Vísir - 25.09.1922, Page 6

Vísir - 25.09.1922, Page 6
25. septemb'er 1922). " VlSIR T Jótn Hel^ason írá. Hjalla F. 31. júlí 1848. D. 8. ág. 1922. Kvedja frá p. p., fconu ham og börnurrl. efnin ósamsett) laga, — þá er j?að hrein undantekning frá því, sem vanalegast er. En þótt þessi farvi sé frá firmanu Sadolin & Holmblad, þá er það út af fyrir sig engin með- mæli. Við þekkjum hvorttveggja, bæði góðan og lélegan farva frá því firma. í Ieiðréttingu sinni segist hr. S. P. & Co. hafa „til sýnis fjölda með- mæla með málningu þessari frá mál- urum og mörgum öðrurn ágætisborg- urum j?essa bæjar.“ Gerum nú ráð fyrir, að ]?etta sé svo, og væri j>á ve! við eigandi, að hr. S. P. & Co. léti að minsta kosti eitihvað af jiessum vottorðum sjást í dagblöðunum. Ekki mætti samt búast við að fult tiilit yrði tekið til vottorða, er kæmu frá öðrum en málurum, er hafa sér- hekkingu í ]7essu efni. Nú vill svo vel til, að mér er kunnugt um, að ]?rír af a^almálarameisturum bæj- arins hafa engin meðmæli gefið ]?ess- um „lagaða farva“, og svo hygg eg sé um fleiri. Enda munu allmargir, að eg eigi segi flestir, af málurum hér, halda honum lítið fram. j?að var minst á jað í fyrri grein minni, hvað auglýsingar væru oft illa og óeðlilega orðaðar, og að orðalag • ið yrði til j?ess að draga úr sann- leiksgildi þeirra. Hr. S. P. & Co. hefir þykst við, að eg skyldi setja auglýsingu sína undir þetta númer. Segir, að eg gefi í skjm, „að hún sé ósönn“. Sbr. ennfremur: „Orðum greinarhöfundar utn ósanna auglýs- ingu, verður j?ví að vísa heim til föð- urhúsa" o. s. frv. Nú skulum við segja, að hr. S. P. & Co. hafi á boðstólum svo undur- samlegan og ágætan „lagaðan frava“ frá einhverri verksmiðju, að slíkur hafi aldrei þekst fyr í heim- inum. prátt fyrir j?að, væri auglýs- ing hans, sú er hér um ræðir, ekki nema hálfur sannleikur.. Auglýsing- in hefst sem sé á þessum orðum: ,,Allir geta orðiS málarar með því að mála úr lagaða farvanum, sem fæst í öllum litum“ o. s. frv. Eftir þessu að dæma, getur „lag- aði farvinn" gert alla, sem vilja nota peh', sem vilja fá þetta ágada kjöt, en liafa enn eigi géfið sig fram, eru beðnir að gera mér aðvart hið allra fyrsta, svo að kjötið geti komið með Goðafoss 7. október. 6 BeijuriiMQB. Sími 166. hann, að málurum. Allir geia' þó væntanlega séð, að slíkt er eig; ann- að en auðvirðileg fjarstæða. Mál- arinn lagar málninguna, en máln- ingin, hversu góð sem hún er, gerir engan að máiara, eins og allir geta skilið. Sá sem segir, „að allir geti orðið málarar“ ef þeir að eins fái sér gó'ða málningu, — já, líklega helst lag - aðán farva frá S. P. & Co. —, hann gefur ótvírætt í skyn, að sér- þekking og verkleg æfing málara sé ónauðsynleg og lítilsverð. Verður \>vi útkoman sú, að ékki sé nauðsynlegt að nota málaravinnu, þar eð hver og einn geti, að því er það snertir, verið sjálfum sér nógur. — Sem bél- ur fer, eru þó fáir svo heimsk.r eða auðtrúa, að þeir láti telja sér trú um, að ganga megi fram hjá málara- faginu, en bjargast algerlega á eig- in spýtur með það, sem þeir þurfa að láta mála. Sýndi eg fram á það í fyrri grein minni, að þótt margir, sem enga málaraþekkingu hafa, væru að klína á hús sín eða húemur.i, þá gæti slíkt aldrei komið að fullum notum. petta er auðvelt að færa sönnur á