Vísir - 27.12.1922, Blaðsíða 3
XÍSIR
kiftafimduF
verður lialdinn í þrotabúi Guðm. porlákssonar, Korpúlfsstöðum,
». k. föstudag, 29. þ. m., kl. 1 e. h. , .ía.&’iJS
Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu,
27. des. 1922.
■
MAGNÚS JÓNSSON.
Fólin á Bnglandi.
Og heil sje Englands eikin væn
um aldur græn.
Hve mjúka liljan mannást skær
viS mdS þanti grær.
í jólablað Vísis í fyrra skrifaði
eg grein um jólin á Englandi. Síð-
an hefi eg þráfaldlega komist að
raun um að ýmsu góðu fólki hefir
orðið það á, að misskilja niðurlags-
orð greinarinnar og taka þau sem
loforð um, að eg skyldi nú aftur
skrifa um sama efni. petta var ekki
meining mín. En eg héfi komist svo
ófimlega að orði, að misskilningur- ;
inn er í fylsta máta afsakanlegur, og *
jeg verð því að sýna ofurlítinn lit
á að efna loforð sem eg er talinn að «
hafa gefið.
Vó að Englendingar nú á dög-
um kalli jólin Kristsmessu (Krists-
hátíð) fer því þó fjarri, að hátíðin
hjá þeim sé af kirkjulegum uppruna i
fremur en hjá okkur. Segja lærðir {
menn, að alt vírðist benda til þess,
að jólin — eða hátíðin, sem hald-
in var um þetta leyti árs — hafi
upphaflega staðið í sambandi við
sóldýrkun. Er ekki ósennilegt að
svo hafi verið hvervetna á norður-
hveli hnattarins, og líklegt að það
sé sögulega rétt, er Grímur Thom-
sen segir:
Af því myrkrið undan snýr,
ofar færist sól, * t
því eru heilög haldin
hverri skepnu jól.
Telja sumir, að nokkrir af jólasið-
um þeim, er tíðkast hafa á Bret-
landi alt fram á síðustu tíma, séu
leifar frá sóldýrkunartímunum. Ut í
þá sálma skal þó ekki farið hér,
því ekki er þetta nein vísindaritgerð.
]7að er ekki fyr en á fjórðu öld að
kirkjan fer að minnast fæðingar
Krists á jólunum og sumstaðar ekki
fyr en miklu seinna.
Á Skotlandi og eyjunum þar í
kring eru jólin haldin töluvert með
öðru móti en tíðkast í Englandi, en
til þess að lýsa skotskum jólum brest-
ur mig kunnuglei^a. pó má geta
þess, að lengi frameftir byrjaði jóla-
helgin þar 18. desember og hélst
þangað til daginn eftir þrettánda
(7. jan.). Allan þann tíma voru
fullkomin grið (Yule Girth) í land-
inu, svo að enginn dómstóll mátti
dæma jafnvel hina verstu glæpa-
menn né hegna þeim. Útgöngudag-
ur jóla (7. jan.) er, að sögn, enn
þá haldinn heilagur á Hjaltlandi
og kallaður Up-hellya. Eru þá
margir gamlir og einkennilegir helgi-
siðir um hönd hafðir.
Eg gat í fyrra um þann sið að
skreyta kirkjur og mannahíbýli með
þyrnitegund þeirri, hollp (Krist-
þyrni), sem þjóðsagan segir að
kóróna Krists hafi verið fléttuð úr,
og sömuleiðis mistilteini, sem er hei-
lög jurt eða kynjajurt í goðafræði
og þjóðsögum allra germanskra
þjóða. Er þetta eitt af mörgum
dæmum þess hvernig fornu trúar-
brögðin renna saman við hin nýju.
Til skamms tíma er sagt að það
hafi verið siður að leggja mistiltein
á háaltarið í York Minster á að-
fangadagskvöld og lýsa þaðan yfir
allsherjár friði og fyrirgefningu: —
„yfir allskonar smælingjum og jafn-
vel illum mönnum“. Svarar það til
jólagriðanna sem tíðkuðust á Skot-
landi, nema að því leyti að í erki-
biskupsdæminu York hafa griðin
líklega að eins staðið sjálfan jóla-
daginn.
