Vísir - 10.10.1924, Blaðsíða 2

Vísir - 10.10.1924, Blaðsíða 2
*»«!* Símskeyti Khöfn 9. okt. FB. Þingrof á Bretlandi. Á Þriðjud^ginn var þótti svo mikil vissa orðin fyrir því, að í tjórnin enska mundi rjúfa þingið, að flokkarnir byrjuðu að halda íundi til undirbúnings kosningun- um. Á fundi verkmannaflokksins Jiélt Ramsay MacDonald ræðu, og jjagði þar meðal annars, að enginn skyldi halda að vörn skyldi vera .af hálfu flokksins, þegar til kosn- rnganna kærhi, heldur sókn. Síðaátl. nriðvikudag kom .svo fram vantraustsyfirlýsing íhalds- manna á stjórnina, rökstudd með ])ví, að tekin var aftur ákæran á Campbell ritstjóra. Var það Ro- bert Horné, fyrv. fjármálaráð- herra, sem ha'fði orð fyrir tillögu- mönnum og benti einkum á ])að, að ef framkvæmd laga væri látin verða háð stjórnmálunum, mundi hugtakið lög og réttur bráðlega hverfa úr sögunni. Þá bar frjálslyndi flokkurinn fram tillögu sína um, að skipuð jrði sérstök nefnd, til þess að rannsaka Campbells-málið, og var hún borin fram sem breytingar- tillaga við vantraustsyfirlýsing- ’una. 1 ~ MacDonald lýsti þá yfir því, að hvort sem aðaltillagan eða breyt- ingatillagan yrði samþykt, mundi stjórnin segja af sér. Atkvæðagreiðslan ,fór á þá leið, aö vantraustsyfirlýsiwgin var feld með 359 atkvæðum gegn 198, en hreytingartill. frjálslynda flokks- ins* samþykt með 364 atkvæðum gegn 198. Fer stjórnin því frá, ,en rýfur þingið strax, og efnir til nýrra Þosninga. Frá Frökkum. Simað er frá París, að bþist sé Tið því, að Frakkar viðurkenni ráðstjórnina rússnesku að lögum j;ú bráðlega. Jafnframt er tekið tram, að Frakkar muni ekki slaka neitt á kröíurn sínum frá fýrri tíð og ekki gefa upp gömul réttindi sin í Rússlandi. Um 60 þúsund sýslunarmenn íranska rikisins hafa - hólað að leggja niður vinnu, ef laun þeirra \erði ekki hækkuð. Utan af landi Siglufirði 9. okt. FB. Samkvæmt simskeyti hingað frá Bergen, er talið að Norðmenn haíi í sumar aflað 96 þúsund tunnur af síld utan landhelgi vi'5 ísland. Seyðisfirði 9. okt. FB. Sigríður Þorsteinsdóttir, ekkja Skafta heitins Jósefssonar ritstjóra lést hér á mánudagsmorguninn var, 83 árá að aldri. Á laugardaginn var datt Sigurð- ur Gunriarsson frá Dvergasteini niður af kletti milli Vestdalseyrar og, öldunnar og rotaðist til dauðs. Eldur kom upp í fjósinu á Eið- um á. mánudagsnóttina var. Tókst aö bjarga öllum gripum út og slökkvá eldinn áður en fjósið var gerbrunnið. Er sagt, að stúlka á Eiðum haii þrivegis verið vakin um nóttina af draummanni og vakti hún síðan fólkið. Ritfregn. •--x— Hlín. Ársrit Sambands norð- lenskra kvenna. VIII. Útg. og ritstjórn annast : Hall- dóra Bjarnadóttir, Reykja- vík. Akureyri 1924. 80 bls. Þetta er eflaust besta ritið, sem nú fæst á íslandi fyrir 1 krónu. Eg hefi lesið það með óblandinní ánægju frá upphafi til enda, og vildi óska, að það kæmist á hvert heimili þessa lands. Það ber Ik)S um það starf, sem margar góðar, íslenskar konur eru nú að hefja til viðhalds og viðreisnar . islenskri líejmilismenningu, og glæðirmarga Hirúi*ní fœat e’ns gott ull- nvergi Hrbandog íversl Ben. S Þórariassonar, I segja frúrnar í höfuöstaðnum. Byggingarlóð á góðum stað helst í austurbæn- um, óskast keypt nú þegar. A. v, á. | Linoleum gilídúkar | Fagrat* gerðlr — Lægst verÖ. Versl. B. H. BJARNASON. von. Ritið byrjar á kvæði, þá kem- ur fundargerð frá sambandsfundi norðlenskra kvenna og skýrslur frá félögum.. Þá tvær greinir um heilbrigðismál, önnur um hjálpar- stöðvar, eftir frú Christophine Bjarnhéðinsson, hin um hveitiát íslendinga, eftir Gunnlaug Claes- sen. Halldóra Bjarnadóttir skrifar um markað fyrir íslenskan heimil- tsiðnað, og um fræðslu 1 heimilis- störfum, Haraldur Björnsson um listigarðinn á Akureyri, Björk: