Vísir - 03.04.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 03.04.1922, Blaðsíða 3
VlSIR íiXSSiSsiSBÆ Alúðarþakkir fyrir auðsýnda santúð við andlát og jarð- arför konunnar minnar, Sólveigar Sigurðardóttur. p. I. Reykjavik, 2. apríl 1922. Fyrir hönd mín og barna minna. Guðni Símonarson, frá Breiðholti. alt öSrum*augum á þetta mál, sem I ai5 þeir geta ekki þotiö landshorn- vænta mátti. Eftir þeirra sko'öun aetti hér ekki a'S vera nema ein dúkasmiöja. Hér kemur álit þeirra <dregiö saman í eitt: Þa'ð er ekki nau'ðsyn á aö fá fleiri ullarverksmi'ðjur hér á ís- 3andi, og yrði ekki til annars en aS auka kostnaS og gera vöruna dýrari í franjleiðslunni sem nú skal sanna. Á íslandi búa. nú tæp ioo þúsundir manna. Þéssar ioo þúsundir þurfa til sinna eigin þarfa á a‘ð geta 200 þúsund stikur af fataefni á ári, bæði handa yngri sem eldri. í þessi fataefni þarf 250 smálestir af ull, en framleiðsla alls landsins er um 800 smál. Stundum getur framleiðsla landsins komist niður í 600 smál. og það hefir komið fyrir, að ársútflutningur liefir verið 1000 smál. Það sem yrSi framleitt meira hér á landi, en hægt er aö nota í landinu sjálfu, yrði því að selja erlendis, en þar •eigum vér við hina erfiðustu keppi- nauta, ]iar sem eru Englendingar •’Cg Þjóðverjar, sem stundað hafa þennan iðnað öldum saman, og eru því miklu betur að sér i öllu sem honum viðkemur, og auk þess reka þeir þennan iðnað í miklu •stærra stíl; geta þeir þess vegna framleitt vöruna á ódýrari veg en ■ vér. íslendingar eru að byrja og verða því að fara várlega, ]iví að íslenska ullin er ekki góð til tó- "vinnu, og dúkar úr henni eru ekki svo góðir, að íslendingar vilji g'anga í fötum úr þeim.svo hégóm- iegir gerast þeir íiú, að þeir vilja heldur dúka frá Englandi, Dan- mörku, Noregi, Þýskalaiidi eða, Frakklandi, þó að þeir séu gerðir úr baðmull, jiappír eða öðrum slík- um efnum, og taka þeir jafnvc- ‘þessa dúka langt fram yfir íslénsk- ar ullarvörur. Eg hefi oft haft tækifæri, hér á Alþingi, til þess að minna menn -á hve títt sé að sjá auglýst stórum stöfuín víðsvegar um sveitir í Noregi: ,,Kauptu norskar vörur !“ Þetta er sjaldséð hér, én það ef kunnugt, að menn forðast hér það sem íslenskt er og kaupa heldur 'Okúrverði újjent rusl. Framleiðsla íslenskra ullarverk- ■smiðja er nú nálægt 40 þúsund -stikur voðar á ári. Til þess að íramleiða þetta, vinna um 80—ioó manna á 2 stöðum. Auk þessa vinna á hvoriim stað 4 kunnáttu- menn, spunameistari. vefmeistari. litunarmeistari og verkmeistari. Þessir menn gætu hver í sínu lagi séð um miklu fleiri vélar .en nú gera þeir, -— en mcð því skilyrði ■einu, að þær séu á sama stað, því anria miíli. Þetta eru dýrustu mennirnir og hvílir framleiðslan á hverjum stað á því, að þeir sé gegnir menn og vel aS sér, en séu þeir klaufar fer alt út um þúfur; en af þessu.sést, að því jneir sem framleitt er á hverjum stað, því ódýrari ver'ður varan, og því minna sem framleitt er því dýrari verðurv aran. E11 hitt er alkunna., að sá þröskuldur sem framleiðslan íslenska á örðugt me'ð að fá yfir- stígið er það, að geta framleitt nógu ódýrt, svo að hægt sé að keppa við útlendan varning. Það væri því hinn mesti bú- hnvkkur fyrir þjóðina, að