Vísir


Vísir - 17.08.1923, Qupperneq 3

Vísir - 17.08.1923, Qupperneq 3
VlSIR ÁOðt tipnl Si?Y CBT sigarettur. NaYytut Cigarettes WD&H.O.Wills. Bristol & London ■a \\ 1M535 S5553 Smísöluverð 75 m iu, 10 st W. D. & H. O. WILLS, BRISTOL & LONDON. Aldurshlutföll. H. V. um framkomu kaupfélags- stjórans á Eyrarbakka gagnvart Landsverslun viröast fautalegri en svo, aÖ þeim sé vel trúandi. Hvar mundi hann ætla sér aö fá stein- olíu, handa sér og viöskiftamönn- um sinmn, til útgerSar og annar- ar notkunar, ef ekki hjá Lands- verslun, sem nú hefir einkasölu á steinolíu? Þaö er auðsætt, aö þaö nær ekki nokkurri átt, aö hann hafi látiö sér koma til hugar „aö varna því, aö Landsverslunar-olís. kæmist á Bakkann", eins og H. V. segir, því aö þaö hlyti aö hafa orö- iö honum sjálfum hvaö verst. En af ummælum H. V. er auðsætt, aö honum er illa viö kaupfélagsstjór- ann, sem er vitanlega alleinbeittur andstæöingur hans í stjórnmálum, og því hefir hann ekkert viljaö við hann eiga, og „útilokaö" hann þegar af þeirri ástæðu. Taugaveikin. Engir sjúklingar haía bætst vjð þessa viku og engir dáiö. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík n st., Vest- mannaevjum 9, ísafirði 8, Akur- eyri 10, Seyðisfirði 6, Grindavík 10, Stykkishólmi 11, Raufarhöfn y, Hólum í Hornafirði 9, Þórshöfn i Færeyjum 10, Björgvin 11, Tynemouth 11, Leirvík 12, Jan Mayen 6 st. Loftvog lægst (745) íyrir sunnan land. Austlæg átt. Horfur: Noröaustlæg átt. Bjárni Sæmundsson, íiskifræðingur. er nýkominn vestan frá ísafjarðardjúpi. Hann fór þangað til þess aö safna gögn- rim um aldur ufsa. Unglingast. Æskan nr. 1 fer í berjamó næstk. sunnudag (sjá augl. í dag hér í blaðinu). Allmikið hey flytst nú til bæjarins á degi hverjum, bæöi landveg og sjóveg. Kvikmyndahúsin. G a m 1 a B í ó sýnir mjög góða mvnd, sem heitir: „Ástmey Na- póleons". Nýja Bíó sýnir mýnd sem heitir „Elskendur í eyðiey", mjög góöa mynd. Gjöf til hjónanna á Grimsstaðaholti, 3 kr. frá ónefndum. Lúðrasveit Reykjavíkur , fer skemtiferð upp aö Þyrli í Hvalfirði á sunnudaginn, ef veð- ur leyfir. Þeir, sem farseðla kaupa, eiga ekkert í hættu, þó að ferðin farist fyrir, því að þá verða seðl- arnir innleystir. Mory & Co., franska félagið, sem hér hefir verslað undanfarið, undir forstööu hr. E. Chouillou, hefir ákveðiö aö hætta viðskiftum hér, og er hús verslunarinnar, í Hafnarstræti 17, til sölu, ásamt öðrum eignum fé- lagsins. Hlutaveita verður haldin á Hofi á Kjalar- nesi næstkomandi sunnudag, 19, þ. m. Esja fer liéðan í fyrramálið kl. 10 suður og austur um land. Vegna farþega sem- komast þurfa tíl Kaupmannahafnar, lætur Eim- skipafélagið Esju hitta Goðafoss á Reyðarfiröi, sem fer svo þaðan samdægurs beint til Kaupmanna- hafnar. — Útlendur póstur^mur. einnig verða sendur með Esju héð- an. Mishermt var það í Vísi x gær, að þúfna- baninn hefði brotið iand á Lága- felli i sumar. Hann var þar að verki í fyrra. Kvittanir. Fyrir tjald handa Ól. Ólafssyni kristniboða: Safnbók nr. 2 (Á. Þ.) 25 kr., nr. 13 (K. P.) 25 kr. -I- 11 kr., nr. 14 (A. Th.), nr. 15 (G. S. P.), nr. 22 (I. S.), nr. 26 (M. J.), nr. 27 (I. G.), nr. 28 (Á. P.), nr. 21 (Sandh.), liver 25 kr„ M. Bjarnabæ 10 kr., ól. Eir. 2 kr.; alls 248 kr. í kristniboðssjóð: Hannibal 50 kr„ Finnb. 16 kr. (1 kr. á viku), sr. B. St„ Auðkúlu, 10 kr„ sami to kr. til Elliheimilisins. Ennfremur var í gær gefið til Sjómannastofunnar hér í bæ: S. B. 20 kr. og Á. J. 50 kr. Kærar þakkir! '23. S. Á. Gíslason. Þegar manntalið fór fram 1. des. 1920 skiftist þjóðin þannig cftir aldri: , Innan 15 ára .. 31.321 eða 33-i% 15—20 ára 8.998 — 9-5— 20—40 ára .... 27.071 — 28.6- 40—60 ára .... I7-348 — 18.3— Yfir 60 ára .. . 