Vísir - 07.07.1924, Blaðsíða 3

Vísir - 07.07.1924, Blaðsíða 3
flltl ekki, af því, að íslcgid sé friSsam- asta Iand í heimi. Eg efast um að þetta sé rétt. Eg cfast um aS nokkurs staðar líðist slík meðferð og slík fyrirlitning á þeim, sem friðar og laga eiga að gæta, sem hér. Hvað halda menn að Englending- ar myndu segja, éf ráðist hefði ver- >ð um hábjartan dag á alla lögreglu Lundúnaborgar af ofbeldismönn- um, hún verið lamin og barin og rekin á flótta með ópum og svívirð- ingarorðum. Og ]?að ekki eitt skifti, heldur hvað eftir annað. — Enginn vafi er á ]?ví, að Englendingar hefðu orðið æfareiðir yfir slíku framferði og heimtað ]?ær varúðar- ráðstafanir sem dygðu og fulla refs- ingu ofbeldismönnunum til handa. par hefði sannarlega engin kon- ungsnáðun fengið að komatilgieina. Yfirleitt er ]?að hvergi talið frið- armerki, ef lögreglunni er elcki sýnd hlýðni og virðing }?egar hún hagar sér kurteislega og lögurn samkvæmt. Og ef vér eigum í framtíðinni að eiga skilið heiðursnafnið, „friðsam- asta land í heimi“, verðum vér að íæra að hætta að ráðast með of- beldi og ofstopa á lögreglulið vort og hætta að sýna því óhlýðni og óvirðingu, ]?egar ]?að er að gera skyldu sína. Andstæðingar ríkislögreglunnar segja hennar ennfremur ekki þörf af því að lögreglustjóri geti kvatt menn tii aðstoöar lögreglunni þeg- ar ]?örf krefur. petta fyrirkomulag er nú orðið mjög úrelt og hefir þrjá aðalannmarka. I fyrsta lagi er það -einlegt og tafsamt. I öðru lagi, að lið það, sem þannig fæst, er oftast óvalið og ekkert æft. í þriðja lagi, að menn gera sér miklu frekar dælt við slíkt handahófslið, sem hóað er -aman af einum manni fyrirhyggju- lítið, heldur en úrvalslið , sem al- þjóð hefir fengið það alvarlega hlutverk, að gæta reglu og laga í landinu. •— J?etta hefir að rninsta kosti tvisvar verið reynt hér, og ein- mrtt fengið mikið álas og árásir af því blaði, sem nú vill halda í þetta úrelta fynrkomulag. Til dæmis hafa þeir menn, sem hlýtt hafa köllun lögreglustjórans, verið opinberlega uppnefndir og atyrtir og jafnvel fcrigslað um hinar lúalegustu hvat- ír, þó þeir að eins hafi gert beina -kyidu sína. — Víst er um það, að þetta getur aldrei orðið framtíðar- dyrirkomulag þessara mála, þar e>- bað ad et'ns eiðsvarin ríl(islögregla sem dugar. pegar glæp eða illverkn- *að á að fremja, þegar ofbeldisverk á að vinna, og lögreglan hefir ver- tð ofurliði borin, meidd eða barin, ■eða svo að henni þrengt, að hún fær við ekkert ráðið, er ríkislögregl- an kölluð. Á fáum mínútum er hún Íccmin á staðinn, og hefir tekið for- sprakkana fasta og komið aftur á 'ÍTÍði og reglu. Og það jafnt á nóttu óém dtgi. Allir sjá, að þetta hlýtur ■ að vera heppilegra fyrirkomulag, héldur en að lögreglan verði aci sgéta hvaða illri meðferð og ókjör- utn, sem æstir illvirkjar og ofbeldis- nJénn vilja beita hana. — Uti um Eand getur ríkislögreglan ekki verk- aS eins fljótt, en hún mun samt geta •-ijeft sitt gagn þar, því það mun vissulega verða til að halda ofbeld- ismönnum í skefjum, að þeir vita, að þeir verða innan skamms dregnir fyrir lög og dóm, ef þeir haga sér illa. — , Eitt er það, sem fram hefir kom- ið frá mótstöðumönnum ríkislög- reglunnar, sem er