Vísir - 29.05.1922, Blaðsíða 2
VlSIR
vershtn cg viSskifti, auk sveitar-
stjórnarmála og tnargs annars, er
mjög þarf við á alþingi, þá er
augljóst, hver hagur landinu væri
a'5 setu hans þar. Því rr.iSur er
bonum svo skipa'S á lista í þetta
skiíti, a'5 eigi er aS vænta, a'ö hann
öölist þingsetu aö bessu sinni.
En það veröur eigi með sanni
sagt um E-listann, aö liann sé neitt
endasleppur og afturmjór. Þar er
valinn maður í hverju rúmi.
Nú skal vikiö nokkrum orðum
aö hinum listunum, til samanburð-
ar, en án óþarfa áreitni og sem
chlutdrægst.
Þaö yrði of langt mál, að meta
hér þingmenskuhæfileika allra
þeirra 22 manna, sem settir hafa
verið á listana A, B, C og D. Þess
gerist heldur ekki þörf, því að í
raun og veru korna bar ekki til
greina nema efstu mennirnir. E-
listinn er eini listinn, sem nokkrar
likur eru til að komi að fleiri en
einum manni. Hitt er erfitt að
segja um, með fullri vissu, hver
hinna listanna muni komast næst
honum. Er þá rétt að víkja fyrst
að þeim listanum, sem næstur hon-
urn er í röðinni, D-listanum, en
um það niunu þó flestir sammála,
að sá listi muni eiga einna minstu
fylgi að fagna.
Efsti maður á D-listanum er Jón
Magnússon, fyrv. forsætisráðh.
Um fylgi hans má ráða talsvert
af þvi, hve erfitt reyndist að koma
listanum á framfæri þannig skip-
uðum. Fyrst kom það til mála inn-
an þingflokks þess, sem studdi
fyrv. stjórn, að hann beitti sér
fyrir kosningu Jóns Magnússon-
ar. En það var ekkert viðlit að
fá flokkinn til þess, og voru það
að eins örfáir menn, sem því vildu
sinna. Var síðan í þeim hópi tal-
að um ýmsa aðra menn, m. a.
Magnús Guðmundsson, fyrv. fjár-
málaráðh., sem líklega hefði get-
að fengið óskift fylgi flokksins
Það varð þó úr að lokum, að
flokkurinn hvarf alveg frá því að
setja upp landskjörslista, og munu
fylgismenn Jóns hafa fengið ]iví
áorkað. Þá var tekið að dorga
við félagið „Stefni", sem hér var
stofnað eftir síðustu þingkosning-
ar af fylgismönnum Jóns Þor-
lákssonar. Félagsstjórnin og kosn-
inganefnd voru vikum saman að
bræða það með sér, hvað gera
skyldi, en svo fóru leikar, að eng-
inn treysti sér til þess að fara fram
á beinan stuðning félagsins við
lista, þar sem Jón Magnússon
væri efstur. Er og kunnugt, að
Jón átti engan veginn óskift fylgi
nefndar eða stjórnar og því síst
félagsins sjálfs. Félagsfundur var
þó boðaður að lokum, en svo varð
hann fámennur, að í fundarbyrjun
kom fram tillaga um að láta málið
falla niður ])ess vegna; en það var
felt. Þá var skýrt frá því, að fram
mundi koma landskjörslisti, sem
Tón Magnússon væri efstur á, en
Sigurður ráðúnautur annar. Eng-
inn vissi hvaðan sá listi mundi
koma, en ekki var þó farið fram
á það, að félagið tæki hann að sér.
Var andmælum hreyft á móti siik-
um iista á íundinum, er. þó sam-
])_vkt að lokum, að ekki skyld:
koma fram anr.ar iisti af félagsins
hálfu. — Það er nú óhætt að
segja, að það hafi vakið almenna
undrun um land alt, er það frétt-
ist, að Jón Magnússon ætti að
verða efsti maður á landskjörs-
lista. Og auðvitað er, að það er að
eins fyrir þrábeiðni hans sjálfs, að
gamlir ílokksmenn hans hafa látið
til leiðast að leggja út í nýja kosn-
ingabaráttu með honum. Síðasta
baráttan er mönnum enn svo
minnisstæð, að engum mun liafa
þótt fýsilegt að leggja út í nýja.
En Jón Magnússon er líklega eini
maðurinn á öllu landinu, sem enn
hefir trú á fylgi hans.
