Vísir - 22.09.1923, Síða 2

Vísir - 22.09.1923, Síða 2
ylsiR Hlilhlutiuilli ársins U kiÍÉiii verður haldin í Bárunni á morgun (sunnudag). Hún Itefst kl. 5 íhlé verður kl. 7—8). Hlutavelta þessi verður sérlega gód því reynt heíir verið að vanda til hennar sem best. Oflangt yrði að telja upp alla þá mörgu, nytsömu drætti, sem þar fást fyrir aðeins 50 aura ef heppnin er með. Samt skulu nokkrir þeirra nefndir: 1 farseðill á iyrsta farrými sem gildir héðan til Kaupmannahafnar, þaðan til Svíþjóðar og attur heim. — 2 farseðlar á fyrsta farrými til Isatjarðar. — Lifandi sauðfénaður. — 800 kg. kol. —- Mikið af Fiski, nýjum og söltuðum. — Nokkrir Hveitisekkir. — Haframjöl. — Sykur. — Nýtt kjöt. — Is- lenskt smjörlíki. — Mikið af alskonar tatnaði karla og kvenna. — Bréfpressa nýsmíðuð úr kopar 50 króna virði og margt margt fleira. Inngfaug'ur kostar 50 aura og* drátturinn 50 aura. Lúdrasveit Reykjavikur skemtir. Virðingartyllst Kuattspyrnufélag' Reykjavikur. Símskeyti Khöfn 21. sept. Uppreisnin í Búlgaríu. Stjórninni í Búlgaríu hefir tek- ist aS bæla niöur uppreisnina. Samuingar Þjóðverja og Frakka. Símað er frá Berlín, aö Strese- niann hafi gert Frökkum tilboð um, a'S vinna skuli tekin upp aftur í Ruhr meS þeim skilyröum, að öllum veröi gefnar upp sakir, öll- um, sem vísaS hefir veriS úr landi, verðijeyft að hverfa heim aftur, að ÞjóSverjar taki við stjórn hinna lierteknu héraða og að frjálsar samgöngur verði leyfðar milli her- teknu héraöantta og annara hluta Þýskalands. Ráðherrafundurinn í París. SímaS er frá London, aS fregn- irnar frá fundi þeirra Baldwins og Poincaré í París, veki mikla undr- un méðal manna, sem nákomnir eru ensku stjórninni, en Reuters- frétastofa þykist ekki geta stað- fest þær fregnir. (Þessar vefengdu fregnir birtust í Vísi í gær, eftir frönskum heimildum, og voru á þá leiS, að ráðherrunum kæmi mjög vel saman um Ruhr-málin). Týndir norðurfarar. Skip var gert út frá Nomc í Alaska í sumar, til þess að leita að fjórum breskum þegnum, sem fóru til Wrangeleyjar í NorSur- íshafi í septembermánuði 1921, til þess aS helga Bretum landiS. Þeir höfðu haft ársvistir meS sér og gnægS skotvopna, og var svo ráð fyrir gert, aS þeirra yrði. vitjaS 'í fyrra sumar. En skip þaS varS síöbúiö, sem sent var'eftir þeim, og komst ekki alla leiS, vegna íss, c.g kom heim svo búiS. Þessir menn voru úr leiöangri Vilhjálms Stefánssonar, sem norSur fór 1921 og hefir Vilhjálmur variS öllu fé jinu til aS láta leita þeirra. Eru ' nú nýkomnar fregnir af þessu síS- ara skipi, sem komst aS vísu alla leiS, en þó of seint, þvi aS norSur- íararnir voru allir týndir, og vafa- laust dánir, en nreS þeim hafSi veriS Eskimóa-kona, sem var á 'lifi, og kunni aS nokkru leyti frá tíöindum aS segja. Foringi norðurfaranna hét Craw- ford. Hann hafSi lagt af staS í janúar i vetur viS þriðja mann, á hundasleðum. og ætlaö aS kom- ast til Síberiu. en ekkért þefir spurst til þeirra félaga síöan. Er taliS vist, aS þeir hafi farist, ann- aðhvort af hungri og kulda, eSa dottiS niöur um ís, og þaS þykir jafnvel sennilegra. En fjóröi maS- urínn varð eftir hjá Eskimóakon- unni, og haföi hann veriS veikur orðinn, er hinir fóru, en hann dó 22. júní í sumar, úr skyrbjúgi.. Ekkert fanst eftir þá félaga, nema skjal eitt i flösku, sem þeir höfSu ritaS 16. september 1921, þar sem þeir helguðu landiS