Vísir - 09.08.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 09.08.1922, Blaðsíða 2
4 VISIR Vlljum selja mjös öcat^rt nokknð af þaMpappa, eem hefur vöknað og hafa ystu lögin þvl troanað dálitið. Að öBru leyti er pappinu jafngóður. Norðmenn og Portugal Danska blaðið Berl. Tidende, sem hefir orð á sér að flytja réttar fréttir, flytja eftirfarandi simskeyti frá Kristjaníu, um þau áhrif, sem stífni Norð- manna i verslunarsamningun- um við Pyrenearíkin, hefir haft í för með sér: Flestöll hin norsku skip, er nú sigla til Portugals, verða að sigla undir fölskum fána, og er þá venjulegast notaður fáni hins nýja frístaðar Danzig. Ef skip- in gera þetta ekki, fá þau eng- an flutning frá Portugal vegna hinna háu útflutningsgjalda, er Portugalar hafa lagt á allar vör- ur, sem eiga að fara um borð í norsk skip. Öll verslunarvið- skifti milli Portugals og Nor- egs eru nú í kalda koli, og Portu- galar eru sem óðast að senda skip til fiskveiða hjá New- Foundland, til þess að fylla það skarð, er verður i innflutnings- vörum, þá er norski saltfiskur- inn er alveg útilokaður, svo sem nú er. Hafa Portugalar þegar sent 80 skip til fiskveiða þang- að vestur. Áfengisskip. pað hafa komið fyrir tvö merkileg mál hér á landi upp á síðkastjð. Tvö skip, er hingað lcomu með áfengisfarm, sem i bæði skifti var upptækur ger. Og nú er sagt að þriðja skipið sé komið með slíkan farm. Vek- ur slíkt altaf athygli hér í fá- sinninu, en öðru máli er að gegna i hinum öðrum Norður- löndum. þar eru það daglegir viðburðir, að tekin séu slík skip. en þó virðist svo, að í Noregi og Finnlandi kveði hvað mest að slíku, enda er þar bann. Eru nú hafnirnar við Eystrasalt farnar að hafa útibú í Sviþjóð til þess að eiga hægra með að koma vörum sínum til viðtak- anda. Er það fullyrt, að hvergi sé þó verra en í Strömstað í Svíþjóð, enda er hægast þaðan að ná til Noregs um Víkina. Er það fullyrt á prenti, þótt ólík- legt megi virðast, að samkepni sé orðin svo hörð í grend við Kristjaníu, að margir launsal- ar fari nú daglega „á hausinn“, vegna heppilegra innkaupa ann- ara frá pýskalandi. Til marks um þetta er það, að fyrir mán- uði var hver pottur af spiritus seldur á kr. 1.60 utan við landa- mæri Noregs og Sviþjóðar, en á fjórar krónur, ef hann var fluttur heim til kaupanda i Kristjaníu. Danir hafa jafnvel’ekki far- ið varhluta af þessum ófögn- uði, og hafa margir farmar ver- ið gerðir upptækir þar, sérstak- lega í Grenaa, og áttu þó flest- ir að fara lengra eftir skips- skjölunum. Heimsstyrjöldin 1914—1918 og eftirköst hennar, Samtíma frásögn. Eftir porst. Gíslason. Bók, sem svo heitir, er nú að koma út og er fyrsta hefíið full- prentað, 192 bls. í sama broti og Skírnir ðg Eimreiðin, og kostar kr. 5,50. Bókin er á þann hátt saman sett, að þar eru prentaðar upp yfirlitsgreinar þær, sem birtust í Lögréttu um ófriðinn jafn- framt þvi sem viðburðirnir gerðust, en svo eru í sérstökum köflum inni á milli sagðar merkilegustu nýungar, sem með símfregnum og blöðum bárust um ófriðinn, og með þvi reynt að ná sem mestu samliengi í frásögnina. þetta er samtíma frásögn. Sá, sem skrifar, veit ekki lyktir eða afleiðingar þeirra viðburða, sem hann lýsir, þótt lesandanum sé nú hvorutveggja