Vísir - 11.08.1923, Qupperneq 2
V ISIR
Nýkomið:
Kaitðflur,
,öaucbL&d^ G^ddavírinn
Str&usykur.
Símskeyti
Khöfn io. á’gúst.
Frakkar og Þjóðverjar.
SímaS er frá París, aS Frakkar
vænti -þess, aS Þjóðverjar muni
brá'ðlega gugna og mótstaðan i
Ruhrhéraðinu detta úr sögunni.
Þess vegna eru nú sérfræöingar
Frakka og Belga að gera áætlanir
um að hagnýta sem rækilegast
auðsuppsprettur Ruhrhéraðsins. -
Franska stjórnin hefir mótmælt
því að Þjóðverjum verði veitt lán.
setn þeir hafa leitað eftir (hjá
bandamönnum?) og nema á 500
miljónum gullmarka.
Prentaraverkfall í Berlín.
Seðlaprentun hindruð.
Símað er frá Berlín, að prentar- |
ar liafi gert verkfall í morgun og
engin blöð verði prentuð, nema j
blöð iðnfélaganna. — Ríkisprent-
smiðjan verður að hætta vinnu og
stansar þá seðlaprentunin, en það
getur valdið ófyrirsjáanlegum
■örðugleikum, því- að seðlafúlga
ríkisbankans er mjög lítil.
Messur á morgun.
I dómkirkjunni kl. n, síra
Bjarni Þorsteinsson frá Siglufirði.
í fríkirkjunni kl. 5, síra Harald-
ur Níelsson.
í Landakótskirkju: Hámessa kl.
9 f. h. Engin síðdegis guðsþjón-
usta.
í Hafnarfjarðarkirkju: kl. 1
síðd: Guðsþjónusta.
t Viðeyjarkirkju kl. 3, síra
Bjaríii Jónsson.
Haraldur Sigurðsson
hélt síðustu hljómleika sína að
þessu sinni í Nýja Bíó í gærkveldi.
Verður þeirra nánara getið í næsta
blaði.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 12 st., Vest-
mannaeyjum 9, ísafirði 10, Akur-
eyri 11, Seyðisfirði 12, Grindavík
ii, Stykkishólmi 11, Grímsstöðum
10, Hólum í 'Hornafirði 10, Þórs-
höfn í Færeyjum 10, Leirvík it,
Jan Mayen 4, Mývogi 9 st. ______
Loftvog lægst íyrirsuðvestanland.
Suðlægur á suðvesturíándi. Kyrt
annars staðar. Horfur: Suðaust-
lægur á suðvesturlandi. Hægur
sunnan annars staðar.
Botnía
fer héðan kl. 10 i fvrramálið til
Hafnarfjarðar, en þaöan mánu-
dagsnótt kl. 12 á miðnætti, norð-
ur um land til útlanda.
Ljóskerastólpar
hafa verið málaðir víðsvegar
um bæinn i gær og undanfarna
daga. Ekki var frá þessu skýrt í
blöðunum, en bréfhólkar settir á
sunia staurana með áletruninni:
Nýmáláð. En víða var þessa ekki
gætt, og ef menn atliuga stólpana,
má sjá, að farfinn hefir strokist aí
mörgum þeirra, að nieira eða
minna leyti. Hafp margir skemt
föt sin á jiessu og beðið Vísi að
var við þessu.
ólöf Halldórsdóttir
í Hábæ við Skólavörðustíg,
verður níutíu og þriggja ára á
mánudaginn. Hún hefir enn fóta-
vist, en hefir mist heyrn og sér
illa. Hefir þó aldrei þegið af sveit
til þessa. —Vist mundi það gleðja
gömlu konuna, ef einhver mintist
hennar á afmælisdaginn.
Bágstatt heimili á Grímsstaðaholti.
Æskilegt væri, að sem flestir
réttu bágstadda heimilinu hjálpar-
hönd. Konan liggur nú á sæng með
4 börn og faðirinn sjúkur á Landa-
kotsspitala. Þegar hefir nokkuð
gefist á afgreiðslu „Alþýðublaðs-
ins“, en betur má ef duga skal.
Eru því vinsamlega tilmæli mín,
að afgreiðsla Vísis veiti einnig
móttöku gjöfum til bágstadda
heimilisins. Holtsbúi.
Gjaflr tilelIiheimilisinsGrund:
Prestur 10.00, Gunna 5.00, Til
minningar um frú Þórunni Guðjohn-
sen, Húsavík 50.00, Sigríður B. 4.00
Kaffigestir á Ellih. 10.00, P. áheit
5.00, Jón beykir 10.00, Oddur Öl-
afsson 10.00, Ónefnd 10.00, En
Fremmed 10.00, Stína 4.00, Tii
de Gamle 25,00, Áheit í bréfi 1.00,
Afhent dagbl. Vísi áheit 10.00,
Gömul kona 5.00, Afhent Jóni
beyki 10.00, Gjafir á gamalmenna-
skemtuninni 468.21. Frá dregst
ýms kostnaður 174.58. Eftirstöðv-
ar 288.68.
Rvík. 4. ágúst 1928.
Har. Sigurðsson.