Bretakonungi. Donaldson hét skipiS, sem sent var noröur i sumar; þaS var segl- skúta meS lélegri hjálparvél. Skip- stjórinn hét Noice. AS morgni dags 20. ágúst, voru þeir félagar aS sigla f.ram meS eynni, þegar þeir sáu konu á landi, og skutu þeir þegar báti fyrir borS. en þeg- :ir að landi dró. óS konan út i sjó á móti þeim. ÞaS var Eskimóa- konan. sem áður er getiS. Skip- stjórinn heilsaði henni meS handa- bandi, en síðan þögSu hæöi litla stu.nd, þangaS til hún spuröi, hvar Crawford væri og félagar hans, en er hún heyröi, aS þeir væru ekki frattt komnir, þá varS hún yfir- kontin af harmi og baS skipstjór- ann aS flytja sig heim til móður sinnar i Alaska. — Þegar hún hafði fengiS hressingu í skipinu, sagSi hún þaS, sem hún vissi um íélaga sína. Skiftar skoðanir eru um þaS, hvers vegna þeir Crawford lögöu af staS til Síberíu. Telja sumir, aS, 'dstaskortur hafi knúiS þá til þess, cn Vilhjálmur Stefánsson telur haS óliklegra, og finst sennileg- ast, að aSrar ókunnar ástæður hafi legiS til þess, eöa þeim leiðst biðin og ætlað aS hitta farandsala. sem mikiö er af uni þær ntundir árs i NorSur-Síberíu. Mennirnir voru vanir norSurförum, og hygg- ur V. St., aS þeir muni hafa farist niöur um ís. Enginn reykir og lætur sér á sama standa hvaða tóbaksgæði hann leggur sér til munns. Þrileikar. NiSurl, Ernst Schacht hcitir þriðji niaðurinn og er pianoleikari. Hann er fæddur 12. maí 1893 í Braunschweig og er af hljóm- leikaraætt. Hann stundaði fyrst nám hjá Hofkapellmeister Riedel í Braunschweig, en síðar fjögur ár i Leipzig hjá hinum heimsfræga pianokennara próf. Teichmuller og lauk æðsta prófi við Konservatorium der Musik þar. Mun því enginn efast um listgildi Schachts, enda er óhætt að setja hann á bekk með þeim öðrum pianoleikurum, sem hafa látið til sin heyra á íslandi, þó að ólíkur sé liann þeirn að eðli. Er þá að visu mikið sagt. Scha- cht var tvisvar tekinn í þýska herinn i ófriðnum. Sumarið 1916 tók hann nokkra kenslu- tíma hjá hinum þekta piano- kennara Max v. Pauer (Stutt- gart). Eftir það var hann um tíma i sjóhemum, en þó mest sem hljómleikari. Eftir ófrið- inn hafði hann betri færi til opinberra starfa og lék bæði í stofutónverkum („Kammer- Kaupið ekki þær cigarettur sem eru ódýrastar og lélegastar, því aÖ þær eru handa þeim sem ekbi eru vand- látir og fara á mis við ánægju reykingamannsins. §J^*" Biðjið um cigaretturnar í r a u ð u pökkunum. DOUQLE SIX Ttte Lufiuvy Gi&arettes músik“), einleik á heilum piano- kvöldum og svo í sínfóniu- hljómleikum verk fyrir piano og orkester (Konserte). Bæði blöðin og merkir listamenn lofa leik hans einróma. Schacht er hæverskur alvörumaðm:, sem á marga erfiða stund að baki sér. Nú er það enn undir Reyk- vikingum komið, að hve miklu leyti þessir 3 menn fá notið sín og hve miklu þeir fá afrekað. Ef menn meta æðri listina meir en þá óæðri, þá munu þessir menn ná að veita almenningr sitt besta. peir hafa allir fast- an áhuga á að stunda hið eiiífa listarnám sitt áfram á íslandi, til þess að list þeirra geti fyr eða siðar orðið alkunn sem heims- gild. Allir veita þeir kenslu, þeim sem hennar óska, einnig byrj- endum og munu með sinni eðK- legu framkomu og áhuga fá gert sig vel skiljanlega. Vonandi fara Reykvikingar nú að sjá hverja stefnu ber að taka í tónlistarmálum. Er þir f

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.