Vísir - 20.07.1923, Qupperneq 2
VÍSIR
IBBimM x Qusew ((
Kaupum tLvít o§: blá,
töfuskinn
Höfflm fyiidiggjandi Mnn ágæta oi óðýra fæðilög
„A M O R“
Fjórar stæröir af brúsum.
Jöb, Olafsson & Co.
Kaupgjaldsmálið.
- Frá skrifstofu Félags íslenskra
Botnvörpuskipaeigenda hefir
blaÖinu borist eftirfar-
andi greinargerð:
Því hefir verið haldiö fram í
Alþýðublaðinu — sem væntanlega
talar fyrir munn þeirra, er ráðin
hafa haft í Sjómannafélaginu —
. aö kaup háseta, jafnvel eins og
það var áður en nýji kauptaxtinn
gekk í gildi, hafi veriö svo lágt,
að ekki sé með nokkru móti hægt
að lifa fyrir lægra kaup.
Það þykir því hlýða, að gera
nokkra grein fyrir því, hvert þetta
kaup var, og skal þá jafnframt og
til hliðsjónar tilgreint hvernig
kaupið veröur eftir nýja kaup-
taxtanum.
• Á þorskveiðum var mána'Sar-
kaupið eftir gamla taxtanum kr.
240.00. Lifrarhluturinn var 25 kr.
á tunnuna, og mun hann hafa orð-
ið að meðaltali á síðastliðnu ári
íyrir 10 mánaða úthald, eins og
verið hefir að meðaltali á skipun-
um síðastliðið ár ca. 800 kr., eða
á mánuði kr. 80.00. Fæðið kostar
útgerðarmanninn ca. 4 kr. á dag,
kr. 120.00. Mánaðarkaupið þannig
alls kr. 440.00.
Eftir hinum nýja taxta botn-
vörpuskipaeigenda, myndi það
hinsvegar verða kr. 400.00.
Á síldveiðum var mánaðarkaup-
íð eftir ganda taxtanum kr. 400.00
og premia af hverri tunnu af síld
" aurar. Ef gert er ráð fyrir að
skipið sé að veiðum í 2 mánuði og
veiði 6000 tunnur, þá er premían
300 kr. á mann í 2 mánuði, eða á
mánuði kr. 150.00. Auk þess eiga
hásetar sjálfir þann fisk, sem þeir
ciraga, og fá frítt salt í hann. Það
er að vísu mjög mismunandi hvað
þeir hafa upp úr þessu, en að jafn-
aði mun ekki ofreiknað að þeir
-háfi fyrir fiskinn á mánuði kr.
50.00. Fæðið kostar ca. 4 kr. á
dag kr. 120.00. Mánaðarkaupið
þánnig alls kr. 560.00.
Eftir hinum nýja taxta l^otn-
vörpuskipaeigenda er mánaðar
kaupið sjálft 60 kr. lægra, og
premían 4 aurar í stað 5 aura, og
myndi því mánaðarkaupið sam-
kvæmt þvi verða kr. 470.00.
í sambandi við þetta skal nú
gerð grein fyrir því kaupgjaldi,
sem sjálf stjórn Sjómannafélagsjns
hefir ákveðið fyrir meðlimi sína
við síldveiðar á mótorbátum.
Þar er mánaðarkaupið ákveðið
kr. 250.00. Fæði kosta hásetar
sjálfir, .en premia skyldi vera 5
aurar. Ef gert er ráð fyrir, að bát-
urínn veiði 3000 tunnur yfir sild-
veiðatímann, og hann er, eins og
fyrr, talin 2 mán., þá er premían
150 kr. yfir tímann, eða á mánuði
kr. 7.5.00. TTér er því mánaðar-
kaupið alls kr. 325.00 eða kr. 235
00 lægra en kaupið eftir gamla
taxtanum, og kr. 145.00 lægra en
kaupið eftir nýja taxtanum.
Það mun ekki tíðkast á mótor-
bátum, að hásetarnir geti aflað
sér fiskjar aukreitis, nema ef. til
vill ef um reknetaveiðar er að
ræða, en þá verður líka sildarafl-
inn miklu minni og premía þá að
sama skapi minni, og kemur það
þá nokkurnveginn í sama stað nið-
ur.
