Vísir - 17.08.1923, Síða 2

Vísir - 17.08.1923, Síða 2
V ISIR r* lD) teimiNi lö Höíum fyrirliggjandi: Pappírspoks5, Umbúö»pappír, Seglgarw. egt útlit. skór eru sterkir, v*tns- beldir og sérlega édýrir. Lárns G. Liflísson 8teóverslun. HEVEA gúmmiskör lekkjast ekki fr& leðursköm nema viö nékvœma thugun. Eru þvl einu gúmmiskórnir sem binir ern til i heiminum, er fara vel á teti og hafa fall- gúmmi Símskeyti Khöfn 16. ágúst. De Valera handtekinn. Símaö er frá London, aö De Valera hafi verið handtekinn og fluttur í ríkisfangelsiö í Dublin. Bandaríkin og Norðurálfumál. Símaö er frá New York, aö Bandaríkin ætli að halda áfram sömu stefnu sem áður gagnvart málefnum Noröurálfunnar. (Sum- ir hafa búist viö, aö Bandaríkin .nundu eitthvað láta til sín taka um Ruhrmálin og önnur vandamál Norðurálfunnar. og áskoranir í þá átt hafa birtst frá einstökum mönnum þar vestra. Auðsætt er af þessu skeyti, aö forsetaskiftin valda engri hreytingu í þessu efni). Gengi erl. myntar í Kaupm.höfn, Sterlingspund ......... kr. 24.52 x<X) dollarar .......... — 538.50 I milj. mörk þýsk . . — 2.50 xoo frankar fr...........— 29.70 100 kr. sænskar.......— 143.40 100 kr. norskar....... — 89.50 Einkasalan. Úr þessu fara menn nú aö sjá, livernig landseinkasala gefst, og live gróðavænleg hún reynist land- inu.' Það kemur Vísi ekkert á ó- vart, þó, aö þeir menn, sem trúöti á þann gróöaveg, veröi fyrir von- brigöum. Það var stofnað til tóbaks-einka- sölunnar i gróðaskyni eingöngu. Gert var ráð fyrir því í upphafi, aö tekjur rikissjóös af þeirri versl- un yröu rúmlega 200 þús. kr. á ári, með því að leggja 15—50% á veröiö í hefldsölunni. Þinginu þótti þetta of lítill gróöi; það hækkaði þvi álagninguna um helming, eöa upp í 25—75%. Tekj- urnar uröu þó ekki nema 100 þús. áriö 1922. Vitanlega var þess ekki að vænta, að þær næðu áætlun fyrsta áriö. en með tilliti til þess voru þær þó áætlaðar 150 þús. í fjárlögunum. Á árinu 1924 eru tekjur af versluninni áætlaðar 200 þós., eöa eins og stjórnin hafði gert ráð fyrir að þær yrðu, með 20—30% álagningu, en ]æss er að gæta, að gróðinn ætti að vera alt að því helmingi meiri, af því að álagningin var hækkuð. Ef það liefði ekki verið gert, hefðu tekj- urnar af versluninni væntanlega ekki oröið mik.ið meiri en 50 þús. kr. fyrsta árið og úr þvi varla mik- ið yfir 100 þús. kr.’á ári, ef áætl- un fjárl. 1924 er nærri lagi. Er ósennilegt, að nokkru sinni hefði verið ráðist í þétta fyrirtæki,. ef menn hefðu ekki gert sér tálvonir um tekjurnar. Reynsla tóbaksverslunarinnar er cins og andstæðingár einkasölunn- ar bjuggust við, og áþreifanlegir eru á henni állir gallar einkasöl- unnar, viðskiftin stirð, vöruval ó- hentugt, vöruverðið hátt. svo að tilhneigingin verður mikil til að fara í kring urn hana. Enda fer innflutningur, að minsta kosti á ■s indlum, stórum minkandi, þ. e. sá innflutningur, sem opinberar skýrslur ná yfir. Vöruinnflutning- ur var yfirleitt talsvert rneiri árið 1922 en næstu ár á undan, eins og áður hefir veið skýrt frá hér í blaðinu. en svo var ])ó ekki um tó- baksvörurnar. Af þeim voru fltítt inn 65 þús kg., en árið áður 77 þús. kg., 1920: 137 þús. kg., 1919: 169 þús. kg., 1918: 71 þús. kg. Vindlainnflutningurinn var næst- um helmingi minni 1922 en 1921. Þetta væri auðvitað ágætt, ef á- reiðanlegt væri, að innflutningur- inn hafi ekki orðið meiri 5 raun og veru. En full ástæða er til að ætla, að smyglun hafi átt sér stað í allstórum stíl, og ríkissjóður þannig mist af tolltekjum. Mis- inunurinn á vindla- og vindlinga- innflutningi tvö síðustu árin var 9 þús. kg„ en tollurinn er 8 kr. á kg.. og er þá tekjumissir ríkis- sjóðs 72 þús. kr. En að vísu mun varla mega gera ráð fyrir því, að svo mikil brögð hafi verið að smyglun, enda væri þá gróðinn á einkasölunni orðinn lítill! Hins vegar rná vafalaust búast við þvi, að smyglunin fari vaxandi ár frá ári. Hér við bætist, að með einka- sölunni er