Vísir - 27.12.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 27.12.1922, Blaðsíða 2
tfíSIH IMbhhbm Með e.a, G-ullfoss fengam við Epli Fíkjur Confekt Fíkjur Súkkulaði Krakmöndlur Heslihnetur Parahnetur .. „Leo 33“ Confekt Rúsínur Thermosflöskur HOLMBLADS SPIL Högginn Melis Steyttan Melis Hveiti Hrísgrjón Maísmjöl Kartöflumjöl Lauk Heilan Maís Sóda Blegsóda, TAUVINDUR afar ódýrar. LeiktélagTRcykjauikur Jiiaf tt Draumleikur í 2 þáttum eft- ir Gerhart Hauptmann verður leikinn í Iðnaðarmannahúsinu í kvöld og annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar verða seldir báða dagana í Iðnaðarmanna- húsinu til kl. 7. Símskeyíi Khöfn 23. des. Bandaríkin bjóða gerðardóm um skaðabæturnar. Frá New York er símað, að stjórn Bandaríkjanna hafi lagt það til við Frakkland og Bret- land, að nefnd amerískra kaup- sýslumanná verði faliðaðákveða hetnaðarskaðabætur pjóðverja. ViII stjórnin skipa Hoover, fyrr- um matvælaforstjóra, formann nefndarinnar. Óeirðir í Englandi. Frá London er simað, að smá uppþot séu að gjósa upp hér og hvar um alt England. Fjárhagur pýskalands. Símað er frá Berlín, að fjár- lögin fyrir árið 1923 Iiafi verið lögð fyrir þýska þingið í gær. Tekjuhallinn verður meiri en billjón marka, þrátt fyrir mikla sparnaðarviðleilni. Til dæmis má talca, að járnbrautarstarfs- mönnum hefir verið fækkað um 25 þús. t Þórdur Falsson, / læknir. pórður Pálsson, læknir í Borg- arnesi, andaðist á Landakots- spítala á aðfangadag jóla. Hann kom hingað suður í lok fyrra mánaðar til að leita sér lækn- inga við sjóndepru. Dapraðist honum sjónin með hverjum degi og varð liann alblindur eft- ir þrjá daga. Skömmu eftir það þyngdi lionum snögglega og lá þungt haldinn úr því, lins hann andaðist. pórður var fæddur á Hjalta- bakka 30. júní 1876, sonur Páls prests Sigurðssonar, síðasf í Gaulverjabæ (d. 1887), og Mar- grétar pórðardóttur, sem nii er hjá syni sínum Árna bókaverði. Hann útskrifaðist úr latínuskól- anúm tvitugur að aldri, með I. einkunn, en láuk læknisprófi liér í ársbyrjun 1902. Hann varð læknir i Axarfjarðarhéraði 1903, en Borgarf jarðarhérað hlaut hann 1908. Iiann kvæntisl 10. október 1903, Guðrúnu dóttur Björns Jónssonar, ráðherra. pórður var hinn glæsilegasti maður í framgöngu, glaður og skQmtinn, ágætur heim að sækja og hinn mesti söngmaður. Má | um hann segja það, sem Jónas kvað: ! „Ka'ttir þú margan að mörgu, ' svo minst verður lengi“. uori Ilix&vötn frá> ;Colgate«Co. hötum við fyrirliggjandí. Jöh. Olafsson Co DðýnstD og tiestu olíuraar m: kuzma Mjölnir. Mo- 1 á tuBnnHi og dánkiset. Biðjið œtíð um olíu á stáltuBnum, sem er hreiuust, aflmest og rýrnar ekfei við geymsluua. / Land^versiuni frá Arngerðareyri, andaðisl hér ( í bænum aðfaranótt 26. þ. m. j eftir stutta legu. Hún var mikil- liæf kona. Dánarfregn. Látin er á Landakotsspítala 21. þ. »n. ekkjan Hólmfríður Magnúsdóttir, sem lengi bjó i Skólastræti 5. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 3 st., Grinda- vík 2, Veslmannaeyjum 2, Hól- um í Hornaf. 3, Seyðisfirði 1, Grimsstöðum -r- 3, Akureyri 1, Isafirði 1, Stýkkishólmi 2, pórshöfn í Færeyjum 4 st. -— Snörp norðaustlæg átt og útiit fyrir sömu vindstöðu. Fátítt er, að hláka fylgi norðanátt á vctr- um. Er það kallaður „Bersa- þeyr“ í Húnavatnssýslu. Hjónaefni. Ungfrú Anna Torfadóttir frá Æsustöðum í Mosfellssveit og Ingvar Hallsteinsson frá Skor- holti í Leirársveit. Árekstur. Á aðfangadagsmorgun rákust á tveir botnvörpungar, Maí og Otur. Lá Maí fyrir akkerum á Önundarfirði, en Otur var á leið út fjörðinn. Bæði skipin lösk- uðust mikið, en eru þó hingað komin. Próf verða haldin út af árekslrinum og mun þá koma í Ijós, hvor valdur er að slys- inu. Bæði skipin höfðu lítinn jafla. ' f ,VÍl i ; Bjarni Jónsson frá Vogi flutti stjórnmálaerindi það i Nýja Bíó í gær, sem auglýst var fyrir jólin. Var aðsókn allmikil en hefði vafalaust orðið miklu meiri seinna dagsins. — pað gerir ekki betur en að menn séu komnir á fætur kl. 2% á annan í jólum! — í I • Leikhúsið. i par var „Himnaför Hönnu ’ litlu“, eftir Gerhart Hauptmann, sýnd i fyrsta sinn í gærkveldi. Leikurinn er stórkostlega falleg- ur og unun á hann að horfa. Hefir Leikfélagið vandað mjög vel til leiksins og fer hann þvi vel vir hendi. Frú Guðrún Ind- riðadóttir leikur Hönnu Iitlu snildarvel og önnur helstu hlul- verk eru i góðum höndum. - Verður leiksins gctíð itarlegar siðar. Skjaldbreiðingar eru beðnir að muna eftir jóla- glaðning Diönu-barnanna og koma niður i Templarahús ann- að kvöld. :..ár Villemoes er kominn til Vestmannaeyja og Borg mun koma hingað í dag eða á morgun. Vernous hveiti Búið til af W. V«rn- on Jtc Hjtdl. Lirerpool & Londoa. ÚtvegaO kaupmönnum og kaup'élögnm beint frá ham lelðendum. Birgðir fyrirliggjandi. UmboÖBinenn: ÞÓKÐ13R SVEINSSON & CO. Nýársklúbburinn. Dansleihur & gamlárskvöld ki, 12. — Mem eraámint- ir að koma *»ðein* i kjól eða smoklng. - Nýir menn verða teknir I stað þeirra sem ekki hafa tekiðaðgöngamiðaBÍna fyrir föstudag*kvöld. Reyniö ralurmagnspernrn- ar frá okkur. Þær kosta þrlðjunsl mlnna on hjá öðr- nm. Gæðl þessarar vðru leggjnm víð ótarædölr nnðlr dóm almennlngs. Látið reynsl* nna skera úr, því að hún &w sannleiknr. Helgl Hagnússon & Co.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.