Vísir - 30.07.1924, Side 4
VlSIR
Veggfoður
Yfir 100 tegundir af ensku veggfóðri frá 60 aura rúllan.
Mynciabúðirt, Langav. 1,
Siml SS5.
Gosstöðvarnar i Öskja 1922.
Eftir Jóhannes Slgfinnsson á Grímsstöðum.
Ferðasaga þessi hefir verið sérprentuð og kostar 75 aura ein-
:?akið. Fæst á afgreiðslu Vísis.
öpplagið er mjög litið. Þeir sem vilja tryggja sér eintak, ættu
&ð kaupa það sem fyrst.
Lucana,
cigarettorhtnoa vanðlátn,
fást alstaðar
■
i kolaofn til sölu, Nönnugötii
io. (602
Af sérstökum ástæöum, er til
sölu, 8 hænur og i hani. Upp).
Brekkustíg i, búöinni. (598
Laxveiðarfæri:
Girni, Köst, Flugur,
Önglar, Spænir. minnows,
Ifærur, Hjól, Silungastangir.
Stærsta úrvalið hjá
ísleifi Jónssyni 1
Laugaveg 14.
VINNA
Röskir unglingar til aö selja rit
óskast í bókaverslun Guöm. Gam-
alíelssonar. Góð sölulaun. (593
Kaupamann vantar austur. Upp-
lýsingar Bókhlöðustíg 6. Sínn
1551. (600
S Ií O A N ’ S er langútbreiddasta
hLINIMENT“ I heimi, og þúsund-
Ir manna reiða ssg á hann. Hitar atrax
og linar verkL Er borinn á án nún-
Ings. Seldnr í öllum lyfjabúðnm. —
Nákvæmar notknnarreglnr fylgjs
hverri flöskn.
íbúð, 3—4 herbergi og eldhús
óskast 1. okt. eða fyr. Tilboð
merkt; „16“ sendist Vísi. (603
2 herbergi og eldhús ti! leigu
1. ág. Uppl. í síma 208 kl. 7—8
síðd. (601
2—3 herbergi til leigu nú þegar.
A. v. á. (580
Reglusöm stúlka óskar eftir her-
bergi 1. október, helst sem næst
miðbænum. A.v.á. (594
íbúð óskast 1. okt., 3—4 her-
bergi og eldhús, helst til lengri
tíma. Borgun viss. Uppl. á afgr.
Vísis. (6a8
Besta gisting býður Gesta-
heimilið Reyltjavík, Hafnarstr.
20 ' (174
Kaupamann vantar á gott heim-
ili. Uppl. í síina 274, hjá Hans
Hannessyni. (599
Hraust og ábyggileg telpa ósk-
ast til að gæta barns. A.v.á. (604
Röskan dreng vantar til aí-
greiðslu og sendiferða. Mjólkur-
búðin, Hverfisgötu 50. (607 1
Stúlka óskast í vist, Nönnugötu
12. (606
Kaupakona óskast, ekki langt
frá Reykjavík. Uppl. á Smiðju-
stig 11, milli 7 og 8 e. riu (60.5
Lyklar fundnir. Vitjist í Þing-
holtsstræti 7. (597
Peningar hafa tapast í peninga-
umslagi, ásamt íslensku vegabréfj.
A.v.á. (6ck),
F élagsprentsmiðj an.
llQHLLAGIMSTKINNINN, 53
„Hér þykir mér fallegt,“ sagði Cara, þeg-
^ ar hún litaðjst um. „Hér hlýtur að vera gam-
an að sitja og lesa eða hugsa,“ bætti hún
J, viS, en alveg öfundlaust.
„Þetta kalla eg dyrnar minar,“ sagði Eve-
'lyn og lauk upp eikarhurð, „því að liér
gengur varla nokkur urn, nema eg. Héðan
er gengið upp í herbergi mitt og við skul-
| um fyrst fara þangað.“
Þær gengu upp þröng steinþrep, — þau
| liin sömu sem Evelyn gekk um, þegar hún
'i fór leynilega á fund bróður síns nokkurum
: nóttum áður, —v síðan um breið göng og inn
í 5 herbergi Evelyn.
