Vísir - 18.12.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 18.12.1922, Blaðsíða 2
VÍSIR r ■ Hannes Hafstein. Hann var fæddur á MöSruvöll- um í Hörgárdal 4. des. 1861. Voru foreldrar hans Pétur amtmaöur (d. 24. júní 1875) °fí Kristjana Gunnarsdóttir, prests í Laufási; er hún enn á lífi, 86 ára gömul. — Hannes Hafstein tók burtfarar- próf úr latínuskólanum hér voriö 1880, sigldi til háskólans í Khöfn og tók þar embættispróf í lögum voriö 1886. Kom liann þegar heim tii íslands aö loknu nárni. Var sett- ur sýslumaöur í Dalasýslu nokk- urn tíma síðla sumars og í árs- lokin (1886) var hann settur mála- flutningsmaður við landsyfirdóm. Landritari varð hann haustið 1889 og gegndi því starfi í sex ár, uns hann varþ sýslumaður í ísafjaröar- sýslu og bæjarfógeti á Skutils- fjarðareyri, og fór hann þangað vorið 1896. Hafði hann gegnt málaflutningsstörfum með landrit- ara-embættinu um þriggja ára tima. Hann var kosinn til Aljiingis haustið 1900 og sat á þingi 1901. Þá var stjórnarskrárfrumvarpið „valtýska“ samþykt við lítinn at- kvæðamun. Um sömu mundir komust vinstri menn til valda í Danmörku. Undu „And-Valtýing- ar“ illa úrslitunum á þingi og varð það að ráði, að þeir sendu Hannes Hafstein utan, þegar eftir þing, til þess að leita betri kosta við Dana- stjórn. Kom síðar nýtt „tilboð“ frá stjórn Dana um „ráðherra búsett- an í ■ Rvík“ og urðu enn um það rniklar deilur. Hafstein náði ekki kosning til aukaþingsins 1902, en þá var samþykt nýtt frumvarp. Vorið 1903 var hann kosinn á þing í Eyjafirði og hafði þar jafnan siðan óbilanda fylgi og var jafnan endurkosinn, meðan hann bauð sig þar fram; en landkjörinn varð hann á flokkslista „heimastjórnar- manna“ við landkjörið 1916. Nýja stjórnarskráin var samj). á þinginu 1903 og síðan staðfest af lconungi. Hún gekk í gildi 1. febr. 1904. — í okt. 1903 var Hannes Hafstein kvaddur utan og skipað- ur ráðherra tslands 30. janúar 1904. Tók hann þá við völdum, er stjórnarskráin gekk í gildi. Hann lét af ráðherrastorfum á alþingi 1909. Aftur varð hann ráðherra eftir Kristján Jónsson, á alþingi 1912’ en fór frá völdum tveim ár- um síðar, á þingtíma 1914, er Sig- urður Eggertz tók við. Hann tók við banlcastjórastörf- um í íslandsbanka, þá er hann lét af landsstjórn, og hélt þvi starfi meðan heilsan vanst. • Hannes Hafstein var bráðger að öllum * þroska. Gerðist hann snemma skáld gott og „ofsamaðr mikill ok þótti vænn til höfðingja“, svo sem stundum hefir verið að orði kveðið um íslendinga. Var fjir mifcið og umbrot meðal ís- I \ lenskra stúdenta á „Hafnarárum“ hans, enda segir Þorvaldur Thor- oddsen, að „stórbokkarnir", sem til Khafnar komu ufn Og eftir 1880 hafi sett alt í „bál og brand“ í fé- lagslifi íslendinga suður þar. Á þeim árum gaf H. PI. sig mjög við skáldskap og fylgdi fast stefnu Brandesar. er þá ruddi sér ákaft til rúms í Danmörku. Var hann einn af útgeföndum „Verðandi“, er samin var í anda innar nýju tísku. Þá gaf hann og út kvæði Jónasar Hallgrímssonar og reit langan for- mála íyrir. Hann gerðist heldur ihaldssam- ur um hrið í stjórnmálum eftir heimkomu sína til íslands. Þlafði þá ekki mikið brautargengi; beitti sér og lítt. Stóð hann nálega einn uppi, til andmæla á Þingvallafundi 1889. Varð þá heldur hljótt um hann meðan hann var landritari og sýslumaður vestra, alt að aldamót- um.