Vísir - 11.07.1922, Síða 2
1» 11
Hðfum fyrirliggjacdí:
Höggínn Melis
Stejttann Melia
Kandis
Flórsyknr.
Rúgmjöl — Hrfsgrjón — Haframjöl — Hveiti — Sago —
Hrismjöl — Maismjöl — heilann Mais — Sóda — Blegsóda —
Kafii — Expartkalfi — Cocoa — Chocolade — Rá»ítur — Bveskj
nr — Epli þurkað - LllDlíysmJÓlli — Á ext
niðnrsoðna — Sardinnr — TJmbáðapmppir — Pappiispoka —
Skógarn — UHarballa — Hessian — o. in. fl.
Símskeyti
frá fréttaritara Vísis.
Khöfn io. júlí.
Frá Þýskalandi.
Vorwárts sakar þá. Ludendorff
og Hindenburg um ai5 hafa sta'SiS
bak viö Rathenau-moröiS og árás-
ina á Harden. Ræ'öst meö heift á
ýmsa helstu stjórnmálamenn í
Bayern og telur þá forsprakka aft-
urhaldsliðsins.
Upp-Schlesia.
Nefnd bandamanna er nú farin
frá Upp-Schlesíu, því að stjórnar-
skiftin þar eru aö fullu komin í
kring.
Rússlandsmál.
Stjórnarstefnan í Moskva færist
smámsaman í öfgaáttina meir og
meir. Ráöstjórnin beitir sér eftir
megni gegn byltingamönnum.
SMespeare á Dýrri
enskn.
Rit Shakespeares eru eins og
kunnugt er, einn af hyrningar-
steinunum undir þjóölegri mentun
Breta. Þau eru lesin grandgæfi-
lega og skýrö í öllum skólum
þeirra, og hvert einasta barn verö-
ur að læra meginþættina úr ein-
hverju leikriti hans utanbókar. Vel
mentaðir Englendingar, Skotar og
frar eru jafn gagnkunnugir ritum
Shakespeares, eins og best ment-
uöu menn okkar eru Njálu. En
þessi dýrmæta mentun kostar þá
iærinn tíma og fyrirhöfn, enda þótt
sjaldan heyrist ymprað á því, að
of mikið sé í sölurnar lagt fyrir
hana. Mál Shakespeares er sem sé
all-frábreytt ensku nútímans, og
auk þess hafa rit hans að eins
geymst í mjög aflöguðum útgáf-
um, sem a. m. k. að nokkru leyti
eru prentaðar eftir leiksviðshand-
ritum, og sum að því er ætlað er,
eftir uppskriftum sem hraðritarar
■— leigðir til þess af óhlutvöndum
forleggjurum — gerðu meðan leik-
ið var. Að vísu hafa fræðimenn
með mikilli skarpskygni og fá-
dæma elju og fyrirhöfn lagfært
textann stórkostlega frá því sem
hann er í hinum elstu útgáfum, en
þó er þar margt, sem enn er með
öllu óskiljanlegt og hitt þó miklu
meira, sem lærða menn greinir á
um, hvernig skilja beri; og eng-
inn kemst til botns í þeSsum and-
legu gullnámum nema með miklu
erfiði og óþreytandi kostgæfni. Af
þessum ástæðum segir það sig
sjálft, að mikil vandkvæði eru á
því, að sýna leikina á enskum leik-
húsum svo að fullu gagni komi
öllum þorra manna og leikurinn sé
eðlilegur, og Shakespeare er því
rniklu minna leikinn á Englandi
en ætla, mætti.
Æskuárin á skólabekknum eru
dýrmætur tími, eigi síst nú á dög-
um, þegar nýjar og nýjar fræði-
greinar krefjast rúms á stunda-
töflunni. Samt mundi fáum Bret-
um detta í hug að láta Shake-
speare víkja úr sæti, enda væri það
meira glapræði en tali tæki. En í
þess stað hefir nú komið fram ný
tillaga á Englandi, til þess að bæta
úr ofantöldum annmörkum, og
munu margir þarlendir menn kalla
hana a startling one. Hún er sem
sé sú, að snúa Shakespeare á nú-
tíma-ensku.