Annar dagur jóla kallast á Eng-
landi Boxing-dap, vegna þess að
þá tíðkaðist áður að gefa jólagjafir
á líkan hátt og Rómverjar gáfu ný-
ársgjafir*. Frakkar binda þennan
sið enn við nýárið og halda latneska
nafninu, en box-nafnið á ensku kem-
ur af því, að upphaflega voru not-
uð leirker með rifu á lokinu til þess
að taka á móti því,-sem gefið var.
Aður fyr vonaðist ekki einungis
þjónustufólkið eftir gjöfum, heldur
einnig menn, sem gegndu allskonar
störfum í almennings þarfir. Af
þessu fólki eru það einkum póstarn-
ir, sem nú fá jólagjafirnar. — Ann-
ar í jólum er sérstaklega leyfisdag-
ur vinnukvenna, og það kvöld er
sagt að þær fylli öll hin ódýrari
leikhús í Lundúnum. Sennilegast
þykir mér þó, að það séu einkum
kvikmyndahúsin, sem þær heiðra
þannig nú á dögum.
Jólakort eru ensk að uppruna —
voru fyrst gerð 1846 — og það er
því ekki að undra þótt þau séu
mikið notuð í Englandi, enda eru
þau miklu meir notuð þar en hér í
Reykjavík, og er þá langt jafnað.
En ensk jólakort bera líka af kort-
um allra annara þjóða og eru oft
og einatt — svo ekki sé of djúpt tek-
ið í árinni — töluvert í áttina til
þess að vera beinlínis listaverk. Mjög
margir láta prenta nöfn sín á kort
þau er þeir senda út og er þá ekkert
skrifað á þau, því ávalt er kveðjan
prentuð.
Jóíatré eru ekki líkt því eins al-
geng á Englandi eins og á Norður-
löndum, enda þektust þau ekki þar
í landi fyr en á stjórnarárum Viktor-
íu drotningar. ]7á voru þau innleidd
þar eftir þýskri fyrirmynd, eins og
svo margt fleira.
If yoú want a dolly
Or a Noah’s Ark,
Whisper up the Chimney
When it’s getting dark.
Santa Claus will hear you,
though you may not know;
Everything you ask for
On his list will go.
Soon he’ll march to Toy-land
With his mighty sack.
Full of lovely presents
He will bring it back.
All the year he’s waiting
For his Christmas fun.
Don’t you think he’s sorry
When his work is done?
(Ef ykkur langar til að eignast
svolitla brúðu eða örkina hans Nóa,
skuluð þið hvísla upp í reykháfinn
þegar farið er að rökkva. Jólasveinn-
inn heyrir til ykkar þó að þið kunn-
ið ekki að verða þess vör.. Alt sem
þið biðjið um, skrifar hann á listann
hjá sér.
Bráðum þrammar hann nú á stað
til Gullalands með sinn heljarstjóra
poka, sem hann kemur með aftur
fullan af indælustu gjöfum. Arið um
kring er hann að hlakka til þessarar
jólaskemtunar sinnar. Haldið þið
ekki, að honum finnist tómlegt, þeg-
ar starfinu er lokið?). ,
pað tíðkast mjög á Englandi, að
unglingar og smástrákar gangi um
göturnar og fyrir húsdyr á jólun-
um og syngi jólasöngva, Christmas
Carols. Eyu þeir þá stundum grímu-
búnir. peir fá smáskildinga hjá fólki
fyrir þetta, en þó er einstöku mönn-
um lítið um hávaðann gefið. í fyrra
vakti það töluverða athygli að lög-
reglustjórinn í Blackpool vildi banna
?enna sið þar. í borginni, og voru
um það kveðnar margar gaman-
vísur. Ef ekki væri svo lítið um rúm
Vísi, myndi eg hafa beðið hann
að birta sýnishorn af þeim vísum,
?ví þeir eru nú orðnir svo ákaflega
margir, lesendur hans„ sem ensku
skilja, en vísurnar broslegar. Ekki
er mér um það kunnugt, hvort strák-
arnir í Blackpool létu þetta aftra
sér frá að syngja jólasöngva sína,
en mjög efast eg um það.
Niðurl.
Við heyrðum í fyrra um jóla
sveininn, Santa Claus’, sem kemur
á hreindýrasleða norðan úr löndum
og færir börnunum góðar gjafir.
Hann er kærasti vinur barnanna og
þau syngja mart fagurt um hann
og til hans. Við skulum taka hér
upp eitt eða tvö erindi úr einum jóla-
söngnum þeirra:
* Fróðir menn segja líka, að
áður á tímum hafi jólin og áramóta-
hátíðin verið eitt og hið sama hjá
oss Germönum, en á því atriði kann
eg engin nánari skil.
