Vísir - 30.06.1923, Blaðsíða 3

Vísir - 30.06.1923, Blaðsíða 3
VtiIR og á þeirri tungu sem auSugust er allra. MeS þessu haía blöðin reyndar ekki gert annaS en skyldu sína; en í þessari veröld eru nú vanrækslusyndirnar svo ma/rgar, a'ö maöur er þakklátur þeim sem vinna skyldur sínar af hendi Þessvegna er eg þakklátur blöö- unum. En þó hefir mér þótt nokk- J nö á skorta og vil því árétta þatS sem þegar hefir veriö skrifað, en sem mér virðist a'Ö of lítill gaum- ur hafi veriö gefiun. í í fyrra lagi vil eg minna á smæl- ingjana: — í þessu máli þá sem hafa ófullkomna þekkingu á enksri tungu. Þeir mega meö engu móti sitja heima, þvi a'ð hér er um alveg sérstakt tækifæri aö ræða til þess að læra framburð enskunn- ar. Það er fyrir framburöinn, að Miss Heepe er fræg oröin, en nú er það alkunna, að fyrir þá sem lært hafa erlent mál af Ijókum eöa í skólum, er þeim mun auðveldara ■að skilja það sem það er betur borið fram. Því munu þau eyru, sem lítt eru æfð, eiga ótrúlega auð- velt með að grípa orðin þegar Miss Heepe ber þau fram, og þó hægara með það síöasta kvöldið en hið fyrsta. Eftir því sem frá hefir verið skýrt, á aðgöngumiði að hverjum upplestri ekki að kosta nema 2 kr. 50 au., eða helming þess, er sæmilegir kennarar munu alment taka um klukkustundiná, og er það því auðsætt að vel er til- vinnandi að fara í þeim einum til- gangi að ]æra, ])ótt ekkert sé um ánægjuna hugsað. í síðara lagi hefir mér ekki þótt það nægilega brýnt fyrir mönnum að kynna sér efnið sjálfir áður en farið er á upplesturinn. Jafnvel þótt lesið sé á okkar eigin móður- máli, njótum við þess betur, ef • •efnið er okkur fyrirfram kunnugt •og í fersku minni. En hér eru þeir langfæstir, sem enskan er eins töm ■og eðlileg eins og íslenskan. Þess vegna ætti enginn að láta undir 'höfuð leggjast, að kynna sér efn- ið áður en farið er. Mér hefir ver- ið sagt, að láðst hafi að sjá fyrir því, að Hamlet — eitt af upplestr- arefnunum, og jafnframt hið allra merkasta — væri fáanlegur hér. Þetta mun ekki rétt. Eg spurði cftir honum í ísafold í dag og var sagt að hann væri til, en þó ekki nema tiltölulega fá eintök. Von- andi hafa hinar bókaverslanirnar 'hann líka. Síst af öllu má vanrækja að lesa Hamlet, því hann er erfið- astur, og mundu þó fæstir vilja missa af því að heyra hann. Það ■<er sennilegt, að fæst af okkur eigi þess nokkurntíma kost að sjá hann n leiksviði, en að heyra hann les- inn upp af snillingi gengur þvi næst. Hamlet er af mörgum tal- inn ágætasta skáldrit heimsbók- mentanna og það er harla líklegt, að þess verði langt að bíða, að Miss Heepe eða hennar jafningi lesi hann í annað sinn fyrir ís- lenskum áheyrendum. Rvík, 28. júní. Enskukennari. EIMSKIPAFJELAG íS LANDS % V REYKJAVÍK íá E.s. GULLFOSS fer til Vestfjarða á morgun, 1, júlí, kl. 2 síðdegis. Skipið fer héðan 10. júlí beint til Aalborg og Kaupmannahafnar. E.s. GOÐAFOSS fer héðan vestur og norður um land til útlanda á þriðjudag, 3. júlí kl. 2 síðd. E.s. LAGARFOSS fer héðan 5. júlí til Austfjarða, Hull og Leith. