Vísir - 12.07.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 12.07.1922, Blaðsíða 2
)) NarmM i Q Höfum fyrirliggjsndi: Hðggíufó Melis StejttaBo Meií« Kíindis Plórsykm*. Húgmjöl — Hriegrjón — Haframjöl — Hveiti — 8ago — Hrísmjöi — Maismjöl — beilann Mai« — Sóda — ®legs6da — Kaffi — Expertbaífi — Cocoa - Chocolade—Rútíriur — Sveskj- ur — Epli þurkuð - T .1 >>V>y«inj|<Snig — Ávexti niður*oðna — Sardinur — Umbúðapappir — Fappirspoba — Skógarn — Uilarbaila — Hcsaian — o. ro. fl. hann gengur inn kirkjugólfið. Ó- sjálfrátt nemur keisarinn staöar á miöju gólfi og litast um. Stór- Imenni ríkis hans lúta honum, en augu keisarans nema ekki staöar á lotningarmerkjum þeirra né skrú'ö- klæöum. En hvaö kirkjan er stór og svipmikil! Háloftiö er svo hátt uppi — 56 metra frá gólfi, — a'ö fullerfitt er aö greina gullna stein- tiglaskrautið þar, en marmarasúl- urnar og purpurasteinsstólparnir vekja athygli hundruðum saman og margháttaö er marmaraskraut veggjanna. Dyrustafirnir við að- aldyrnar eru komnir pustan úr álfu og munnmælin segja, að þeir hafi fyrrum verið í örkinni hans Nóa. Þar eru og hurðir úr hreinu silfri, en a'ðrar hurðir eru lagðar fila- beini og sedrusviði. En yfir kirkj- unni geislar silfurkross; á hann að vprM cnnn lítrincr krnssitis á frol- Vatn! Vatn! Alt af þjakar vatnsleysið okk- ur, sem ofarlega búum á Skóla- vörðuhæðinni, og eru margir, sem finst þetta ástand óþolandi og eru undrandi yfir því, hve lengi er spyrnt á móti broddunum með að útvega bænum nóg vatn. Það er verið að káka smávegis við vatnsleiðsluna, mæla og gera við og reyna að sannfæra okkur um, að vatnið hljóti að vera' nóg eftir danskri og annari reynslu. En þegar enginn dropi kemur úr krananum er gróflega lítið gagn að öllu þessu, og það er sú reynd- in, sem raean verða að beygja sig fyrir. Vatnið er of lítið. Við erum vatnslausir, stundum allan daginn og æfinlegá mestan part dagsins. En þetta hvorugt á að vera. Við viljum hafa vatn ávalt þegar við þurfum á því að halda. Við borg- r.m vatnsskatt, sem miðaður er við . það, og við viljum hafa vatn. Það er skárra en ekkert, áð hafa vatn dálitla stund að morgni, en í það er ófullnægjandi. Og það er j óþolandi að vera vatnslaus allan ■ daginn, þó að ekki sé nema stund- i um. Við förum að taka okkur saman j og neita algerlega að borga það, ; sem við fáum annaðhvort ekki eða illa útilátið. Við neitum að borga, og látum bæinn svo krefja inn með hörðu borgun fyrir það, sem hann hefir svikist um að láta af hendi. Það gengur aldrei. Og við heimtum þá að fá að minsta kosti brunna og pósta upp á gamla móðinn, og 'borgum okk- ar peninga þeim, sem koma virki- lega með vatn til okkar, en ekki fyrir það að hafa málamyndar vatnspípur inn í húsið, sem sjaldan fæst deigur dropi úr. Það er undarlegt, að bæjar- stjórnin skuli ekki sjá það fyrir tómum vitsmunum og erlendri reynslu, að það er ekkert, sem úr þessu bætir annað en meira vatn, ný leiðsla við hlið þeirrar eldri eða víðari vatnspípur. Þetta ætti að vera búið að framkvæma fyrir Iöngu. Það kostar fé, en eg verð að segja, að af öllum framkvæmdum