Vísir - 12.07.1922, Síða 4
VÍSIR
I
Jl V-
Zaphyr, egta hililinið sem
yið höfðom fyrir atríð, er
ná homið aftnr.
Vöínhúsið.
Tilliofl ósk'ast
i að mála háaið Aðalstiseti nr. 12
Skriflegt tilboö saadist undirrit-
aðrí fyrir 18. þ. m.
Agú*ta Svemdsen.
Vorull
kaupir hæsta veröi
Arnundi Arnason,
Hálí litil Mseign
til sölu í austurbænum meS góð-
um kjörum, ef samið er fyxir 20.
þ. m. — A. v. á.
__ er símanúmer- f| A ið hjá Nýju yi M V->i Bifreiðast. á I f , I Lælcjartorgi 2. Vy hmd V/ Hringið þang- að þegar þér þurfið að fá bil. Daglegar ferðir austur yfir f jall. Tvisvar í viku til Keflavíkur, Grindavikur og Leiru og ping- valla. Niðursett verð. ■
| f«9«* |
Kaupakona óskast. Uppl. í Stýrimanniaskólanum. (258
Kaupamann vantar. Uppl. á Bókhlööustig 9, milli kl. 7—8. (255
Kaupakona óskast. Uppl. Hverf- isgötu 50, búöinni. (254
Maskímipappir. UmbúSapappír. — Smjör- pappír og Pappírspokar. Kaupið þar sem ódýrast er. HERLUF CLAUSEN, Simi 39. Mjóstræti 6.
Kaupakona óskast; má hafa með sér barn. Uppl. Hverfisgötu 84. Sími 992. (253
Kaupakona óskast upp í Borg- arfjörö. Uppl. í Hafnarstræti 16, uppi, gengiö inn frá Kolasundi. (25í
Stúlka óskast strax, Bergs’taöa - stræti 28 niðri'. (249
I lilllli I Kaupakona óskast á gott heim- ili á Norðurlandi. A. v. á. (243
2 herbergi og eldhús vantar barnlaus hjón 1. okt. n. k. Uppl. í sima 657. (257
Herbergi til leigu. Fyrirínam- greiösla. Bergstaöastræti 51. (256 TILKTNMINð
Fjölskyldumaöur, sem hefir aö nokkru leyti upp komin börn, ósk- ar eftir peningafáni gegn þvi að greiða góða vexti. — Sá sem gæti eöa vildi sinna þessu, sendi nafn sitt og heimilisfang í lokuöu um- slagi til afgreiöslu Vísis sem fyrst, auðkent: „Peningalán". Tilboðun- um verður svaraö annaöhvort munnlega eða skriflega. (237
Herbergi til leigu nú þegar i Austurbænum, Bragagötu 27. (250
1—2 herbergi meö a'Sgangi a'ö eldhúsi ósksat til leigu. Tilboö auökent: „2 herbergi“ sendist Vísi (242
Stór stofa til leigu 14. júlí. A. v. á. (241
Herbergi til leigu á Óöinsgötu 28B. (240 F élagsprentsmið j an.
i&irsurvi
m,
í
Nýtt, vandað eikar buffet til
sölu meö tækifærisverði. A. v. á.
(218
Sölubúð í ágætu standi til sölu
nú þegar. A. v. á. (211
Reiðföt til sölu á Njálsgötu 16.
(252-
Til sölu með tækifærisverði, lít-
ið notuð diplomatföt, lítið notuð
jakketföt, lítið notuð jakkaföt grá,
og svört, nýr jakkaklæðnaöur úr
ágætu, bláu chevioti, á fremur
stóran mann, stakur jakki, Lauga-
veg 2, Reinh. Anderson. (247
Kransa úr lifandi blómum sel-
ur Guðrún Clausen, Mjóstræti 6.
(245
Barnavagn til sölu. A. v. á. (244
Ágætt karlmannsrei'ðhjól til sölu
á Njálsgötu 17. (240
Barnakerra til sölu. A. v. á. (239
Nýlegtr kvenhjól fæst fyrir 160
krónur. Tækifærisverð. A. v. á.
(238
- fVIIII |
Nýsilfur-ístað með tilheyrandi
ól hefir tapast fyrir innan bæinn.
Finnandi vinskmlega beðinn að
skila til GuSmundar Ólafssonar,
Laugaveg 42. (248
Brjóstnál meS mynd hefir fund-
ist inn viS ElliSaárnár. Vitjist á
Laugaveg 65 uppi. (246
Hán unni honum 88
vildi heldur vita hann dauðan en í höndunum
á slíku kvendi.“
„Eg er yður í sannleika sammála, ef þér viljíð
leyfa mjer að segja það,“ sagði hann. „En eg
held, að Clyde muni iekki deyja. Eg er reyndar
ekki spámannlega vaxinn, en mér finst á mér, að
eg hafi þegar unnið veðmál okkar, lafði EtheL“
Hún sótroðnaði og sneri sér undan. Hersirinn
gekk í hægðum sínum niður stigann og muldraði
í hálfum hljóðum:
„]?að er það versta við konurnar, að þær eru
eins og kettir; bíta og klóra annað veifið, en sleikja
hitt. — Fyrir mánuði hefði hún ekki hikað við
að fremja morð til að stía þeim í sundur. En nú
liggur henni við gráti yfir afreki sínu. Hún breytir
skapi býst eg við, þegar hann kemst á fætur, og
eg hugsa, að eg fái þessi tvö þúsund pund að
Iokum.“
pað fór eins og hertogafrúin hafði fyrirsagt um
bata Clyde’s. Eftir tæpa viku var hann orðinn
svo hress, að hann gat gengið inn í setustofuna.