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, síra Ste- fán M. Jónsson frá Auðkúlu. K'l. 5 síra E. Hoff (dönsk guðsþjón- usta). í fríkirkjunni hér kl. 2, síra Árni Sigurðsson; kl. 5, síra Kjartan Helgason. í Landakotskirkju: Lágmessur kl. 6 og kl. 7 árd. Hámessa kl. 9 árd. Engin síðdegisguðsþjónusta. Dánarfregn. Látin er á Vífilsstöðum 26. þ. m. Karítas Jónsdóttir, systir Jóns Auðuns Jónssonar og þeirra syst- kina. Likið verður flutt til ísa- fjarðar á Es. Goðafoss. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 10 st., Vest- mannaeyjum 9, ísafirði 9, Akur- eyri 12, Seyðisfirði 7, Grindavík 12, Stykkishólmi 11, Grímsstöðum 9, Raufarhöfn 8, Hólum i Horna- firði 12, Þórshöfn í Færeyjum 10, Kaupmannahöfn 11, Björgvin 8, Jan Mayen 3, Mývogi í Grænlandi 2 st. — Loftvog lægst fyrir vestan land. Kyrt veður. Horfur: Kyrt fyrst um sinn. Suðlægur á Vestur- landi, seinni partinn. Kvenréttindafélagskonur. Visir er beðinn að minna konur úr Kvenréttindafélaginu á, að áríð- andi sé að þær mæti allar í kvökl í Iðnskólanum. Kaffi o. fl. til skemtunar. Hjúskapur. 23. þ. m. voru gefin saman í hjónaband ungfr. LaufeyTryggva- dóttir, Óðinsgötu 17 og stud. theol. Þorsteinn Jóhannesson. Séra Jó- hann Þorkelsson gaf þau saman. Brúðhjónin fóru sama daginn aust- ur að Gullfossi og Geysi. Skotæfing í Örfirisey á morgun (sunnud.) kl. 9 f. hád. Svanur fer í kvöld kl. 9 til Búðardals, fullfermdur vörum. Annað knattspyxnumót sumarsins hófst á íþróttavellinum í gær- kveldi. Áttust þar við K. R. og yíkingur, og vann K. R. mikinn sigur, setti 5 mörk, en Vík. ekkert. Var sóknín þó meiri Víkings meg- in, leikurinn miklu liðlegri hjá K. R. — í kvöld keppa Fram og Val- ur. Ffá StórstnkaþiDgiBQ. Qoodtemplarar háðu ársþing sitt undanfarna daga hér í Reykjavík. Þingið stóð í 4 daga, oft fram á nætur. Þetta er fyrsta þingið eftir afnám bannlaganna til langframa, sem lögtekið var á síðasta Alþingi. Sem vonlegt var, kendi nokkurs hita hjá mörgum stórstúkufulltrú- unum, út af því hvernig komið er. og kom sá hiti ljóslega fram á þinginu, eins og hann hefir kom- ið fram í stúkunum áður. Andbanningar hafa stundum verið að hlakka yfir því, að sá hiti mundi máske geta leitt tili sprengingar í Reglunni og í bann- vinahópnum yfirleitt, en þeir mega reiða sig á, að ekkert slíkt getur komið fyrir. Miklu fremur mun sá hiti verða til að viðhalda eldi áhugans á þeim viðfangsefnum, sem framundan eru. Sú stefna, sem nú var tekin með samþyktum stórstúkuþingsins, er áður birt hér í blaðinu í tillögum þeim sem Davíð Östlund bar hér upp á almennum templarafundum víðsvegar um land. Þær tillögur voru um það: 1) Að kjósendur geri þær kröfur til þings og stjórnar, að ágóða áfengisverslunarinnar sé öllum varið til að leita nýrra mark- aða fyrir saltfisk, ]iar til ánauð Spánverja er aflétt. 2) Að binda þingmannefnin lof- orðum um að fylgja fram þess- um kröfum. 3) Að hefja fjársöfnun innan Reglunnar, til að standast kostnað við þennan kosninga- róður, meðal annars með því, að fá þá til að leggja eins dags tekjur sínar í þann sjóð. Ýms önnur mál lágu fyrir stór- stúkuþinginu, auk hinna venjulegu reikningsskila og áætlana. 