Um þingmenskuhæfileika Jóns
Magnússonar er óþarft að fara
mörgum orðum hér. Það er kunr.-
ugt, að hann hefir altaf verið að
tapa fylgi og áliti, síðan hann varð
helsti maður flokks síns á þingi,
og flokknuni hefir það riðið að
fullu. Þetta stafar ekki af því, að
Jón Magnússon sé í raun og veru
svo miklu ó v i t r a r i en aðrir
menn, að hann ætti ekki þess
vegna að geta unnið sér traust
manna og álit sem stjórnmálamað-
ur. Það sem að honum er fundið,
er fyrst og fremst það, að hann
bresti algerlega vilja til að fylgja
réttu máli, þó að hamr ef til vill
enn kunni að geta greint rétt frá
röngu. Því var það meðan hann
var við völdin, að hann lét sig það
altaf einu gilda, hvaðan honum
kom fylgið og hva'ð af honurn var
heimtað fyrir það. — Fyrir síð-
ustu kosningar (1919) lét hann
það í veðri vaka, að hann „hall-
aðist“ mjög að stefnu jafnaðar-
manna. Hafði stjórnin þá undan-
farin ár „dekrað“ talsvert við
jafnaðarmenn hér í bænum, enda
voru þá „Tíma“-mennirnir aðal-
stsðningsmenn hennar á þingi. Nú
lætrr Jón segja það um sig i Mbl.
að hann sé ákveðnasti andstæðing-
ur bæði „Tíma“-mannanna og
jafnaðarmanna! — Hver er þá
sannleikurinn ? Sigldi Jón undir
fölsku flaggi áður, eða gerir hann
það nú ? Eða hefir hann nú snúisí
„frá villu sins vegar“, og hvenær
snýst hann þá aftur ? — Þetta veit
enginn og þess vegna treystir hon-
um enginn. Og hvað litla trú hans
nánustu fylgismenn hafa á því, að
hann eigi miklu fylgi að fagna hjá
almenningi, það sést best á því,
liver settur hefir verið næstur hon-
um á listann. Það er likast því
sem druknandi maður sé að gripa
i hálmstrá, til að fljóta á!
Morgunblaðið og Tíminn eru
,.andstæður“. Tíminn er gefinn út
af samvinnumönnum, sem vilja
koma allri kaupmannaverslun fyr-
ir kattarnef. Mbl. er gefið út af
kaupmönnum, sem vilja samvinnu-
stefnuna feiga. En nú er það kunn-
ugt, að fyrir síðustu þingkosning
hér í Reykjavík, lýsti Mbl. sig
andvígt stefnu þáverandi stjórnar í
verslunarmálunum, en þó studdi
blaðið eindregið þá stjórn, bæði
þá og síðar. Síðan hafa að visu
orðið ritstjóraskifti að blaðinu.
Við ritstjórninni hefir nú teiiiÖ
iyrst: talsmaðurbclshvíkingastcfn-
unnar nér á landi, en ekki er bað
nein trygging fyrir því, að blaðið
sé nú siálfu sér samkvæmara en
áður, sem kaupmannablað og mál-
svari frjálsrar verslunar. Þvi fer
þannig mjög fjarri, að fylgi Morg-
unblaðsins við D-listann, með Jón
Magnússon efstan, sé nokkur
trygging fyrir því, að sá listi sé
einmitt andstæða Tímalistans eða
lista jafnaðarmanna. Viðrinis-eðli
blaðsins virðist með öllu óbreytt.
Það er nú að vísu sagt, að Jón
Magnússon hafi boðist til að lýsa
þvi yfir í heyranda hljóði, á fundi
í félaginu „Stefni", áður en fram-
boðsfresturinn var útrunninn, að
hann „hallaðist“ að frjálsri versl-
un og væri sérstaklega andvígur
samvinnustefnunni. En þó að þetta
væri nú satt, að hann hafi boðist
ti! að gefa slíka yfiriýsingu, þá
kom aldrei til þess, að hann gæfi
hana, af því, að félagið vildi ekki
eiga nein kaup við hann ’um það.
Hann er því algerlega óbundinn
af þeirri yfirlýsingu, sem hann
hefir aldrei gefið, og um stefnu
hans í verslunarmálum vita menn
ekkert annað en það, sem ráða má
af fortíð hans. — En hvernig er
þá sú fortíð? Það þarf ekki að
fara langt aftur í tímann, til að
komast að ákveðinni niðurstöðu
um það. Það nægir að vísa til
þingsins 1921.
Fyrir það þing lagði stjórn Jóns
Magnússonar frv. til laga um
tekju- og eignarskatt, en í því var
mjög dreginn taumur samvinnu-
iélaganna, og þeim ívilnað stór-
kostlega í skattaálög'unum og i
aðalatriðupi viðurkendar kenning-
ar Tímans um ,,tvöfalda“ skattinn.
