Vísir - 21.08.1923, Blaðsíða 3

Vísir - 21.08.1923, Blaðsíða 3
yfsiR Sveinbjörn Egilson ritsjóri Ægis, er sextugur i dag, j>ó aS ekki megi þaö á honum sjá, ;— mætti eins vel ætla, aS hann væri fertugur. Hann er nú aö rita æviminningar sínar, og eru tvö hefti út komin, sem kunnugt er. Þessir 13 menn hafa sótt um hafnsögumanns- starfiS í Reykjavík: Skipstjórarn- ir: Þorvaröur Björnsson (nú sett- ur hafnsögum.), Ólafur GuSmunds- son, Sölvi Víglundarson, Stefán Jóhannsson, Stefán Pálsson (Vest- mannaeyjum), Finnbogi Finn- bogason, Friörik Björnsson, Ólaf- ur Waage, Guöm. Bjarnason, Da- víö Gíslason, Þórarinn Guömunds- son, Jón Þorkelsson stýrim. og Bjarni Kristjánsson stýrim. (nú bátsmaöur á Lagarfossi). Trúlofuð eru ungfrú Ólafía Bjarnadóttir og verslunarmaöur Siguröur ívars- son. Skotæfing í kveld i Örfirisey. Bátur fer frá steinbryggjunni kl. 7)4. Til nmlsmanna. Sr. Jóhannes L. L. Jóhannes- son hefir svarað okkur þremur, er 'hann þykist eiga sökótt viö. Svar- ar hann fyrst vini mínurn, hr. Þorl. Ófeigssyni og telur grein hans vindhögg. Þ. Ó. er manna ólíklegastur til aö slá vindhögg- in, enda mun hann hafa hæft það, er hann sló til þetta sinn sem oft- ar. Engin grein í deilum jressun: viröist hafa verkað líkt og hans. Sönnun þess er ritháttur sr. Jó- hannesar. Virðist hann nú orðinn tniklu kurteisari og (Samboðnarj uppgjafapresti en hann áður var. Farisear. — Illa er heiör. and- mælendum mínum, sr. Jóhannesi og öörum trúboösvinum við þaö, að mér skyldi detta Farisear í hug, er eg hafði hlýtt á ræðu trúboöa, er umhverfði kenningum Krists. Er ekki ólíklegt, að fleirum detti Farisear í hug, ]>egar þeir heyra prédikendur reyna aö hamra þær niður, af því að þeir rekast á þær í öðrum trúarbrögðum. Annars verður ekki séð, hvers vegna úrvalstrúmönnum okkar tima þarf að vera svona í nöp við nafnið Farisei, þar sem þeir virð- ast sjálfir vera lifandi eftirmynd hinna fornu Farisea, er uppi voru á Gyöingalandi um daga Krists. Þess ber að gæta að Farisear voru margir hverjir sæmdarmenn, þótt með þeim fyndist misjafn sauður í mörgu fé, eins og annarsstaðar. Þeir Ayoru og bæði Heima- og heið- ingjatrúboðar hinnar guösútvöldu þjóðar. Skulum vér nú athuga, hvað oröið merkir. Orðið ,,Farisei" er komið af gríska orðinu „pharisaios", en þaö var aftur dregið af hebreska orð- inu „párúsh", er þýöir „fráskil- inn“ (á ensku: „separated". Sjá: The Concise English Dictionary by Charles Annandale). Táknaöi orðið meö Gyöingum : CTrvalsmað- ur í trúarefnum. Fyrir þvi gátu og Farisear þakkað guði fyrir þaö, að þeir voru ekki sem aðrir menn, aö sínu leýti eins og Heima- og heiöingjatrúboðar munu þakka honum, aö J>eir eru ekki eins og nýguöfræðingar, spiritistar eöa hreinir og beinir heiðingjar. Þá var þaö sérkenni hinna fornu Farisea, að þeir voru miklir bibl- íutrúarmenn. Þeir töldu sig og rétttrúaöri og réttlátari en aöra Gyðinga. Verður svo ekki hið sama sagt um úrvalstrúmenn okk- ar hér á landi? Eru þeir ekki biblíutrúaðir eins og Farisear? Telja þeir sig ekki rétttrúaða, eins og Farisear gerðu? Líta þeir ekki svo á, aö þeir séu réttlátari en til dæmis menn, er fást við spirit- iskar tilraunir eöa