kunnugt. Eng- ar breytingar eru gerðar á frá- sögninni með þeirri hugsun, að hún grípi fram fyrir sig í tím- ann eða rás viðburðanna, þvi þá hefði verkið orðið alt ann- að frá upphafi til enda. Dóm- arnir um heimsstríðið koma því hér fram eins og þeir féllu meðan viðburðirnir voru að gerast. Ástæðan til þess, að bókin kemur fram, er sú, að eg tel ekki cinskisvert, að menn eigi aðgang að sögu lieimsstyrjald- arinnar á einum stað á okkar máli. Ekkert íslenskt blað né tímarit fýlgdi viðburðum ófrið- arins frá upphafi til enda á þann hátt, að þar væri alt af öðru hvoru reynt að skýra þá og tengja þá saman í fasta keðju, nema Lögrétta,. svo að frásögn um þessa viðburði er ekki ann- arstaðar til á íslensku máli í nokkru samhengi. En óað- Hvers vegna ern ílestar n^J ar tolfrelöar meö Goodyear nringi? &i þri sið þeir m bastir. Reyniö Þessa agœtu nrlngl. Verðið lsekkað enn. IJmboðsmœma Jöh. Olafsson & Co. Rnllastativ Pappírspokar % 6—ro kg. Pappír i rúllum, 2 teg., 20—40—57 ctm. Pappír í rísum 33 X 39 59 X 76 52 X 63 ctm. hv. & brúnn. — Smjörpappír. — WC-pappír. KaupiC þar sem ódýrast er. HERLUF CLAUSEN, Síxni 39. Mjóstræti 6. gengilegt er þetta efni til lest- urs i blaðadálkum, innan uni margslconar annað efni, og auk þess halda nú fáir fréttablöðum saman, svo að það, sem að eins er þar skráð, fellur fljótt i gleymsku. En viðburða þeirra, sem hér er frá sagt, mun lengi verða minst, og verður því varla þarflaust talið, að íslendingar eigi aðgang að heildarfrásögn um þá á sínu máli pað mun láta nærri, að verk- ið verði um 1000 bls., eða 5 hefti á stærð við það, sem nú er út komið. Verður þá bókin öll milíi 20 og 30 kr. Gert er ráð fyrir, að myndir af nafn- kunnustu mönnum ófriðarár- anna og fleiri myndir, er koma við sögunni, fylgi síðasta heft- inu. XJpplagið er lítið og bók- in seld svo ódýrt, sem framast er kostur. peir, sem gerast á- slcrifendur i ujxpliafi, og borga hvert hefti um leið og það kem- ur út, fá það fyrir kr. 5,50. Bú- ast má við, að verð bókarinn- ar fullgerðrar verði mun hærra, Menn fá heftin keypt og af- hent lijá útgcfendunum, herra Steindóri Gunnarssyni forstjóra Félagsprentsmiðjunnar, og höf- undinum, og hjá' þeim geta haenn einnig skrifað sig fyrir bókinni. Titilblað, efnisyfirlit og for- máli koma ekki fyrr en bókin er fullgerð. porst. Gíslason. Trúlofun. Síðastl. sunnudag opinberuðu trúlofun sína, ungfrú pórhildur Briem, dóttir Páls sál. Briem amtmanns, ög stud. jur. Theó- dór Líndal. Veðrið í morgun Hiti í Rvík 10 st., Vestm.eyj- um 9, ísafirði 9, Akureyri 12, Seyðisfirði 7, Grindavík 11, Stykkishólmi 12, Grímsstöðum 10, Raufarhöfn 8 Hólum í - Hornafirði- 10 st., pórshöfn í Færeyjum 8 st., Kaupmanna- höfn 14. Bergen 13, Tyneinouth 12, Leirvík 12, Jan Mayen 4 st Loftvog hæst (768) fyrir norð- vestan land. Kyrt veður. Horf- ur: Svipað veður. Gullfoss fór frá • Kaupmannahöfn í gær. Farþegar um 40. Fram, I. fl. Æfing í kvöld kl. 7%. Botnía kom hingað í gærkveldi og fer liéðan kl. 12 á sunnudags- kvöldið, norður um land til út- landa. fjá iÍeindóFÍ fást altaf bestar og ódýr- astar blfreiðlr i lengri og skemmrl fcrðalög. Símar 581 og 838, SteincLör Hafnarstræti 2 (horniö).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.