Var enginn ágreiningur um það
innan stjórnarinnar. Einnig voru á
}>ví þingi samþykt lögin um sam-
vinnufélög, svo að segja óbreytt
eins og Jónas frá Hriflu lagði þau
fyrir þingið. At stjórnarinnap
hálfu var mælt mjög eindregið
með frv., og meginhluti stjórnar-
ílokksins greiddi því atkvæði. í
efri deild, þar sem m. a. á sæti
einn traustasti fylgismaður Jóns
Magnússonar í þinginu, var frv.
samþykt í einu hljóði. Jó,n Magn-
ússon mun ekki hafa tekið til máls
með frv.; þess þurfti heldur ekki.
En hann lagðist áreiðanlega ekki
á móti því.
Þá má ekki gleyma því, að fyrir
þetta sama þing lagði stjórnin þrjú
einkasölufrumvörp, um tóbaks-.
vinfanga- og lyfja- og kornvöru-
einkasölu. Tóbaks- og vínfanga-
einkasalan var samþykt, og er það
frægt orðið, hve fast stjórnin lagði
að sumum þingm. að veita sér að
þeim málum. Enn mætti minna á
afstöðu Jóns Magnússonar til
kolaeinkasölunnar, þegar það mál
var á döfinni, sem og til einokun-
ar- og landsverslunar-fargansins
siðustu árin.
Þannig er hann þá undir brún-
ina, þessi ramefldi forvigismaður
frálsrar verslunar, sem Morgun-
blaðið hampar svo mjög. En „sin-
um augum lítur hver á silfrið“
Mbl. kallar D-listann „andstæðu“
Tímalistans, en aðrir halda þvi
fram, -að Timalistarnir séu tveir,
Jónas efstur á' öðrum en Jón
Magnússon á hinum.
Um þriðia listann x röðinni, C-
listanr., er fáít að segý . Á beim
íista.eru konur einar, og eru þær
4 að töíu. Konur þesar eru aliar
talsvert kunnar og vel metnar, ert
ekki hefir nein þeirra fyrr hafti
veruleg afskifti af stjórnmálum.
Mun þess ekki dæmi með öðrum
þjóðum, að konur komi þannig
fram sem sérstakur stjórnmála-
flokkur. Bæri það vissulega ekfci
vott um mikinn stjórnmálaþroska
kvenna hér á landi, ef þessi listí
drægi mjög að sér atkvæði þeirra,
því að ekki er heldur kunnugt, aK
konur þær, sem að listanunr
standa, hafi nokkurt sérstakt mál-
eíni fyrir að berjast. En fullyrða
má hinsvegar, að konur þær, sem.
listann skipa, séu einmitt svo sund-
urleitar að stjórnmálaskoðunum
sem frekast má verða. — Maður
gæti í raun og veru alveg eins’
hugsað sér, að safna mætti öllum
Jónum landsins um einn lands-
kjörslista, sem skipaður væri ein
tómum Jónum Magnússonum, og
gerði ekkert til, þó að þeir væru
innbyrðis eins andstæðir í skoðun-
um eins og fyrv. forsætisráðherr-
ann getur verið sjálfum sér and-
stæðastur.
Þá er ógetið tveggja listanna;
A og B. Um þá er svo ástatt, að;
vel mætti um þá ræða báða í senn.
Að þeirn listum báðum standa
öfgamenn, og er margt sameigin -
legt með þeim.
Á B-listanum er efstur Jónas
Jónsson frá Hriflu. Listinn er
kendur við bændur og víst mun
Jónas hafa fengist eitthvað við bú-
skap, þó að ekki væri það all-
lengi, og því muni lítt verða d
lofti haldið, til að afla honum
trausts og fylgts í kosningunum.
I skoðunum er hann mjög skyld-
ur jafnaðarmönnum, sérkennileg-
ur er hann þó í ýmsu. Iiann er t„
d. ákveðinn landráns - maður,
heldur þv’ fram, að alt land sé
almenningsgagn og vill gera
eignarréttinn á landinu að engu
með jarðeignaskatti. hinsvegar
heldur hann fast fram eignarrétti
einstaklinga á rennandi vatni.
Þessu mun þó heldur ekki verða
lialdið mjög á lofti að sinni, því
að heldur mun það þykja brokk-
geng bænda-pólitík. Og fátt er
það í fari Jónasar, sem líklegt er
að bændum geðjist alment að. Það
eru samvinnukenningarnar hans
einar, sem líkur eru til að afli hon-
um nokkurs fylgis. En svo öfga-
kendar eru þær þó, sem kunnugt
er, að víst má telja að það fæli
mikinn þorra bænda frá ]*ví að
kjósa hann.
„Margt er líkt með skvldum",
segir máltækið. En því er nú hald-
ið frani í „Morgunblaðinu", að
iistarnir B og D, „Tíma-1istinn“
og „Morgunblaðs-listinn“. séu að-
al-andstæðurnar í þessum
kosningum, og á því liklega ekkt
við, að nota þetta máltæki um þá.
En til er latneskt máltæki, sem
segir að andstæðurnar snerti hvor
aðra, og hneykslar það væntanlega