gagnrýna Heil- aga ritningu ? Hygg eg aö þeir muni svara öllum þessum spurn- ingum játandi. En hver er þá mun- urinn? Standa úrvalstrúmenn okk- ar íslendinga nokkuð aö baki úr- valstrúmönnum Gyðinga ? Vera má, að menn segi sem svo : „Farisear, það er að segja, Heima- cg heiðingjatrúboðssinnar Gyð- inga, risu gegn Kristi og kenning- um hans." En þeir menn, er álasa mjög Heima- og heiðingjatrúboð- um Gyðinga, verða að gætá þess, að þessir fornaldar úrvalsmenn áttu ekki kost á því að horfa á Krist gegnum blámóðu rnargra alda erföakenninga.. Þeim er og holt að gera sér í hugarlund, að liér á landi risi upp umferðarpré- dikari, er brýndi það mjög fyrir mönnum að líta jafnan meira á líferni og hugarfar en trúarjátn- ingar og trúarskoðanir og teldi jafnvel einstaka menn, er falla iðu- lega fyrir freistingum, rniklu betri en ýmsa þá, er hendir engin op- inber hrösun, og þykist hafa áunn- ið sér eilífa sælu með því að þylja oft trúarjátning sína í heyranda hljóði. Ætli slíkur maður ætti upp á háborðiö meðal okkar úrvals- trúmanna ? Kenningar Krists komu víða í bág við rétttrúaðarvenjur Farisea. Þess ber þó að gæta, að þeir hafa verið margir svo, að þeir vildu ckki vamm sitt vita. Trúboðið, — bæði heima- og heiðingjatrúboð- ið — munu þeir og hafa rekið í besta tilgangi. Þeir munu hafa þóst gera guði þægt verk, er þeir lögðu fé og krafta og sjálfa sig i sölurnar fyrir þetta heilaga á- hugamál sitt, — alveg eins og nú er gert, þótt Kristur gerði ekki meira úr árangrinum en þetta, sem lesa má hjá guðspjallamanninum Matt. XXITI. kap. 15. versi og greinin „Trúboð" endaði á, eins og heiðruðum andmælendum min- um mun reka minni til. Vona eg, að útkljáð sé um þetta atriði og að andmælendur mínir kunni ekki ver við það að kalla sig þessu bibliulega heiti, Farisear Barnastráh attar verða alllir seldir ja&eð hálfvirði næatu daga. Vershmin „GVLLFOSS ' Slml 59$. Aucturxtrœti 12. eða úrvalstrúmenn, en undirritað- ur unir því að heita heiðingi. Tel- ur hann sér það sæmdarnafn, þar sem svo margir honum miklu meiri menn og betri hafa gengið undir þvi á öllum öldum. Hitt er annað mál, að það á ekki við þá, er geta hrósað sér af því að lifa algerlega eftir kenningum Krists og geta því þakkað guði fyrir, að þeir eru ekki eins og aðrii inenn, tollheimtumenn, bersyndug- ir og heiðingjar. Mega þeir því miklu fremur heita úrvalsmenn eða hinir útvöldu. Tvent er það, sem torvelt er að skilja um úrvalskristni íslendinga. Þeir sem til hennar teljast, þykjast fylgja guðfræðinni gömlu. Telja ]>eir það móðgun við sig, ef á því er ymprað, að þeir séu í raun og veru farnir að heykjast' á henm og hallast að meira eða minna leyti að nýrri guðfræðilegum skoð- unum. En hvers vegna halda þeir henni ekki á lofti, eins og hún var, meðan hún var í essinu sínu ? Hvers vegna berja þeir nú ekki eins hrottalega útskúfunarbumb- una og gömlu klerkarnir gerðu hér áður. Hvers vegna þora þeir ckki að ógna mönnum iðulega í ræðum sínum og ritum með dauð- anum og djöflinum og öllum hans árum, eins og gert var oft og tíð- um áður, meðan vani var að „kenna hartýsem kallað var? Væri og fróðlegt, að sýna, hvern- ig jafnvel blóðfórnarkenningin