Vísir - 21.09.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 21.09.1922, Blaðsíða 2
V I S 1 K tíötuai lyrirlÍKgjnKd' Aluminimn Katla 3 *tœ ðir, Aiuiuibíum Mmiíttpottu, Eldxp^tu „IFl«t Liux“ Alt>afar ödýrxir vörur. Eggert Ste ó ->on he dur hljóœleika 1 Ný a Bíó, au)Bard»ginu kemur Jkl. 7* 1/*- Öll lögin eltir Sigvalda Kaldalóns. Mðrg lögia e u og hafa aldrfei heyrsii hér áöur Sigvaldi Kaldalóns aðstoðar. Atigöuiínmiðar seldir í bókaverelunmu. Þór. Viðtal við skipstjórann. Vísir átti í gær tal við skip- stjórann á pór, hr. Jóhann P. Jónsson, um síldveiðina og strandvarnirnar nyrðra. Hann sagði, að síldin hefði verið mik- il, einkanlega á Grímseyjarsundi og þar fyrir austan, alt að Langanesi, en minni vestan við Siglufjörð. pór annaðist strandvarnirnar milli Langaness og Eyjafjarð- ar, en dönsku varðskipin og vél- báturinn Geir goði þar fyrir vestan, að Horni. ]?ó hafði J>ór einnig verið á þeim stöðvum frá því er Islands Falk fór að norð- an og þar til er Fylla kom og nokkra daga, skömmu síðar, í samráði við foringjann á Fyllu, meðan ketill skipsins var lireins- aður. Tólf norsk síldarskip tók pór í landhelgi og voru þau öll sekt- uð, samtals um 10 þúsund og eitt hundrað krónur, en veiðar- færi voru gerð upplæk af einu skipinu. Nokkur skip hitti hann á höfnum inni og heimti af þeim lögmælt gjöld, sem ekki hefðu fengist án lians aðstoðar. Mörg skip „fengu áminningu“ og var bægt frá landhelginni. Vísir spurði skipstjórann, hvort útlendingar hefðu sýnt mótþróa eða óhlýðni. Hann kvað nei við því, sagði, að þeir hefðu allir komið mjög kurteis- lega fram. En norskt síldveiða- skip hafði legið við Flatey á Skjálfanda og ekki viljað greiða hreppstjóra lögmælt gjöld, er hann heimti, og fór við það. Var þetta kært fyrir ]?ór, og nokkru síðar, er hann var þar á_ ferð, hitti hann þetta sama skip og tók það þá. Sýslumaður ping- eyinga, Július Havsteen, var þá á varðskipinu, og lét hann norska skipið sæta sektum. Eitt sinn, er pór kom til Grímseyjar, lá þar þýskt skip. Hafði legið þar nokkra daga, kvaðst stunda veiðar með drátt- arnót, en vélin væri biluð, og fór það þegar af stað og kvaðst ætla til Siglufjarðar til að leita sér viðgerðar. En aldrei hafði það komið þangáð. pótti þá lík- /legt, að það hefði liaft áfengi innanborðs. Og það fullyrti skip- stjórinn á pór, að eitthvað hefði verið af útlendum skipum með áfengi utan landhelgi þar nyrðra í sumar. Kaldalóns-kvöld. ]>eirri nýung hafa nú bæjar- húar að fagna, að Eggert Stc- fánsson syngup í Nýja Bíó á laugardaginn kemur, einungis lög eftir Sigvalda Kaldalóns, bróður sinn. Af iögunum má nefna: „Heimi“, „Alfaðir ræð- ur“, „Á Sprengisandi“ og fleiri, sem nú eru kunn um land alt og unnið hafa svo að segja hvers manns hylli. Einnig verða á söngskránni lög, sem aldrei hafa heyrst áð- ur, svo sem „Svanasöngur á hciði“, „Betli kerlingin“, „Klukknahljóð“ og fleiri, sem sist standa að baki hinum fyrri lögum höfundarins og eru að sögn þeirra, sem heyrt hafa, frammúrskarandi falleg og hafa á sér þann þýða og sérkennilega blæ, sem einkennir öll lög Kalda- lóns. Mun því mörgum leika hug- ur á að lieyra þessa hljómleika, sem telja má einstaka í sinni 'röð og ekki verða ehdurteknir. pví meiri athygli mun þessum hljómleikum verða gefin fyrir þá sök, að Kaldalóns leikur sjálfr ur undir söngnum. Margir söngmenn hafa sung- ið hér