Vísir - 21.07.1923, Blaðsíða 2

Vísir - 21.07.1923, Blaðsíða 2
V ÍSIR NHTffiiM X OLSEN íli“” ,,ll!liffllai“? ,iMÍ,,“í —---------------------„AMOR“ Kaupum tLvit ogr blá. töíuskinn Fjórar stæröir af brúsum. Jöb. Olafsson & Co, Kardínálamessa. —o— Kardináli heldur í allra fyrsta skifti „Pontifical“-guÖþjón- ustu á íslandi. Hans Eminence kardináli Will- em van Rossum, er kom hingaö til landsins sunnudaginn 8. júlí meö gufuskipinu „Eotníu“ hélt í Landakotskirkju miövikudaginn þ. ii. sama mánaðar, kl. 9 fyrir liádegi — einkar tilkomumikla og mjög hátíölega „Pontifical“-guð- þjónustugerð, (þ. e. dýrðarmessu, iP.Þ.]). Það, sem allra fyrst bar fyrir augun, er inn í sjálfa kirkj- una kom, var hin dásamlega og dýrölega uppljómun og ljósaskrúð hennar, — hún var öll meira og íninna stráð og skrýdd fögrum lifandi blómum, — auk þess prýdd fleirlitum fánum hinnar kaþólsku kirkju, er blöktu meö þýðum og hægt-líSandi bylgjuhreyfingum yfir höfSum manna, þá inn var gengiö hiö blómum stráöa kirkju- gólf. Til vinstri handar viS altariö, þá inn er gengiö, var reist hásæti fyrir hans Eminence kardínálann og blasti viS, þar fyrir ofan há- sætishiminn (le dais), er gerSur var úr dökk-purpurarauSu silki- flaueli, sem hékk lítiS eitt niöur til hliöanna, lagt einfaldri gull- snúru aö ofan, og breiSum gullvír- boröa meS þéttsettu gullskúfa- kögri aS neSan. Öll sæti, bæSi uppi og niSri, i kirkjunni eru fullskipuS fólki og auk þess eru fjölda margir, sem verSa aö standa á gólfinu tii hliS- ar, — þvi miðgólf sjálfrar kirkj- unnar er variö og haldið mann- lausu og auSu af tveimur hinum mannborlegustu og vöskustu ein- kennisbúnu lögregluþjónum borg- arinnar. Þegar hér er komiS sögunni, þá er hans Eminence enn þá ókom- inn; en á meðan krýpur hinn postullegi Præfect hinnar ka- þólsku kirkju á íslandi, Monsignor Meulenberg, viS hinn ytri enda mið-kirkjugólfsins, er veit aS kór- dyrum og horfir eSa mænir til altaris og á Kristsmynd þá, sem er beint fyrir bak-stafni kirkjunnar. Rétt i þessum svifum, þá fær Monsigmor Præfectinn einhverja visbendingu um þaS, aS hans Eminence kardínálinn sé þegar að koma; fer hann því næst út fyrir dyr kirkjunnar til þess aö taka þar á móti hans Eminence 0g leiða hann i kór með föruneyti o. s. frv. Söfa- og stólafjaðrip margar stæiðír. Afar ódýrar. VERSL. B. H. BJARNASON Kirkjuskrúðgangan byrjar. í fararbroddi skrúSgöngunnar, sem virtist helst mynda einskonar oddfylkingu (la phalange) gengu 0 alíslenskir kórsveinar hinnar kaþólsku kirkju í Landakoti; skrúögöngubúningur þeirra er há- rauð skikkja meö hvítum, loSnum skinnkraga. Næst á eftir þessum uúnefndu kórsveinum komu um 18 alíslenskar ungmeyjar, — frá 10—12 ára gamlar, — klæddar al- hvítum búningi og fögrum blóm- u.m skreyttar; skiftu þær sér jafnt i samhliöa tvær raSir og stráöu blómum á leiö sinni inn kirkju- gólfiS fyrir fætur hins tigna og mæta kirkjugests Hans Eminence kardínála Willem van Rossum. Hans Eminence kardínálinn kem- ur í fylgd með handritara sín- um Monsignor Drehmanns. Præfectinn tekur á móti honum viö kirkjudyrnar og réttir honum kjúpandi vígt vatn. Þvi næst gengur hans Eminence inn í kirkj- una og gengur Monsignor Præ- fectinn Meulenberg honum til hægri handar, og ganga þeir sam- hliöa inn kirkjugólfið og beint inn i kórinn, en hans Eminence hneig- ir sig djúpt, krýpur á kné og ger - ir bæn sina o. s. írv.; aö þvi búnu gengur hann inn aS hásæti því, er honum var reist i kórnum og sest þar niöur umkringdur af hinum hérverandi kaþólsku klerkum og af hans eigin fylgd. Þá er Hans Eminence kardínál- inn sté inn í kirkjuna, þá glumdi stigharpan (orgeliö) samstundis við, er á hana var leikinn hjart- næmur og gagntakandi lofsöng- ur, sem fjöldi hinna kaþólsku systra hér i Landakoti sungu á latínu af mikilli snild meS stig- hörpuspilinu, svo sönn unun var á aS hlýöa. Þegar hér var komið, þá byrj- aöi fyrst fyrir fult og fast hin sanna Pontifical-guðsþjónustugerð og fór hún aö mestu eða öllu leyti fram á latínu. MeSan á sjálfri guðsþjónustunni stóö, haföi hans Eminence marg- smnis skrúðaskifti, sem hafSi auð- vitaö sína innri og dýpri merk- ingu og þýðingu fyrir hverja at- hafnagrein sjálfrar guðsþjónustu- gerðarinnar, sem sá er þetta ritar, getur þvi miður ekki gert sér full- ljósa grein fyrir, svo skiljanlegt Botnmáíiiing á Járrskip trá Internatlonal Com- positlon & Farvefabrik Bergen, er besta tegund sem fcægt er að !