hefir meyrnað í meðförunum hjá manni, er telur sig með gamal- guðfræðingum. Svo er annað. Þeir menn, er teljast til úrvalskristni, þykjast nú vera með skilnaði rikis og kirkju. Hér skal ekki dómur á það lagö- ur, hvort hann væri æskilegur. En þeir vilja koma honum á, aðallega til þess, að úrvalsmenn þurfi ekki að hafa andlegt samneyti við ]>á menn, er ]>eir telja bersynduga í trúarefnum. En hvers vegna vinna þeir ekki að skilnaði? Hvers vegna halda þeir að sér höndum og láta alt dankast von úr viti? Ættu þeir ekki lengur að láta sitja við orðin tóm. úr því að þeir líta svo á, að flest væri fengið í and- legum efnum, þegar sundrungin væri orðin svo mögnuð, að ef til vill yrðu þrír eða fjórir söfnuðir í sveit hverri og menn frá sama heimili mættu ekki ganga í guðs- hús saman. Auk ]>ess er erfitt að skilja, hvernig úrvalstrúmenn geta unað ]>ví, að hér löðrar alt í heiðni að þeirra dómi. En 5 stað þess að reyna að kristna innlenda heið- ingja, stökkva sumir hverjir á ]>á skömmum, og vilja helst ekki liafa neitt saman við þá að sælda. E£ trúboðarnir, er sendir yrðu héðan* kæmu eins fram við útlenda heið- ingja og kristniboðsvinirnir hafa sumir hverjir komið fram vi8 flokksbræður þeirra hér, er vafa— samt, hvort árangurinn yði ölltt glæsilegi en hjá Faríseum í fora-- öld. (Framh.) Sig Kristófer Pétursson. Fólksflutningur til Bandaríkjanna. Fyrir nokkrum árum settu: Bandaríkjamenn ný lög um inn- flutning erlendra þjóða í landið, miklu strangari en þau, sem áður liöfðu gilt. Var þetta um þaö leytí, sem einangrunarpólitíkin stóð sean hæst, og allar þjóðir vildu vera . sjálfum sér nógar. Samkvæmt nýju innflytjendalögunum var á- kveðin tala þeirra, sem flytja máttu inn frá hverju landi um sig. og þegar sú tala var fylt var Ioka® fyrir innflutning þeirrar þjóöax það árið. Líklegt er að margfalt fleiri Ev- rópumenn hefðu leitaö vestur um liaf á síðustu árum, ef lög þessi hefðu ekki veriö sett. Því ástandið hér i álfu hefir víðast verið svc erfitt, að ungum mönnum hefir verið full ástæða að leita burt. Nýju lögin hafa því, að því er margar þjóöir snertir, en einkum þó Suðurevrópuþjóðirnar reynst eins og nokkurskonar bannlög við innflutningi fólks. í júní-hefti „Rewiew of Re- wiews" ritar Burton Kline, sem er starfsmaður í verkamálaráðuneyti Bandaríkjanna, um þetta mál frá sjónarmiði Ameríkumanna og áhrif laganna. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að með lögun- um hafi i raun og veru verið tefc- ið fyrir innstreymi erlends verka- fólks í landið. Á Kyrrahafsströnd- inni hefir verið þvergjrt fyrir inn- flutning gulu þjóðflokkanna frá Asíu. Og á austurströndinni er inn- flutningurinn sáralítill. Samkvæmt ákvæðum laganna hafa Norðurlanda]>jóðirnar leyfi til að senda um 20.000 manns til Bandaríkjanna á ári hverju; en þessar þjóðir hafa ekki notað sér þetta að fullu. Hinsvegar leita miklu fleiri af Spánverjum, ftöl- um og Balkanþjóðum, einkum Grikkjum til Ameríku en leyft er að flytja inn. Það hefir leitt af lögum ]>ess- um, að skortur er orðinn á verka- fólki I ýmsum Iðngreinum í Am- eríku. Áður fyr, méðan nög kom

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.