fjöldi manna sviftur at- vinnutekjum, sem að sjálfsögðu væri að öðrum kosti greiddur tekjuskattur af til ríkissjóðs. Hver skvldi þá að lokum verða hreinn ágóði ríkissjóðs af þessari verslun? N— Hann verður víst harla lítill, þegar á alt er litið. Það á því tvínxælalaust að leggja niður tóbakseinkasöluna hið allra bráðasta. Því lengur sem hún verður rekin, því meira verður smyglað, og það er ekki víst, að það leggist alveg niður þegar í stað, þó að verslunin verði gefin frjáls einhvern tíma síðar, ef ])að verður orðið alsiða áður. Atvinnublaðamenska L J. —o— Hr. ritstjóri! Þér hafið í blaði yðar í gær tekið upp atriði úr grein Lárusar Jóliannessonar, 5 Verði, um stein- olíueinkasölu, sem þér reyndar lagfærið nokkuð i meðferðinni, ef til vjll til þess að nota þau gagn- vart mér. Vil eg því biðja yður um að birta i blaði yðar eftirfarandi skilaboð frá mér til lesenda Visis. Lárusi litla hefi eg þegar svar- að í sama blaði, ,,Verði“, og mun þarbest sjást.hve mikiðstendureft- ir af rakatilraunum hans. ,,Kaup- félagið" á Eyrarbakka hefir ald- rei boðist ti! að taka að sér stein- oliusöluna þar, heldur þvert á móti gert alt sem i valdi þess stóð, nú og í fyrra, til þess að varna því, að Landsverslunarolían kæmist á Eyrarbakka. Auk þess hefir fram- kvæmdarstjóri félagsins verið svo erfiður í viöskiftum við Lánds- verslunina, að hún mundi ekki trúa bonum fyrir vörum sinum. Kaup- maður sá, sem tók að sér olíusöl- una hefir reynst Landsversluninni áreiðanlegur og skilvís í viðskift- um. Að sjálfsögðu hefir forstjóri Landsverslunar samið við hann. Ókunnugt er mér, hvort hann er jafnaðarmaður eða ekki, enda skiftir það litlu máli í þessu sam- bandi. nema Vísir og Lárus vilji láta útiloka menn með öðrum skoðunum en þá sjálfa frá Lands- versluninni, sem menn af öllum pólitískum flokkum starfa við, bæði í og utan Reykjavíkur. Lóðin á Eyrarhakka er ekki dýr, er tekið er tillit ti! aðstöðu skúr- anna á lóðinni. sbr. leigukjör á bakkanum. Misskilningur mun það vera hjá Vísi, að Lárus haldi því fram. að Villemoes hafi orðið að híða '5 daga vegna bátaleysís afgreiðslu- manns, enda nær það engri átt. f stað þess að minnast á at- vinnustjórnmálamensku hjá mér í þessu sambandi finst mér. að Vís- ir hefði átt að minnást á atvinnu- Sfeskjar, Rnsinnr, Döðlnr, Fikjnr. fyrirliggjandi. ÞÓBBUB SVEINS80N & CO. blaðamensku I.árusar litla fýrir stórkaupmenn og Steinolíufélagið. Héðinn Valdimarsson. Sú villa hefir slæðst í greinar- kornið i Vísi, að þar er talið, að „Villemoes“ hafi tafist á 'Eyrar- bakka um 5 daga, en töfin hefír ekki orðið nema 4 sólarhringar, eftir því sem L. J. skýrir frá í „Verði“. Hann segir, að skipið hafi komið þangað að kveldi þ. 27. júní, en farið þaðan 2. júlí á hádegi. En oliunni hefði verið hægt að skipa upp á Jr—8 timunx, ef bvrjað hefði verið á því þegar’ í stað, um kveklið 27. júní, en veður spiltist ]). 28., svo að ekki varð aðhafst. En það var bátaleysi afgðreiðslumannsins, sem olli því, að ekki varð byrjað á uppskipun- inni þegar í stað. Og auðvitað er það tilviljun ein, og „lán í óláni", að töfn varð ekki enn þá lengri. — Að öðru leyti en þessu hefir Vísir hvorki „Jagfært“ né fært úr lagi ummæli L. J. Hann segir ekki, að Kaupfélagið á Bakkanum hafi „boðist til“ að taka að sér stein- olíusöluna, og í Vísi var það ekki haft eftir honum, heldur að eins að kostur hefði verið á því, að það tæki hana að sér, og það með miklu betri kjörum en tekið var. „Kaupfélagið hefðf viljað leigja skúra og port fyrir svo sem 250 kr. á ári. Auk þess hafði það bryggju og báta til ráðstöfunar til vppskipunar, og hefði tekið að sér að afhenda olíuna fyrir sanngjarna borgun, ef þess hefði verið beiðst“, segir L. J. En H. V. var ekkert að beiðast neins slíks, hann virðist hafa att manninn vísan, hvort sem hann hefir nú vitað um flokksaf- stöðu hans eða ekki! — Ummælí

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.