Vísir - 23.10.1923, Page 2

Vísir - 23.10.1923, Page 2
VÍSIR liM^lTm IÖLSEINI (d Höfum fyrirliggjandi: Matarkex „Snowflake" Rúgmjöl Hveiti Kartöflumjöl Hrísmjöl Sveskjur Rúsínur Döðlur „Consum“ súkkulaði „ísafold" súkkulaði. Pappírspoka. — UmbúSapappír. — Seglgarn. Skip sekknr. 4 menn drukná. linskur línuveiöari, sem Qjine heitir, kom hingaö í morgun meö ellefu Norömenn, sem hann haföi fcjargað af löskuðu og sökkvandi skipi norður af Vestfjörðum. Skip- ið hét „Sjöulv" og var nýlega sent frá Noregi norður i fshaf til að leita að öðru skipi, Conrad Holm- boe, sem það hjálpaði til ísafjarð- ar nýlega. En þegar þangað kom, barst skipinu neyðarkah frá norsku loftskeytaskipi, sem verið hafði norður i höfum og lagði Sjöulv þegar af stað til að bjarga því, en hrepti fádæma ofviðri norður í íshafi og sópaði sjórinn ofan af skipinu og tók út fjóra menn, skipstjórann og þrjá háseta. Eftir það hrakti skipiö hjálpar- laust og kom að því svo mikill leki, að skipsmönnum tókst nauðu- lega að halda þvi á floti og sáu ekki annað en dauðann fyrir sér.. En af einstakri hendingu rakst linuskipið á þá og bjargaði þeim, ■en „Sjöulv“ sökk þá þegar. ðf Vinir mínir á A-listanum eru nú í kosningahríðinni búnir að tön- last svo mikið á mér fyrir afskifti mín af Spánarmálinu, þar sem þeir vilja telja mig frumkvöðul að þvi, að undanþágan var veitt frá bann- lögunum, að það er máske rétt að eg svari því fáum orðum, þótt ó- jþarfi ætti að vera. Það er nú fyrst og fremst rangt að kalla mig frumkvöðul eða nokk- urskonar oddvita þessa máls. Eg hafði þar ekkert frumkvæði og gerði ekki annað af mér í sjálfu málinu en allir aðrir þingmenn að einum undanteknum. Málið var frá öðrum runnið en mér og það hefði fengið sömu úrslit ])ó að eg hefði aldrei á þing komið. En eg skal kannast við alt, sem eg gerði í málinu, og standa við það án þess. að fyrirverða mig. Þaö er þá fyrst, að þegar eg sá hvernig fara hlaut um úrslit máls- iris, þá mælti eg með því, að þing- menn hefðu samtök um atkvæða- greiðslu í málinu. Eg sá, að ef at- kvæði hefðu fallið á bága bóga, en þó talsvert fleiri með undan- þágunni, eins og eg vissi að verða mundi undir þeim kringumstæð- CHEVROLET* i tons flutningabifreiðar kosta að eins Heildsala. Smásala Kerti margar tog þ. á. m. Jölakerti. Ódýrari en allstaðar annar- staðar. fersl B. H. Bja nason Ljósakrónur Stórt og fagurt úrval. Jíýkomnar Yersl. B. H. Bjarnason. um, þá gat litið svo út, og hefði verið revnt að láta líta svo út, sen. bannstefnan sjfilf væri kominQ minni hluta, og kærði eg mig ekk- ert um að láta andbanninga hlakka yfir því. Það reið því á, að rugla atkvæðagreiösluna svo, að engum gæti til hugar konuð, að hér skift- ist eftir fylgi eða andstöðu við bannið sjálft, og því varð best ] náð með ]>vi, að allir greiddu at- kvæði eins. Meö þessu var því reynt að bjarga því, sem bjargað varð’, af áliti bannstefnunnar. Auövitað mátti búast við, að hjá mörgum þingmönnum væri rík tilhneiging, að vera sjálfur á móti, en láta „hina“ samþykkja. Það er þessi lítilmensku-tilfinning, að bjarga sjálfum sér, en fljóta á öðr- um. En eg verð að segja, að álit mitt á þingmönnum íslendinga óx við að heyra, hve.einróma menn neituðu að skreyta sig með þessum lítilmensku geislabaug. Þeir neit- uðu því allir — nema einn. Hann fær líka að bera hann sér til sóma. Svo bættist annar við, og hrifsaði helminginn af baugnum. Njóti þeir hans vel og lengi! Annað, sem eg gerði, var það, að eg lagði töluverrða