Vísir - 29.05.1922, Blaðsíða 1

Vísir - 29.05.1922, Blaðsíða 1
Rkstjóri og eigandí JAKOB IÖLLER Simá 117. AígreiÖsla í AÐALSTRÆTI 9B Sími 400 Landskjörið. Laugardagúnn 8. júlí eiga a'5 iara fram kosningar á þrem land- kjömum þingmönnum. Veröa þeir kosnir til 8 ára. Jafnframt veröa kosnir þrír varaþingmenn. í kjöri vertSa 5 listar, og eru þessir efstu menn þeirra: Á A-lista Þorvarö- ur Þorvarösson, á B-lista Jónas Jónsson, á C-lista Ingibjörg H. Bjarnason, á D-lista Jón Magnús- son, á E-lista síra Magnús Bl, Jónsson. E-listinn er listi sjálfstæ'öis- manna, og eru á honum þessir menn: 1. Síra Magnús Bl. Jónsson, prest- ur í Vallanesi. 2. Þórarinn Kristjánsson, hafnar- stjóri í Reykjavík. 3. Sigur'öur Sigurðsson, lyfsali, Vestmannaeyjum. 4. Siguröur E. Hlíðar, dýralækn- ir, Akureyri. 5. Sira Eiríkur Stefánsson, Torfa- stö'öum. í>. Einar G. Einarsson, útgeröar- maöur i Garöhúsum. Vísir átti nokkurn þátt í því, aö þessi listi kom fram, og þorir ó- hikaö aö mæla hið besta meö hon- um. Efsti maðurinn á listanuni, síra Magnús Bl. Jónsson í Vallan'esi, er þjóðkunnur dugnaðarmaður. Hann hefir aldrei setiö á þingi og lítil afskifti haft af stjórnmálum. Þó -er vafasamt, aö unt hefði verið aö fá annan mann, sem líklegri væri iil að vinna sér alment traust landsmanna, sem þingman'nsefni. Nú er mest um fjármálin talað hér á landi, eins og víðar, utan þings og innan. En allir, sem nokku'ö þekkja til síra Magnúsar, vita, að hann er afburðamaður á því sviði. Jíann er nákunnugur báðum aðal- atvinnuvegum landsmanna Sjálf- ur hefir hann rekið landbúskap, frá þvi hann varð -prestur, og af svo miklum dugnaði, að sem bóndi er hann í fremstú röð. En síðari árin hefir hann einnig fengist við fiskiútgerö og er nú í stjórn,eins togarafélagsins hér i Reykjayík og nýtur þar hins mesta trausts. Var 4. d. i vetur kosinn í nefnd útgerð- armanna, einn af þrem. til að semja um viðskifti við bankana. Er því við brugðið, hve fljótur hann hafi verið að átta sig á öll- um útgéröarmájunum, er hann fór að fást við þau, í fyrstu vitanlega þeim hnútum alókunnugur. — Því má hér við bæta, að eitt mesta þjóðþrifafyrirtæki okkar, Eim- skipafélagið, á dugnaði síra Magn- úsar mikið að þakka. Er það vafa- samt, að nokkur maður á landinu hafi gert rneira til að vekja áhuga manna fyrir stofnun félagsins, en hann, og af einstökum mönnum mun hann hafa safnað langmestu af hlutafé til þess, er verið var að stofna það. — Af því, sem hér hefir verið sagd, er auðsætt að síra Magnús muni vel kjörinn til aö vera fulltrúi aðalatvinnurekenda iandsins, bænda og útgerðar- manna, á Alþingi, og fáurn mönn- um mundi betur trúandi til að finna leiðir út úr fjárhagsörðug- leikunum, sem nú eru mesta á- hyggjuefni landsmanna. Annar maöur á listanum er Þór- arinn Kristjánsson dómstjóra i hæstarjetti, Jónssonar, Sigurðs- sonar frá Gautlöndum* Hann er vel lærður verkfræðingur og sér- lega vel aö sér um hafnargerð. Er þeirrár þekkingar næsta mikil þörf á Alþingi, svo mjög sem ábótavant er höfnum og lending- um víða á landinu. Þórarinn er hafnarstjóri í Reykjavík og gegn- ir þeirri stöðu með miklum dugn- aði og forsjálni. Hanu er og vel kunnugur siglinguni landsmanna og hefir yel vit á hvers þeim er þar einkum þörf. Hann er annars stiltur maður og fámálugur, en þéttur fyrir og fylginn 'sér. Kjós- endur landsins mundu njóta heilir handa, ef þeir fylgdi E-listanum svo fast, að Þórarinn kæmist einn- ig að, svo að þessi listi legði til tvo mennina af þeim þrem, sem kjósa á. Þriðji maðurinn á listánum, Sig- urður Sigurðsson frá Arnarholti, lyfsaíi í Vestmannaeyjum, er þjóð- kunnur gáfumaður og skáld. Þarf eigi þar á að minna, en vera má aö almenningi sé hitt síður kunn- ugt, a'ð hann er maður mjog hag- sýnn og duglegur og leggur alt kapp á áö bæta atvinnuvegi lands- manna og varðveita. Að vonum hefir hann þó einkum unnið að umbótum og varðveislu íiskveið- anna, þar sem hann býr í Vest- mannaeyjum. En að þéssu hefir hann unnið með óþreytandi elju og frábærum dugna'ði. Þessu til sönnunar þarf eigi annað en minna á afskifti hans af björgunarskipi og varðskipi Vestmannaeyinga. Hann hefir verið frá upphafi fremstur í flokki frá því, er mál þetta var hafið og má það kalla eins dæmi, hversu fast og trúlega hann hefir fylgt því máli fram síðan, alt til þessa dags, enda