Vísir - 03.10.1923, Blaðsíða 3
VfSIR
Bókafregn.
Einar II. Kvaran: S v e i t a-
V
s ö g ur, gamlar og nýjar.
— Reykjavík. útgefandi
Þorsteinn Gislason. 1923.
í þessari bók eru fimm sögur
frá ýmsum aldri. Hafa þrjár
þeirra birtst áöur á prenti, Sveinn
káti (1883), Brúin (1896) og Altaf
að tapa (1916), en tvær eru nýjar,
Sigríður á Bústöðum (1922) og
lengsta sagan, Móri (1923). Er hér
því gott færi á að bera saman rit-
hátt og efnismebferð höt'undarins
á ýmsum tírna, þv.í aö auövitaö er,
aö hvorki ritar hann né hugsar nú
á sama veg sem fyrir fjörutíu ár-
urn, en svo gömul er elsta sagan
i safni. þessu. í fyrri sögunum
kemur og ekki í ljós nein frum-
spekileg (metafysisk) lífsskoöun,
en í síöustu sögunni er höfundur-
inn ótvíræöur talsmaöur ákveðimi-
ar kenningar um slík efni. Allar
eru sögur þessar snjallar og vel
ritaöar, en einna best þykir mér
Brúin, vegna snildarlegrar listar á
mannlýsingunum; einkum er Sig-
valdi karlinn sannur og ógleyman-
legur. Sigríður á Bústöðum er og
ágæt saga um sundrung milii
hjóna og -sættir eftir tíu ár. Altaf
að tapa lýsir bónda í sveit, gæfu-
manni, sem hefir kömist ágætlega
áfram og eignast konu þá, sem
hann unni hugástum, en finst hann
samt altaf hafa veriö að tapa; svo
rikur er meö honum barlóms-andi
íslenskra bænda. Siöasta sagan,
Móri, er íslensk draugasaga, skýrð
á spiritistiskan hátt. Er líklegt, aö
mjög veröi skiftar skoðanir um
efni hennar. Fyrir mitt leyti hefi
eg ekkert við þaö að athuga,
hvorki atburðina né skýringuna á
þeim, og hygg eg hvorttveggja
vera samkvæmt veruleikanum eöa
injög nærri honum. í sveitinni, sem
írá er sagt, er verulegt hjátrúar-
andrúmsloft, ramm-íslenskt, og
höf. tekst mætavel að sýna fram
á sannleikskjarnann i þeirri hjá-
trú, nefnilega dularfult fyrirbrigöi,
Atakanlegt er hugarstríð 0g ör-
vænting Guðbrands bónda i þess-
ari sögu, og bi-jóstumkennanleg
eru vaudræði prestsins — gagn-
vart því, sem hann telur „hjátrú
cg hindurvitni", — þegar hann sér,
hve rótgróið þaö er í vitund sókn-
arfólksins. En hann er svo ærleg-
ur þrátt fyrir alt, að þegar reynsl-
an sækir hann heim, þá tekst
henni að sannfæra hann. Margt er
snildarvel sagt í sögu þessari, þótt
ekki séu notuð stór orð; það er
ti) dæmis nöpur ádeila á prestana
og fræðslu þá, sem þeim er veitt,
falin í þessum orðum Guöbrands:
,,Mig hefir altaf grunað það, að
þér munduð vita meira um þetta
(þ. e. draugaganginn), en þér haf-
ið látið uppi. Því að eg sá það, að
eitthvað hljótið þiö að læra
þarna á prestaskólanum." —
Mjög skiftir í ýms horn um
skoðanir manna á ritstörfum Ein-
ars H. Kvarans seinustu árin. All-
jr munu vera sammála utn rit-
Miðvikudaginn 3. okt. 1923.
