Vísir - 01.04.1924, Blaðsíða 3

Vísir - 01.04.1924, Blaðsíða 3
▼ ISIK Tóbakseinkasalan. Frumvarp um afnám tóbaks- ■cinkasölunnar var felt í neðri deild á gær með 13 atkv. gegn 12. Ráð- herrarnir Jón porláksson og Magn- ús Guðmundsson töluðu báðir á : móti afnámi einkasölunnar, en Jón porláksson greiddi þó atkvæði með frv. til annarar umræðu. Björn Lín- ' dal taldi ekki heldur tíma kominn til að afnema hana. Við atkvæða- greiðsluna voru fjarverandi Aug. Flygenring og Jón Sigurðsson. — Nánara verður vikið að J>essu máli síðar. .alt-.ib-vU «iV vin »Jtr M Bæjarfréttir. □ EDDA 6924417 .Dánarjregn. Frú Guðlaug Magnúsdóttir og Bjarni Jónsscn frá Vogi hafa orðið fyrir þeirri sorg að missa Guðlaugu litlu dóttur sína, sem lengi hafði verið sjúk. Jarðarför hennar fer fram á fimtudaginn. Veðrið í morgun. Hiti í Rvík 7 st., Vestmanna- oyjum 7, ísafirði 8, Akureyri 5, Seyðisfirði I, Grindavík 7, Stykk- ■ishclmi 7, Grímsstöðum 3, Raufar- höf.n 3, Hólum í Hornafirði 3, Ut- sire 1, Kaupmannahöfn 1, Tyne- mouth 3 st. — Loftvog lægst fyrir vestan land. Suðlæg átt, allhvöss á Vesturlandi. Horfur: Suðvestlæg átt, allhvöss á Norðurlandi og Vesturlandi. .75 ára afmœli á í dag porgerður E. porsteins- dóttir frá Njarðvíkum. AlþýSubólíasafn Rvíkur cpnar lesstofu handa börnum í dag, á Skólavörðustíg 3. Verður hún cpin kl. 4—8. Landhelgisbroi. Fylla kom hingað síðdegis í gær með tvo botnvörpunga, sem hún tók að veiðum í landhelgi fyrir sunnan iand. Mál þeirra verða að líkindum útkljáð í dag. V esalingarnir heitir mynd sem Nýja Bíó sýnir í kvöld, eftir samnefndri sögu Vic- ror Hugo, sem eins og kunnugt er, hykir ein af fremstu skáldsögum heimsins. Hefir mjög verið vandað til myndar þessarar í alla staði og leik William Farnum í aðalhlut- verkinu er við brugðið um allan heim. — ,,Vesalingarnir“ munu áreiðanlega hljóta mikla aðsókn hér, því að þar fer saman mikið ■efni cg góður leikur. Sþemtifundur verclunarmannafélagsins Merkur er í kveld kl. 8J/2 í Iðnaðarmanna- húsinu. [| kioi liheooa H Eg kendi til sakir þín, „Vár- kaldur“, er eg las athugasemd þína í Mbl. 23. ]). m., viö grein mína í ,>Vísi“ 21. s. m. Þaö skal játaö, að eg geröi mér aldreiháarhugmyndir urn hæfileika þína til ritstarfa. En að þú værir slíkur andlegur kram- arungi, — því heföiæg aldrei trú- að. — Fáir menn eru svo rauna- lega illa úr garði gerðir, að þeir láti sér ekki nægja, að vera annað- hvort óhappamenn eða axarskafta- smiðir. En með sanngirni verður þú undan hvorugu þessu ámæli dreginn. Þú byrjar mál þitt geyst- ur og rasandi, um efni, sem þú heíir ekkert vit á, talar digurt um kosti óreynds fyrirkomulags, hall- mælir hóflaust mentastefnu, sem í mörgu hefir gefist vel. Svo fer cngum, sem trúlega vill hagnýta sér reynsluna í þágu alvarlegra umbóta. Og þú endar, sem vita mátti, í foræði nöldurs og illmælgi. Reynir að styðja gambur þitt um fánýti Mentaskóla og Háskóla með hraklegum sleggjudómi um stú- denta. Honum verður nú -raunar aldrei trúað. En hitt er auðsætt, að þú hefir gert herfilegt axar- skaft í augsýn alþjóðar. Eg kenni til sakir þín, „Várkaldur". Þú hef- ir sprengt þig á því, að þreyta fangbrögð við drauga, sém glap- sýnir menn einir sjá. Eg kendi líka til sakir Gunnars Árnasonar. En þér er vísast ekki sálfrátt með óhöppin. Þú heykist eins og sorajárn undir réttmætu ámæli mínu í garð þinn, fyrir sleggjudóminn um stúdenta. En í stað