Vísir - 11.06.1923, Side 2

Vísir - 11.06.1923, Side 2
VlSIR Sfmskeyti Ivhöfn 10. júní. Samningar pjóðverja og bandamanna. Frá Berlín er símað, að pjóö- verjar geri sér vonir um, að Bretar finni einhver ráð til þess, að fá samninga milli lianda- manna og pjóðverja upp tekna, þánnig að vopnahlé komist á í Ruhr. Vorwárts virðist vera að greiða fyrii- því, að mótþróanum í Ruhr verði hætt. Frá París er símað, að sendi- herra ráðstefnan hafi samþykt, að bandamenn 'taki aftur upp eftirlitsstarfsemi sína með fjár- réiðum þýskalands. Grikkir og Tyrkir. Frá Aþenu er símað, að full- trúum Grikka á Lausanne-ráð- stefnunni hafi verið gefið um- boð til að semja sérfrið við Tyrki, þó því að eins, að banda- rnenn 'samþykki. Khöfn, 11. júní. Bylting í Búlgaríu. Símað er frá Sófiu, að sam- særisflokkur varaherf oringja liafi stéypt stjórninni af stóli og varpað ráðherrunum í fangelsi. Ný stjórn er sest að völdum og skipa hana allir andstæðinga- flokkar gömlu stjórnarinnar, nema kommúnistar. Landslýður tekur byltingunni með ró og stillingu. Bretar taka vel skaðabóta- tilboðum pjóðverja. Blaðið Times segir, að bresk- ir fjármálamenn telji skaðabóta- tilboð pjóðverja samviskusam- iega gert í alla staði og i fullu samræmi við getu pjóðverja. — Ef bandamenn geta ekki orðið saminála um, hvernig þeir eigi að svara boði pjóðvérja, þá legg- ur Times til, að breska stjórnin athugi, hvort hún sjái sér eigi írert að gera sérstakan samning við þjóðverja. Stjórnir ítala og Bandarikjanna eru á sama máli eins og brcska stjórnin í þessu efni. Rússastjórn verður við kröfum Breta. Fyrir skömmu voru horfur á því, að breska stjórnin mundi slíta, viðskiftasambandi við Rússland, og óttuðust margir, að þá kynni að draga til styrjaldar niilli þessara stórvelda. Hefir Vísir nýlega flutt úldrátt úr j ákæruskjali því og úrslitakost- i um, sem Curzon lávarður sendi | Rússum, en svar Rússa var á þá j lcið, að breska stjórnin taldi það ! óviðunandi með öllu. jV> fór svo, ; að líún lengdi frest þann, sem Rússum var gefinn til andsvara, og nú er nýtt tilboð komið fra Rússum, og virðist svo sem þeir vilji nú alt til vinna að halda vináttu Breta og við'skiftasam- bandi við þá. Krassin, fulltrúi Rússa i London, afhenti Curzon lávarði þessa síðari orðsendingu og fer hér á eftir útdráttur úr henni: — Rússastjórn er þ'að gleðiefni, að breska þjóðin hefir greinilega látið í ljós þann vilja sinn, að vernda friðinn og afstýra frið- slitúm við Rússland. pað eilt, að framlengdur hefir verið úr- slitafresturinn til andsvara af Bússa hálfu, vekur þær vonir, að enn megi komast að samn- ingum og girða fyrir afleiðing- ar, sem verða mundu, ef slitn- aði upp úr viðskiftasambandi landanna. Rússast jórn her kvíðboga fyi- ir þvi, að friðnum muni verða hætt, ef slitnar upp úr sambandi þvi, sem verið hetir milli Brct- lands og Rússlands. Ef svo færi, muntli mjög erfitt að vernda i friðinn og mundu mannkyninu þá verða búnar óteljandi þraut- ir. pá mundi og stjórnarfars- legu jafnvægi verða hætt, en ágengir hernaðarflokkar allra landa fá byr undir báða vængi, gúmmílímið komiö aftur. Jöh. 01a,ís8on &■ Co, og jafnvel fara sinna ferða, án þess að breska stjórnin fengi við þvi spornað, - Ráðstjórnin yilLekki gefa hina minstu átyllu til þess að henni verði kent um, ef svona kynni að fara, og er þess vegna fús til þess að bera fram nýjar iviln- anir. Samkvæml þvi er stjórn Rúss- lands fús til þess að gera þegar i stað samning við bresku stjórn- ina