Bókafregn,
Gosi. /Efintýri gerfi-
pilts eftir C. Cpllodi.
Hallgrímur Jónsson ís-
lenskaði. Rvík. Bókaversl.
Sigfúsar Eymundssonar.
Góð bók er Gosi. Er hún bæði
vel samin og vel þýdd. Vil eg fyrst
benda á kost þann, er hún hefir
frá höfundinum. Hann hefir búið
þroskasögu mannsins dulargerfi æv-
intýris. Verður það reyndar til þess
að sumir lesendur sjá ekki fegurð
þá og snild, er býr undir tötrum
skrípamynda þeirra, er höfundurinn
dregur upp í huga lesenda sinna.
En greindir mum og athugulir sjá
undir eins hvar „skarlatsermin kem-
ur fram undan förumannsúlpunni“.
Og börnin finna það fremur en
skilja, að þau verða að fara í kapp^
hlaup við Gosa greyið og verða ekki
minni en hann. ]?að fór oft illa fyrir
Gosa, Og ógæfu sína hafði hann
af því, að hann hirti ekki um að fara
eftir fyrstu heilræðunum, sem honum
voru gefin. Og svo rekur hver raunin
GULLFOSS
kom til Leith á jóladaginn;
fer þaðan aftur í kvöld.
GOÐAFOSS ý., jf ;
fór frá Leith í gær.
LAGARFOSS
fer frá Hull í dag.
BORG
er væntanleg liingað á morgun
VILLEMOES
kom til Vestmannaeyja í gær-
kveldi.
aðra. Hann trúir öllum, sem vilja
honum ilt og draga hann á tálar.
Hann lætur leiðast af fortölum refs
og kisu og stráksins hans Blossa.
Blossi vildi ekkert læra, og hann
fékk Gosa til þess að koma með sér
þangað sem enginn þarf að læra.
En hvernig fór? Hvað verður úr
þeim, er vilja ekki læra neitt? Svar-
ið er að finna í XXXII. kafla
„Gosa“.
En þótt Gosi væri að eins gerfi-
piltur, þá mannaði.st hann. Hann
varð reglulegur maður. En það varð
ekki fyr en hann hafði lært af yfir-
sjónum sínum, og Var faþinn að
\eggja sjálfan sig í sölurnar fyrir
aðra. pað er því sem höf. sé að
koma mönnum í skilning um, að
mjög eigingjarnir menn séu „Gosa-
grey“, og eigi ekki skilið að heíta
menn með mönnum. petta þurfa
börnin að skilja. Og ef þau skilja
það ekki af eigin ramleik, eiga kenn-
arar að koma þeim til hjálpar.
Myndirnar eru allar góðar, alt
frá fyrstu mynd, er sýnir viðarkubb-
inn og anda hans eða vitund, er á
fyrir sér að verða að manni, og til
síðustu myndar. pó hefði ef til vði
verið æskilegast, að seinasta mynd
bókarinnar hefði verið af gáfulegum
pilti með bjart hár og blá augu.
pýðandinn hefir gert sér far um
að hafa málið vandað. Vandað mál
er mikill kostur barnabókar. Flestar
setningarnar eru gerðar úr lifandi
máli. Kristófer Pétursson Irefir líka
lesið handritið og bætt. Og víða
rennur frásögnin fram á stuðlum,
sem börnum og unglingum er unun
að lesa. Einstaka orð er tekið upp
í bók þessa, til þess að það gleynust
ekki og þar á meðal þetta góða og
gamalkunna orð ,,klóalangur“. Er
eg ekki viss um að öll Reykjavíkur-
börn skilji það. En þá eru foreídr-
ar og börn til þess að lýsa „klóa-
lang“, því flestir, sem komnir eru
úr sveit, hafa séð hann og margir
kynst honum „persónulega“.
Öll börn þurfa að eignast GosÁ.
Lækning á sykursýki.
Nýtt meðal við sykursýki hef-
ir verið reynt nú um nokkurt
skeið. pað er kallað „insulin1*
og er húið til úr „pankreas“-
kirtli nauta, sauða og svina.
Gera menn sér miklar vonir um
meðal þetta, en fullreynt er J>:A
engan veginn.
t