Tillaga þessi kom fyrst fyrir al-
menningssjónir í júníheftinu af
Educational Times og er tillögu-
maður ekki nafngreindur þar. Það
væri því illa viðeigandi, að eg segði
hér til nafns hans, enda þótt hann
sé íslendingum að góðu kunnur.
Hins má vel geta, sem í þessu at-
riði skiftir máli, að hann er nafn-
kunnur fyrir lærdóm sinn í öllu
því, er að ritum Shakespeares lýt-
ur og hefir leyst af hendi mjög
merkar útgáfur af sumum þeirra.
Ekki er það tilætlun hans að öllu
sé umturnað í ritunum, heldur séú
breytingarnar gerðar með hinni
mestu varkárni og að sjálfsögðu
itieð sömu lotningu og við endur-
skoðun biblíuþýðingarinnar (1611)
núna ekki alls fyrir löngu. Tiltölu-
lega smávægilegar breytingar
gætu haft þann árangur, að leik-
ritin yrðu almenningi miklu auð-
skildari og aðgengilegri, og eink-
um gert þau hentugri fyrir leik-
sviS nútímans, enda mun þaS fyrst
og fremst vera takmark tillögu-
rnannsins.
Galv. Blikkbalar og Fötur, all
ar stærSir. — Afar ódýrt.
Versl. B. H. BJARNASON.
N^ls.omlö:
Stórt og margbreytt úrval, af
bestu teg. ávaxta í dósum, þar
á meSal:
Ananas í i og ij4 lb. dósum.
Apricoser, 2 teg., 2)4 lbs. dós.
Ferskjur, 2)4 lbs. dósir.
Jarðarber í Sírópi 1 lb. dósir.
Perur 2)4 lbs. dósir m. m.
Hvergi jafn góð vara. —
Hvergi lægra verð.
Versl. B. H. BJARNASON.
Enginn efi er á því, aS margir
munu taka þessari tillögu fegins-
bendi, en jafnframt má búast viS,
að hún mæti svæsinni mótspyrnu
frá öðrum. Með því að gera breyt-
ingar á ritum Shakespeares mun
ýmsum Bretum þykja sem verið
sé að vanhelga æðsta vé þjóðar-
innar — altari, sem allur heimur-
inn krýpur við. Þetta er þeim
heldur ekki svo mjög láandi. Við
getum sjálfir reynt að hugsa okk-
ur hvernig við mundum taka því,
að einhver vildi fara að yrkja upp
Lilju eða Passíusálmana. En sá er
munurinn, að á þessum ritum er
málið.svo líkt því sem nú gerist, að
þau njóta sín alstaðar fyllilega án
nokkurrar breytinga á því, og til-
raun til þess að yrkja þau um
væri því allsendis þarflaus. Um
Shakespeare er öðru máli að
gegna. Aulc þess er ekki um það
að ræða, að „þýðingarnar" skuli
bola út ritunum í sinni núlegu
mynd, enda gersamlega óhugsandi
að þær gætu það. Jafn óhugsandi
er hitt, að þær gætu varpað nokkr-
ttm skugga á frægð Shakespeares
eða hans óviðjafnanlegu list. Ef
þær misheppnuðust mundu þær
sjálfar dæma sig til dauða, en tækj-
ust þær vel, gætu þær orðið fjölda
manns lykill að nokkrum af dýr-
mætustu fjársjóðum heimsbók-
mentanna. Það er því alveg hættu-
laust, að þetta vandaverk sé reynt,
þó hætt sé við að ýmsir vilji loka
augunum fyrir því, að svo er.
