Alþýðublaðið - 23.05.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.05.1928, Blaðsíða 2
'AK&ÝÐUBHAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgfreiðsla í Alpýðuhúsinu við í Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. } til kl. 7 síðd. < Skrifstofa á sama stað opin kl. J '91/'a — 10^/s árd. og kl. 8 — 9 síðd. < Siitnar: 988 (afgreiöslan) og 2394 < (skrifstoian). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á í rnánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 i hver mm. eindálka. < Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan < (í sama húsi, simi 1294). „BrauðhuBsun“ alöíðunnar og Morgunhlaðsguðirnir „Morgunblaðið" segir, að verka- Iýðurinn hafi ekki átt við þau kjör að búa, sem skapi „viðfeðm- ari skilning" og hærra takmark en „brauðhugsunin ein fær veitt“. Þetta er, aldrei þessu vant, rétt hjá,„Mogga“. En af hverju stafar þetta? Það stafar af þvi, að hin svo nefnda „yfirstétt“ situr fyrir Ijósinu og skyggir á þessa verka- menn, sem blað „yfirstéttarimnar“ talar uni. Það stafar. af þvi, að „yfirstéttin“ hefir hrifisað undir sig öll þau beztu skilyrði, er þjóð- félagið getur veitt. Hún er for- réttindíastéttm og hefir töglin og hagldirnar í atvinnumáiunum. Og svo er þlaðið að hæöast að „brauðhugsun'* vinnulýösins. Hæð- ast að þvi, áð vinnustéttin skilur, að ef hún á að geta lifað, verður hún að bindast samtökum tif að halda fyri-r ójafnaðarmönnum þeim rétti, er henni ber, en þeir válja ásælast. Blaðið talar í kehnaratón um skoðanir þær, sem „undirstéttdn" — svo að hugsanaferii „Mgbi.“ sé fylgt, — eigi að hafa. Þær e;iga að vera þannig: Verkalýðurinn á að hætta að hugsa um brauö. Hann á ekki að vera að áfeUast „ýfirstéttina", né heldur á hann að trúa. á jafnaðar- skipulagið. Hann á ekki að bin'd- ast samtökum. Alt á að fela Jóni Ólafssynj. Honum og staflbræðr- um hans á að treysta. Þeiir hafa vitið og frámtakið. Á Magnús dósent á að trúa. • „Mgbl..“ þýðir ekkert ,að vera að tala til verkalýðsins í kenn- aratón og segja honum hvernig hann eigi að lifa. Hann hefir miklu tneiri og hagnýtari lífs- reynslu en peðin, sem skrifa fyr- ir „yfirstéttina". Vinnan heíir kent honum að trúa á sjálfan sig og stétt sína og ,treysta sihum eigin kröftum og samtök’gnum • v.ið stéttarsystkinin. Verklýðurinn hefir fyililega skilið af hverju þeir stafa, skugg- arnir, sem eru á þjóðfélaginu. Hann ve.it að „Morgunblaðs“-]iðið hefir sóað miUjónum króna í sukk og sæ!,lífi. Hann veit, að hann sjálfur verður að bera hall- ann af rekstri þeirra atvinnu- tækja, er „ekki bera sig“. Hann sér, að meðan stérútgerðin berst í bökkum, lifa framkvæmdastjór- arnii' í vellystingum prktauglega, kaupn sér hallir og halda dýrar veizlur fyrir gæðinga sína og drykkjubræður. Hann hefir ftmd- ið óþverralyktina undan 15 000 króna bíium Thorsbræðra, — og hann sér aö-byggja-útí-götu-hugs- unarhátt íhaldsbroddanna. Það þýðir því ekki að vera að segja alþýðunni að falla fram og tilbiðja þessi goð. — Og þeim þýðir ekki að vera að setja henni boðorð. Þau boðorð, sem íhaldið bjrr til, verða