Vísir - 02.10.1922, Blaðsíða 5
2. oEtölsér 1922.
' sslRii r
Að fjalla baki.
(Úr dag'bók Nafnlausafélagsins).
—O—■
Norðanstormur hristi tjaldið svo
að súlurnar svignuðu og hrikti i
strengjunum. Vindurinn þaut í
tjaldskörinni með miklum látum, svo
að prímusinn með grautarpoftinn á
herðunum, átti stundum ilt með að
ná andanum. petta var snemma
morguns. Um afturelding höfðum
við skreiðst út á fjórum fóturr, með
svefninn í augunum, lil þess að sjá
til veðurs.
Kveldið áður var bjart veður og
kuldalegt. Milli Heklu og Búrfells
var himininn stálblár með rauðum
gárum. pað var kuldi. Enda kom
þá norðanvindurinn ískaldur innan
að frá Búrrelli og þaut í svipum
yfir hraunin og sandana og niðut
á Landið.
. . Nú vorum við í túnjaðnnum i
Galtalæk og skulfum okkur ti! hita.
Loftið var fult af dökkum skýjum
og svörtust voru þau í kring um
Heklu. Stormurinn kom enn þjót-
andi ofan úr óbygðinni, en ekki
eins kaldur og kveldið áður. En
rigning og slagviðri sýndist vera í
aðsigi. Otlitið var því ekki beint örf-
andi til þess að leggja af stað inn
í gróðurlausustu óbygðir landsins.
prátt fyrir það vorum við í góðu
skapi og á ferðalagi er gott skap
meira virði en gott veður.
Við hirtum ekkert um að ryðja
tjaldið. par lá alt hvað innan um
annað, bakpokar, vatnskápur,
strigapokar, þverbakstöskur, teppi,
matreiðslutæki og matvæli. Við sett-
umst í sitt hvert horn á tjaldinu, dróg-
um undir okkur fæturna og hlustuð-
um á suðuna í prímusnum, sem eld-
aði undir grautarpottinum. Við
reyktum pípur okkar af hinni mestu
ró og sögðum fátt. Við vorum ó-
þvegnir og stirðir í andiliti og hárið
lá eins og náttúran sjálf hafði greitt
okkur. Við vorum samt ár.ægðir
með lífið og sjálfa okkur og gerðum
ekki hærri kröfur en það, að mega
vera í næði. Og ekkert næði jafn-
ast á- við það að lifa í áhyggju-
leysi og án tillits til annara en sjálfs
sín.
pegar okkur varði síst, vár tjald-
skörin dregin til hliðar og inn kom
höfuðið á Ólafi í Austvaðsholti
„Jæja, clrengir, hestarnir eru komn-
ir, ættum við ekki að fara að síga
það?“ Við vildum ógjarnan bregða
værð okkar og báðum hann koma
inn. Eftir nokkra stund var matur
framreiddur, og að því loke.u var
öllu kastað út úr tjaldinu. Farang-
urinn komst smátt og smátt í lag og
hvarf ofan í töskurnar, það sem þar
gat verið. Að lokum var alt bundið
upp á hestana. Við lögðum af stað
og héldum sem leið lá inn undir
Búrfell. Vegurinn er varðaður frá
Galt%fæk og alla leið niður í Skapt-
ártungur, bak við Heklu. Vörð-
urnar eru ekki hlaðnar úr grjóti, eins
og tíðkast, heldur er í þeir.a stað”
staurar, reknir niður eða festir með
grjóti. Ei* fjöl negld þvert á þá
ofarlega, og eru á hana rituð tölu
röð hverrar vörðu. pær eru alls 798.
Vörðurnar standa allþétt. pær eru
að vísu víða fallnar og flestar þann-
ig, að staurarnir hafa sorfist sundur
feti ofar jörðu.
Vörðunum bregður stundum fyr-
ir eins og krossum og fékk eg ósjálf-
rátt ímugust á þeim fyrir þá sök.
En alt af kom það illa við mig, er
eg sá fallna vörðu með andhtið í
sandinum. Mér fanst það vera eins
og hermaður fallinn á verði, er mér
bæri að votta virðingu mína
Vegurinn upp af Galtalæk ligg-
ur yfir sandorpið hraun. En af því
taka við Rjúpnavellir. peir eru slétt-
ir, grösugir og talsvert skógi vaxnir.
Líklega eru þar eftirstöðvar af stóru
skóglendi, sem þakið hefir landið
við fætur Heklu áður en eldur, ösku-
Raluriuapspefir
Viö höfom lækkaö yerðiö á
hiaum ágætu, viðurkeadu rafur-
magasperum ofekar
niðnr í kr> 150 pr. stk.