sé þessi allra nauðsynlegust, að út - vega bænum nóg vatn. Það er undirstaða alls daglegs lífs, nóg vatn og gott vatn. Sumir tala um að takmarka vatnsausturinn x bænum, en það er ekkert vit. Það þyrfti einmitt að ;auka hann, meðal annars með þvi að fyrirskipa vatnssalerni í hverju hús;, því að það er ómynd rneiri en með orðum verði lýst, að þurfa enn að sjá og finna þefinn af því, þegar verið er að hreinsa gömlu salernin, úti og inni. 7 Það ætti líka að hvetja menn til þess að hafa meira af baðklefum í húsum en nú er o. f 1., o. fl. Mikið vatn er skilyrði fyrir þrifnaði alment. En vatns-skortur er alveg óþol- andi, hversu stutta stund sem er. Hér á að heita að sé vatnsveita. Og svo eru það þúsundir manna hér, sem búa við það, að verða að borga vatnsskatt, en verða dag- lega að hlaupa með kyrnur og föt- ur hús úr húsi til þess að sníkja vatnsdropa. Og þó enn fleiri, sem verða að geyma vatnið í ílátum, þar sem þeir þó eiga heimting á því allan daginn. Vei-ði þetta hummað svona á- fram er engin vegur annar, en að bærinn verður að verða af vatns- skatti, þar senx hann getur ekki látið af hendi vatn eftir þörfum. Bæjarfélagið má ekki ganga á undan í því að selja hlut, sem það lætur ekki af hendi. Á þessu skal nú alið og ekki lint meðan ólagið helst. Einn af mörgum. Soíiokirtjan. Vígsludagurinn. Það var 548 árum eftir fæðingu Krists, sem Sofíukirkjan var full- smíðuð. Fjöldamargir frægustu húsasmiðir i Litlu-Asíu höfðu unnið að henni með 10 þúsund verkamönnum i 16 ár. Keisarinn, Jústinían I., lagði til féð, og kom oft sjálfur til að líta eftir, hvernig verkið gengi. — En nú var hún loks fulfsmíðuð og var mesfia og dýrðlegasta guðshús þess tírna, er jafnan skyldi síðan vera kend við helga visku eða nefnast Hagia Sofiia. Keisarinn kemur sjálfur í skraut- vagni og æðsti biskup Austurrík- isins er í fylgd með honum, þegar gata. Keisarinn verður gagntekinn af auðmýkt gagnvart guði, gengur að sæti sínu og varpar sér biðj- andi á kné: „Guði sé lof og dýrð, sem taldi mig liæfan til að framkvæma ann- að eins verk. Eg hefi sigrað þig, Salómon!“ Þá hófst dýrðleg vígsluathöfn. Og að henni lokinni bauð keisar- inn stórmenni sínu til 14 daga veislufagnaðar. Jafnframt lét hann aka silfri í tunnum um strætin til úthlutunar meðal almennings. All- ur borgarlýður skyldi halda veisl- ur og keisarinn borga reikning- ana. Kirkjan svívirt. Það voru liðin meira en þúsund ár.. Kynslóð eftir kynslóð hafði hlýtt á lofsöngva og kristilegar ræður í þessari frægustu kirkju Austurlanda, og flestir höfðu bú- ist við, að svo mundi enn verða um rnörg hundruð ár. En nú er runninn óhamingjudagurinn mikli, 29. maí árið 1453. Skelfingarfregn fer óðfluga um borgina: „Umsát- ursher Tyrkja er kominn inn í borgina!“ Karlar og konur, börn og gamalmenni, verða frávita af skelfingu og þjóta svo hratt sem auðið er frá heimilum sínum, ef verða mætti, að þeir fyndu ein- hverja undankomu. En hvar er griðastaður kristnum mönnum, þegar ofstækisfullir Tyrkir vaða fram? „Hagia Sofia, Hagia Sofia! hiki þeir ekki við að svívirða hana með manndrápum, þá er öll von úti.