lög eftir Kaldalóns, en það er alkunna, að engi hefir betur sungið lög hans en Eggert Stefánsson. Hann nær meira úr lögunum en nokkrir þeir, sem hér hafa sungið. Hann gefur þeim meira líf og rödd hans hef- NÝJUSTU FRÉTTIR FRÁ ÚTSÖLUNNI: Pönnur 1,60—3,50; alumin- íum kaffikönnur 5,60 og 6,40; stórir katlar 8,00—12,80; pott- ar príma þykkir 4,00—8,80; emailleraðar vörur mjög ódýr- ar; bollabakkar 2,00—5,00 (gjafverð); þvottabalar, stórir og sterkir, sannkallað tækifæris- verð; þvottabretti á 1,00 og 2,00; blikkfötur o. m. m. fl. Versl. Hjálmars porsteinssonar, Sími 840. Skólavörðustíg 4. j ir þann gullna hljómblæ, sem andinn i lögunum heimtar. M. Leiðrétting. I smáaugl. nr. 431 i blaðinu i gær, hafði misprentast verð á yfirhöfnum, kr. 10 í stað 19 kr. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn i kvöld 17 mál eru á dagskrá, þar á meðal vín- sölumálið og frumvarp til reglu- gerðar nm fisksölu. Ágæt kvikmynd frá Grænlandi er nú sýnd i Nýja Bíó. Emil Thoroddsen heldur hljómleika í Bárubúð annaðkvöld kl. 9. Böðvar Jónsson, afgreiðslumaður hjá Sigurði Kristjánssyni, er sjötugur í dag. Ný vefnaðarvöruverslun verður opnuð í dag á Lauga- vcg 11 (sjá augl.). E.s. Tordenskjöld t kom frá Noregi í morgun. pilskipið Iho kom frá Englandi í nótt. Sálarrannsóknafélag íslands lieldur fyrsta fund sinn eftir j sumarleyfið í kvöld. J?ar flytur ; lir. rithöfundur Einar H. Kvaran I erindi um hina nýju bók dóm- Iprófasts IJ. Martensen-Larsen gegn spíritismanum. Prófessor Har. Níelsson talar og á fundin- um (um skygnt fólk, er hann kyntist í sumar á ferð sinni kringum landið). Botnia kóm til Akureyrar í gær. Mun koma liingað á laugardag. Gjafir. Til gamalmennahælisins kr. 5. Til hljómleikabyggingarinnar kr. 5. Aukablað fylgir Vísi i dag. Sigurður Skagfeldt sannfærði áheyrendur sina í fyrrakvöld um það, að hann Mnnið eitir hinnm þægl- legn biíreiðaferðnm til KEFLAVÍKUR mánndaga, fimtndaga, og langard., og anstnr yfir Hellis- heiði daglega frá Steindóri. Hafnarstræti 3. Pímaiir: 581 - 838 væri efnilegur söngmaður, vafa- laust einhver sá efnilegasti af löndnm þeim, sem nú stunda söngnám erlendis.. Röddin er mikil og beitir hann henni af næmum skilningi, Fór hann yf- irleitt mjög vel með það, sem hann söng. Af ísl. lögunum, sem á söngskránni voru, tókst hon- um sérstaklega vel með „Huldu- mál“ eftir Sv. Sv., og „Berðu mig til blómánna“ eftir B. p. — Hcyrst hefir, að S. S. hafi í hyggju að endurtaka söngskemt- un sína og má hann þá vafa- laust vænta mikillar aðsóknar. Dánarfregnir. Látinn er á Landakotsspítala 19. þ. m. Sturla Fr. Jónsson, skipstjóri frá Isafirði. Hann liafði- verið búsettur liér i bæn- um um tveggja ára skeið. I fyrrinótt andaðist á Landa- lcotsspítala frú Dagbjörg Pálina Rasmussen, köna G. Rasmussen, vélstjóra á björgunarsk. Geir. ERLEND MYNT. Khöfn 20. sept. Sterlingspund .. . . kr. 21.30 Dollar................— 4.82y2 100 mörk þýsk .... — 0.35 100 kr. sænskar . . — 127.70 100 — norskar .... — 81.70 100 franlcar fr.....— 36 60 100 frankar sv. . . .. — 90.00 100 lírur it..........— 20.35 100 pesetar spánv. .. — 73.00 100 gyllini holl....— 186.75 Rvík, 21. sept. Sterlingspund .... — 25.60 j 100 kr. danskar .... — 120.43 100 — sænslcar .... — 155.54 100 — norskar .... — 100.16 Dollar............... — 5.92

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.