Vísir - 21.08.1923, Síða 2
VlSlR
} BfeMW i O
Höíum íyrirliggjaudl:
P&ppírspokgp,
Umbáð»pippíi
:ií .
HEVEA gúmmískör
þekkjast ekki fr4 leðurskóm nema við nikvæma
athugun. Eru þvf eiau gúmmfskórnir sem bánir
'ss^ss‘' eru tll i heiminum, er íara vel á fœti eg hafa fall-
egt útlit. Hevea gúmmi-
akór ern sterkir, vatns-
heldir og séríega édýrir.
Stórbruni í Birtingaholti.
8 nautgripir brenna inni.
Aöíaranótt þ. iSi var stórbruni
í Birtingaholti í Árnessýslu. Brann
til ösku fjós, haughús, hlaöa og
skemma, og 8 kýr inni. Björguð-
ust út úr haughúsinu 3 kálfar, 1
vetrungur, og 2 kýr, önnur dauö-
vona og einn kálfurinn. Kýrnar
sem ekki komust út, brunnu svo
aÖ segja til ösku og alt sem í
skemmu og fjósi var, en furöu
lítiÖ af heyi. Var hjálpin, aö lágt
var í hlööunni enn þá, og raki of-
an á af tööuhita. Var svo mokaö
mold ofan á og kæföur eldurinn i
heyinu meö því. En allmíkiö
brann alt i kring utan af stabban-
um um leiö og veggirnir brunnu
af hlööunni. Eldsins varö vart ná-
lægt miönætti. Hefir eflaust
kviknað út frá ösku sem borin var
í fjósið.
Er tjónið allmikið, húsin lágt
vátrygð, miðað viö núverandi verð
á byggingarefni, en gripir, hey og
munir allir, þar á meðal 6 sekkir
af kornvöru, var alt óvátrygt.
íbúöarhúsinu bjargaöi torfveggur,
sem er á milli þess og þeirra bygg-
inga senr brunnu, og svo þaö aö
logn var um nóttina. Heföi vind-
staða veriö af bálinu á húsið, heföi
þaö sjálfsagt ekki oröiö variö.
og steinolíueinkasalan.
í svargrein sinni til Lárusar Jó-
hannessonar, í síöasta blaði „Varð-
ar“, tekur Héðinn Valdimarsson
þvert fyrir það, aö tollhækkunin
á íslensku ullinni í Bandaríkjun-
um standi í nokkru sambandi við
steinolíueinkasþluna. Hann gerir
þá grein fyrir tollhækkuninni, aö
fyrst hafi íslenska ullin veriö „álit-
in að vera notuö aðallega til
teppa,“ en viö nánari rannsókn
hafi komið í Ijós, aö hún væri aö-
allega notuö „til dúka“, og „þar af
leiðandi“ hafi hún átt aö teljast
5 hærra tollflokki! Þó segir hann,
aö þaö sé „hugsjón Bandaríkja-
stjórnar“, aö „Standard Oil“ hafi
einokun á steinolíu, „hvort sem er
í stóru landi eöa smáu“, eins og
sést hafi á ófriðarárunum, er
SYeskjnr,
Rnsinnr,
Döðlnr,
Fftjnr.
fyrirliggjandl.
ÞÚBÐUB STEIN88ON & co.
Smásoiuverö á tóbaki
má ekkl vera hærr® exs héf segír:
Vindlar:
Pikaat 50 atk. kassían á kr. 23.00.
Brnitiengewoon — — — - — 20.75.
Exc-slíent — — — - — 18.75.
Amateráam Bank — - — - — 17.25,
1
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nernur
flutningskostnaði frá Reykjavik til sölustaðar, þó ékki yfir 2%.
dsverslun
Bandaríkjastjórnin hefði krafist
þess, aö „Standard Oil“ heföi
einkarétt til steinolíusölu hingaö.
En ef þetta er hugsjón Banda-
ríkjastjórnarinnar, þá liggur nú
ekki fjarri að geta sér þess til, að
sú hugsjón hafi einmitt opnaö
augu hennar fyrir ])ví, aö íslensk
ull væri ekki notuö „til teppa“,
heldur ,.til dúka“. Þaö er aö minsta
kósti einkennileg tilviljun, að sú
uppgötvun skykli vera gerð ein-
mitt rétt um það leyti, sem stein-
olíueinkasalan gekk í gildi hér á
landi. Og er þaö ekki heldur ólík-
legt, aö stjórnin hafi alveg slept
hendi af félaginu upp úr ófriðar-
lokunum, þegar sýnt var, að sam-
kepni i steinolíuversluninni mundi
einmitt þá fyrst geta farið aö
verða því hættuleg?