næsta einkenni- legt. pað eru hótanir þær, sem þeir hafa í frammi. Blöð þeirra vilja hræða þingmenn frá að samþykkja ríkislögregluna, og hóta að beita þá ofbeldi, ef þeir ætla að greiða henni atkvæði. — petta er mjög broslegt. Eins og nokkur þingmaður sé það bleyðimenni, að hann þwi ekki að greiða réttu máli atkvæði sitt, þó að slíkar hótanir komi fram? Eg á bágt með að trúa því. Slíkar hót- anir hljóta að verka alveg þveröfugt við það sem þeim er ælað að gera, því þær munu betur sýna hina miklu nauðsyn ríkislögreglunnar en alt annað. Vér, sem erum fylgjendur ríkis- ögreglunnar, munum sækja mál vort með alvöru og festu, en æsinga- aust. Vér vitum að vér erum að rerjast fyrir réttu máli. Vér vitum að vér erum að vinna fyrir mál, sem tryggja á frið, sátt og samlyndi meðal íslendinga um allan aldur nns íslenska ríkis. pess vegna erum vér öruggir um að þetta mál muni eiga sér framtíð og muni verða eitt allra ástfólgnasta mál íslensku þjóð- arinnar á ókomnum öldum. Orn eineygði. HljóðfæráMsið HIBókairegn. r bufir.-ii* Uf tb jit *la -nfa |8 Bæjftrffféttir. 1 er flutt í Austurstræti i, móti Hótel Island. Lítið i gluggana. Ú rslita-kappleikur í knattspyrnunni var háður á íþróttavellinum í gærkveldi, og urðu leikslok þau, að Víkingur sigraði Fram með 4:3. Félögin \oru jöfn eftir vcnjulegan Ieik- tíma, en héldu áfram hálftíma í viðbót, og þá skoraði Víkíngur éitt mark. Es. Franconia fór héðan um náttmálaieyti á laugardagskveld, eftir tveggja sólarhringa dvöl. Ætfaði héðan til Hammerfest í Noregi. þaðan suð- ur með' Noregi og þá til einnar hafnar á Frakklandi, síðan til Knglands, og þar ganga farþegar af skipinu og fara á öðrum skíp- um vestur um haf. —- Skipíö fer ekki til Spitzbergen í þessari ferð. PáU ]- Árdal: H a p p i 3. Gamanleikur í einum þættí. Aknreyri. Prentsmiðja Björr.s Jónssonar. 1923. Leikur þessi er f jörlega samin og í honum er græskulaust gaman. Sjálfsagt getur hann farið vel á leilcsviði, ef vel er á haldið af leik- endanna hálfu. Skáldskapargildi hans er að vísu ekki mikið, en þó eru sumar persónurnar nokkuð skýrar, t. d. Hallur, Helgi og Gríma gamla. Hallur er aS eins dálítið ósennilegur. Og lærdómur- inn í leiknum, að peningarnir veiti mestu hnossin og hinn ríki beri mest úr býtum, er að vísu ekkert háfleyg- ur né hugsjónarlegur, en því miður í samræmi við veruleikann, eins og hann gengur og gerist. — Eg get trúað því aS leik.urinn geti gert mönnum glatt í skapi eina kvöld- stund, og þá mun tilgangi hans vera náð. Es. Botnia er væntanleg útlöndum. kl. 3 í dag frá Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 9 st., Vest- mannaej'jum 10. ísafirði 8, Akur- eyri 8, Seyðisfirði 8, Grindavík ix, Stykkishólmi 8, Grímsstöðum 5, Raufarhöfn 7, Hólum í Hornafirði 10, Þórshöfn í Færeyjum 9, Kaup- rnannahöfn 14, Utsire 7, Tjme- mouth 14, Jan Mayen 5 st. — Loftvog lægst fyrir sunnan og austan Iand. Kyrt veður. Horfur: Norðlæg áít. HjúsþapW. f gær voru gefin samatj í dóm- kirkjunni Tómas Jóhannsson, kenn- ari, frá Hólum í Hjaltadal og ung- frú Ástfríður Guðmunda Magnús- dóttir prests á Mosfelli. Síra Haif- dán Helgason, prestur á Mosfelli, gaf þau saman. Bólusetningin. Bæjarlæknirinn óskar þess getið