“ Þannig hugsuðu margir og þús- undum saman streymdu flótta- mennirnir inn í Sofiukirkjuna. Svo er öllum hurðum lokað eins ram- byggilega og hægt er, en biskupar og lderkar ganga fyrir ölturu. Örstutt stund líður, von og kviði vegast á, en þá dynja högg Tyrkja á kirkjuhurðirnar. Angistaróp beyrast um kirkjuna. Mæður þrýsta að sér börnum sínum. Hjón lcveðjast í hinsta sinn. Hurðirnar hrökkva upp eða fara í mola, blóð- þyrstir Janitschanar æða inn með blóðug sverðin. Spámaður þeirra hefir skipað þeim að útbreiða trú sina með eldi 0g sverði, svo að þeir þykjast geta unnið hermdar- verk sín í nafni trúarinnar. Villu- .dýr eru ekki óseðjandi, en grimrn- ir hermenn eru verri en villudýr. -----Blóðið rann í Iækjum eftir kirkjugólfinu, en surhir voru þó reknir bundnir út til þrælkunar. Heilar lestir úlfalda og múlasna voru teymdar inn á kirkjugólf og hlaðið á þær ránsfengnum, alskon- ar dýrgripum kirkjunnar. í tryltu ofstæki rak einn hermaðurinn húfu sína yfir þyrnikransinn á dýrðlegu Krists-líkneski og hrópaði: „Sjá- ið guð kristinna manna!“ Biskupinn hafði alt til þessa tón- að bænir uppi við háaltarið, til huggunar deyjandi mönnum, en nú hætti hann, tók kaleikinn og hrað- aði sér upp stigana bak við altarið. Tyrkir hlupu á eftir honum og óðu að honum með brugðnum sverðum, þegar hann kom upp á kirkjuloft- iö. En þá, — segja munnmælin, — opnaðist múrinn, biskup hvarf inn i hann og jafnskjótt lukust dyrnar aftur svo að Tyrkir sáu ekkert annað en heilan múr, sem livergi bifaðist við högg þeirra. — Meir en hálf fimta öld er liðin síðan atburðir þessir gerð- ust. En þó er það enn þá alþýðu ■ trú með Grikkjum, að þegar lcristnir menn nái Sofíukirkjunni aftur frá Tyrkjum, muni múrinn opnast á sama stað og fyrri, bisk- upinn koma út þögull en glaður á svip, ganga með kaleikinn að háaltarinu og ljúka við að tóna bænina, sem hann, varð að hætta við forðum.----En hvað sem því liður, munu það verða fleiri en Grikkir, sem fagna þeirri stundu, er kristnir lofsöngvar fá að hljóma í þessari fornhelgu kirkju í ann- að sinn og krossmarkið fær að vera óáreitt þar sem það var sett í öndverðu. Önnur frásögn bendir til að Tyrkir hafi sjálfir eitthvert hug- boð um, að musterið verði aftur kristin kirkja. — Á einum veggn- um var máluð Kristsmynd mikil .0g fögur, sem Tyrkir kölkuðu yf- ir, svo að hún skyldi ekki sjást. En þegar sólargeislarnir leika um vegginn, má enn sjá móta fyrir myndinni. Er mælt, að þá sé orð- tak Tyrkja: — „Þarna sjáið þið, hann kemur aftur.“ (Að mestu leyti úrSv. Hedins „Fra Pol til Pol“). Símskeytf frá fréttaritara Vísis. Khöfn ir. júlí. Morgans-nefndin. í sambandi við þessa uppástungn Lloyd Georges kemur Morgans- nefndin bráðlega saman í Berlín. Þýsk stjórnmál. Meiri hluta j afnaðarmennirnir hafa hótað að ganga úr stjórninni eí Alþýðuflokkurinn komi inn. Endurskoðun V ersala-samninganna. Frá London er símað: Lloyd George stingur upp á þvi, að allir þeir, sem undir Versalá-samning- ana skrifuðu, komi saman hið I ráðasta til þess að ræða fjárhags-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.