snilli hans, en sumum þykir bera
of mikið á „lioöskapnum" og finst
það heldur rýra listina. En ætli
það sé ekki heldur um hitt að
ræða, að höf. ritar ekki eingöngu
fyrir listina lengur, heldur og fyr-
ir lífið? Og í mínum augum hefir
sá boðskapur, sem skáldið flytur,
írábærlega mikið lífsgildi, og ætti
því að mega fyrirgefa það, þótt
nokkuð mikið beri á honum. Og
ríst er um þaö, að þótt listin sé
nú af höf. notuð í þjónustu kenn-
inga, sem eru óvinsælar af mörg-
um og all-mikill vandi á að boða,
svo að hún njóti sín stundum ekki
til fulls, þá hefir höí. á hinn bóg-
inn fengið meira vald á vopnum
sínum, en hann hafði á ungaaldri.
i staðinn fyrir hvikláta fjörspretti
æskunnar er nú kórnin vissá og
þroski hins fullorðna manns. í
staöinn fyrir vonlausa meðaumkv-
un með olnbogabörnum lífsins er
nú komin vissan um vald kærleik-
cns hér og á síðan, árdegisljómi
og eilífðarvon.
Jakob Jóh. Smári.
Árni Jóhannsson: V 0 r-
m e r k i. Bókaverslunin
Emaus gaf út. Rvík 1923.
Þessi litli bæklingur er ágrip af
ftórmerkilegum ritum erlendra
fræðimanna um tímatalið i spá-
•lóm biblíutinar og sambandi þess
við veraldarsöguna, og jafnframt
um tímatal Gvðinga.
Aðalstuðningsrit liöf. er; „Light
ror the last' Days" eftir dr. Grattan
Guinnes, „hálærðan mann og
djúpvitran". Þar eru hinir mörgu
spádómar biblíunnar, sem frarn
eru komnir, „lagðir fram og
skýröir i dagskæru ljósi veraldar-
sögunnar og þann veg sýrtt fram
á, hverra uppfyllinga vér niegum
vænta i náinni framtíö."
Bæklingurinn kostar aö eins 1
krónu og er hinn merkilegasti og
eigulegasti í alla staði.
B. J.
Ávarp til kennaranDí.
—Ö—*
„Bróðir í neyÖ.“
Eg vil gjarna telja mig til kenn-
arastéttarinnar enn. Enda hefi eg
fylt þann flokk heima og erlendis
í full 20 ár. Auðvitað erum við
veigalítil stétt, getum ekki einu
sinni haldið út blaði voru, sem þó
er fyrsta skilyrði sambands ísl-
kennara. Svo veigalitil er stétt vor,
að hún lætur sér margt misjafnt
bjóða. Enda er henni einnig margt
misjafnt boðið! Því miður er all-
margt af þessu sjálfskaparvíti. Og
þau víti eru sárust. Félagslegt á-
hugaJeysi og þroskaleysi eru
verstu mein ísl. kennarastéttarinn-
ar! Úr því þarf að°bæta, og það
sem fyrst!
— Að þessu sinni er það alveg
sérstakt mál, sem eg vildi hreyfa
við kennara þá, er þessi grein nær
tií. Það snertir ekki bein félags-
mál, og er því, sem betur fer, alls
eigi komið undir þroska eða
þroskaleysi stéttarinnar. Þaö er
einfalt mál, er talar beint til hjarta
iivers einstaks kennara, sem er
góöur og göfugur maður. Talar
svo átakanlega, ab eg veit með
vissu, aö þvi muni alhr kennarar
ljá eyra!
Emn stettarbroðir vor er i neyö
og þarf bráðrar hjálpar við! Lífið
sjálft er i húfi. Viö getum mjög
sennilega bjargaö þvi. — Og þá
látum við það auðvitað ekki ógert!
— Hann er maður á besta aldri,
fékk berkla upp úr „Spönsku veik-
inni", lá um hríö á Vífilsstöðum,
en er einn þeirra, sem ekki fær að
vera þar lengur, þótt um lífið sé
að tefla! Hann lá alllengi rúmfast-
ur rétt á eftir aö hann fór af hæl-
inu. En i sumar hefir hann hresst
allmikið, og er nú góð batavon, ef
hann fengi að njóta góðrar hælis-
vistar!
Nú í surnar hefir hann venð svo
heppinn, að fá loforð um vist á
góðu heilsuhæli í Noregi, i neðan-
veröunt Guðbrandsdölum, þar sem
loftið er mjög hreint og heilnæmt,
skógar- og fjallaloft. Er þaö ef-
laust fyrir sérstaka góðvild hlut-
aöeigenda, að hann hefir fengið
hælisvist þessa, því aðsókn er þar
miklu meiri en tök eru á að sinna.
