Vísir - 10.04.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 10.04.1922, Blaðsíða 2
VlSIR Höfam til sölu ágsít skips „Croaometer" (til sýnis á skrifstotanDÍ). Símskeyt! fri fréttarítam Visis Khöfn g. april. Flugslys. Simaö cr frá Paris, aö tvær flugvélar hafi rekist á í blindþoku á leiB milli Parísar og "London. Sex menn fórust. Er þetta fyrsta flug- siys, sem oröiö hefir á þessum leiö- um, þau tvö ár, sem farþega-flug- feröum hefir veriö haldið uppi milli Parísár og Lundiinaborgar. De Valera býst til uppreisnar. Símaö er frá London, að De Va- lera hafi tilkynt bráðabirgða- stjórninni, að hann fari með her á hendur henni, ef samningarnir við Bretland verði samþyktir ogkveðst hann munu koma á samskonar styrjaldarbrag eins og 'verið hefir ! Mexico. Genúa-ráðstefnan verður sett á mánudag eða þriðju- dag. Allir fulltrúar komnir þangað. Framsöguræða Magnúsar Jónssonar við /. umræðu i neðri deild.. Háttv. framsögumaður frumvarps þess, sem hér liggur fyrir, var hálf undrandi yfir því, að meiri hluti við- skiftanefndar skyldi skrifa nefndar- álit um þetta mál. En þar sem hann upplýsti nú sjálfur, að hæstv. stjóm ætti þátt í frv., þá má nærri geta, að hún hefir ekki komið með það til minni hlutans eins, á næturþeli, heldur lá það fyrir nefndinni í heild. Og af því að minni hlutinn meiri hlutinn ekki gengið fram hjá j því þegjandi fyrir sitt leyti. Hann I hefir því gefið út nefndarálit um það ! og valið sér framsögumann af sinni hálfu. Eins og vita mátti frá því fyrir all- Iöngu, var skoðanamunur talsverður á þessum máUim, og beitti einn flokkur og eitt blað sér fyrir því, að innflutningshöft væru sett hér á nú til þess að frelsa ættjörðina, eða, sem réttara mun að segja, til þess að geta eignað sér og sínum ráð- stöfunum þá frelsun ættjarðarinnar, sem ailir vonast eftir að nú sé í vændum. Oðruvísi verður það varla lagt út, að koma einmitt nú með slíkar ráðstafanir, þegar vitanlegt er öllum, að þær ástæður, sem á sín- wm tíma áttu að réttiæta innjflutn- ingshöft, eru að hverfa eða horfnar, og sá móralski styrkur, sem bak við slíkar ráðstafanir verður að standa, svo sem fordæmi annara þjóða, höft og erfiðleikar í viðskiftum undan- farið og sú þolinmæði, sem menn á stríðstímunum og fyrst þar á eftir höfðu gagnvart þvingunarráðstöfun- um, er úr sögunni. En látum nú hvem um sínar hvat- ir. par kann enginn að rannsaka hjörtun og nýmn, en hitt er þá nær að athuga, hve mikið af skynsam- legu viti , framsýni og viðskiftahygg- indum, lýsir sér í því, sem lagt er til. Ef litið er þá fyrst alveg alment á málið, og það hve hyggilegt og hve gjörlegt sé að koma nú á inn- flutningshöftum, þá er á það að minnast, hver mikil stefnufesta kemur fram í þessu máli. A þinginu í hitt eð fyrra, 1920, voru sett heimildar- lög fyrir stjórnina til að banna inn- flutning á óþarfa varningi, 8. mars. A þeim grundvelli reisti svo stjómin hina fögru byggingu, sem viðskifta- nefnd vár kölluð, og sem menn munu tæplega gleyma á næstu árum. Gaf stjórnin út bæði reglugerð og bráða- birgðarlög er lutu að þessu, og átti nú eitthvað undan að láta. Bæði átti nú að spara allan óþarfa, svo að landið losnaði úr skuldaklípunni við útlönd, og svo líka til þess, að skipin, sem til landsins sigldu, væm ekki svo hlaðin óþarfa, að landslýð- urinn sylti í hel af matvömskorti. pví skal nú engan veginn neitað, að ástandið, sem blasti við mönn- j um á þingi 1920, var ekki álitlegt, j og alt öðruvísi var það þá en nú, ! og miklu meiri vorkunn þótt menn vildu þá grípa til slíkra ráðstafana. pá var líka þessi stefna uppi hjá frændþjóðum vomm og nágrönnum, og vorkunn þótt litla bamið taki ýmislegt eftir stóra bróður. pá var ekki heldur reynslan búin