Vísir - 22.10.1924, Blaðsíða 2

Vísir - 22.10.1924, Blaðsíða 2
flil» aöfam fyrlrllgglandi: Þrjár tegnndir af aldrei nema sína og sig sér hún nokkúrn timá. (ijörist henni greiöug lund og gjafa.opni hún skríniti, því er eins og hent í hund og hitt sé bcint á trýni'ö. Þessar stökur eru líka eítir Her- EldspVtum. dísi: Oftast svellm örlaga illum skellum valda, fyrir brellum freistinga fáir velli halda. Símskeyti Khöfn 21. okt. FB. Bresku kosningarnar. Aöalflokksstjórn breska frjáls- lýnda flokksins neitar því harð- Jega, að bún hafi gert nokkurt kosningasamband við íhaldsmenn undir kosningarar sem nú fara i hönd. Hins vegar er það sannan- legt, að. kjósendafélög frjálslynda flokksins hér og hvár úti um land- ið, haía stutt frambjóðendur íhaldsmanna. líefir þessi tvíveðr- ungsháttur orðið til þess, að ósam- komulag er orðið innan flokksins, og hlýtur það að veikja hann. AnnaÖ flokksbrotið með Lloyd Oeorge í broddi fylkingar, hefir foeitt sér fyrir samvinnu við íhalds- menn, en hitt brotið, undir stjórn Asquiths og Grey lávarðar, vilja í ekki neina samvinnu. Þýska ríkisþingið rofið. Simað er frá Berlín, að Ebert íorseti hafi rofiö ríkisþingið vegna erfiðleika þeirra, sem stjórnin á við að búa gagnvart þvi. Verða Tvosningar látnar fara fram 30. -nóvember. Ritiregn. —x— Ljóðmæli eftir Herdísi og Ólínu Andrésdætur. Sögur úr sveitinni eftir Kristínu Sigfúsdóttur. (Niðurl.) II. Um ljóðmæli þeirra sy.stra hefir veriö svo xnikið og vel skrifað, að crfitt er við að bæta í örstuttu máli. En eg skal þó reyna að benda á eitt af því, sem gefur bók- inni sérstakt gildi í mínum aug- um. Hún er ekki nema ofurlítið jbroi. Sum skáld yrkja kvæði, sem eru meiri en mennirnir. Þau skjóta sinni síðustu ör og seilast út á þekjuna eftir atföngum. En lesandinn finnur ósjálfrátt, að þar ••er ekki „gnótt iniii fyrir“. En-hvað •«ru þessi IjóSmæli ? Tækifæris- kvæði og stökur, ort við dagleg störf, stundum eftir annara til- mælum, en sýna þó altaf, að af liógti var að taka. Síðan rispuð upp eftir minni á fáeinum vikum, fiegar til orða kom að gefa þau út. Eg veit, að vísur hafa gleymzt úr sunuim kvæðum, og eg er viss um. að mörg kvæði hafa ekki komið í leitirnar í þetta sinn. Þó er þetta smáræði í samanburði við öll ókveSnu kvæðin, sem atvikin hafa ckki leyft að fæðast. En mér finst öll gleymdu og ókveSnu kvæSin standa bak viS þau prent- uSu og auka gildi þeirra. Og þá cr ekki minna um hitt vert, að ckáldskapurinn er ekki nema citt af mörgu, sem merkilegt er í fari þcirra systra. Þær eru miklar kon- tir að dáð og mannviti, lífið hefir látið þær fá hlut sinn fullkeyptan, svo að ekki er furða, þótt af ær- inni reynslu sé að miðla. Og þær eru fróðleikskonur svo miklar, bæði á mannfræði, þjóðsagnir og bókmentir, að þeim myndi ekki veita örðugt aS leggja á þvi sviði til efni í fleiri en eina bók. En svo lítið brot, sem þessi bók er af auðlegð þeirra systra, er ekki neinn kostur þess að benda hér á öll beztu kvæðin né tilfæra sýnis- * . liorn af þeim. En það er óhætt áð íullyrða, að sumar þulur Ólínu, kvæði eins og „Svarað bréfi“, „Til r.æturinnar" og fjölda margar af vísum þeirra beggja systra verði áöur en langt um líður á hvers manns vörum. Þessa bók leggur enginn frá sér án þess að hafa lært eitthvað í henni. Eg gríp þessi crindi af handahófi, til þess að gera lesandanunt úrlausn: Ólína kveður eftir að hafa lesið nýja bók: Nú ertu hrygg og sjúk ntín sál og sér ei nema húm og tál, þér lokast lifsins vegir af ólyfjan, sem eg þér Ias. Eg ætla að taka Matthías og sjá, hvað skáld mitt segir. Þú les hann, og þér líður vel, þú les hann, og þú skilur hel, þú les, þig langar yfir. Þú les, og kemst í ljóssins geim, þú les, og elskar menn og heim. Þú les hann, og þú lifir. Fyrij- þessar vísur vildi cg láta tvo þriöjungana af erfiljóðunum í ’Erfiminningu síra Matthíasar, og cg held minning skáldsins væri skaðlaus af skiftunum. Og þó hef- ir Ólina farið fram úr sjálfri scr með visunni um Matthias látinn: — ’— skáldum fækkar, landið Iækkar, Ioksins sjást hér engin