Vísir - 21.09.1922, Blaðsíða 5
VlSÍR i
(21. septemb'er 1922.
Gamalmennahællö.
Bæjarbúar sýna því svo mikinu
kærleika í verki, a5 vér, íorgöngu-
menn þess, teljum skylt að skýra,
þeim frá eftir því sem undirbúu-
mgnum þokar áfram og þökkum
jafnframt mikilsveröa aöstoð bla'ð-
anna i þvi efni.
ASalfregnirnar i þetta sinn eru
þessar:
Ekkjufrú María Pétursdóttir
veröur ráðskona hælisins. Hún var,
ráöskona Samverjans fyrstu árin
viS matgjafirnar, og er síðan góð-
kunn fjölda fátæklinga. Meðgjöfin
verður fyrst um sinn 2 kr. á dag
með þeim „vistmönnuni". sem eru
alveg sjálfbjarga, en kr. 2,50 á dag
með hiniun. —1 Oss dylst ekki, að
sú meögjöf er ekki nóg til að
greiða allan kostnað, en vér lítum
svo á, að þá verði hælisvistiu
ánægjulegust, ef gainla fólkiö
finnur að það er umvafið kærleika
bæjarbúa, og vér cfumst ekkerc
um, að þeir láti hann í té i verki,
er þeir sjá að hælið fær ekki þrif-
ist án hans.
Umsóknir unt hælisvistina verða
að vera skrifíegar fást eyðu-
blöð fyrir þær hjá undirrituðum,
— og éiga að koma „til vor fyrir
næstu mánaðamót. Þetta nær
jafnt til allra, og eru þeir sérstak-
lega béðnir að gæta þes's, sent
munnleg skilaboð um hælisvist
hafa komið írá. w- Vér tökum eng-
an i hælið, hvorki af bænum né
öðrum, nema viðkomandi æski
þess sjálfur, — teljum það eitt aí
fyrstu skilyrðum heimilisánægju
áð enginn sé fluttur hálfnauðugur
til vor, — E11 sérstaka eftirtekt
viljum vér vekja á því, að einmitt
vegna þessa, ættu þeir, sem bær-
inn sér um, en annars langar til
að flytjast i hælið, að láta borgar-
stjóraskrifstofuna vita um það
tafarlaust. Eftir öllum þeim skila-
boðum að dæma, sem oss hafa
Til athiguir. Frittstudiadi aldivélir
íslenskar gulrófur, skyr, smjör,
lúðuriklingur, ostur, rullupylsur,
kartöflur á 10 kr. sekldnn, ný-
komið í versl. „VON“, Laugaveg
55. Sími 448.
borist, veröa umsóknir rnikið fleiri
en húsrú.m leyfir að sinni; má þó
búast við að 4 verði látnir sofa í
flestum stofunum, og einbýlis éða
tvibýlisstofa er engin i húsinu.
Ef engin ' óvænt forföll tefja
breytingar og umbætur, sem verið
er að' gera á húsinu, getum vér
íarið aö taka gamahnenni um og
eftir 20 okt., og í siðasta lagi opn-
að hælið alveg ). nóv. — En æði-
margt vantar oss samt enn í húsið :
t. d. öU eldhús- og matstofu-áhöld,
öll húsgögn, gluggatjöld, gólf-
dúka, og í 'fám orðum: alt, sem
frumbýlinguy þárf að kaupa i hús
sitt er hann byrjar stórt heimili.
— Mestalt eða alt, sem búið er aö
gefa til hælisins fer til þess að
greiða fyrstu afborganir af hús-
eigninni og í umbæturnar. Vév
berum samt engan kvíðboga fyrir
áframhaldinu, því að vér þekkjum
bæjarbúa, eh biðjum samt þá, sem
ætla að miðla oss einhVerju af hús-
munum, að láta einhvern af oss
vita um það, svo að vér getum lát-
ið sækja það i næsta mánuði. J'að-
er ekki nauðsynlegt að alt sé nýtt
eða húsgögnin séu öll samstæð
þegar i stað, t. d. kæmu sér vel
þægilegir stólar í setustofunk, þótt
þeir væru ekki nýir.
