Vísir - 16.10.1924, Blaðsíða 2

Vísir - 16.10.1924, Blaðsíða 2
#m«fR ))H3TMM& Höíom fyrlrllgfljandl; mjög ódýran Vmbúðastriga 8’ o g 50’ Y D Fimleika æfinSar Y B ^ B skólans) og verður þeim eftirleiðis hagaö þannig: 1. flokkur á mánudögum og fimtudögum kl. 2. flokkur (14—18 óra) mánud. kl. 7—8 og fimtud. kl. 8—9.3.fIokku,r (undir 14 ára aldri) á fímtudögum kl. 7—S. Ennfremur verða glimuæfingar fyrir 1. og 2. flokk á mánud. kl. 8—9 Stjórnin. Lank og Krydð Bestar vörur—Lægst verð. Verslsin B. H. Bjarnason. Símskeyti Khöfn 15. okt. FB. Stjómarskifti í Svíþjóð. SímaS er frá Stokkhólmi: RáSu- neyti Tryggers beiddist lausnar á þriðjudaginn var. Er búist við, að Hjalmar Branting myndi jafnaðar- mannaráðuneyti með stuðningi frjálslynda þjóðræðisflokksins. Hafa þessir tveir flokkar yfir að ráða 131 atkvæði af 200 í annari málstofu. Ráðuneyti Tryggers barðist fyrir því, að hervörnum Svía væri haldið í horfi og þær auknar, en hinar ný- afstöðnu kosningar hafa sýnt, að þjóðarviljinn er andvígur auknum hervörnum. Frá Zeppelms-loflfarinu. Loftskeyti sem borist hafa frá Zeppelins-loftfarinu segja, að ferð- in gangi að óskum. Páll ísólfsson Vonandi verður fjölment í kirkj- unni á kveðjuhljómleikum Páls ís- ólfssonar. Að heyra vel leikið á hljóðfæri, og ekki síst á orgel, græð- ir hugann og greiðir fyrir góðum hugsunum, og býr oss þannig undir að vinna betur að verki voru. En eg hygg, að Páll ísólfsscn sé í tölu þeirra manna, sem best kunna að fara með það undraverða hljóðfæri sem orgelið er, og einn af mestu snillingum, sem nú eru uppi á ís- landi. Eru slíkir menn oss nauðsyn- iegir til þess að efla traust á þjóð- inni, og koma í veg fyrir að vér séum eins smáir og vér erum fáir. En fátt er þjóðunum skaðlegra en sljóleiki gagnvart snillingunum. Væri það skaði mikili, að missa Pál af landi burt fyrir fult og alt, en ekki ólíklegt, að hann liti á það sem yfir- iýsingu um, að á sama þætti standa, ef ekki kæmi margt á fimtudags- ikvöldið. 14. okt. Helgi Pjeiurss. Siðasta sinn! )?að er opinbert leyndarmál, þótt ilt sé afspurnar, að Páll ísólfsson gat ekki haft kveðjuhljómléikana sína í dómkirkjunni á sunnudaginn var, vegna ónógrar aðsóknar. Páll er nú að búast af landi burt til þess að framast enn meir í list sinni. Páll hefir þegar áunnið sér hrós og viðurkenningu hæfustu tón- listardómara, hvar sem hann hefir látið til sín heyra, svo sem kunnugt er. En Páll er framsækinn listámað- ur og vill áfram, hærra, eins langt og komist verður. Og vér megum víst vita, Islendingar, að maður með Páls listgáfu og Páls áhuga og lotn- ingu fyrir sönglistinni, verður þjóð sinni til sæmdar og prýði, hvar sem leið hans liggur. Mikið eigum vér höfuðstaðarbú- ar, margir, Páli ísólfssyni að þakka, sem hefir leitt oss alla Ieið inn í hið allrahelgasta í musteri sönglist- arinnar og leyft oss að hlýða á æðstu presta hennar. Við kirkju- hljómleikana hans höfum vér mörg lifað ógleymanlegar yndisstundir, tekið þátt í hinni fegurstu og áhrifa- mestu guðsþjónustu sem hugsast get ur. Og að öðru leyti hefir starfsemí Páls hér undanfarið verið lífið og krafturinn í fátæklegum söngment- um og tónlistarstarfi bæjar vors. I kvöld er þess kostur, að vera í kirkju hjá Páli síðasta sinni nú um sinn. Reykvíkingar, neytið þessa færis, sjálfum ykkur til unaðar og listamanninum til verðugrar viður- kenningar, fyrir alt, sem hann hefir gefið ykkur af gnægð listar sinnar. Við verðum að sýna Páli í verfe- inu, að við kunnum að meta hann og viljum af hjarta óska honum góðs gengis í framsókn hans á listabraut- inni. Hann á að njóta þess en efeki gjalda, að hann er íslendingur, og þó um leið sá Iistamaður, sem hver afreksþjóð f tónlist getur verið vel- sæmd af. Við megum ekki við því, að missa Pál frá okkur að fullu. Við erum nógu fátæk samt. Hann á í list sinni heilaga auðlegð, sem