HEVEA gúmmiskör
þekkjast ekki frá leðurskóm nema við nákvsama
athugnn. Eru þyl einu gúmmiskórnir sem binir
eru til i heiminum, er fara vel á ía&ti og hafa fall-
egt útlit, Hevea gúmmí-
skór eru sterkir, vatns-
heldir og sériega ódýrir.
Láros G. Mnm
Skóverslun.
m
STeskjar,
RúsiQnr,
Dilur,
Fiíjor.
fyrirliggjandi.
ÞÓBÐUK SVEIN88ON <fe co.
Islenska glíman.
Islenska glíman er tvímælalaust
ein af fegurstu íþróttum, þegar
þenni er vel beitt. Hvenær hún
liefir myndast verður tæplega sagt,
en hvernig hún er til komin, má
íremur hugsa sér. Þegar lianda-
lögmáliö réði eins miklu í deilu-
málum eins og orðavopnið og hver
einstaklingur varð að gæta réttar
síns og sjá honum farborða af eig-
in ramleik með krafti andans, —
eöa líkamans, — þá hefir glíman
að sjálfsögðu myndast. Meðan hún
varð ekki svo alkunn, seni nú er
hún orðin, hefir hún — og er jafn-
vel enn — ágætt vopn í höndum
þess veikari og snarráðari, á móti
þem sterka og seinlátari og má
sjá þess dænii í íslendingasögum,
að til hennar var þá gripið, er við
ofurefli var að eiga. Eftir því sem
iiandalögmálið missir gildi sitt og
deilurnar verða lagalegri, verður
glímunnar minni nauðsyn sem
Vopns, en þá breytist hún í leik
og þann veg hefir hún geymst með
þjóðinni. Þegar um líf og dauðn
var að ræða og gripið var til henn-
ar, er ekki við þvi að búast, að hún
hafi verið fögur, — en hún var
þörf, og því var hennar neytt.
Frá þeini tíma, sem glíman er
einungis iðkuð sem leikur, og þá
líklega frernur lítt æfð að staðaldri
og í vissu augnamiði vissan dag
arsins, má oft heyra skemtilegar
sögur um það, hvernig sá snar-
ráði og kraflaminni leggur að velli
sér langtum rneiri kraftamenn.
Verður ekki annað séð af þessu,
en það, að glíman hafi þá verið
minna æfð alment og því hafi hún
oftar komið mönnum á óvart en
nú. Það kemur og nokkuð til
greina, að fegurð glímunnar hefir
komið meira í ljós, þegar hún var
lcikur, oft milli tveggja einungis,
og þar að auki voru áhorfendur
fáir. Kappsins hefir minna gætt,
' þegar fáir voru til frásagna um
að, liver biöi lægra hlut. Verður
því að taka tillit til þessa, þegar
talað er um glímuna eins og hún
er nú.
Það hafa heyrst raddir um það
á siðustu tínium, að glímunni væri
að fara aftur, en þetta mun, sem
betur fer, ekki vera rétt, enn mun
ekki svo komið, þótt viðbúið sé,
aö svo verði, ef ekki er leitað ein-
hverra. ráða. Þegar á alt er litið,
mun glímunni miklu fremur hafa
farið frani en aftur til þessa. Gall-
ipn á fyrirkomulagi því, sem nú
er, mun vera sá, að óhæfilega mik-
ið tillit er tekið til þess að standa
fastur á fótunum, og verður þetta
því hættulegra fegurð glímunnar
sem þetta má æfa, sem annað; —
fer þetta að lokum svo, að risam-
ir einir bera sigur af hólmi, eins
og kvartað var yfir með réttu hér
í blaði þessu fyrir nokkru. Glím-
unni hefir í raun og veru ekki far-
ið aftur, en með því fyrirkomulagi,
sem nú er, getur henni orðið hætt
við að hverfa um of að uppruna
sínum, og má það ekki verða,
meðan hún á að vera fremur leik-
ur en vopn. •
Þegar glíman var endurvakin
fyrir eitthvað tæpum tuttugu ár-
um, varð áhugi alþýðu á henni
svo mikill, að næstum allir tóku
til aö glíma, og var þá vel. Þátt-
taka almennings er skilyrði fyrir
því, að glíman verði fögur. En
þetta mun því miður hafa breytst
nokkuð. Lífskilyrði glimunnar er
það, að sem flestir iðki hana, jafnt
sterkir sem ósterkir, og verður að
vinna að því. Því almennari sem
þekkingin er, á þessu sem öðru,
því minni hætta er á að lenda í
ógöngum; það er að mínu áliti
eina ráðið, sem hamlað getur því,
að risabragurinn einn nái yfirtök-
um á glímunni.
Flvernig á þá góður glímumað-
ur að vera? Því er fljótsvarað:
Sterkur, liðugur og drenglynd-
ur. Þetta eru aðalatriðin —
og öll atriðin. — Sá, sem bú-
inn er þessum kostum, er rétt-
kjörinn glíniukonungur. Kraftarn-
ir einir mega ekki ráða úrslitum.
Fimnin ein er ónóg og eintómt
drenglyndið, ef ekkert er annað,
nægir heldur ekki.