Nú 'mætti ef til vill finna það
að þéssum samanbtirði, að fæðið
sé of hátt- reiknað á botnvörpu-
skipunum, þegar um það er að
ræða, hvað hásetar beri úr býtum,
því jafnvel þótt það kosti útgerð-
armanninn sannanlega svona mik-
ið , þá kosti það fæði, sem há-
setarnir útvegi sér sjálfir á mót-
orbátunum, mun minna. Frá sjón-
arniiði útgerðármanna skiftir
l'etta vitanlegá ekki máli, þeir
verða að fara eftir því, sem þeir
borga raunverulega. En sé málið
skoðað frá sjónarmiði hásetanna,
og með það fyrir augum hvað
þeir beri úr býtum, þá mætti
reikna fæðið á botnvörþuskipun-
:im eftir því, hvað það myndi kosta
þá, ef þeir ættu að fæða sig sjálf-
ir, og væri þá síst ofreiknað, að
j.iað' myndi kosta j)á 70 krónur á
máriuði, eða 50 kr. minna en gert
er ráð fyrir í útreikningnum hér
að ofan. Ef þannig er reiknað,
myndu J)á hásetar á botnvörpu-
skipunum á síldarveiðum bera úr
býtum eftir gatnla taxtanum kr.
510..00. eða kr. 185.00 meira á
mánuði en eftir taxta Sjómanna-
félagsstjórnarinnar, og eTtir hin-
um nýja kauptaxta botnvörpu-
skipaeigendanna myndu þeir bera
úr býtum kr. 42^.00, eða kr. 95.
00 meira á mánuði en eftir taxta
Sjómannafélagsstjórnarinnar.
Þegar þetta er athugað, verður
mönnum það enn óskiljanlegra, að
þessi sama stjórn skuli leggjast
á móti taxta bntnvörpuskipaeig-
enda, eins og þeir hafa gert, banna
öllum að vinna fyrir þetta kaup,
ekki einungis sínum eigin með-
limum, heldur varua lika. öðrum
frá j)ví, mönnum þeim gersam-
lega óviðkomandi og óskuld-
bundnum, sem fegins hendi vildu
taka þessari atvinnu og þessu
kaupgjaldi, að hún skuli leggja
verkl^ann á skip þeirra manna, er
bjóða þannig hærri kjör, en þau,
er hún hefir sjálf ákveðið, að hún
skuli fyrir þessar sakir beita of-
beldi við hafnarstjórnina, og víla
jafnvel ekki fyrir sér, að sýna lög-
reglunni mótþróa, og leggja hend-
ur á hana, — allt þetta er næsta
óskiljanlegt, svo vægt sé tekið til
orða.
Ef athuguð eru nú kaupkjör
Jjeirra verkamanna, er vinna í
landi, þá verður alstaðar sama upp
á teningnutn: Þeir bera miklu.
fiotnmálniDg
á |árnskip
trá International Com-
position & Farvefabiik
Bergen, er besta tegund
sem kægt er aö fá,
Birgðir íyiirliggjandi.
ÞÓKÐUR SVEIN880N & CO.
minna úr býtum en hásetarnir.
Kauptaxti félagsins „Dagsbrún"
er kr. 1.20 um timann. Sjálfir
munu þeir telja sér 11 tíma vinnu
á dag i 200 daga ársins, sem sam-
svarar 220 króna mánaðarkaupi í
12 mánuði. En sé þessu kaupi
dreift á 10 mánuði, þá samsvarar
það 264 kr. máuaðarkaupi, og vit-
anlega verður jietta fólk að fæða
sig sjálft.
í sumar er sagt að menn ráði
sig til kaupavinnu fyrir 35— 40
kr. á viku, eða h. u. b. 160'kr. á
mánuði, auk fæðis. -Sé nú fæðið
reiknað 70 kr., eins og gert var hér
að ofan, þá samsvarar þetta 230
kr. mánaðarkaupi. Þessir menn
bera jivi úr býtum næstum því
200 kr. minna á mánuði, en há-
setar á sildveiðum, eftir taxta
botnvörpuskipaeigenda. Svona er
alstaðar, hvar sem borið er niður:
liásetar hafa hærra kaup en nokk-
ur önnur stétt verkamanna, og það
svo miklu munar.