Henni lék mikill hugur á því að sýna vin-
j stúlku sinni bækur þær og myndir og ann-
■ að smávegis, sem hún átti og hafði mætur
| á. Og Cara leit á alt, sem henni var sýnt,
og hefir vafalaust dást að þvt öllu með
sjálfri sér, þó að ekki mætti það á henni sjá.
| „Við eigum eftir að eyða hér mörgum
1 stundpm, Cara, og tala inargt saman,“ mælti
f Evelyn. „Þykir yður gaman að söng? En
hvernig' spyr eg yður, sem cruö frá ltalíu!“
Hún gekk að hljóðfærirm -og tók að leika
| af handahófi, en Cara stóð hjá og. horfði ái
I hana.
Alt í einu leit Evelyn um öxl og sá þá,
að vinstúlku sinni var brugðið. Hún var ná-
föl, augun tindrandi en brjóstið bifaðist af
geðshræringu. Hún var bersýnilega mjög
hrærð.. En þegar Evelyn hætti skyndilega,
rétti Cara út báðar hendur og sagði:
„Nei!“ Haldi þér áfrain!“
En Evelyn stóð upp frá hljóðfærinu og
tók um hendur vinstúlku sinni.
„EScki núna!“ sagði hún hlæjandi. „Nú
sé eg, hvernig eg á að heilla yður, Cara!
Eg ætla að leika fyrir yður og syngja fyrir
yður, þegar þér komið næst, og hvenær sem
þér komið. Hvað, er kominn timi til að drekka
te? Við drekkum það þá hér. Nei, mig lang-
ar til að sýna yður húsið.“
Þær leiddust ofan hin breiðu þrep, sem lágu
niður í fordyrið, en þar hafði te verið borið
á borð og þjónn var þar til þess að skenkja
þeim. Evelýn lét hann fara og helti sjálf í
bollana og svaraði þeim spurningum, sem vin-
stúlku hennar flugu í hug, án þess að hún
spyrði nokkurs. Cara litaðist um salinn og
virti fyrir sér myndir forfeðra Evelyn, skjald-
armerkið og fánana.
Þetta var einhver fegursti salur á öllu Eng-
landi og mundi fleirum hafa fundist mikið
til um hann en dóttur malarans af heiðinni.
En hún lét ekki undrun sína i ljós og hlýddi
þegjandi á skýringar Evelyn, sem lýsti stutt-
lega fyrir henni því markverðasta, sem fyrir
augu bar.
Evelyn var það ljóst, að Cara furðaði sig
mjög á öllu, sem hún segði, og hún var lirifin
af stillingu hennar, þó að hún furðaði sig hálf -
vegis á því, að hún skyldi ekki fara hjá sér
þegar hún kom í íyrsta sinni i svo nýstárlegt
heimkynni. Hún drakk teið eins og hún væri
alvön að drekka það á þessum stað‘, hún
hallaðist aftur á bak i útskornum stólnum,
eins og hún væri heima hjá sér. Evelvn fanst
það undarlegt, að þessi stúlka, sem alist. liafði
upp í mylnunni á heiðinni, skyldi vera miklu
tignari í fasi en margar þær heföarmeyjar, sem
hún. liafði kynst.
Á meðan þær voru að tala saman,—eða rétt-
ara sagt, meðan Evelyn talaði en Cara hlnst-
aði, — gekk einhver fyrir gluggann.
„Æ, hver var þetta?“, mælti Evelyn og
leit um öxl, þegar skuggann bar á gólfið.
„Það var maðurinn, sem ók með yður í
vagninum á dögunum,“ svaraði Cara.
„En hvað þér eruð skarpskygnar! Það var
hr. Dexter Reece; hann er gestur hér, í ein-
hverjum crindagjörðum viö föður minn. Mér
þykir ntikið, að þér þekkið hann; mér fanst
þér engan gaum gefa honum á dögumim,"
sagöi Evelyn brosandi.