með áliti og ályktunura æfðra og Vel lærðra málara , 12. sept. 1922. Málari. pitt dáðum ríka dagsverk hér, svo dyggilega unnið, með langri æfi lokið er, við lífskvöld hinsta runnið. Á kalda hönd og bleika brún nú bindur dauðinn sigurrún við hljóðu þagnarhliðin, sem hvíld þér boða’ og friðinn. pví skiftast vegir okkar á að æðstum drottins vilja, en þungt á bak er þér að sjá, og þungt er nú að skilja, ]?ví mörg ein vonin ásthlý er frá okkur héðan burt með jiér að myrkum moldum hafin, sem með þér þar er grafin. pví hvar var fundinn annar eins, sem okkur bjargir veitti, og bægði þungu böli meins og blómum veginn skreytti? Með göfgu hjarta’ og göfgri mynd og gjöfum mildri höfðingslund þú bjóst oss gæfugengi og glaðar stundii lengi. pví traust voru’ vinatök þín öll og trygð með drengskap hreinum. pú gast ei vitað vamm né spjöll á verkum þínum neinum, því frjáls var hugsun, frjálst var'þor, og fram að lyktum sérhvert spor þú gekst með gætni’ og mildi í góðra manna hylli. ]>ú vissir: Alt er hreinunt hreint —• til heilla’ í flestu’ ög einu. — pú kunnir ei með lævi leynt að læðast eftir neinu. pinn auðnuvef þú aleinn spanst og alt með búmanns snilli yanst af viti’ og vilja’ óháðum og vel grunduðum ráðum. í svip og yfirbragði bjó margt blítt frá hjartans inni, sem að þér hugi allra dró, sem áttu við þig kynni. Svo laus við tál og tvískifting og trúr í þínum verkahring þú stóðst í lífsins stríði, sem stéttar þinnar prýði. Svo launi guð'hvert góðVerk þitt og gefi sálu þinni við náðarskaut sitt bjart og blítt að búa’ í eilífðinni. Svo skal þig leiða héðan hljótt til hinstu hvíldar — góða nótt! — frá heimsins harmakliði, og hvíl nú guðs í friði! Svbj. Björnsson, Hús til sölu. Ibúðarhús h.'f. Stefnis, úr steini, nr. 12 við ArnargÖtu, Grímsstaða- holti, stærð 6,90X6,25 metrar, ásamt geymsiuhúsi 3,75X6,25 metrar, fæst til kaups með mjög góðum borgunarskilmálum, ef um semst. Lyst- hafendur snúi sér til framkvæmdarstjóra pORGEIRS PÁLSSONAR, sem gefur nánari upplýsingar. Til viðtals á skrifstofu fiskihlutafélagsins „Njörður”, kl. 2 til 3 síðdegis. Skift UM hlutverk. 26 eins og hatin Vaknaðí áf svefni, þá er óhugsanlegt að foreldrar hans haldi að .... — Jú, það er einmilt hið versta. O, það er Voðalegt, Richard, heldur þú að eg sé geggjuð, mælti eg og tók um handlegg hans. pau halda að eg sé geggjuð. — Halda þau að þú sér geggjuð? — Já, eða eitthvað þvílíkt. pau halda að eg hafi gleymt því að eg var gift syni þeirra. pau trúa ekki einu einasta orði af því, sem eg segi þeim, þótt þau láti svo. Hvers vegna heldurðu að þau hafi farið með mig til Parísar. Aðeins til þess að leita rr.ér Iækninga hjá einhverjum sérfræðingi í heilasjúkdómum. — Nei, bíddu nú við eitt andartak, sagði Reggie og hristi' höfuðið. Mér er óhægt að átta mig á öllu svona í svipinn. j?ví í fjand. ... — hvers vegna •—: hvað kom þeim til —, það er annars best að þú byrjir á byrjuninni, Rósa, og segir mér frá öllu því, er á daga þína hefir drifið. Og svo sagði eg honum upp alla sögu. Svo beið eg þess að sjá hver áhrif sagan hefði á hann. Eg vildi bara að karlmenn væri ekki altaf míklu rólegri í yfirbragði heldur en konur. pví að það er ekkert hughreystandi að fá ekkert annað en eitt ,,hm“, þegar maður hefir sagt aðra eins sögu og eg