um veiðar í norðurhöfum, og leyfa breskum borgurum veiðirétt utan þriggja-milna landhelgislinunuar, þangað til að deilumáli þessu verður ráð- ið til lykta, en það skal gert hið allra bráðasta á alþjóðaþingi. Stjórnin vill og greiða þær skaðabætur, sem krafist hefir verið í þessu máli. í öðru lagi er stjórn Rússlands reiðubúin til þess að grcijia bæt- i ur fyrir aftöku Mr. Davisons og ; fyrir handtöku blaðakonunnar ; frú Harding, þó með því l'ororði, að þessi tilslökun má alls ekki : skiljast svo, að stjórnin telji að refsingarákvæðunum hafi rang- lega verið beitt gegn þessum njósnurum, því að glæpir þeirra voru fullsannaðir með löglegri rannsókn, og dómunum var fullnægt áður en verslimar- samningur Breta og Rússa var undirritaður, og þess vegna geta þessi mál ekki orðið til þess að ógilda verslunarsamninginn. pá vill Rússastjórn, að valdir séu fulltrúar beggja rikja til þess að ræða um þær sakargiftir, sem bornar hafa verið á þá um undirróður gegn Bretum í Aust- urlöndum; vilí stjórnin gera þetla til sátta, en lýsir jafnframt yfir því, að allar ákærur gegn sér i því efni, séu algerlega til- efnislausar. Rússastjórn er að sjálfsögðu i'ús til þess að taká til greina all- ar vinsamlegar umkvartan- ir frá Brctastjórn og rannsaka þær gaumgæfilega, gegn því, að Bretar geri þeiin sömu skil. Svo er að sjá af breskum blöð- um, að svar þetla þyki vel við unandi og sættir muni takast nvð Bretum og Rússum. I | £Lrir&r?M Gullfoss fór héðan kl. 4 í gær. Meðal j farþega voru: Kjartan Gunn- iaugsson, kaupm., Sig. Sigurðs- son, ráðunautur, Jón Brynjólfs- son, kaupm., frk. Sigriður Árna- dóttir, kenslukona, frk. Sigríður Magnúsdóttir, lijúkrunarkona, frá Vífilsstöðum, Sveinn M. Sveinsson, framkv.stj., Magnúa hankastj. Sigurðsson og fru, Monberg verkfr., Páll Eggert. Ölason, prófessor, frú Vellesen, frú Guðrún Eymundsdóttir, Ein- ar j^orgilsson, kaupm., frú Ásta Ilermannsson, frú Sigriður Fjeldsted, Frederiksen, kaupm. o. fl. BifreiðarSlys. 1 gær var bifreið að fara upp hrekkuna suður úr Hafnarfirði, hlaðin ungu fólki, og vildi þá svo til, að vélin stöðvaðist, en bifreiðin seig aftur á bak undan breklcunni, þangað til hún kom á lækjarbrú þar fyrir neðan og braut handriðið og valt yfir sig niðnr i lækinn. En svo vel tókst til, að fólk hafði áður stokkið út lir hifreiðinni og sakaði ekki. Bifreiðarstjórinn einn var eftir og varð undir bifreiðinni, en sak- aðf ekki, og þótti sérstök lieppni, því að bifreiðin sjálf brotnaði til muna. Veðrið í morgun. Hiti í Revkjavík 8 st., Isafirði 7, Akureyri 11, Seyðisfirði 8, Grindavík 9, Stykkishólmi 9, Grimsstöðum 8, Hólum í Ilorna- firði 8, pórshöfn i Færeyjum 6, lvaupmannahöfn 12, Leirvik 8, Jan Mayen 0, Mývogi í Græn- landi -í- 3 st. Loftvog lægst fyrir vestan land. Suðlæg átt, hæg. — Horfur: Vaxandi suðlæg átt. Knattspyrnunni lauk svo í gærkveldi, að jafn- tefla varð með Val óg Víkingi, 2 : 2. Úrslitakappleikurinn milli K. R. og Frana verður annað. kvöld kl. 9. E.s. Sirius kom á laugardagskveld. Með- al farþega frá útlöndum voru frú Kristin Jacobson og dóttir liennar frú Sætersmoen. Botnvörpungarnir ^ liggja margir hér inni. Hafa þeir litið aflað undanfarna daga og mun óráðið, hvort þeir lialdi áfram veiðum eða ekki. Trjáfarm fekk Árni kaupmaður Jónsson á laugardaginn, en Fredriksen kaupmaður annan í gær. „Eva“, danskt seglskip, kom hingað i gær með sement og fleira til liafnargerðarinnar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.