Þetta er ábyggilega lægsta verö
í banuxn.
fall og sandfok lögðu það undir áig.
Hér var einu sinni kostamikil jörð.
Nú eru að eins reitir, hér og þar,
sem standa grænir innan um hraun-
ið og sandinn. pað er kjarni í þess-
um smáskorna gróðri sem haldist
hefir við og grænkað á hverju vori,
þótt umkringdur sé af ómildri nátt-
úru, sem gerir honum erfitt að lifa
og dregur úr vextinum. En náttúr-
an tekur aldrei syo, að hún gefi ekki
eitthvað í staðinn. pau grös, sem
eiga erfiðast uppdráttar, standa
lengst græn.
pegar komið er inn undir Búr-
fell taka við melar, sem ná milli
pjórsár og Rangár ytri. par heitir
Kjallakstungur og tekur þar við af-
réttur Landmanna. Er hann afgirt-
ur þar á milli ánna. par sem girð-
ingin nemur við pjórsá, er áin breið
mjög og vatnsmikil. Veltist hún, þar
fram leirgrá og ólgandi og eru
klappir sitt hvoru megin. Tvær tröll-
stiklur skifta henni í þrent og er
þar breiður foss og alleinkennileg-
ur. Hann er ekki hár en svo vatns-
mikill og ólmlegur, að mörgum
mundi finnast Gullfoss barnaleikur
hjá honum. (Frt.)
Notlð aðeins (slenskar
vörnr.
Hinar haldgóðu
Trawl D O P P U R úr
Álafoss-dúk.
Trawl B U X U R úr Ála-
foss-dúk,
sem hafa rutt út úr land-
inu allri erlendri vöru af
sömu gerð vegna slvrkleika
síns og ódýrleika.
Bestu lilífðarföt fyrir sjó-
menn og verkamenn.
Fást ódýrast hjá
Sigurjón Pétursson & Co.
Hafnarstræti 18.
Tryggið yður i eintak af
BJARNARGREIFUNUM í tíma.
Guðjón ó. Guðjónsson. Sími 200.
KAUPIÐ
ekki annað hjólhestagúmmí en
EXCELSIOR.
Dekk frá 8—20 kr. og slougur frá
3—6 kr. ásett.
SÍGURpÓR JÓNSSON,
Sírni 341. Aðalstræti 9,
SkólatnaOttr.
Best úrval af
kven-, karlmanna-
°g
drengjastígvélum.
Svembjðrn Árnason
Laugaveg 2.
Skift um hlutverk. 29
fyrir mér nýr kapítuli í þeirri sögu, sem eg hafði
byrjað aftan á.
— Vildi hann giftast yður?
-Já.
— Og vilduð þér ekki eiga hann.
— Nei, sagði hún rólega. Og eg er hrædd um,
að foreldrar hans fyrirgefi mér það aldrei, að
minsta kosti ekki móðir hans. Engin móðir getur
fyrirgefið þeirri stúlku, sem hryggbrýtur son henn-
ar, enda þótt hún hefði síst af öllu viljað að hann
gengi að eiga þá stúlku.
— pað nær ekki nokkurri átt, mælti eg, jafn-
vel þótt lafði Meredith eigi í hlut. Hverni& í ó-
sköpunum áttuð þér að geta fengið af yður að
giftast honum, þegar yður þótti ekki vænt um
hann?
— Góða mín, mælti hún og rak upp einkenni-
legan hlátur. Sannleikurinn er sá, að — — —
í sama bili kom afgreiðslustúlka til okkar, og
spurði brosandi, hvers við óskuðum.
Sýnið þér mer rúskinnsskó, mælti Philipþa.
Nei hatta — auðvitað voru það hattar sem eg
vildi fá að sjá, litla hatta, sem falla vel að liöfð-
inu, og helst ef þeir væru úr svörtu flaueli.
pegar stúlkan var farin mælti Philippa: —
Eg verð að reyna að skýra yður frá öllu áður en
þær mamma og lafði Meredith koma. Eg vil, að
þér fáið að vita hvernig í öllu liggur, og að eg
er ekki eins slæm og yður hefir verið sagt. pað er
ekki satt, að eg hafi gefið honum undir fótinn
íOg síðan alt í einu snúið við honum bakinu af
því að eg sé dutlungafull og tilfinningalaús. Sann-
leikurinn er sá, að homtm þótti ekki nógu vænl
mn rnig.