hafði að segja. En Reggie sagði ekki annað en það. Svo tók hann áf sér gleraugun og fágaði þau með vasa- klút sínum. pað var vani hans, en sá vani hafði altaf verið mér ógeðfeldur. Og nú því fremur sem eg brann í skinninu eftir að vita.hvað hann mundi segja. Svo tók hahli loks til máls hægt og rólega: —• já, þú hlýtur að sjá j?að sjálf, að þú getur ekki verið lengur hjá þessu fólki. pað fór hrollur um mig. Átti eg nú'að skilja við Merediths fólkið, sem mér var farið að þykja svo innilega vænt um? — Eg veit ekki hvað eg á að segja um það Reggie, mælti eg. Eg er ekki hjá þeim sem tengda- dóttir þeirra, heldur sem fósturdóttir. En þú jegir sjálf, að það sé að eins fyrir- sláttur frá þe|ra hálfu. Og þá fæ eg ekki skilið, hvernig þú ætfir að fá af þér að vera þar lengur, mælti Reggie og horfði á mig yfir gleraugun. Hann var þykkjuþungur á svip og mér þótti fyrir því vegna þess, að við höfðum altaf verið góðir vinir. Eg hafði hlakkað mikið til að sjá hann, en varð fyrir vonbrigðum. — pú verður að fara þaðan, sagði hann. pá kom upp í mér þrái, sem var lítt skiljan- legur, en eg einsetti mér, að enginn máttur á jörðu skyldi koma mér þaðan á burt, nema ef eg væri rekin þaðan. Og svo spurði eg: -— Hvers vegna. Hann svaraði ekki þegar, en svo tók hann til máls, og það átti líklega að vera svar. Hann hafði talað nokkra stund áður en eg áttaði mig á því, hvað hann var að fara, pað var eitthvað á þessa leið: „elsku Rósa mín“ og „mig hefir lengi lang- að til að segja þér“ og „það er nú svo langt síðan.” — Hvað? spurði eg og ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum. — pú hlýtur að hafa skilið það fyrir löngu meðan við höfðum fyrir venju að róa á ánni. Nei, eg hefi alls ekki §kilið nokkurn skap- aðan hlut, sagði eg, og það var í rauninni satt, því að þá er karlmenn segja það skýrt og skorinort 'í fyrsta skifti að þeir elski okkur, þá finst okkur að við höfum aldrei haft hugmynd um það fyr. Allir vonardraumar okkar verða þá óljósir. Eg gleymdi alveg þeim mörgu nóttum, sem eg hafði verið andvaka og sagt hvað eftir annað við sjálfa mig: — Á morgun segir hann það. En svo mundi eg alt í einu eftir því, hvað eg hefði grátið sárt kvöldið eftir að hann fór til Frakklands, án þess að segja nokkuð í þessa átt. pess vegna svaraði eg dálítið stygg: —pú hefðir getað sagt mér frá því þá. — Mér fanst það ekki rétt af mér, Rósa, svar- aði hann alvarlega. Mér fanst það ekki rétt gagn- vart þér. — Mér firrst það mjög merkilegt, hvaða hug- myndir karlmenn gera sér um hvað rétt sé og sæmilegt gagnvart stúlkum, svaraði eg. Mér fanst eg ekki hafa neinn rétt til þess að binda þig, hélt hann áfram. — Og samt varstu sárgramur, þegar þú hélst að eg væri gift, svaraði eg. — Já, það kemur nú ekki þessu máli ,ið. — pað vaí þó skrítið. Hann mælti: —- Mér fanst eg hafa svo lítið að bjóða þér, Rósa. Og það gat vel verið að eitt- hvað kæmi fyrir mig, eftir að eg var kominn hing- að. Mér hefir aldrei geðjast að þessum skyndi- trúlofunum, þar sem maðurinn er ef til vill fall- inn í valinn daginn eftir að hann flutti bónorð sitt. Og um þessi stríðáhjónabönd er það að segja, að eg tel þau hreinustu vitskerðingu. •tt- Já, þar er eg á sama máli og þú, svaraði eg.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.