Hér er um að ræða merkilegt
mál, sem fróðlegt verður að sjá
hverjar undirtektir fær. Á íslandi
eins og víðast annarsstaðar er
lestur enskra bókmenta stöðugt að
aukast, og kröfurnar um og til
énskukenslu sífelt að verða stærri
og stærri. Verði nú tilraun gerð til
þess að endurskoða Shakespeare,
og takist hún vel, ætti hún að geta
orðið til þess, að hann verði meira
lesinn hér á landi en nú er hann,
bæði í skólunum og utan þeirra.
Sn. J.
SurtcLrrmg
rússnesku kirkjunnar.
Þess var getið í skeyti, sem birt-
ist í blaðinu í gær, að rússneska
stjómin hefði látið dæma til dauða
11 fyrirménn rússnesku kirkjunn-
ar, en 53 aðrir hefðu verið dæmd-
ir í fangelsi.
v©g«fööur
fjðlbreyit, úrval á Lnugaveg 17.
(bakhúsið).
Líflátsdómur prestanna virðist
hafa verið kveðinn upp fyrir
nokkru, því a'ð sjá má í enskum
blöðum, nýkomnum, mótmæli frá
helstu kirkjudeildum í Bretlandi
gegn þeim árásum, sem gerðar
hafi verið á prestana.
Upphaflega var hér að eins um
að ræða deilu innan rússnesku
kirkjunnar. Nokkrir prestar höfðu
tekið það upp hjá sjálfum sér, að
aíhenda stjórninni kirkna eignir,
— einkum gimsteina og dýrgripi
úr gulli og silfri — til þess að
kaupa fyrir vistir handa hungruðu
fólki. Síðan fór stjórnin að láta
taka slíka gripi úr kirkjum hér
og þar, en sumir prestar veittu því
niótstöðu og vörðu kirkjurnar.
Kom þá til ryskinga og blóðsút-
hellinga hér og þar og síðan hóf-
ust rannsóknir og málaferli.
T r i k h o n, patriarki rússnesku
kirkjunnar hafði sent út umburð-
arbréf til presta og skorað á þá að
fela dýrgripi kirkjunnar eða yerja
að öðrum kosti og fóru sumir að
fyrirmælum hans, en meiri hluti
prestanna óhlýðnaðist bo'ðum
patriarkans og létu þeir allir grip-
ina af höndum.
En þégar hér var komið sög-
unni, fór stjórnin alvarlega að láta
málið til sín taka og stefndí Trik-
hon sem vitni og var hann neydd-
ur til að segja af sér. Þykir það
jafnmikill viðburður innan rúss-
nesku kirkjunnar eins og afsögn
Nikuláss keisara þótti í rússneska
ríkinu, þegar stjórnarbyltingin
varð þar.
Stjóriiin hefir svarað mótmæl-
um ensku kirknanna og segir þar,
að ekki sé um að ræða ofsóknir
gegn rússnesku kirkjunni, heldur
málssókn gegn einstökum starfs-
mönnum hennar, sem hvatt hafi til
uppreisnar gegn stjórninni. En í
deilunni við Trikhon patriarka
segist hún hafa allan þorra presta
á sínu bandi. Stjórnin minnir svo
ensku kirkjurnar á, að þær hafi
ekki fundið ástæðu til að hreyfa
andmælum við stórveldin, þegar
þau lokuðu rússnesku þjóðina
inni og bægðu henni svo frá versl-
un og viðskiftum, að fólkið hrundi
niður úr hungri. Og að lokum vís-
ar stjórnin mótmælunum á bug af
því að þau séu stíluð gegn „hags-
munum þjóðarinnar og frum-
kröfum mannúðarinnar.“
Erkibiskupinn af Kantaraborg
svaraði þessari orðsendingu og
kveðst hafa sannanir fyrir því, að
Trikhon hafi hvað eftir annað boð-
ið ráðstjórninni hjálp til þess að
ráða fratn úr hungursneyðinni, en
stjórnin hafi jafnan synjað tilboð-
um hans. '
Ennfremur beiðist hann leyfis
til að ensku kirkjudeildirnar megi
senda fámenna nefnd til Rússlands
til að kynna sér mál þessi þar, en
ókunnugt er, hvernig þeirri beiðni
hefir verið tekið.