„Vísir“ getur ekkert fullyrt um
þetta. Hann er þessu máli svo ó-
kunnugur, aö hann veit ekki einu
sinni hvort íslensk ull er heldur
notuð „til teppa“ eða „til dúka“ í
Bandarikjunum. Hann þorir jafn-
vel ekki aö fullyrða neitt um þaö,
hver munur sé á þessu tvennu, t. d.
gólf-dúk og gólf-teppi. En aö öllu
gamni sleptu. þá viröist alveg
uauösynlegt aö rannsaka þetta.
Það er engu síður mikilsvert
fyrir hag landsins, aö fá fram-
j gengl lækkun á ullartollinum í
; Bandaríkjunum, heldur en á kjöt-
tollinum i Noregi. Og sérstaklega
væri þaö mjög mikilsvert fyrir
landbúnaöinn. Þaö er því full
pstæöa til þess, aö skora fastlega
á stjórnina, aö rannsaka þetta
mál, og leita samninga viö Banda-
ríkjastjórnina um lækkun ullar-
tollsins hiö allra bráöasta. — Og
þó aö ekki veröi nú betur séö, en
aö „Vöröur“ sé alveg sammála H.
V., þar sem hann gerir enga at-
hugasemd viö grein hans, eins og
grein L. J., þá er þess að vænta,
?ð hann láti þetta mál til sin taka.
Því aö jafnvel þó að ullartollur-
inn standi ekki í neinu sambandi
við steinoliueinkasöluna, mætti ef
til vill fá hann lækkaðan. Um
„Tímann“ þarf væntanlega ekki aö
cfast; hann sem hefir éinkarétt á
„lífsskoðunum bænda“, mun telja
sér skylt aö fylgja því fast fram,
að ullartollurinn veröi lækkaður.
Og jafnvel þó að engin von væri
um lækkun ullartollsins, þá er
nauösynlegt aö fá aö vita, hvort
steinoliueinkasalan hefir haft
nokkur áhrif á hann. Það er nauö-
synlegt vegna þess, aö ef svo væri,
þá eru „vítin til að varast þau“
eftirleiöis.
Flugsamgóngur Breta.
Fyrir skömmu síðan barst sú
simfregn hingaö, að Bretar heföu
afráðið aö koma á fösturn sam-
göngum i loftinu milli allra hluta
Bretaveldis. Til þess að halda uppi
föstum feröum milli Englands, ,
Egyftalands og Indlands, á aö j
byggja 6 loftskipatröll, sem hvert [
á aö veröa að rúmmáli eins og
stærstu gufuskipin, sem bygð hafa
veriö, hafa farþegarúm fyrir 150 j
íarþega, auk farmrýmis fyrir alls- i
konar flutning og 5 milj. tenings- 1
fet af gasi. Skipin eiga ekki aö
þurfa aö vera lengur en 3—4 sól-
arhringa milli Lundúna og Bom-
bay á Indlandi, hafa 80 enskra
rnilna hraða á klukkustund, og
geta siglt 3000 rnílur án þess að
lenda. Nú mun leiöin til Indlands
á sjó ekki farin á skemri tíma en
3 vikum.
Félag á aö stofna, til að koma
]iessu í framkvæmd, og verður
hlutafé þess 600 þús. sterlings-
pund, eti enska stjórnin styrkir
það meö lánum og ábyrgðum. Er
]iað skilyröi fyrir styrk af ríkisins
hálfu, að skipin geti flogiö til Ind-
lands á 100 tímum, en að því skil-
yröi uppfyltu, ber stjórninni aö
leggja félaginu 400 þús. sterlings-
pund á ári, sem lán. Fyrst í staö
á að fara eina ,ferð á viku, en síö-
an tvær, og á stjórnin þá aö leggja
íélaginu 41666 sterlingspund á ári,
fyrir hvert skip, i þrjú ár, sem
beinan styrk.
Gert er ráð fyrir því, aö fyrsta
skipiö verði fullgert á 18 mánuö-
um, en hin síöan á skemri tima.
Fargjald á skipunum til Ind-
lands veröur um 70 sterlingspund,
og er þaö nokkru minna en tiök-
ast á gufuskipum á sjó.
Veðrið í morgun.
Hiti i Reykjavík 10 st., Vest-
mannaeyjum 9, ísafirði 10, Akur-
eyri 10, Seyðisfirði 7, Grindavík
11, Stykkishólmi 10, Grímsstöðum
6. Raufarhöfn 8, Hólum í Horna-
firöi 9, Þórshöfn í Færeyjum 9,
Kaupmannahöfn 13, Björgvin 12,
Tynemouth 17, Leirvík 12, jan
Mayen o st. Loftvog lægst (737)
fyrir vestan Skbtland. Austlæg átt.
Horfur: Austlæg átt, en snýst
meira til noröurs.