Loks skal þess getið, að gjald-
keri hælisins, llar. kaupm. Sig-
urðssön, verður fjarverandi fram
um mánaðamót og gegnir þá á
meðán Július kaupm. Árnason
störfum hans fvrir nefndina.
Fyrir hönd gamalmennahælisins
Sigurbjörn Á. Gíslason.
•tii.e'ö bakaraofni og vatnskatli. Verðið er mun lægra en menn
hafa átt að venjast.
HELGI MAGNÚSSON & CO.
lorgarness-kjótútsalan
er i &r flatt í
kjitháö Miliers
og fæit þar franyegis daglega nýtt kjöt með lægsta reröi. Eni
íramur veröar betta tegund af rjómabásMnjörl fyrirliggjandl,
Stáiskautar
tyxij iigsjaiMii ymiar stœrOir
Raíma^netttraujáirxi.
K. Einarsson & iBjórnsaon
Símnefni: Einbjörn. Reykjavik. Sími 915.
(í „Östasiatisk Kömpagni") sem
hampaði þcssari hugnvynd allhátt
í „De danske Atlanterhavsöer“, þá
er „Islands Ophjælp“ var á prjón-
unum þar syðra hérna um árið.
Nokkru seinna* tók „Titan“ hug-
mynd þessa traustataki og greipti
hana i fagra umgjörð i framtíðar-
útsýn sinni úr Þjórsárverunum.
Satt að segja er hugmynd þessi
o| mikilvæg og víðáttumikil fram-
tíðarhugsjón til þess að' leggja
hana í hendur útlendingum! Hefi
cg oft og mikið um þetta hugsað
í „íslands-órum“ minum erlendis,
sérstaklega síðustu þrjú árin (1917
-1920), og þar fann eg að lokum
lykil aö framtíð íslands á þessu'
sviði, — þá leið er eg hygg oss
íslendingum eðlilegasta, happasæl-
asta og best færa í-þessu máli og
öðrum fleiri. Leið þessi er:
Samvinna við Vestur-íslendinga,
og þá að líkindum með fyrnefnda
hugmynd a$ grundvelli.
HUliQgar.
„----þar sem víðsýnið skín“.
I.
Fyrir allmörgum árum var áfar
víðáttumikil hugmvnd á „dag-
skrá“ suður i Danmörku:
ísland sem miðstöð kornflutn-
mga frá Kanada til Norðurálfu —
að Hudsonsflóa-brautinni lokinni
— rúmgóðar og öruggar hafnir
við Reykjavík, korngeymsluhús,
myllur reknar með rafmagni (úr
Soginu?) 0. s. íry. o. s. frv.
En er nú annars eigi hugmynd
þessi íslensk eða vesturíslensk?
Uig rankar eitthvað við því. Að
minsta kosti cr hugmynd þessi svo
mikilvæg, að vér ættum að þekkja
upptök hennar og muna vel!
Það var hinn alkunni danski
fjármálamaður, etatsráð Andersen
Skift um hlutverk. 25
við hana.) Eg starfa þar einmitt þrjá tJaga í
viku fyrir Rauðakrossinn. Eg skal svei mér sýna
þér alt sjúkrahúsið.
ViS skulum fara undfr eins.
VIII. KAFLI.
OSru sinni urðum við nauðugar viljugar að
fara með frú Tracey. En Philippa varð eftir, því
að hún sagðist þurfa að skrifa þúsund þakkar-
bréf fyrir mótteknar brúðargjafir.
AS þessu sinni ókum við í hestvagni og stað-
næmdumst fyrir framan eitt af hinum stóru gisti-
húsum, sem gerð höfðu verið að sjúkraskýlum.
Við dyrnar blakti fáni Rauðakrossins.