hugvekju um ljósið, K. P. um kon- urnar og fjárhagsörðugleikana, og mætti sú kona vel skrifa nafnið sitt fullum störfum, því að erindið er ágætt, Steingr. Matthíasson segir frá heimilisháttum Vestur- íslendinga, Bjarni Ásgeirsson skrifar um vöxt bæjanna, Ingi- bjÖrg Jónsdóttir frá Djúpadal segir frá systrunum þremur, móð- ur og ánóðursystrum síra Matth. Jochumssonar, — ljómandi mynd- ir. Loks er „Sitt af hverju“, smá- greinar, er lofa mönnum að sjá í svip það sem verið er að starfa að ])essum málum víðsvegar um land. Allar eru greinarnar góðar, og af öllu þessu er einhver gróðrar- ilmur, því að þama eru konurnar aö sá og hlúa að nýgræðingnum og það, sem þær veita umönnun sina og alúð, það vex og dafnar. Eg hlakka til að sjá þessa hreyf- mgu magnast, uns allar íslenskar konur taka þátt í henni, og eg vona, að ekkert heimili sé svo fá- tækt, að það geti ekki keypt Hlin fyrir 1 krónu. G. F. BHíjftrffféttii. Slys. Vélarbáturinn Elín úr Hafnar- firði var á leið hingað suður frá Siglufirði um síðustu mánaðamót og hrepti stórviðri fyrir austan íllorn. Lá skipið undir áföllum og tók út einn hásetann. Hann hét Böövar Sigurðsson, ungur maður og ókvæntur, héðan úr bænum. Páll ísólfsson er nú á förum héðan til Parisar- Verðandi-meðlimir og aðrir, sem ætla að styrkja hlúta- veltu stúkunnar með gjöfum, era vinsamlega beðnir að koma mun- unum í Templarhúsið á inorgnn, fyrir kl. 7 síðd. fcorgar. Hann héídur kirkjuhljóm- léika kl. 9 á sunnudagskveld. # Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavik 6 st., Vest- mannaeyjum 4, ísafirði'6, Akur- eyri 7, Seyðisfirði 6, Grindavík 5, Stykkishólmi 6, Grímsstöðum 3, Raufarhöfn 5, Hólum i llornafirði 6, Þórshöfn í Færeyjum 8, Kaup- mannahöfn 11, Utsire 9, Tjme- mouth 10, Leirvík 11, Jan Mayeu. 5 st. (Mestur hiti í gær 9 st., minstur 6 st). Loftvog Iægst yfir Suðurlandi. Veðurspá: Breytileg; vindstaða á suðausturlandi. Norð- austlæg átt annarsstaðar. Úrkoma víða, einkum á norðausturlandi. „Lax í vatnspípunni“. Það bar viö í húsi efnu hér i borginni í gær eða fyrradag, aíf alt i einu tók fyrir renslið úr vatnshananiim, og skildi fólkifí ekki i fyrstu hverju þetta sætti. —- Við nánarj athugun kom i Ijós, aS ofursmár lax, 12—16 ctm. langur, stóð 'fastur í pipunni. Þcssi litli fiskur hefir sýnilega lifað í vatns- veitu-pipunum síðan Elliðaárvatn- ið var í þeim, meðan verið var að leggja nýju vatnsæðína, og hef- ir sénnilega ekkí dáið fyrr en harm komst í mjóa innanhúss-pipuna um leið og stíflunnar varð vart. Mundi nú vera óhugsandi, að eitt- hvað væri kvikt í vatnsgeyminuní i RauðarárholtÍTiu ? S. Sjómannastofan. t kvöld kl. Sþl talar síra Ámí Sigurðsson. Að gefnu tilefœi. Aðventistar hafa gefiö út eink- ar laglegt hefti með myndum og frásögum frá trúboði er þeir reka * i heiðnum löndum, og eru að safna fé hér í bænum til þessa trúboðs sins. Lútersku kristniboðsfélögun- um er það adveg óviðkömandi. Get eg um þetta af því, að rétt í þessu var mér simað, að ein stúlk- an, sem safnar fyrir aðventista, hefði sagt í húsi, þar sem hún kom, að þessi fjársöfnun væri „fyrir trúboðið hans Ólafs,“ —- og hélt fólk þá í fyrstu, að hún ætti við Ólaf Ólafsson kristniboða í Kina, sem studdur er heðan a£ lúterskum trúboðsvinum, — það nær auðvitað engri átt. — Það er eðlilegt og sjálfsagt, að þeir, sem fy.lgja trúarstefnu að- ventista, styðji trúboð þeirra, en jafn sjálfsagt ætti hitt að vera, að lúterskir trúboðsvinir styðji fretn- ur lúterska „trúboðsfélagið hans Óiafs“ Ólafssbnar kristniboða i Kína, en „trúI)oðsfélagið hans Ólafs“ Olsens aðventistatrúboða í Reykjavík. Rvik 9. okt. 1924. S. Á. Gíslason. Stórhýsi ætlar Ásgeir konsúll Sigurðsso»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.