Vísir - 30.06.1923, Side 2

Vísir - 30.06.1923, Side 2
ytsm 8YNDETIK0N lím höfam vid fyrirliggjamdi- Hrisgrjón, Hrismjöl, Kartöfiumjöl, Gerhvsiti, Hveiti, Hafranojöl, Kaffi, Export, Sykur Sfmskeytl Khöfn 29. júní. Bretar fara sinna ferða í skaða- bótamálinu. Blaðið Times tilkynnir, að ef Frakkar og Englendingar verði ckki sammála gegn Þýskalandi, og Frakkland og Belgía svari ekki síðustu fyrirspurn Breta mjög bráðlega, þá muni England eitt reyna að harnla því, að þýska rík- ið fari í mola. Frakkar auka flugher sinn. Frakkar hafa borið fram til- lögu um að fimmfalda útgjöldin til flugvélagerðar, til þess að hafa í fullu tré við Breta. Stjórnin í Belgíu, sem lausnar beiddist um daginn, situr við völd óbreytt. Flokkar. II. Flokkaskifting í stjórnmálum er nauðsynleg, eða þó öllu heldur óhjákvæmileg. Hún er ekkert niark, sem keppa beri að. Vitan- lega væri það affarasælast, að á Alþingi væri að eins einn flokk- ur, sem gæti unnið í bróðerni að velferðarmálum þjóðarinnar. , En af því, að mennirnir eru misjafn- lega gerðir, ólikir að gáfum og lundarfari, hafa átt við misjöfn kjör að búa og eiga ólíkra hags- muna að gæta o. s. frv.,’ þá verður það óhjákvæmilega svo, að sitt sýnist einatt hverjum um lands- málin. Og af því kemur flokka- skiftingin; líkir menn fylgjast að málum og fara að vinna saman. En það er vitanlega enginn hagur að því, að sem mestur fjandskap- ur verði milli flokkanna, eða sem mest djúp staðfest þeirra i milli. En að því einu virðast þeir menn vera að vinna, sem nú tala mest um nauðsyn flokkaskiftingarinnar. Sömu mennirnir, sem á síðustu ju'ngum hafa unnið saman að því, að koma á einokun, allskonar við- skiftahöftum, sérréttíndum sam- vinnufélaga o. s. frv., þeir hamast nú hver gegn öðrum, svívirða hver annan, sem mest þeir mega, og skora á landsmenn að skiftast í flokká hver gegn öðrum. Ekki út af ágreiningi um nokkurt mál. Ekki til fylgis við mismunandi’ stefnur. Helst er það þá „sam- vinnustefnan“, sem hampað er, en þegar betur er að gáð, þá eru þeir allir á einu máli í því efni, eins og áður, allir samvinnumenn! Tafnvel blöðin eru líka öll sam- mála um samvinnuna. „Vörður“ og „Tíminn“ vilja styðja sam- vinnuna „af alefli“, „Morgun- ; blaðið“ harmar það eitt, að þessi ^ „ágæta sjálfsþjargarviðleitni" bændanna hafi verið gerð „póli- tísk“. Og þegar átti að fara að færa út kvíar samvinnuhlunnind- anna á síðasta þingi, þá urðu ein- mitt þeir menn í þinginu, sem „Morgunblaðið" vill helst fá í flokk með sér, til þess að ljá því fylgi! En hvers vegna eru þeir þá að rífast, i stað þess að ganga allir í einn og sama flokk, og sam- eina „Tímann“ og „Morgpinblað- ið“? „Vörður“ hefir skýrt það nokkurn veginn. Það er sem sé skýrt tekið fram í blaðinu, til að marka afstöðu þess, að það sé gefið út af þeim mönnum, sem andvígir voru stjórnarskiftunum 1922. Og ekkert stefnueinkenni er unt á því að finna, sem aðgreini það frá „Tímanum". — Það er þannig ekki ágreiningur um mál eða stefnur, heklur ágreiningur um menn, sem á að ráða flokka- skiftingunni. Mennirnir vita ekk- ert* hvað þeir vilja, annað en það, að þeir vilja vera viB völdin „sjálf- ir“. — Úr slíku valdastriti verður eðlilega ekkert annað en pólitísk knattspyrna. En sjálfsagt er það alveg óafvitandi, að ,,Tíminn“ við- urkennir það, eða þá að það er klaufaskapur. Til þess að liejilbrigð flokka- skifting komist á, verða stjórn- málamennirnir fyrst og fremst að vita, á hverju heilbrigð flokka- skifting byggist. En það vita ekki þeir menn, sem mesta nauðsyn ! telja á flokkaskiftingunni, svo