Hið fyrsta, sem hann sá, morguninn þann, sem
hann kom til sjálfs sín og opnaði augun, var and-
lit Wal’s við rúm hans. par hafði pilturinn setið
nætur og daga frá því hann frétti um sjúkdóm
Clyde’s.
„Halló, Wal,“ sagði hann í veikum rómi, svo
að Wal vöknaði næstum því um augu. „Eg hefi
verið — eitthvað skrítinn?"
„Já; gamli, góði kunningi,” sagði Wal, og
þrýsti hönd hans. Óttalega skrítin. En nú er
þér að batna.“
„Já,“ sagði Clyde og leit forviða í kringum
sig, eins og hann væri að reyna að átta sig á,
hvað við hefði borið, og Wal sá, að kvaladrættir
komu í andlit hans, Eftir nokkra þögn sagði Clyde
í lágum róm:
„Wal, viltu gera svo vel og rétta mér bréfin?“
„Ætli það sé óhætt?“ sagði Wa! og hikaði við-
„Heldurðu, að þú þolir að lesa þau? petta er
hjúkrunarkonan," bætti hann við, þegar hún kom
inn
,,Hjúkrunarkonan,“ sagði Clyde. „Eg hefi þá
verið svona lengi. Mér þykir fyrir því, að hafa
valdið yður óþæginda. Jú, réttu mér bréfin, Wal.“
HJúkrunarkonan hvíslaði: „Já, lávarður minn.“
Og Wal sótti bréfahrúgu, sem komið hafði meðan
Clyde lá.
„Viltu opna þau fyrir mig, Wal?“ sagði hann.
„Eg held eg hafi ekki einu sinni styrk til að rífa
í sundur bréfsnuddu."
Val gerði það. Mestur hluti þeirra var fyrir-
spurnir um líðan hans og þau lagði hann frá sér;
en alt í einu titruðu hendur hans og Wal sá, að
hann kveinkaði sér, þegar hann las bréfið. pað
var afskrift af greftrunarvottorði Lil Hann horfði
á það með tárin í augunum og var svo utan við
sig, að hann veitti því enga eftirtekt, að dagsetn-
inguna vantaði. ,
„Eg held þú ættir ekki að syrgja, kunningi,”
sagði Wal.
Clyde sneri sér að honum með sorgbitnum svip,
„Nei,“ sagði hann í hægum en ákaflega hrygg-
um rómi, og bætti svo við, við sjálfan sig: „pað
er of seint! Aumingja litla Lil!“
Hann hrestir vonum fremur fljótt, en hann var
ákaflega breyttur. Ægileg deyfð og drungi virtist
hafa heltekið hann. Hann gat setið tímunum sam-
an og starað fram fyrir sig og hugsað um horfna
hamingju. Og það var eins og ekkert gæti vakið
hann af þessu sinnuleysi, því að jafnvel Wal fékk
ekki áorkað meiru en því, að koma honum til að
brosa fjörlausu brosi. Og skömmu eftir að hann
komst á fætur, hafði hann beðið Wal ao selja
fyrir sig hrossin.
„Eg tek ekki framar þátt í veðreiðum,” sagði
hann.
Wal varð öttasleginn því hann hafði vonað, að
með þeim mundi kannske takast að vekja Clyde
af þessum dvala.
„En — en — jæja; eg skal sjá um það,“ sagði
hann. „En þú selur þó ekki Prinsessu, Clyde?“
Clyde sneri sér að honum næstum því með
reiðisvip.
„Eg sagði öll, Wal,“ svaraði hann. „Jú, láttu
Prinsessu fara Eg er orðinn leiður á henni.“ Og
hann tók hendinni um au.gun, þegar hann mælti
þetta. Hvernig ætti hann að geta ekið með hryss-
unni þeirri fyrir, sem ávalt mundi minna hann á
Bessie og ökuferðir þeirra?
Hrossin voru seld og menn hristu höfuðin, þegar
það varð hljóðbaert.
„Sjúkdómurinn hefir eyðilagt Leyton,” var sagt.
pá fór hann utan og dvaldi ár é útlöndum, en
hann breyttist ekkert við það. Hann gat farið
hvert sem hann lysti, en harmurinn fylgdi honum
ávalt. Og þegar hann kom heim aftur, settist hann
þegar að í Northfield, þó að hann hefði miklu
fremur kosið að dvelja í einverunni í Grafton-
stræti. En s úbreyting varð ekki til nebna bóta.
Jarlsfruin helt afram að skoða hann sem pörupilt,
sem liði að maklegleikum fyrir strákapör sín, og
jarlinn var enn þögulli og kaldlyndari en hann
hafði áður verið; hann var oftast í Lundúnum í
fjármálacrindum. Og Clyde veitti því eftirtekt, að
fjárhagskreppan hafði sett djúpt mark á yfirbragð
hans. Aður e n langt um leið, kom hertogafrúin
þangað og sagði þegar eins og henni bjó í brjósti..