fjöll. Herdis kveður m. a. um ver- öldina: Hirðir Iítt um þina og þig, þreytt um völl að glíma, * Lífið þó mig leiki grátt löngum ber ég geðið kátt, en horfa á aðra eiga bágt engan hef ég til þess mátt. Hvin í hnúkum helfrosnum, hrannir rjúka á firðinum, ligg ég sjúk af leiðindum, læt þó fjúka í kviðlingum. Það er hægara að finna nóg af slikum vísum í bókinni, heldur en hætta að tilfæra, þegar maður er kominn á stað. » III. Við síðdegisskemtun hér i bæn- um fyrir tæpum tveim árum heyrði eg frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur Itsa upp söguna um kaupstaðar- ferð Gunnu í Ðal. Þá heyrði eg Kristínu Sigfúsdóttur nefnda í fyrsta sinn. Eg sat sem steini lost- inn undir þessari frásögn eftir r.orðlenzka sveitakonu, sem gerði hversdagslegustu atburði nýja og heillandi og fataðist hvergi tök á list og stíl. Síðan las eg alla sög- una um Gunnu í Dal og aðrar fleiri í handriti, og varð ekki fyr- ir vonbrigðum. Nú eru þær komn- ar út og einni oýrri bætt við, sem ekki er si,zt. I-eikrit Kristínar, Tengdamamma, sem hér var sýnt s fyrra við hinn bezta orðstír, ætti að vera nóg meðmæli með bókinni fyrir Reykvíkinga. En samt finst mér skylda min að benda á hana og biðja fólk að lesa hana. Trúið mér þá aldrei siðan, ef hún svík- ur yður! „Gunna í Dal“ er saga um fá- tæka og viðkvæma stúlku, sem verður að bráð fyrsta flagaranum, sem lítur hana girndarauga.. Fað- ir hennar þröngvar manninum til að kvænast henni og hjónabandið veröur kalt og gleöisnautt. En ást Guðrúnar er heit og skilyrðislaus, og hún virðist ætla að sigra að lokum, þegar sorgin og skömmin hafa brætt kuldagervið af Jóni. Að vísu má efast um í þessari sögu og annari, sem i bókinni er, „Gömlu hjónin", hvort sáttin og eindrægnin sé annað cn geðbrigði, hvort alt muni ekki sækja aftur í sama horfið. En svo er í raun og veru um allar sögur, sem enda vel. Úrslita-endir sögu er ekkert, nema dauðinn. Alt líf má búast við, að verði barátta. En hér er sýnt, að nóg sé af góðum og heilbrigðum öflum til þess að halda uppi bar- áttunni, og þá skilur skáldið við jærsónur sínar. Hér er heldur ekk- ert undan. dregið. Kulda og kæru- Cement frá Christianía Portland Cementíabrik höfum viö fyrirliggjandt og seljum ódýrt. ÞÓRBUS 8TEIN88ON & 00. leysi Jóns og smámununum, szm mynduðu gjá milli gömlu hjón- anna, er lýst með fullri djörfung’ og skarpri athugun. Trú K ristín- ar Sigfúsdóttur á sigur hins góðsn er ekki fengin né varðveitt meði því að loka augunum fyrir hims illa né gera sér glýju i augu, svo» að alt renni í eiha móðu, ilt eg- gott. Ljómandi smásaga er „Bírta“» nýjasta sagan í bókinni. Þar er lýst aðfangadagskvöldi á sveita- bæ, þar sem illviðri, annríki, þreyta og áhyggjur leggjast eins og mara á heimilisfólkið. Engmia. hefur þrek til þess að hrista þetta. afvsér, og samt þrá allir jólagleð- ina. Niðursetan í rúminu er svo skapstygg, að hún stuggar litlu- stúlkunni frá sér, þegar hún kem- ur áð sýna jólakertiö sitt. Ea þeg- ar tárin koma í augu litlu stúlk- unnar, iðrast gamla konan og tal- ar vingjarnlega til bennar, og barnið gefur henni jólakertið sitt í gleðí sinni. Þetta er eins og rof á skýjaþykkni. Sól og sunnart- vindur streyma þar inn og gera heiðan himin áður en varir. Frá. barninu og karlæga aumingjanuns: streymir gleði og guðs hlcjssuB yfir alt heimilið. Inn í þetta cr svo ofið sögu gömlu konunnar, sem hafði fært þá fóm, að afnejta* ást sinni frammi fyrir mannirranj, sem hún unni og unni henni, til þess að gera honum lífið léttara. með þeirri konu, sem hann var neyddur til þess að eiga. Svo atS hér er líka skift lræfilega skugga- og birtu, og engin hætta á, að* sagan verði of fjarri reyndinni. Kristín Sigfúsdóttir ritar óbrot- ið og kjarngott íslenzkt mál, ævt ekkert verður að fundið. Samtölia eru altaf cðlileg, og mætti vel sj4 af þessum sögum, að höfundí þeirra myndi vera sýnt um að rita. fyrir leiksvið, þótt maður vissi Vandaða r, hvtar Ullarpeysnr fyrir yngri sem efd/i. yf»uU^mJhnatoil

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.