hann hefir gert og mun gera þjóð sinni arðbæra. pað erum við, sem þiggjum og njót- um. Hví skyldum við þá ekki meta og þakka? Vinir Páls vilja óska þess, að mega sjá hann sem fyrst aftur hér heima, hinn góða dreng og glæsilega listamann. Allif vinir sannrar tónlistar hljóta að unna Páli ísólfssyni, sem -af snild hefir túlkað oss mörg háleit- ustu tónverk heimsins. Og væntan- lega á sönn tónlist marga víni hér L í bæ. Látum Pál sjá það og finna ■ í fullri kirkjunní í kvöld. Látum ná~ vist okkar þar votta honum þakklæti okkar og samúð, og innilegar óskir um fararheill og frama. þar til við sjáum hann og heyrum næst, sem vonandi verður sem allra fyrst. 16. okt. ’24. A. S. I B»j*i Frá Hæstarétti í flST. . i par var sótt og varið málið: H. Benediktsson & Co. gegn Verslun Böðvarssona. Mái þetta höfðaði Hallgrímur Benediktsson haustið 1922 fyrir hönd h.f. H. Benediktsson & Co. gegn Ólafi Böðvarssyni í Hafnar- firði f. h. Verslunar Böðvarssona. Málavextir voru þeir, að Verslun Böðvarssona keypti salt af Ólafi Davíðssyni í Hafnarfirði vorið 1920 og kvaðst kaupandi ekki hafa vitað annað en saltið væri eign Ó. D., og að eins keypt það í því augnamiði, að jafna skuidaskiftí þeirra í milli, en saltið var í raun og veru eign H. Benediktsson & Co. og hafði Ó. D. það í umboðssölu. En þegar H. B. & Co. tóku að krefja Verslun Böð- varssona um andvirðið, neitaði hún að greiða þeim það. Stefndi þá Hallgr. Benediktsson Ólafi BöS- varssyni og krafðist þess, að hann greiddi sér andvirði saltsins, sem nam kr. 4681,60, að viðbættum 6% ársvöxlum frá 1. jan. 1921, og málskostnaði að skaðlausu. Stefndi krafðist sýknunar vegna þess, að hann hefði ekki vitað annað en Ö. D. ætti saltið, og hefði hann fært honum það til tekna í skuldaskiftum þeirra. — Héraðsdómari leit svo á, að sýkna bæri Verslun Böðvarssona af kröfum stefnda, en málskostnað- ur skyldi niður falla. Vegna skyldleika við málsaðilja, vifeu þeir sæti úr hæstarétti „ex officio", dómstjóri Kristján Jónsson og settur hæstaréttardómari prófes- sor Ólafur Lárusson, en í þeirra stað áttu sæti í dóminum prófessoramir Einar Arnórsson og Magnús Jóns- son. Hæstaréttardómari Eggert Briem skipaði dómstjórasæti. Sækjandi var Jón Asbjörnsson en verjandi Lárus' Fjeldsted. Fluttu þeir langar ræður, og stóð viðureign þeirra röskar tvær klukkustundir. — Aheyrendur í réttinum voru með flesta móti og 'hlýddu á ræðurnar af mikilli athygli. — Dómur verður upp kveðinn á morgun. Bsjtríriitlf. Dánarfregn. í gær andaðist á Rrunnastöð- um á Vatnsleysuströnd porvalrjtur Guðmundsson, er lengi var af- j greiðslumaður hjá Sigurði bóksalst. Kristjánssyni, alkunnur og gáS-* kunnur maður hér í bæ. porvalchir heitinn var greindur maður og góð-> ur drengur, fróður vel í sögu lands- íns og bókamaður mikill. Um mörg: ár undanfarin átti hann við nrtikla vanheilsu að búa. Veðrið t morgun. Hiti í Reykjavík 3 st., Vest- mannaeyjum 4, ísafirði 2, Akureyrt 5, Seyðisfirði 7, Grindavík !, Stykk- ishólmi 5, Grímsstöðum I, Rauf- arhöfn 3, Hólum í Homafiröi 4„ pórshöfn í Færeyjum 9, Utsire 10,, Tynemouth 10, Leirvík 11, Jan Mayen 4 st. (Mestur hiti í gær 7 st., minstur 2 st., úrkoma m.m. 3.2). Veðurlýsing: Loftvog lægst yfir Austurlandi. Veðurspá: Norðlæg átt. Litilsháttar úrkcwna á Norður- landi og norðvesturlandi. Bjart veð- ur á Suðurlandi. St. Amani, enska botnvörpuskipið frá Hull, sem talið var að hefði farist við tsa- fjarðardjúp, kóm til Hull í gær.sam- kvæmt símskeyti, sem hingað barst til hr. Helga Zoega. J?ó er talið, að. skip muni hafa farist þar vestra, því að í Rekavík hefir rekið ýmislegt úr skipi, þar á meðal mahognðull- ur og fleiri innviðu, en ókunnugt er enn, hvert það skip hefir verið. Camanleikúr Guðbrands Jónssonar verður leík- og ódýrast eltir gatðutn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.