stækka e'ða sameina þær 2 verksmiðjur xsem nú eru, svo að hægt yæri að vinna þar alla þá ull, sem annars er unnin í' landinu, en hindra alt kák sem menn hafa komið af stað, án þess að hafa hugsað á hverjum grundvelli slík ýyrirtæki geta þrif- ist. ■ Frh. Fræðslnmálin —O— Svar lil síra Ólafs Ólafssonar frá Hjarðarholti. —o--- Niðurl. Metnáður er ágætur innan vissra takmarka; en sé hann um of , heitir hann oímetnaður. Og ofmetnaður getur verið háskalegur, þótt oft sé hann fremur ósaknæmur öðr- um en þeim sem sjálfur gerir sig broslegan með honum. En hann verður ska'ðlegur, þegar aðrir sak- lausir gjalda. Síra Ólafur minnist á að nokkrir menn, jafnvel efna- litlir, hafi sakir metnaðar hliðrað sér hjá að þiggja framboðna kenslu handa börnum sírium. Hann getur þess ekki, hvort þeir hinir sömu veittu þá liörnununr eins góða fræðslu. Hafi þeir gert það, var metnaður þeirra Iofsverður: liafi þeir ekki gert það, þá var metnaðurjnn um of og óafsakan- legur. vegna afleiðinganna, sem komu niðyr á börnunum saklaus- um. Það er alveg satt, að sjálfsbjarg- arviðleitrii manna virðist oft vera minni en skvldi, og hygg eg þó. að meira sé stundum af látið en ástæða er til. hversu rrijög hún hafi dvínað á síðari tímum. Þess má geta i því sambandi, að ekki eru liðnir margir tugir ára síðan fjöldi förumanna og förukvenna fór víðsyegar um sveitirnar, en nú þekkist slíkt varla. En það er eðli- legt, að sjálfsbjargarhugsunin hafi nokkuð dofnað, að sama skapi sem þjóðfélagskendin hefir magnast og félagslííiö orðið meira og fjöl- breyttara. Geri eg ráð fyrir. aS þarna sé að nokkru leyti komið að rótum þeirrar mismunandi stefna, sem nú er um deilt i fræðslumál- unum. Sumir vilja vekja upp aftur gamla hugsunarháttinn að „búa fyrir sig“ og bj argast á eigin snær- um. En aðrir sjá ekki neinar líktw til að þetta takist. og álíta að það væri alveg árangurslaus tilraun, að ætla sér með lagaboöum eða á nokkurn annan hátt, að hafa veru- leg áhrif á hugsunarhátt þjóðar- innar að þessu leyti, enda- vafa- samt, hvað unnið væri við þaö, þótt það tækist. Nýi tíminn hefir sýnt, aS með félagsskap og sam- tökum, ásamt aulcinni þekkingu, vinst margfalt meira, — þrátt fyn> alla gallana sem slæðast meS, — heldur en með eintrjáningshættin- um gamla. Þannig hefir það geng- iö með ræktun landsins, túnaslétt- urnar og áveiturnar. Þannig hefir. líka gengiö með andlegu ræktun- ina, og mun ganga framvegis, ef að eins er haldiö í hörfinu og hlúð að nýgræðingnum, en ekki alt rifið upp jafnharðan. Síra Ólafur telur það óviðeig- andi aðdróttun, ér eg mintist á; hvaðan heimilisfræðslualdan væri runnin. Raunar fer hann ekki al- veg rétt með. Hann vill láta mig sagt hafa, að uppástungan um frestun fræðslulaganna sé runnin frá einstökum barnlausum efna- mönnum út um sveitirnar. Með orðum minum átti eg ekki sérstak- lega viS þessa uppástungu, þ. e. lagafrumvarpiö. sem nú liggur fyr- ir þinginu, heldur þá hugsun, sem þar er klædd í orð, heimilisfræðslu- hugsunina. Uppástungan um frest- unina er ekki nema fárra vikna gömul, en hugsunin, sem í henni félst, er margra ára gömul, eldri erufræðsiulögin sjálf. Nú telur síra Ólafur það vítavert, að eigna viss- um mönnum þessa