Því skal nú ekki haldið fram,
að svo eigi ekki að vera, eða að
það sé órétt, að sjómenn hafi
hærra kaup. Það er j>vert á móti.
Sjómenn hafa á margan hátt slíka
aðstöðu, og slík lífskjör, að það
virðist ekki nema eðlilegt, áð þeim
sé betur launað, en öðrum stétt-
um verkamanna. F.11 hitt virðist
ó^ðlilegt, að einmitt þeim skuli
otað, og jafnvel þröngvað, til qnd-'
stöðu og verkfalls, og að reynt
skuli vera að fóðra það með því,
að þeir geti ekki lifað fyrir það
■kaup, er Jæim býðst nú, jafnvel
jió j>að sé miklu hærra en j)að, sem
aðrir verkamenn láta sér lynda.
Virðist slíkt ekki vera í samræmi
við" jafnaðarkenningu þeirra, er
róið hafa undir og blásið að sund-
urþykkjunni.
En það virðist rétt að taka fram
enn á ný, að í þessu máli er það
ekki aðalatriði, hvert er það lág-
mark kaupgjalds, er menn telja
sig geta komist af með. Það sem
allt veltur á, um þennan atvinnu-
veg eins og hvern annan, er hitt,
Söfa- og stólafjaðrir
margar stærðlr. Afar ódýrar.
VERSL B H. BJARNASON
hvert kaupgjald hann getur borið.
Ef kaupkröfurnar eru settar það
hátt, að þeirra vegna, og annars
kostnaðar, verður tekjuhalli á
rekstrinum, j)á er annað tveggja
að atvinnuvegurínn verður að
leggjast niður, eða hitt, að kauþ-
ið veröur að lækka, ásamt öðrunt
þeim kostnaði, sern' við verður ráð-
ið. Og svo er nú kornið hag þessa
atvinnuvegs, að um þetta tvent
verður að velja.
Það er nú sjómannanna að
skera úr j)ví, hvort þeir telji hag
sínurn betur borgið með j)vi, að
togaraútgerðin leggist niður, og
þeir missi algerlega þá atvimnpeða
með hinu, að þeir fari að dæmi
annara, og sætti sig við lítið ei-tt
lægra kaup en áður, og haldi þá
atvinnunni.
E11 þegar sjómennirnir fara að
ráða þetta riíeð sér, Jiá er j)að
æskilegt að þeir geri það sjálfir,
an íhlutunar þeirra manna, sem
því miður virðast hafa haft of
mikil áhrif innan þeirra félags-
skapar, óviðkomandi .manna, sem
aldrei fara á sjó, og ekkert eiga
í húfi, hvernig sem um útgerðina
fer. —
Garðíir 300 ára.
J
*, Fyrstu dagana í þessum mánuði
hélt stúdentabústaðurinn Regen-
sen, eða Garður, sem kallaður er
af Islendingum, 300 ára afmæli
sitt. A sandsteinstöflu, sem greipt
er inn í einn vegginn á Garði ér
stofnárið talið 1623. Og til skams
tíma hefir Kristjan konungur IV.
veriö talinn stofnandi Garðs, þó
ýmsir vilji nú eigna næsta fyrir-
rennara hans frumkvæðið að því
fyrirtæki.
Garður hefir um langt skeið ver-
ið heimkynni margra íslenskra stú-
denta, og mun óhætt að segja, að’
þeir íslendingar, sem völdu sérí
Garðvist í stað ])ess að búa ann-
ars staðar, hafi best kynst Dön-
um og dönsku stúdentalifi. Hafa
jafnan búið alt að 12 íslendingum
a Garði, 0g fyrr meir fleiri, þang- '
að til hlunninclum stúdenta hqð'm
lauk j)ar, með sambandslögímum.
I gömlum skrám á Garöi „Kirkju-
bókunum" sem svo eru nefndar,
finst íslendinga víða getið. Voru
þeir allajafna vel látnir í stúdenta-
hópnum og kom það fyrir, að þeir, ,
næðu æðsta tignarsæti Garðbúa,