&. Birgtir fyrirHs.gjftndi. ÞÓKHUK SVEIMSSON & CO. - - r-firtnr-n.liiiú ■r:i-.r .v-.. ■ iiiiiintÉumWtel verSi öSrum eSa fari vel á í venju- legum íslenskum frásagnarstíl. Þrisvar sinnum settu hinir þar lil kjörnu kaþólsku klerkar kardi- i'.ála-mítrið* (la mitre) á höfuS Hans Eminence, er þá var í full- um skrúSa. Koma hans Eminence í kirkjuna c-g áhrif sjálfrar guðsþjónustu- gerðarinnar í heild sinni á kirkjugestina. Þegar kirkjugestirnir urðu þess áskynja, að H. Em. væri kominn til kirkjudyra og væri á leið inn í sjálfa kirkjuna, þá stóðu allir eins og einp maður — alveg ó- sjálfrátt upp úr sætum sínum, í djúpri og þögulli lotningu til þess aS fagna hinu tigna og ljúfmann- lega göfugmenni. — Komu- og móttökustundin i kirkjunni fyrir H. Em. var til- komumikil og hrífandi frá allra viSstaddra hálfu, — og má vel vera, aS sjálf H. Em. hafi fundið hlýjan lotningar- og velvildarfull- an hugarstraum leggja til sín frá gervöllum kirkjugestunum. Að komu- og móttökustundinni liöinni, - er sjálf dýrSarmessan, þ. c. Pontifical-messan byrjuð og allir komnir í sæti sín aftur, þá var alt svo djúp-þögult og hljótt í kirkjunni sem um háhelga væri þaS jólanótt, já, þaS var eins og íriSur Alverunnar svifi hér yfir hugum manna, — allir virtusl: vera snortnir af hinu sama inni- lega hugarþeli hver til annars, — allir virtust lúta í hjarta sínu hinni einu og sönnu guSdómlegu tign * íslenska orðið „mítur“ er hvorugkynsorð og er komiS af gríska orðinu j.uiQa frb. mítra, scm þýSir ennisband, á fr. ban- deau, = „mitre“ á frönsku, smbr. ísl. orðiS motur, þ. e. kvenskaut, skautafaldur, 0. s. frv. P. Þ. sjálfrar Alverunnar, — allur trú- arbragSamismunur og trúarkritur virtist algerlega horfinn sem skuggi, — allir virtust sameigiu- lega finna til þess, aS þeir byggju l’.ér undir einum og sama himni, — og aö Alveran ein væri alls og allra manna hið fyrsta og síðasta athvarf og hinsta skjól. Þess ska4 einkum getið hér, — iá, og þaö eftir hinum áreiSanleg- ustu heimildum, sem unt er að fá: aS Hans Heilagleiki sjálfur Páfinn gat- þess sérstaklega við II. Em. kardínála Willem van Rossum, laust fyrir för hans hingaö til ís- lruids: „að það hefði jafnan veriö sín innilegasta lífsþrá, að koma einhvern tíma á lífsleiðinni til ís* lands, en nú gæti það því miður ekki orðið“. Páll Þorkelsson. FtóksðlDhorlDiDar og æsingaundirróður Alþýðu- hlaðsins. „AlþýSublaSiS" hefir undan- farna daga veriS aS birta smá- glefsur úr grein P. A. Ólafsson- ar, um fisksöluhorfurnar; sem birtist í „Vísi“ á dögunum, en jafnframt leggur blaðiS þannig út af orðum Péturs, að meininga- munur verSur allmikill. „Vísir“ tekur sér þaö nú ekki nærri, þó aS Alþbl. finni aö því, að hann hafi ekki vakið athygli á þess- ari grein; hann hefir þó aö vísu gert það, með því aö birta næstu daga aSalefniS úr skýrslum P. A. ó. til stjórnarráSsins. En mesta athygli hefir hann vakiö á greininni einmitt meö því aö birta hana sjálfa! Þaö ætti Alþbl. nú lika aS gera, svo aö les- endur þess geti gengiö úr skugga um þaö, hvort ,,útleggingar“ þess séu réttar. ÞaS er eSlilegt, aS blaöiS leyni aö nota þessa grein, til að fá staSfesting á sínum kenningum um fisksöluna, en sá galli er á, að ekkert orö Péturs fer í þá átt. ÞaS tilfærir m. a. þessi orS úr greininni: „ÞaS er miklu fremur samkepnin útá viö, sem vér höf- um astæSu til aS óttast, þegar svo er komiS, að keppinautar vorir liafa jafngóöa vöru aö bjóSa og vér.....Af því stafar voði fyr- ir fiskframleiSslu vora.“ „Al- ]<ýSublaSið“ virðist leggja þann skilning í þessi orS, aö hættan stafi af innbyrSis samkepni ís- lenskra framleiSenda, þó aS P. A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.