9.708 — 10.3— Ótilgreint 244 — 0-3— Samtals 94.690 100.0% Þessi aldursskifting er mjög svipuö eins og við manntölin næstu á undan. Það má því telja svo, aö hér á landi sé hér um bil þriðjungur landsbúa á barnsaldri (innan 15 ára), hér um bil tíundi hlutinn á unglingsaldri (15—20 ára) og annar tíundi hlutinn á gamals aldri (yfir sextugt), en tæplega helmingurinn á því skeiði. sem menn alment eru fullvinn- andi (20—60 ára). Þessi lilutföll eru samt alls ekki cins x bæjunum og í sveitunxun. Stafar það af flutningi fólks úr sveitunum til bæjanna, sem eink- um er ungt fólk uppkomið. Verö- ENGINN VEIT SÍNA ÆFINA — frá. — J>ér er nóg að vita í svip, að eg átti í Ihöggi við heiminn og beið lægra hlut. Eg varð að snúa baki við fyrri ævi og yfirgefa alls nægtir og lifa hversdagslegu lífi. Ef til vill var mér það hentara; sumir menn eru svo gerðir. En hvað sem því líður, þá komst eg í örbirgð og reyndi ekki að rétta við — og eg veit ekki, hvort mér hefði orðið það til góðs, þó að það hefði tekist." ,,Pabbi!“ sagði Rafe, ,,þú hefir ævinlega verið mér besti faðir —“ „Nei, mér hefir farist ránglátlega við þig, Rafe,“ sagði faðir hans og stundi og hristi höfuðið. „Eg hefði átt að gefa þér kost á að freista hamingj- unnar fyrir löngu, og senda þig að heiman —“ „Eg hefði ekki viljað fara,“ stamaði Rafe. „pér fer vel að segja það,“ sagði faðir hans, „og satt að segja býst jeg ekki við, að þú hefðir gert það. pér hefir ævinlega þótt vænt um pabba þinn, þó að guð viti, að eg átti það ekki skilið! Rafe, þessi maður hefir komið til þess að leita mín, — er ekki svo Gurdon?" Hr. Gurdon kinkaði kolli og var bæði hrærður og undrandi. „Já,“ sagði hann. „Eg hefi verið að leita þín. Eg hefi fréttir að færa, alvarlegar, já mjög al- varlegar, Wilfred." „Jæja, nú hefirðu fundið mig,“ sagði Jim, „en þú hefir komið of seint. Hvaða fréttir eru það? Eitthvað, sem litlu skiftir, hvað sem öðru líður.“ Joe gekk fram að rúminu og snart við hand- legg hr. Gurdon. „Tekur það því að gera hon- um ónæði?“ spurði hann dapur í bragði. Gurdon sneri að honum og sat á skapsmunum sínum. „Eg skil, eg skil!“ sagði hann og rétti fram báðar hendur. „Eg má ekki til þess hugsa að gera honum þetta ónæði nú, þegar hann er —“ Joe kinkaði kolli til samþykkis, eins og Gurdon hefði sagt: „þegar hann er að deyja.“ „En eg kemst ekki hjá því,“ sagði Gurdon. „Eg verð að fá nokkuð hjá honum áður en —pað „í varg~aklóm“, neðanmálssagan, sem nú er nýlokið i Vísi, og talin er einhver besta Vísis-sagan, þó að þá sé Iangt til jafnað, kemur á markaðinn næstu daga sérprentuð, 350 bls. i skrautlegu bandi, og kostar aðeins 4,75. Með því að fylla út Pönt- unarseðilinn ogsenda afgr. Vísis fáið þér bókina senda heim til yðar. Þessi saga kemur nú í „Hjemmet* og heitir þar „Stedmoderen“. Þeir sem byrjaðir eru að lesa hana þar ættu að notá tækifærið og ná sér i þessa bók. Gjðrið svo vel að senda mér und- irrit......eint. „t vargaklóm". Nafn .............1..:............ Reimiii Póststöð er afar mikilsvert, óhjákvæmilegt! Eg hefi komið frá London og flýtt mér alt hvað af tók, til þess að tilkynna honum —.“ Hann sneri sér að rúm- inu. „Wilfred, þú heyrir til mín, skilurðu mig?“ Maðurinn, sem hann kallaði Wilfred, hreyfði hof- uðið hægt og gætilega. „Já, eg hefi komið til að tilkynna þér — að Edgar og báðir synir haits eru dánir — urðu fyrir slysi á skemtiskipi — og að — að, — jæja, vxtanlega veitst þú það, að nú er komið að þér —“ Jim reyndi að rísa frá koddanum en hneig nið- ur og barðist við að ná andanum. En loksins tókst honum að mæla nokkur orð, og báðir lögmenn- irnir, annar stórfrægxxr en hinn útskúfaður, lutu yfir hann, og heyrðu þeir hann segja: „Vesalings Edgar! — Og báðir drengixmir? Mér — mér þykir fyrir því. Já, Gurdon, það hryggir mig, hvað sem hinu líður. petta éru hræði- legar fréttir. Og eg stend næstur? Auðvitað. Aldrei hafði mér flogið það í hug, — eg hafði nærri gleymt þessu Öllu—. Já þétta eru furðulegar fréttir, Gur- don. En þær koma of seint. Nei! pær berast mér of seint, — en ekki honum.“ Hann varð styrkari í máli og leit ástúðlega en sorgbitinn á unga, föla manninn, sem kraup við rúmstokk hans. „petta er sonur minn, eínkasonur minn, Gurdon.“ „Já, já, eg þóttist vita það,“ sagði Gurdon hrærður og starði undrandi á piltinn, rifinn og ógreiddan, marinn, sólbrendan og sprungna vörina, svo að vætlaði úr.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.