til leiðbeiningar, að fólk það, er bólusett var síðastliðinn þriðjudag, eigi að koma til skoðunar á morg- un (þriðjudag) í Bamaskólanum á sama tima og áður. Trúlofun. Opinberað hafa trúlofun sína síðastl. Iaugardag, ungfrú Briet Ólafsdóttir og Guðmundur Jó- hannsson. Landssþjálfta varð vart hér í nótt um kl. hálf þrjú. Kom einn kippur, vægur. Veiðibjallan kom frá Englandi með kolafarm í gær. Af veiðum komu í gær: Otur og Guíltopp- ur, báðir nxeð góðan afla. Hjálparbeiðni. Aldraður maður, sem misti heils- una í vetur, hefirbeöið Vísi aðfara Jxess á leit við örláta menn, að þeir viki honurn einhverju. Hag manns- ins þarf ekki að lýsa í mörgmu orðum, — hann á ekkert og gctur ekkert eignast að Svo stöddu, því að heilsan leyfir houum ekki að vinna. Vísir tekur í móti samskot- um til mannsins, ef einhverjir vlldu rétta honum hjálparhönd. Um 50 þúsund Iaxaseyði voru flutt frá Alviðru á fimtu- daginn og slept í Eíliðaárnar. l»au voru flutt í stórum mjólkurhrúsnm að austan. Ljóðaþýðingar Steingríms fást á afgreiðslu Visis. Gerist áskrifendur þar. Laxveið i. 45—50 laxar veiddust síðastliðna viku við Geldinganes, og var þ>ó veiðin fremur illa stunduð, vegna annríkis við önnur störf. Sýningarnefndin biður þess getið, að munir verði afhentir eigendum mánud. og þriðju- dag n. k. og eru menn ámintir um að hafa kvittanir með sér. Pósturinn heitir nýtt blað, sem Auglýs- ingaskrifstofa íslands (Engilbert Hafberg) er farin að gefa út. Kom fyrsfa blaðiS á íöstud. 8s. i litlu broti. Segir útgefandi að blaðinu sé „ætlað að koma tii almennings, þá er það hefir nokkuS að f!vtj:L‘ Stgr. Thorsteínsson: L j ó ð a- þýðingar I- Með mynd þýðandans. Reykjavík. Út- gefandi Axel Thorsteinsson. 1924. Ljóðaþýðingar Steingríms eru svo kunpar, að óþarfi. er að f jölyrða um þær. Hann vann með þeim mik- ið og þarft. verk, að kynna íslend- ingum úrval af Ijóðagerð ýmsra annara þjóða. Gg Steingrímur var að ýmsu leyti vel til þess fallinn, að þýða Ijóð. Hann valdi kvæðin smekkiega og þýddi þau yfirleitt ná- kvæmlega, — orkti ekki kvæðin um, eins og sumú- gera, t. d. Jónas Hall- grímsson við Heine. Getuar það að vísu verið gott að sumu leyti, að yrkja úllend IjóS blátt áfrcim upp aftur, en gefur að vonura þá fremur hugmynd um þýðandann en frum- skáldið. £g á von á því, að þessi bók verði vinsæl, enda á hún það fylfi- lega skSið. jakoh Jóh. Smári. Sæskjaldbakan. Heimkymii sæskjaldbakanna eru einkum heitu höfin, t. d. kring uni Ástralíu. Þar.lifa þær í „vell- ystingum praktuglega“ á þangi, smokkfiski og öðru góðgæti, er þær afla sér. þær vaxa seint, e« er þær eru orðnar stálpaðar, fer þær að langa til að sjá sig tim i heímirium. Fara þær þá stundum Iangt út í höf, og verða skipoftvör v ið þær í þeim f erðalögum. Þæreru tregar til að hætta sér í land, ncma ti! Jxess að verpa, enda brýtur þá nauðsyn lög. í landt verða þær frr- ir miklum ofsóknum og eru þá lika grimmar og illar viðskiftis. Negr- amir í Astralíu vita að þær crw ágæt verslunarvara og sitja þvt fj’rir þeim, er þær leita til sjávar- ins aftur, og reyna að stjaka vtð beint, svo að þær verði afvelta, þvi að þá eru þær vamarlausar. Sæ-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.