hugmynd. — Hvers vegna? Er liún þá svona ljót ? Það mun hann varla álíta. þvi að sjálfur berst hann fyrir henni af itrasta mætti. Eða kann ske það sé hitt, sem honum finst óviSeigandi, að þaS sé sagt aðábak við þessa hugmynd liggi hvötin til aö spára sér útgjöld? En er það þá elcki einmitt þetta, sem- er mergurinn málsins, bæði hjá hon- um og öðrum, að halda um pyngju landsmanna, venja menn af því, „að skríSa undir annara skör“, láta hvern bjarga sér sjálfan, og standa einn meSan stætt er? Ekki sé eg betur. Eg fæ ekki annað séð. en að sjálfsbjargarhugsunin sé þarna á ferðinni í sínum ’gamla, íslenska þjóöbúningi. Eg sé ekki betur, en að þarna sé hún — Ölrika! Sig. Jónsson, Dý RverEdoinarfélagiff, bundur i Dýraverndunarfélag- iuu var haldinn fvrra laugardag i húsi K. F. U. M. 10 nýir innsækj- endur voru samþyktir til upptöku í félagið í fundarbyrjun; enn- fremur var samþykt að kjósa 5 manna fjársöfnunarnefnd til á- góða fyrir búiö „Tungu“, sem er eign félagsins. í nefndina voru kosnir: Eggert Claessen banka - stjóri, heildsalarnir Hallgr. Bene- diktsson, Hallgr. Tulinius, fyrv> bankastj. Sighv. Bjarnason og framkv.stj. Ólafur Briem. — Enn- fremur var kosin 3 manna íræðslu- nefnd til að annast þá grein fund- arstarfsins. Kosnir voru: skólastj. ísleifur Jónsson, 'frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, skólastj. Magnús Helgason. Ennfremur var kosin =; manna nefnd til að líta éftir me< ferð manna á skepnum, er þeir hafa í sinni þjónustu, 0g kæra yfir misþyrmingu, ef hún á sér stað. í nefndina voru kosnir: lögreglu- þjónarnir Sigurður Gíslason og Páll Árnason, kaupm. Jes Zimsen, ökurn. Eiríkur Einarsson og Ágúst Pálmason. Ennfremur var. samþykt að auglýsa í einu dag- blaði og einu vikublaði útdrátt efnahagsreiknings félagsins síð- astliðið ár. Fundurinn fór vel fram og sýn- ir ljóslega, aS framför er komin < félagiS og mun það óefað miklu góðu geta til vegar komiö mál- stað ntálleysingjanna til góðs í framtíðinni, þar sem það á svo góSum og nýturn mönnum á aö. skipa til starfa. eins og nefndar- kosningarnar bera með sér. Menn ættu að gefa félaginu meiri gaum og sækja um inntöku í það á næsta furidi, sem ákveðið er að verði seinni hluta aprílmánaðar Allir eiga erindi í Dýraverndunar • félagiö! M. Helgi Sveinsson, bankastjóri , frá ísafiröi, hefir legið þungt haldinn í lungnabólgu nær hálfan mánuð, en fór aS batn 1 í fyrradag og er nú talinn úr allri hættu. Sterling kom i gærmorgun. Farþegar voru um 200. Þar á meSal voru frú Guðrún Indriöadóttir og síra Björri Þorláksson frá Dvergasteini Mr. Arthur Gook var tneðal farþega á Sterling og býst við að dveljast hér nokkra: vikur. Hann mun flýtja hér nokkra fyrirlestra, — hinn fyrsta á morg- un kl. 8y2 síðd. í Bárubúð. — A< - gangu'r að þessum fyrirlestri er ókeypis. Veðrið í niorgun. 1-Iiti í Revkjavík 1 st., Ver - mannaeyjum 1. Grindav. o, Styk': ishólmi 1, Isafirði -- 1. Akurev. i -f- 1, Grímsstööum -f- 6, Rarifrr- höfn 2, Seyðisfirði -f- 2, H<’ 1- um í Hornafirði 1. Þórshöfr. í Færevjum 1, Jan Mayen 7 st. — Loítvog lægst. fyrir suö- austan land, stööug; norðaustla:g átt. Horfur: Sama vindstaða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.