Vísir - 13.12.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 13.12.1922, Blaðsíða 2
yísiK flannes flaisteii, fyrrum rádherra, andadist í morgun. Símskeyti / Khöfn, 12. des. Gjaldfrestssamningum banda- manna frestað. Símað er frá London, að for- sætisráðherrar bandamanna hafi ekki getað orðið á eitt ááttSr um gjaltifrestinn á skaðabótum pjóðverja og séu skildir að sinni. Um það eitl voru þeirsam- mála, að hafna siðustu uppá- stungum pjóðverja. Poincaré vill láta heimila Frökkum að leggja undir, sig Ruhr-héraðið (sem skilyrði fyrir greiðslu- fresti), en Bretar eru því mót- fallnir. Samningatilraunir eiga. að hefjast á ný 2. janúar. pessi endalok ráðstefnunnar hafa vak- ið óhug i Berlin, og aukið mjög óvissu þá í fjármálum, sem þar rikir. Finnar herða á „banninu“. Fyá Helsingfors er símað, að finska þingið hafi bannað sendi- herrum Finnlands að nota áfenga drykki. Tvenn eldgos. .Tið Grænafjall í Vatnajökli og í Öskju. Engum vafa er það undir orp- ið/ að gos þau in miklu, er hóf- ust öndverðan októbermánuð og sáust víða af landinu, voru i Vatnajökli, í ókönnuðum eld- stöðvum (norðan) við Græna- f jall og nálægt Hágöngum. Hafa eldarnir verið miðaðir úr ýms- um áttum, svo að eigi er um að villast. Hefir oft gosið áður á þessum slóðum, þótt eigi verði hér rakið. Verða gosum þessum oft samfara hlauþ í Skeiðarár- jökli. Nú koma fregnir um það, að Mývetningar og Bárðdælir hafi varir orðið við ný gos i nóvem- bermánuði. Höfðu eldar sést þaðan og jafnvel af Akureyri og víðar (likl. um miðjan mánuð- inn) og bar elda þessa austar, en fyrri eldana. pótti sem þeir . mundu vera í Dyngjufjöllum, eða þar nærri. pessi gos urðu eftir það er Bandaríkjamaður- inn, Mr. Hall, fór rannsóknarför sina suður á fjöllin. Var það ráðagerð Mývetninga að fara suður á fjöllin til að kanna eld- vörpin, svo sem þeir hafa oft gert fyrr. Hefir nú borist lausa- fregn um, að pórólfur í Bald- ursheimi liafi farið við þriðja mann suðr í Dyngjuf jöll og hafi þeir félagar séð nýjan eldgíg í Öskju, alt að fjórum röstum á lengd. En greinilegar fregnir um þessi merkilegu eldsumbrot eru ókomin enn, og vafalaust fá erlendir vísindamenn þar nýtt efni til rannsókna á komanda sumri. Lokun sölubúða. Fyrir nokkru síðan sendu nokkrar tóbaks- og sælgætisverslanir bæjar- ins erindi til bæjarstjórnar um að fá leyfi til að hafa opnar búðir sínar fram yfir hinn almenna sölutíma. Nefnd var skipuð í málið í bæjar- stjórn og hefir hún netiað að veita þessum verslunum undanþágu, en j'afnframt hefir meiri hluti hennar, í samráði við lögreglustjóra, samið frumvarp til nýrrar reglugerðar um lokunartíma sölubúða. Breytingar frá núverandi fyrir- komulagi eru þær, að allar mjólkur- búðir, brauðsölubúðir og búðir þar sem seldur er tilbúinn matur (kon- fektbúðir) skuli lokað sem öðrum búðum kl. 7 síðd. virka daga, þó á tímabilinu 20. júlí til 31. ág. á laug- ardögum kl. 4. Á helgum dögum mega þær að eins hafa opið frá 10 12 árdegis. Ástæður fyrir nýbreytni þessari eru í frumvarpinu ekki greindar, en verða að sjálfsögðu skýrðar við flutning málsins á næsta bæjarstjórn- arfundi. En hverjar sem þær ann- ars kunna að verða, eru breytingar þær, sem hér er farið fram á, svo alvarlegar og skerða svo mikið at- vinnufrelsi einstakra manna og valda almenningi svo mikilla óþæginda, að almenningsálitið hefir