að reka skýjaborgunum þann löðmng, sem nó, svo að menn lifðu í sælli og bjartri pappírsborg. í þessa nefnd völdust góðir menn, sem fullkömlega var hægt að treysta. Svo kom reynslan, en reynslan er eins og menn þekkja, ekki æfin- lega leiðitöm við hugmyndasmiðina. Og óánægjan, sem fljótt kom í ljós, var besti votturinn um það, hve ó- mögulegt ofurefli hér var við að etja. Til þess að gera langa sögu stutta, þá mátti svo heita, að eftir ársstarf sæist hvergi árangur haftanna. Og jafnvel meðhaldsmenn þeirra ját- uðu það, en sögðu, að það væri ekki að marka, því að það væri þeirra eðli, að þau gætu ekki komið að haldi fyrri en alllöngu eftir á. Nefndin hefði einmitt verið búin að gera undirbúningsstarf sitt, og ávextirnir hefðu farið að koma í Ijós, þegar hún vai látin hætta. paS er svo um höftin, það er eilíft j hefði, hefði. En eins og maður veit, þá stoðar það ekki baun. pað er vel j til, að innflutningsnefndin hefði get- að starfað með meira árangri næsta ár. En hvors vegna? Langmeit vegna þess, að þá voru viðskiftin, alveg af sjálfu sér, að færast í rétt- ara horf. Eg efast ekki um, að hefðf viðskiftanefndin starfað fram að þessu, þá væri alt það, sem nú hefir kipt úr innflutningnum verið eignað hennar blessunarríka starfi. pingið í fyrra lét nú hætta þessu. pað lagði ekki sitt nauðsynlega samþ. á bráðabirgðarlögin frá 15. apr. 1920, og stjórnin lét viðskifta- nefndina hætta. pað kom úr dán- arbúinu firn af skýrslum, órækur vottur um elju og starf þessara góðu kontórmanna, sem þar unnu, en þau ótemjulæti, sem menn héldu að hlaupa mundu í allan innflutning, komu ekki. pað var annað og miklu sterkara afl, sem hélt í taumana, og það var viðskiftalögmálið. Kaup- menn hafa ekki mikla löngun til þess að flytja inn firn af óþörfum vörum, þegar markaðsverð er lækk- andi, svo að hver sem síðar kaupir getur undirboðið hinn, og kaupgeta fólksins er lítil. pegar fólkið fer að velta peningunum þrisvar áður en það kaupir, þá veltir kaupmaðurinn því jafn oft við í höfði sér, hvað honum sé óhætt að flytja inn, svo að hann sleppi skaðlaus. parna voru nú tvö þing búin að fara hvort ofan í annað í þessu máli, ! þtir sem mest ríður á beinni stefnu. En viti menn! A þriðja þinginu í röðinni vilja menn svo breyta um enn, ög snúa nú aftur, eins og ritn- ingin segir, „til spýju sinnar“, frá því í hitt eð fyrra. Og svona á þá væntanlega að „krusa", eins og skip undan kafbát, fyrst um sinn. í fyrra var hægt að byggja á undirbúningsstarfi viðskiftanefndar- innar. Og þá voru menn með höftin á fótunum. En þá var það ráðið af að fella þau niður. En nú, þegar búið er að gera alt starf nefndar- innar ónýtt, og þegar búið er að láta verslunina vera nokkurn veginn frjálsa í ár, þá á að fara að hefja starfið á nýjan leik. Fyrst verður nú þá að byrja á árs undirbúningi, það er nú það minsta. pað er byrjað á því að skrafa um væntanleg höft, til þess að allir, sem geta, skuli vera varir um sig og birgja sig sem best. Mér kæmi ekki á óvænt, þótt þetta skraf, þessi urðarmáni á viðskiftafesting- unni, væri búir.n að gera viðskifta- jöfnuðinum meira tjón, en höft nokkru sinni gætu bætt upp. Svo ættu nú höftin sjálf að koma. Nú eru kaupmenn vafalaust búnir að gera langsamlega megnið af innkauparáð- stöfunum sínum fyrir árið. Ekki get- ur komið til mála, að ónýta slíkar ráðstafanir, því væntanlega yrði það ekki til þess að auka viðskifta- legt álit vort út á við, eða bæta fyrir oss þar, að neyða kaupmenn til þess að brigða orð sín eða ganga á gerða samninga. petta, hve alt í þessu efni er sein- virkt, sýnir Ijóslegast, hve mikil firra það er, að hringla sitt árið í hverja áttina í þessum málum. Jafnvel þótt viðskiftahöft væru annars