Þótti vinum hans nóg umkyrr- sætið, svo sem Matthías Jochums- son kvað i þann tínia í skáldatali: Vestur á Horni Hannes situr her- mannlegur, bæði hár og herðadigur — hlífist þó að beita vigur: En er „Valtýskan“ var komin nær sigri, skarst hann í leikinn eindregið og gerðist síðan miklu tilþrifameiri en áður um öll lands- mála-afskifti. — Er eigi tækifæri til að ,rekja þau mál í lítilli blaða- grein. Hannes Hafstein var mikill vexti og gildlegur, manna föngu- legastur á velli, aðsópsmikjll, glæsimenni og gervilegur í allri framkomu, vel máli farinn, gleði- maður mikill og inn skemtilegasti að mannfagnaði. Hann var flokks- foringi með yfirburðum, kunm ágætt lag á sínum mönnum, hafði lengstum fult vald yfir flestum þeim; liélt og vel vini sína. Hann v^.r vel búinn að íþrótt- um, fleirum en þeim, er að andlegri atgervi lutu. Hann var sundmaður frækinn; kom honum það í gott hald, þegar hann lenti í harðbráki við botnvörpung enskan á Dýra- firði sumarið 1899, sem frægt er orðið. H. H. kvæntist Ragnheiði Ste- fánsdóttur prests Thordersens haustið 1889. Hún lést 18. júlí 1913. Eru átta börn þeirra á lífi, sjö dætur og eirin sonur. Fjórar elstu dæturnar eru giftar: Ástríð- ur Þórarni Kristjánssyni hafnar- stjóra, Þórunn Ragnari presti Kvaran, Sigríður Geir Thorsteins- son framkvæmmdarstjóra, Soffía Hauki Thors framkvæmdarstjóra. Heima eru: Ragnheiður, Elín, Kristjana, Sigurður. Heilsu sína misti Hannes Þlaf- stein árið 1917. Var hann lengstum rúmfastur in síðustu ár. Höfum fyrirliggjandi: Niðursoðin JARÐARBER, HIN D B E R, APRICÓSUR, FERSKJUR. STEARINKERTI frá „G o u d a“. Besíu jólakerti. Úðfnsta 0£ bestn olínmar ori: Beniiin, BP. Mo. 3. á tuimsM og dúnkum. Biðjlð »tfð mii olín á stáltunnnm, seua er hreinust, aflmest og rýrnar ekki vtð geymsluna. Landsversiunin. » u mx 'V/ beimsfræga ilmvöta. Stórt úrval. TJm leið og Grossmiths ilmvötn era T'A"'Zí fyrsta flokks era þau ódýr. Phul-Naaa, Haaa-uo Hana, Shemel- Necsim, Wána Eaaee, era fyrirliggjaudi, auk margra ann&ra teganda, SlziliLasall ét Islandl. Hið heimsfræga Millennium Hveiti er betra til heimabök- unar en nokkurt annað hveiti. Biðjið um það. I ÞÓKÐUB SVBIN8S0N & CO. EaupiO TOBLEI og vlnnið verðlaunln. KJÓLATAU KÁPUTAU SILKITAU og margt fleira nýkomið. H. P. DUUS A-DEILD Fdbbar, Biud.4 Me»chetskyrtur Sðoklzar, Hanskar, Hattar ojf húfur. Fjöibreytt úrval. Kauplfi og notið aðelns íslenskar vðrur, T . A "Vo* tfTk gra útsalan fiatt í Nýhöfa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.