þegar kveðið upp sinn dóm yfir því. Hér er skyndilega brotið í bág við gamla venju sem hér í bæ hefir ríkt úm margra ára tíma og öllum hefir verið til þæginda. pær fæðu- tegundir, sem hér koma aðallega til greina, brauð og mjólk,, er þannig, varið, að neytsla þeirra er svo al- menn ungum sem gömlum, að húh fer fram á öllum tíma dags og til allra máltíða og nauðsyn krefur, að vörur þessar séu sem allra nýj- astar er þeirra er neytt, en þessum réttmagtu þörfum er ekki hægt að fullnægja nema á þann veg, að sölu- stöðum þessum sé haldið lengur opn- um en öðrum. Fyrir verkafólk og næstum alt starfsfólk, sem ekki getur komið heim frá vinnu sinni fyr en seint á kvöld- in og sem í mörgum tilfellum verður sjálft að annast kaup á þessum vör- um til heimila sinna, um leið og það hefir lokið starfi sínu, er þétta á- stæðulaus ógreiði. Viðvíkjandi sælgætisverslunum og kökubúðuro er elcki hægt að sjá ann- að en að tilgangur frumvarpsins sé að eyðileggja þessa atvinnuvegi al- veg. Öllum er kunnugt, að megin- sala í þessum greinum er eftir kl. all-Band gúmmistigvúl » era viðurhend meöal sjómanna fyrir fram- úrekarandi endinga. Fsgar þér kaapið sBall-Bandu, kaupið þér aterkuata st'gvólin, «em völ er &. Raaðar depill framan á feolnnm og hæln- nm er nferkið & bssiari ágetn tegnnd. B&in tii í þrem litum, hvít, ranð og svört. Oifristð og bðsti olíisar en: Beuaázi, BP: JSTo- 1 á tammM og dAnkam. Biðjið ætíð urn olíu á stáltuunum, sem er hreiuust, aflmest og rýrnar ekki við geymsluua. Laodsverslunin. V inn a. Tilboð óskast. í að slá upp steypum og steypa hiis. Uppl. gefur Sig. Sigurðsson, Lauga- veg 27 B. 7 síðd. og á sunnudögum. Enn frem- ur er þetta enn ein árás á hinn litla vísi til íslensks iðnaðar, þar sem grundvellinum er kipt burtu fyrir þeim réttindum, sem hann hefir haft hingað til fram yfir útlendan, á þann hátt, að leyfð hefir verið sala á þessum svo nefndu óþarfavörum eft- ir hinn almenna lokunartíma. Ef tilgangurinn er að kenna fólki sparsemi, er það náttúrlega góðra gjalda vert, en erfitt er að fá nú- tímafólk í menningarbæjum til að breyta háttum sínum á þann veg. Hefði ekki verið réttara fyrir þessa tvo háttvirtu bæjarfulltrúa að kynna sér fyrst ofurlítið reglugerðir og fyrir- skipanír um þetta efni í bæjum í nágrannalöndunúm. Er eflaust hæg- ur vandi að ná í reglugerð um þetta efni, t. d. frá Höfn. Eftir því, sem mér er kunnugt, er alstaðar leyfð sala á þessu á kvöldum og á helg- um dögum. Eða er máske meining- in að gera Reykjavík í þessu efni að nokkurskonar viðundri eða skræl- ingjabæ? Leiðin liggur opin. Breytingar séu gerðar á núgildandi reglugerð og skýr takmörk sett hvaða vörutegund- ir íslensks iðnaðar megi hafa í sölu- búðum, sem opið haf eftir kl. 7 og á sunnudögum. pví næst sé þessu stranglega framfylgt með lögreglu- eftirliti. Citíis. frá Carr & Co. Ltd. höfúm við fyrirliggjandi smáum og stóruip blikk- Dánarfregnir. T-v.er háaldraðar merkiskon- ur eru nýlátnar hér í bænum* frú Metta Einarsdóttir, 84 ára,, móðir Einars Markússonar, ogf frú Kristbjörg Einarsdöttir; 8S ára, inóðir Einars Helgasonar. Fni Metta andaðist á sunnu- dagskvöld, en frú Kristbjörg fi gærmorgun. I Jarðarför Einars Gunnarssonar fer franæ frá dómkirkjunni á morgura» kl: 1 e. h. Háskólafræðsla verður engin í kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.