er þetta eitthvert hið mesta þjóð- þrifafyrirtæki. Ætti menn slíka menn marga á þingi, þá mundu þess sjást affarasæl merki. Allir þrír höfuðmenn listans eiga sammerkt i því, að þeir hafa mjög vel vit á aivinnuvegum landsmanna og hafa mikinn áhuga á því, að bæta þá, og kunna manna best skil á því, hvernig það má best verða, eru og auk þess hyggn- ir og víðsýnir f.jármálaménn. Það verður nú liklega svo, þeg- ar menn fara að bera saman lands- kjörslistana, að athyglin beinist mest a'ö efstu nöfnunum á hverj- um lista. . En vél þolir E-listinn siikan samanburð, þó að lengra sé farið. Vara-mennirnir allir eru slíkum kostum búnir, að mikill fengur væri að þeim á þingi, Þeir eru allir dugnaðarihenn, hafa látið núkið til sín taka, hver í sínum verkahring, og eru því þegar all- kunnir orðnir viða um land, þótt ekki hafi þeir setið á þingi. Sigurður Ii. Hlíðar, dýralæknir, á Akureyri, er hinn mesti áhuga- maður um stjórnmál. Hann stofn- aöi á sínum tíma blaöið' fslending og var lengi ritstjóri þess. Var blaðið vinsælt mjög í hans hönd- um og hefir Sigurður uú um skeið verið einhver liinn.mesti áhrifa- maður i stjórnmálum norðanlands. enda er hann maður skarpvitur, viðsýnn og tillögugóður í hvívetna. Mundu margir hafa kosið, að hanti hefði verið ofar á listanum, og víst væri hverjum flokki sæmd að því, að hafa slikan mann i efsta sætinu. En það er spá manna, aö þess verði ekki langt að bíöa, aö Sigurður verði kosinn á þing, þó að ekki verði það áð þessu sinni. Síra Eirikur Stefánsson á Torfa- stöðum í Biskupstungum er Hún- vetningur að uppruna, sonur hins þjóðkunna prests, síra Stefáns Jónssonar á Auðkúlu. Hann er hæglátur maður, hygginn og ein- beittur og búhöldur góður. Nýtur hann hins mesta trausts sveitunga sinna og er trúnaðarmaður þeirra í livers konar vandaniálum. F.iga Arnesingar þar gott þingmanns- efni. Einar G. Einarsson útvegsbóndi í Garðhúsum í Grindavík, er sjötti maður E-Jistans. liann er svo kunnur hér um næstu sýslur, að óþarfi væri þeirra vegna að skrifa nokkuð um hann. En vegna kjós- enda í öðrum héruðum landsins skal farið um hann nokkrum orð- um og athafnir hans. Er það hæg- ur vandi. —• Einar hefir um mörg ár verið meðal hinna allra fremstu atorkumanna sinnar stéttar. Kem- ur til þess kjarkur hans, hagsýni og dugnaður. Hann hefir haft á- ræði og framkvæmd til þess að reka atvinnu sína kappsamlega, en þó kunnað sér hóf, en það verður mörgum, að þessir kostir fara eigi sarnan. Flann hefir sjálfur lagt hönd „á plóginn"; var lengi for- maður þar i Grindavík, fyrst fyrir föður sinn, Einar eldra í Garðhús- um, alkunnan garp og dugnaðaia mann, og síðan á sjálfs sín íari. Var jafnan fengsæll og hlektist eigi á, en það er kunnugt, að þar er oft illur sjór úti fyrir og brim- lending. —- Einar hefir rekiö . nokkra verslun ásamt sjávar-út- gerðinni. Hefir hann óbilandi traust viðskiftamanna sinna. Eigi verður það sagt um Einar í Garðhúsum, sem Einar skáld Bénediktssön kveður um suma „vora jarðar-jarla" í kvæðinu „Skútuhrauni" „Alt í kring er kramið, hokiö“ o. s. frv., því aö þótt Einar hafi komið sér sjálfum vel fram, þá hafa nágrannar hans eigi goldið þess. — Gagnkunnugur maður og- skilgóður hefir nýlega sagt mér, að hann hafi lielst hvergi séð jafn- mikil umskifti til hins betra á öll- um hag manna síöustu þrjátíju ár sém. i Grindavík. Þar var fyri-um blásnautt fiskiþorp, bæirnir mjög íátæklegir og niðurníddir; nú er þar hin snotrasta bygð, túnblfettir og matjurtagarðar, þar sem rækt- un verður við kómið í hraunrönd- inni, laglega hýst og mimnum vegnar vel. Allir kunnugir vita, að þessi umskifti eru að þakka for- ustu og skörungsskap sveitarhöfð- ingjans. Sjálfur hefir hann reist veglegt steinhús með raflýsing og rafhitun. Útihús eru raflýstú Er þar ' fyrirmyndarbragur á hýbýl- mn, bæði úti og inni. — Lengi heíir Einar verið hrepp- stjóri og stundum sýslunefndar- maður, og getið sér góð«m orðstír. Hafa sýslubúar hans haft auga- stað á honum til þingmensku, en liann hefir aldrei gefiö kost á sér. — Einar er mjög fastur fvrir, traustur og öruggur í hvívetna. Og þar sem hann hefir -— samfara þeim kostum, er að framan getur — ágæta þekking af eigin raun á öllu þvi, er varðar sjávarútveg, 12. ár. Mánudeginn 29 maí 1922. 120 A tb .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.