Eg horfði /undrandi á hana og mælti: — Hví
skyldi honum ekki hafa þótt vænt um yður? Af
hverju dragið þér þessa ályktun?
Hún ypti öxium: — Honum þótti ekki vænt
um mig — ekki frekar en um móður mína. Hann
gat aldrei fallist á lífsskoðanir mínar. Eg er ekki
vön því, að vefja alt í gullslit eins og móðir hans.
í þessu kom afgreiðslustúlkan aftur og setti hatt
á höfuð Philippu.
— Er hann ekki ljómandi, Mademóiselle. Hann
fer Mademoiselle alveg framúrskarandi-----------
— Já, það er gott. Hvað kostar hann? Eg
kaupi hann, sagði Philippa og leit naumast í spegil.
Svo sagði hún við mig: — Georg var í raun-
inni ákaflega afturhaldssamur. • T. d. skifti hann
öllu kvenfólki í tvo flokka. I öðrum flokknum voru
konur eins og móðir hans, blíðar og ljúfar, er taka
öllu því sem að höndum ber í lífinu eins og sjálf-
sögðu og kemur aldrei til hugar að hafa aðra
skoðun en'menn þeirra hafa. Og í hinum flokkn-
um voru konur eins og þessi þarna.
Hún bandaði með höfðinu í áttina til frönsku
leikmeyjarinnar, sem hallaðist upp að brjósti Ame-
ríkumannsins til þess að láta hann kaupa dýrara
höfuðfat handa sér heldur en Ijaim ætlaði.
— Já, hann skifti konunum í tvo flokka: kon-
ur, sem hægt er að giftast og konur, sem hafðar
eru til að skemta séí við. En kæmi það svo fyrir
að þessi skoðun gæti ekki staðist, þá gerði það
hann alveg ruglaðan. Hann gat alls eigi trúað
því, að leikkona gæti orðið ágæt eiginkona og
húsmóður, og hann gat alls eigi felt sig við konur
af sinni stétt ef þær höfðu ekki nákvæmlega sömu
skoðanir og óluú brjósti sömu hleypidómana og
hann hafði drukkið í sig með móðurmjólkinni.
Afgreiðslustúlkunni var það augsýnilega ráð-
gáta hvernig á því gat staðið, að þessar tvær ensku
stúlkur skyldu ekki hafa meiri áhuga fyrir jafn
vandasömu verþi og því að velja sér hatta. Hún
kom með ótal tegundir, en Philippa leit ekki við
þeim og hélt áfram samræðu sinni við mig.
— George hæfði alls ekki slík kona og eg er.
Hann fann að eg var hugsandi kona. Og það er
ungri stúlku ófyrirgefanlegt. Karlmenn halda að
það sé hin mesta blessun fyrir þá sjálfa, ef konur
þeirra eru fáfróðar. Hann hélt að eg væri skap-
hörð, og honum gramdist það.
Ekki mundi hann hafa beðið yðar ef þetta
væri rétt.
Svo. Jú, þetta var byrjunin. pað byrjaði
þannig að við fórum að þræta um alt milli himins
og jarðar þangað til við urðum bæði reið. Og
þegar þannig er ástatt milli pilts og stúlku, þá
endar það altaf með bónorði. Svo rak að því að
við George þráttuðum svo ákaft og skömmuðumst
svo mjög að við vorum nærri því neydd til að
trúlofast. En eg vissi að það mundi aldrei geta
blessast, enda þott hann héldi það. Hann vildi
giftast mér bara af þrjósku. En það hefði verið hin
herfilegasta viíla, og eg sagði honum það.
— Hvernig tók hann því, spurði eg og mér
varð ósjálfrátt að hugsa um Reggie Penmore og
bónorð hans.
— Hann varð reiður, auðvitað. Mjög reiður.
Hann sagðist skyldu fara burtu og giftast þeirri
fyrstu konu, sem hann rækist á og sér virtist svo
þæg, að ekki væri vandfarið méð hana.
Já, einmitt það, var hið eina, sem eg gat
sagt.
—- pér hafið auðvitað frétt eitthvað um þetta,
frú George, mælti Philippa. En eg verð að segja
það, að George hefir verið heppinn í „vali“ sínu
með þæga stúlku. pegar eg frétti að hann hefði
gifst leikmeyju, þá hélt eg satt að segja að hún
væri af alt öðru bergi brotin. pér eruð líklega ein
af þessum varaskeifum, sem svo eru kallaðar.