri upptækt. — Skipstjóri kveðst ætla að áfrýja þessum dómi. Dr. Helgi Péturss varð fimtugur í gær. íþrótta- menn fögnuðu honum úti fyrir Mensa Academica í gærkveldi og færðu honum nokkurt fé að gjöf, en prófessor Guðm. Finnbogason flutti honum ræðu. Dr. Helgi svar- aði og. þakkaði íþróttamönnum fögrum orðum. Á stúdentafundi flutti Bjarni Jónsson frá Vogi ræðu fyrir minni doktorsins, sem síðan flutti skörulegt erindi. Síðar töluðu þeir Sigurjón Péturs- son og Vilhjálmur Þ. Gíslason. Að lokum fylgdu menn dr. H. P. heim og kvöddu hann með húrrahróp- um. Þakkaði liann sæmd þá er honum hafði sýnd verið og var hinn glaðasti. Munu allir viðstadd- ir lengi minnast þessa kvölds með mikilli ánægju. Lagarfoss fór í rnorgun áleiðis til Eng- lands. Meðal farþega var Edvarð Helgason. Aðalfundur íþróttasamb. íslands verður háldinn á sunnudaginn kemur, i Bárulnið, kl. 2 e. h. Full- trúar eru beðnir að mæta stund- víslega og með kjörbréf. BaShúsið er nú aítur opið frá kl. 8 árd. til kl. 8 síðd. Leiðrétting. Fallið hefir úr ræðu Páls Kolka ,,og“ á milli vit-aðall og intellec- tuelt proletariat,“. Þessa er beðiö að minnast. Skákþingið hefst kl. 1 á morgun. „ímyndunarveikin“ leikin annað kvöld, sjá augl. Magnús Kjaran kom frá útlöndum í gær, með es. Díana. Hann hefir verið er- lendis á þriðja mánuð, og lengst af í Þýskalandi. Segir hann þar gott að vera, nægtir af öllu, nóga vinnu og almenna vellíðan að því er séð yrði. En áhuggjufulla segir hann Þjóðverja um framtíðina. Tóbaksbindindisfél. Rvíkur. Vegna aðalfundar í. S. í. á morgun, getur næsti fundur fé- lagsins ekki orðið fyr en á pálma- sunnudag, 9. apríl. I íþróttafélagar! Æfing í fyrramálið, frá leik- fimishúsi mentaskólans kl. r)/2. Ármann. Félagar munið eftir úti-æfingu í fyrramálið kl. 9/. Erlend mynt. Khöfn 31. mars. 8terlingspund . . . kr. 20.75 Dollar — 4.75 100 mörk, þýsk . . — 1.60 100 kr. sænskar . . — 123.40 100 kr. norskar . . — 84.16 100 frankar, frauskir — 42.80 100 frankar, svissn. . — 92 35 100 lirur, ítalskar — 24.40 100 pesetar, spáuv. . — 73 75 100 gyllini, holl. . . — 179.60 (Frá Verslunarráðinu). Ötdráttnr úr reglum fyrir Upplýsingaskrifstofu Stúdenta- ráðs Háskóla íslands. ---o- Tilgangur skrifstofunnar er: a. að útvega þeim er þess æskja sem fylstar og áreifi- anlegastar upplýsingar, um nám við erlenda háskóla og aðra æðri skóla, vísinda- og listastofnanir, fyrii- komulag þeirra, inntöku og notkunarskilyrði, lög og námsáætlanir o. fl. þ. h.; ennfremur upplýsingar un námsskeið. b. greiða eftir megni götu ís- lendinga sem utan fara til náms, visinda- eða listaiðk- ana. d. útvega islenskum og erlend- um náms- og vísindamönn- um og stofnunum, er þess æskja, sem áreiðanlegastar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.