sem síðar skal sýnt. Jóh, Olaísson & Co. Reyktur ódýr og góöur, fæ&t í Simi 678. Landsspítalasjóðurinn. Viljið þér, hr. ritstjóri, gera stjórn Landsspítalasjóðsins þann greiða, að birta við fyrstu hent- ugleika í heiðr. blaði yðar leið- réttingu við ritstjórnargrein sem kom út í „Alþýðublaðinu“ 18. þ. m. Greinina kallaði ritst.: Lands- spítalinn. III. Gildran. Sem leiðréttingu við ýmsum ummælutn i garð sjóðsins, skoraði eg á ristj. að birta síðasta árs- reikning hans, svo að almenning- ur gæti séð, hvar og hvernig sjóð- ttrinn er og hefir verið ávaxtaður; lét eg það tölublað Lögbirtinga- blaðsins (nr. 8, 1. mars '23), sem ársreikninginn flutti í vetur, fylgja. En í 139. tbl. „Alþýðublaðs- ins“, 22. júní, segist ristj. blaðs þessa ekki geta „varið það“ að eyða miklu rúmi í blaði sínu und- ir reikninginn! Vona eg því, að „Vísir“ birti þessa óbrotnu en ör- uggu leiöréttingu á ummælum „Alþýðublaðsins“. í reikningi Landsspítalasjóðs- ins, eins og hann birtist í áður um- getnu tbl. Lögbirtingablaðsins, er talin: Eign við árslok 1922: Kr. au. a. Bankavaxtabr.Lands- bankans ............. 19500.00 b. Innlánsskírteini í ís- landsbanka ......... 119873.74 c. Viðtökuskírt. Lands- bankans ............. 65343.74 d. Ríkisskuldabréf.... 1000.00 e. Innlánsbók x íslands- banka nr. 7991......... 203.71 f. Innlánsbók í íslands- banka nr. 12908........ 270.36 g. Viðskíftabók við Landsb. nr. 26272 ... 338.49 h. Viðskiftab.viðLands- bankann nr. 30355 .. 1377.26 í reikningi minningagjafasjóðs- ins er talin: / Eign í árslok 1922: Kr. au. a. Innlánsskírteini (nr. 1846) í íslandsbanka . iSSS1-^^ b. Viðtökuskírteini (nr. 1691) í Landsbanka .. 29691.99 c. í viðsk.bók (nr. 26366) í Landsbanka .......... 606.17 d. í víðsk.bók (nr. 8938) í íslandsbanka ........ 736.26 e. Minningargjöf Vigfús- ar G. Melsted......... 1129.75 f. Minningargjöf Ilans Nathanss. og Kristín- ar Þorvarðsd.......... 1249.68 g. Gjafir til minningar um frú Þórunni Jónas- - sen .................. 1777.21 h. Ríkisskuldabréf ..... 7800.00 i. Hlutabréf í Eimskipa- félagi íslands ........ 950.00 Reykjavík, 27. júní 1923. -Ingibjörg H. Bjarnason, form. sjóðsnefndarinnar. Berjisí góiia baráítanni. Okkur undirrituðum hefir þótf mjög leitt og ílt, hvemig deilur „Timans“, sem við viljum telja blað okkar samvinnumanna, hafa snúist gagnvart Magnúsi Guð- mundssyni alþm., sbr. siðasta tölu- bl. frá 23. júní. Við, sein jxekkj- um M. G. frá æsku hans sem hinn heiðvirðasta sæmdarmann, vitum að allar aðdróttanir andstæðinga hans honum til vansæmdar og mannskemdar, eru algerlega til— hæfulausar og hljóta því íyr eða síðar að reynast ósannar og not- ast þá sem vopn í höndum and- stæðinganna. Barátta hreinnar samvinnu, verður jafnan að vera háð með drengskap og sannleiksást. Sé vik- ið frá þeirri stefnu, geta foringj- ar flokksins ekki vænst trausts. °§i íylgis heiðvirðra rnanna. Er það því einlæg ósk okkar og von, að eftirleiðis verði baráttan full- komlega héiðarleg. Staddir í Rvík, 27. júní 1923. Björn Stefánsson, frá Auðkúlu. Stefán M. Jónsson, frá Auðkúlu. ÁPéttÍDfi. Það er vel farið að blöðin hafa getið þess hve einróma viðurkenn- ingu og aðdáun Miss Evelyn Heepé hefir hlotið um alla Norðurálfu fyrir snild sína sem upplesari. Það er vel farið fyrir þá sök að þá er síður hætt við að menn láti ónotað þetta sjaldgæfa tækifæri til þess að heyra upplesara, sem hlotið hefir alþjóða frægð, flytja fram orð nokkurra liinna ágætustu rithöfunda er heimurinn veit af,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.