Þam.-ig snýr þá mál þetta við;
Framundan er lífið. Dauöinn að
baki ( — Og nú veltur alt á því, að
vér stéttarbræður Iians gerum
kyldu vora, því aí eigin ramleik
getur hann ekki notið hælisvistar
þessarar. Með frjálsum samskotum
verðum vér hið allra bráðasta að
tryggja honum vetrardvöl á hæl-
inu, — og svo koma seinna tímar
og ráð til að bæta sumrinu viö á
eitir, því ársdvöl veröum við að
ætla honum til fulls bata! 1
Eg fjölyrði eigi frekar um þetta.
— Stjórn Kennarafélagsins mun
taka málið að sér. En eg er fús
til aö skýra bæði kennurum og
öðrum, er þess æskja, hánara frá
öllu þvi, er að þessu lýtur.
Helgi Valtýsson.
(Sími 1250)
Langarnar enn.
Siðastl. höfuðdag flutti Vísir dá-
litla grein frá okkur með fyrir-
sögninni „Laugarnar". Var þar
skorað á bæjarstjórn Reykjavíkur
að láta raflýsa Þvottalaugarnar.
Síðan áskorun þessi var birt,
liefir ekkert heyrst, sem bendi á
bráðar framkvæmdir. Vel getur þó
verið, að hér sé hugsað skakt.
Bæjarstjórnin getur náttúrlega
geymt þetta mál einhversstaðar í
nnum hugarheimi, þótt hreyfing-
ar þess hafi ekki fundist enn fara
um Laugarnar. En vér óttumst, að
áherslan sé ekki ýkja-skörp enn
þá. Og þessi ótti styöst við þá
staðreynd að margar nauðsynlegar
framkvæmdir sýkjast af gerli
þeim, er „seinlæti" nefnist.
Vér ýtum ekki undir þetta mál
af öðru en því, að dagleg reynsla
vor sýnir og sannar, að betri ljosa
Gólf'dákar
og vaxdúkar, miklar birgðir, einn-
ig dívanteppi, frá kr. 15.50.
JÓNATAN ÞORSTEINSSON.
Magasin
du
Nord
Kaupmadr aliöfn
Linvötudeiidia var opnuð
nánulaginn I. okt.
V0RBHÖSIÐ
Fyiir velaiii.
Gerið innkaup yðar á öllurn
matvörum, hreinlætisvörum og tó-
baksvörunt. Talið við okkur áður
en þér festið kaup annarsstaðar.
V O N,
Sími 448.
Rúmstæði
aihkonar
og tréfitólar, mjög ódýrir, hjá
JÓNATAN ÞORSTEINSSYNI.
er bráð þörf. Og vér fáum ekxi
betur skilið, en dráttur í þessu efni
sé vart án vansa. Það mun eigi
ofmælt, ab allir vinnustaðir
Reykjavíkur séu nú raflýstir orðn-
ir. Því er sú tilfinning rik í huga
vorum, ab vér, sem stöndum við
þvottakerin i laugunum, eigum
jafna heimtingu á nægri birtu sem
þær, er þræða saman silkikjóla
tneð „blúndum og baldýringum".
Nú vill svo vel til, þegar nátt-
myrkrið og næðingarnir eru að
taka völdin, að borgarstjórinn
okkar er inýkominn heim lífs og
heill úr löngu ferðalagi. Og nýjti
fjöri og kröftum hefir hann safn-
að í sóllundum Danaveldis og á
leiðinni um Islands ála.
■ Oss sýnist því síst úr vegi, að
beina nú hér með áskorun vorri á
ný. til borgarstjórans og bæjar-
stjórnarinnar, að taka þetta mál
til íhugunar og aðgerða. Og uni
leið og vér sendum þessa áskorun,
finst oss sem ekki muni langur
tími líða, uns vér verðum álíka
glaðar og hermaðurinn, sem Napó-
leon leysti frá dauðadóminum
forðum.
Nokkrar þvottakonur,