þess, að gangast vcl við, deng- ir þú því yfir á G. Á. Þú segir mig hafa vilst inn til hans með ummæli mín, og sé eg ekki ástæðu til að bera á móti því. Það var ekki ætlun mín, að deila á G. Á. En þú hefir sýnt það fyr, að þú ert fjárglöggur. Og hverjum öðr- um er betur trúandi til þess að draga út þann gemlinginn, sem soramarkið er á, en þeim, sem best hefir rannsakað þessa sauðahjörð, eins og þú kallar stúdenta. En hvað viðvíkur ritsmiðum G. Á., þá skal eg geta þess, að eg hefi sjaldn- ast lesið nema nafnið eitt, og þótt ærið nóg. En það er svo sem eftir annari greiðasemi þinni við G. Á., að minna bæði mig og aðra á þær. Hasla þú þér völl innan þess vígis, sem þú ert vanur að beina skeytum þínum frá, aftan að skólabræðrum þínum. Segðu, að þú vinnir fyrir góð málefni, eí einhvcr skyldi fást til að trúa því. En gættu þess, aö ofhlaða ekki svo, að þín eigin byssa slái þig. Skeytið fer að vísu úr byssunni, cn þú míssir marksins og — ligg- ur. Ef þú þolir að lilusta á vinsam- legt ráð, vil eg að lokum gefa þér eitt, — frumsamið af mér: Hvíldu þig frá ritstörfum tímakorn,--- svo sem 20 ár ! 25. apríl.—?24. „Almennur stúdent.'" Norska aðaikonsulatið beíir ná sima nr. 65 (áðnr 241). TIL HÖSEIGANDA. í REYKJAVÍK Hinn I. aprfl þ. á. kl. 12 á hádegi renna út samningar við hiS almenna brunabótafélag dönsku kaupstaSanna um tryggingu gegn eldsvoða á húsum í Reykjavík, en jafnframt taka við brunabóta- ábyrgðinni hlutafélögin „Assurance-Compagniet Baltica“ og „Nye danske Brandforsikringsselskab af 1-864“ bæði í Kaupmannahöfn, samkvæmt samningi við bæjarstjórnina 14. febrúar, staðfestum 29. mars 1924, og lögum 26. mars 1924 um brunatryggingar í Reykjavík. Iðgjöld falla í gjalddaga 1. apríl fyrir eitt ár í senn og greiSast brunamálastjóra. Gjöld, sem ekki er búið að greiða mnan I, maí, verða innheimt með lögtaki á kostnað búsciganda. Borgarstjóiinn í Reykjavík, 31. mars 1924. K. Zimsen. Fyrirliggjandi Rúílu-pappir, alskonar Papírspokar, — Rísa-papír, — Ritvélapapír, — Prent-pappír, m. tegundir, Ritföng alskonar, Húsa-pappír, tvær teg. Smjör-pappír, -— Kaupið þar sem ódýrast er Simi39. Herlnf Claasen tbúð öskast. Ársleiga verður greidd fyrirfram Nokkur hús til söiu með góð- um kjörum. Utborgun frá2—8 þúsund. Gnðm. Jóhamisson Sími 1313. Skyr. Nýtt skyr á litla 50 aura per */a kg, frá myndarheimilinu Núpi í Öllusi, er nú þegar komið. Versi. Von. ■U 448. llnai 44K Visiskaffið gerir al!a gl&ðs. mi'Mt (Soro Husholdolnfsskoie) Danmörk — 2 stunda ferð frá K&upumannahöfn. Veitir ítarlega verktega og bókíega kenslu í ötl- um húsverkum. Nýtt 5 mánaða námskeið byrjar 4. maí tii 4. nóv. Kenslugjald kr. 125;00 á rnánuði. Sendi program. E. Vestergaarð forstöðukona. Byggingarlóð á góðum stað í hænnm er tíl söln. A. ¥. á. Þaksaumur Helldsala. Smásala. Helgi Magnússon 4 Co. Linoleum Heildsala. Su ásala. Helgi Magnússon 4 Co. Saltkj öt, nokkrar tunnur til sölu Gnnnlangnr Sletánssoa. Hafnarfirði. 3 herbergi og eldhás 'tit leigu frá 1. apríl. XJppI i versl. Eo ðafoss Símí 436. Laugaveg 5. Fasteignaeigaada<* félagið liefir opnaS skrifstofu i Lækj- argötu 4, uppi, (norðurdyr). — Félagsmönnum eru veiítar þar ókeypis nauðsynlegar upplýs- ingar viðvíkjandi fasteignum. Skrifslofan er opin fyret um sinn þriðjudaga og föstudaga klukkan 5—7. Úrsmiður & Leturgrafari. 1178. Xaugraveg 55

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.