vinnu í það, að vera framsögumaður viðskifta- nefndar í málinu. Gerði eg það af því, að eg vissi, að þó að bita yrði í súra eplið, þá var ekki sama með hvaða hætti, eða með hvaða um- mælum það væri gert. Nefndar- álit það, sem eg skrifaði í málinu, hefir verið ])ýtt á erlend mál, og liklega komist víðar en nokkurt annað þingskjal héðan. Og það hefir einn ágætasti og kunnugasti bannmaður landsins, Einar H. Kvaran sagt, að það hefði gert mjög mikið til þess að skýra fyrir mönnum afstöðu okkar í bann- málinu. Og svo skýr er hún, að íslenskar' krónur hér á staðnum. E ru með fyrsta flokks útbúnaði af nýjustu gerð. Engar betri bifreiðar fyrir jafn lágt verð, enda smíð- aðar í stærstu bifreiðaverksmiðjum heimsins, þar sem vinna 103.000 verkamenn. j. t Einkasalar á íslandi 01a.fsscm & Co. Tvísöngvar, Duet. Benedikts Elfar og Símonar Þórðarsonar verða endarteknír í Nýja Bió miðvlkadagskvöld kl. 7!/2. Aðgöngumiðar séldir í bókaverslun Isafoldar og Sigf. Eymundssonar. Smásotuverð á tóbaki 10 stk, pakki kr 150 — — — — 1,50 má ekki vera hærra ea hér segír: Smávindlar: Adonis Favorite Vindlar: Tradition 100 stk, kessi kr. 25,30 El Gfarrardo — — — — 35,10 Liberty — — — — 36.80 King (Schmidts) — — — — 36,80 Utan Reykjavíkur má verðið vera þvi hærra, sem nemor flutningskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, pó ekki yfir 2%. Landsve rslun. hvert sem farið er og hvar sem að því er spurt, játa allir um víða veröld, að okkur hafi verið nauð- ugur einn kostur, að gera það sem við gerðum, — allir, nema vinir okkar hér heima, sócíalistarnir, sem vilja reyna að bola mér út úr þinginu, og hafa þetta að rógmáli gegn mér. Þriðja, sem eg hefi gert í þessu máli, var það, að eg fékk þann heiður, að vera framsögumaður alls þingsins að yfirlýsingú þess efnis, að þingið hefði gengið að Sþánarsamningnum nauðugt, og að eins til þess að bjarga íjárhags- sjálfstæði sínu. Þessi yfirlýsing þingsins var birt fyrir bannvina- þingi í Lundúnum, og skildu þeir, sem þar voru, svo vel afstöðu okk- ar, að fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að^iinna, er þeir heyrðu þessa yfirlýsingu, sem samþyKú var í einu hljóði. Fjórða, se'm eg hefi gert í mál- inu, var það, að eg gerði, ásamt örðum þingmanni, tilraun til þess að fá veitt af þinginu ríflegt fjár- tillag, til þess að vinna að ])ví, að algert vínbann gæti komist aftur á. Eini maðurinn, jem beinlinis andmaelti þessu, og taldi templara líklega til þess að standa þá í vegí fyrir því, að bannið yrði lögleitt hér aftur, var bannhetjan gamla Jón Baldvinsson. En frv. náði ekki að verða útrætt á þinginu. Þetta eru mín afskifti af bann- málinu. Alþýðublaðið og leiðtogar ] alþýðuflokksins mega gjarna setja mig i einhvern annan og lægri ílokk sem bannmann en þá flokks- bræður sína, Stefán Jóhann, Jón I Thoroddsen og Héðinn — og Karl Einarsson, sem það nú mælir með. Eg tek mér það ekki nærri. Eg óttast ekkert dóma skynsamra manna í þessu máli um mig, né lieldur dóma síðari tíma um þetta mál og afstöðu mína til þess. Bannið var skert með undan- þágunni. En það gerðist þannig, að það heldur fullri vináttu og fylgi allra, sem áður fylgdu því, og það er mér meira virði en það, hvort eg öölast fyrir ])að vináttu eða óvináttu. En það er sá líðilegasti and- banningamálstaður, sem eg þekki, að vilja fyrst láta banniö verða orsök í fjárhagshruni þjóðarinnar, nppsprettu örbirgðar og neyðar,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.