heilbrigð, þá verða þau það aldrei með því lagi. pess vegna get eg svo vel skil ið, að þeir, sem í fyrra voru á móti því, að fella úr gildi bráðabirgða- lögin og þar með viðskiftanefndina, þeir séu nú jafn eindregnir á móti þvf að fara að setja höftin á aftur En hina sálarfræðina á eg dálítið erfiðara með að skilja, að vera með afnámi haftanna í fyrra og ónýtingu alls, sem unnið hafði verið, en vera nú með því að tjasla því upp af nýju ór slitnmm. pá er hitt, sem ekki ex minna virði, hve miklu erfiðara er að fá menn til að sætta sig við slíkar þving- unarráðstafanir, eftir að þær hafa einu sinni verið afnumdar. Ættu ménn að muna reynsluna í því efra frá því, þegar átti að fara að taka upp aftur seðlaskömtun, en reyndtat alveg ógemingur, af því að einu sinni hafði verið hætt. Svo mundx og verða í þessu efni, nema hægt væri að benda á alveg sérstakar, knýjandi ástæður, og þær nýjar- pað er ekki nóg, að þyrla upp mekkr af almennum slagorðum um ilt á- stand og mannfjölda hér á götun- um! pað verður að sýna samband þess við þetta mál. Meðalið þarif að hafa tvo kosti: pað þarf að eiga við sjúkdóminn, og það má ekki gera sjúklingnum stór skaða að öðru leyti. Hitt er skottulækning. — pá er fyrst að líta á og gera upp fyrir sér viðskiftaástandið. Allir munu geta fallist á, að það sé ekki gott, og langt frá þvj'. En það á- stand er arfur frá fyrri árum. Arið 1918, sem var gott ár fyrir atvinnu- vegina að því er afurðasölu snertir, lokkaði menn út í stórkostlegar fram- kvæmdir og undirbúning frana- kvæmda á árinu 1919, sem fyrir ýmsra hluta sakir má kalla ógegnd- arárið. Framtakssama menn dreymtk gulldrauma og lánin voru mjög laus fyrir, utanlands og innan. Alt Var á hátoppi, hvað verð snerti, en mena. höfðu von um að afarverð héldist á afurðunum. En margt brást. Má fyrst nefna síldarútgerðina. Hún var rekin með ægilegum kostnaði. Full- söltuð síldartunna mun hafa kostaS að meðaltali milli 60 og 70 krónur og framleiðslan varð mjög mikiL En salan brást svo, að það mun ýkjulaust að á þeirri einu atvinnu- grein hafi tapast um 10—12 miljónir króna. Auðvitað kom það tap ekki alt niður á verslunarjöfnuðinum við útlönd beinlínis, en þó var það mjög tilfinnanlegt, og meiri parturinn af því mun hafa skilað sér í þeirri mynd beinlínis og óbeinlínis. pá brugðust mönnum og vonir um hin stórfeldu skipakaup. Milli 10 ög 20 miljónir hafa farið út úr landinir fyrir skip, stærri og smærri, en mörg þeirra komu ekki fyrri, en tækifærið til að græða á þeim var um garð gengið, og ekkert þeirra náði í nema skottið á gróðcinum. pað þarf- því enginn að standa undrandi yfir því, þótt hagurinn væri ekki góður. Auk þess fylgdi þessu afarmikil og góð atvinna, svo að menn höfðu alment mikið fé handa milli< og kaupgetan óx og verðið hækkaði og innflutn- ingslöngunin óx að sama skapi. Und- ir slíkum kringumstæðum verður verslunarjöfnuðurinn ekki góður, þegar afiu-ðasalan bregst samtímis. pað getur því varla komið nein- um mjög á óvart, þótt viðskiftaskuld- ir við útlönd væru í marsmán. 1921 undir það 34 miljónir króna um- fram inneignir. Nú er viðskiftaástandið það, að um áramót voru viðskiftaskuldir um- fram inneignir um 23 miljónir. ELn þá lágu óseldar afurðir, sem innlend- ir menn áttu, fyrir um 4 miljónir, eii þær eru nú víst seldar, og andvirði þeirra má reikna frá þessum skuld- um, en þá verða eftir 19 miljónrr. Ef nú er bætt við þetta um 4 mil- jónum af enska láninu, sem líklega mun rétt, ef gera á upp við sig við- skiftareikningana fyrir árið, þá eru þær skuldir, sem sambærilegar eiu við þessar 34 miljónir í fyrra, nú 23 nailjónir eða 11 miljónum minni en Viðskiftabðftin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.