'Var til dæmis umdæmisstúkunum falið að sjá um útbreiðslu Reglunnar sinni í hverjum fjórðungi. í því skyni á að stofna umdæmisstúku á Aust- fjörðum. Svo var ákveðið, að stækka Templar og gefa út á kostnað Stórstúkunnar og loks vom málaleitanir um samvinnu um bannmálið sendar til Presta- stefnunnar (Synodus) og Kenn- araþingsins. Er mikil von um góðar undirtektir úr báðum þess- um stöðum, og hugsanlegt er, að samstarf geti tekist við fleiri stór og útbreidd félög, svo þau sem heildir beiti áhrifum sínum í þeirri baráttu sem í hönd fer. Stórtemplar var kosinn Einar H. Kvaran rithöfundur með 34 at- kvæðum, í kjöri með lionum var ...—' <—■ .......*r • Sigurbj. Á. Gíslason cand. theol., er fékk 30 atkvæði, en Þorvarður prentsmiðjustjóri Þorvarðsson, er verið hefir stórtemplar undanfar- in ár, gaf ekki kost á sér. Auk þess starfa þessir í fram- kvæmdanefnd: Pétur Halldórsson, FIosi Sigurðsson, Pétur Zóphón- íasson, ísleifur Jónsson, Guðm. Sigurjónsson, Jóh. Ögm. Odds- son, Indriði Einarsson, Borgþór Jósefsson, Þórður Bjarnason og Þorvarður Þorvarðsson f. stórt. Stúkum og unglingastúkum hef- ír hverjum um sig fjölgað um 6 á árinu og nokkur meðlimafjölgun orðið, einkum í unglingastúkum. Alls eru meðlimir bæði í stúkum og unglingastúkum 5375, þar af ungl. 1907. Á næsta ári, 1924, verður Regl- an hér á landi 40 ára gömul. Hún vay stofnuð á Akureyri 10. jan. 1884, og verður sá dagur haklinn sem almenn templarahátíð um alt land. Það verður líka gert í þá minningu, að næsta Stórstúku- þing verður haldið á Akureyri að sumri. P. Tugamálið. pað þótti eín liin sjálfsagð- asta lagasetning þegar tugamál- ið var lögleitt, enda mætti hún engum aðfinslum nema ef vera má. að sumum hafi fundist að búið að gera fyrir löngu. Einkennilegt má það því þykja livað mörgum helst þó lengi uppi að þrjóskast gegn þessum lögum sér og öðrum til óhagræðis. Opinberar stofnan- ir hafa, sem vænta má tekið upp nýja málið, og einstakir menn flestir. En nægilega margir eru þeir þó, sem eru að bisa við að halda í gamla málið, til þess, að mikill ruglingur á sér enn stað. Tii dæmis má benda á það, að ýmsir selja ennþá lóðir i fer- álnum. Er hér ekki einlægt vankunnáttu til að dreifa, held- ur smámunasemi. Menn hyggja væntanlega að þeir geti selt eitthvað lítið eilt dýrara með því að nota minni einingu. Op- inber stjórnvöld ættu að finna séif skylt að gera enda á þessu með því að neita að lögfesta aðra sölu en þá, er fer fram á grundvelli löglegs mælis og vog- ar. þetla sýnist sannarlega ekki ganga neins manns rétti of nærri, en mundi stuðla að þvi, að halda uppi réttmætu sam- ræmi í þessum efnum. Sumir segja að það valdi stundum ruglingi á máli í húsagerð, að timbur sé oft flutt hingað með ensku máli. En þar sem aðal timburverslunarlöndin hér nær- lendis hafa sjálf lögleitt luga- mál, þá ætti að vera aufðvelt fyrir þau að afgreiða pantanir i metrum, sem lika auðvitað mundi auðsótt. Sem dæmi þess livað litíð menn skeyta um löglegt sam-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.