Lítið grunaði mig þá, hvað mín mundi bíða
þar inni. En lafði Meredith leit áhyggjulega til
mín og sagði:
— Eg vona að það hafi ekki of mikil áhrif á
Rósu að koma hér inn.
— Gúð minn góður, vertu, ekki að gera þér
neina rellu út af því, mælti frú l’racey borgin-
mannlega.
Við komum inn í gríðarstóran forsal.
— Manstu nokkuð eftir okkur, Meg, áður en
yiS giftumst? mælti frú Tracey. parna vorum við
allan daginn úti og urðum stundum að aka á
hjóli fjórar mílur í steypiregni til þess að kom-
ast heim. Manstu hvað við létum hjólin renna
hart niður brekkur, til þess að við gætum komist
í tæka tíð á dansleik. Og svo dönsuðum við alla
nóttina fram til morguns án þess að finna til
þreytu. Eg segi þér satt, að á þeim alclvi má
bjóða sér nokkuð mikið. 1
— Jú, auðvitað, svaraði lafði Meredith, en
eins og þú veist, þá hefir Rósa verið veik — —
pegar við komum upp á fyrsta loft, brá mér
heldur en ekki í brún, því að þar sá eg mann,
sem eg þekti gjörla, en hafði síst af öllu búist
við að hitta. Og ósjálfrátt hrópaði eg: —
Reggie!
Frú Tracey sneri sér að mér: — pekkið þér
hann. Já, þetta er Penmore kapteinn. Hann
starfar hérna núna. pað er ágætismaður, en auð-
vitað er hann ekki einn af þeim, sem mundi setja
París á annan endann. Nú skal eg kalla á hann.
Hún þaut niður ganginn á eftir Réggie og
hrópaði:
—Penmore kaþteinn! Bíðið þer augnablik.
Hér eru komnir vinir yðar! — —
Hann kom og kvaddi okkur. pavna stóðum við
nú fjögur og mig langaði mest af öllu til þess að
„láta slag standa“. Reggie var feiminn eins og
hann átti vanda til, og það var auðséð á lafði
Meredith, að henni leið mjög illa.
Veslings góða raunakvendið. Eg hafði sagt
henni frá því áður, að Reggie Penmore vissi um
það, að eg var ekki gift. Eg gat því ekki fengíð
af mér áð særa hana. Kinkaði eg því til hennar
kolli og hvíslaði: — pað er ekkert að óttast,
Belle-mére.
pað var alveg satt, Fyrst eg vissi, hvar Reggie
var niður kominn, gat eg skrifað honum og sagt
honum upp alla söguna. pví a'ð litlar líkur voru
til þess, að mér mundi gefast tækifæri til þess að
tala við hann í einrúmi hér í sjúkrahúsinu. Hann
átti auðvitað annríkt.
En frú -1 raceý. dró hann með okkur hvort sem
honum hefir líkað það betur eða ver. — pér hafið
ekkert að gera nú sem stendur, mælti hún. Já,
eg vissi það. Komið þá með okkur og sýnið okk-
ur alt hér innan húss. Eg kemst ekkert áfram, ef
eg hefi ekki karlmann með mér. Okkur er al-
staðar bannaður aðgangur, en eg vildi gjarnan,
að vinkona mín, lafði Meredith og tengdadóttir
hénnar, fái að sjá sjúkrahúsið.
pað var mjög einkennilegt þetta franska bráða-
birgðasjúkrahús. Var auðséð á öllu, að þar 'rar
ekki eins mikil reglusemi eins og í breskum sjúkra-
húsum. En ekkert skorti þó á, að hver maður
vildi gera slíkt er hann mátti. Og það var lifandi
vottur þess, hve mikið Frakkar höfðu la^t að
sér. parna voru hin skrautlegustu herbergi, með
logagyltu útflúri og alls konar listaverkum, sam-
boðin miljónamæringum þeim, sem áður höfðu haft
þar aðsetur með fylgdarliði sínu. En nú hafði þetta
fúslega verið tekið fyrir dvalarstað handa illa
klæddum og vanhirtum hermönnum. Hvílíkur