brotin, og þó þau væru sett í kverið, þá yrðu þau þverbrotin. Alþýðan hefir þegar tileinkað sér aðra menningu en íhalds- mennmguna. Hún hugsar um að afla sér brauðs, svo að hún þurfi eigi að svelta og fái með því tækifæri til að afla sér mentun- ar, viðfeðmari skilnings og stærra útsýnis. Því hefir hún myndað hagsmunasamtök sín, og þess vegna hyllir hún jafnaðarstefnj una. Það er hætt við því, að eins fari fyrir „M o rgu nb laðs‘ ‘-gó&un- um og öllum öðrum afturhalds- goðum, að þau reki „sinn brot- hætta bát á blindsker í hafdjúpi al,da“. Eins og hin vinnandi stétt er að sigrast á auðvaldinu úti í heimi, eins mun íslenzk alþýða ‘sigra afturhaldsgoðin hér, því það er vist, að hún hefir' þar byrði gnóga hamingju, er ritpeð „Mgbl.“ og auðvaldsbræður þeirra hafa eigi krepping fullan. Áskorun nm aigjöðasamtök. =», —- Það er tími til kominn, að jafn- abarmenn allra landa fari að taka til alvarlegrar íhugunar það sorg- lega ástand, sem skipuilagið á al- þjóðastarfsemi okkar er L Þab er óhjákvæmileg nauðsyn, að sameina verkamannasamtökin um allan heim til þess að v&ga á móti a!heims,samböndum auð- valdsins, hæ\tu þeirri; sem stafar af afturhaldi og fascisma, áhríf- um yfirdrottnunarstefnuninar á stjórnmál og’ f járhagsmál, og ó- friðarhættunni. Nú er svo ástatt, að atvinnu- málasamtökin og stjórnmálasam- tökin hjá verklýðsstéttinnd eru að- greind, henni til tjóns. í hvorri greininni um sig eru tvö alþjóða- sambönd, sem keppa hvort við ahnað, og marga.r mikilvægar samtakagreinir verkalýðsins stairda utan beggja. AI þjóðasamband verklýðsféiag- anriá og Alþjóðasamband verka- manna og jafnaðarmanna eru því nær enivörðungu staðbundin við Norðurálfuna. Atvinnulegir og stjórnmálalegir samtakaflokkar Aineríku, Afríku, Asíu og Ástr- alíu eiga nálega engan hlut í þeini, Á öðru leytinu &ru þriðja .alþjöðasambandið og rauða verkamannasambandið. Þau hafa að visu viðtækari ítök, en eru Það er alment mætra kvenna mál, að hvergi sé eins gott að kaupa og í verzlun Ben. S. Þórarinssonar. Silki-.ullar-ogbaðmnllar nær- og mijlifatnaðr kvenna, þykir hvergi eins góðr verðið eins sanngjarnt, og í verzlun Ben. S. Þórarinssonar Gleymlð efekl, að hvergi fást eins fallegar og þó ódýrar ungmeyja sumarkápur og dragtir sem í verzlun Ben. S. Þórarinssonar. Hafið hugfast að allr barnafatnaðr er fjölbreyttastr, fallegastr, beztr, og ódýrastr, verzlun Ben. S. Þórarinssonar. hvarvetna minnihlutaflokkar, sem lítils gætir, nema í rússnesku ráð- stjórnarríkjunum, en. þetta eyk- ur auðvitaö tvístringu og sundur- JyndL Svo lengi sem þessi sundrung ríkir og samtakaleysi, verður al- þjóðastefna verkalýðsstéttarinnar ómáttug þess, að leggja auðvaldið og yfirdrottnumarstefnuna að velli og koma á alþjóðasamtökum og jafnaðarstefinu. Það er fyrsta og sjálfsagðasta hlutverk verkalýðsins að koma á fót samfeldu alþjóða stjórnmála- sanxbandi og samfeldu alþjóða- atvinnumálasamban di. Erfiðleikarnir á því, að kjoma þessu í verk, eru margir. En á þeirn má vinina bug, ef verka- lýðurimn vill að það sé gert. Við skorum á íneðliifii aillra samtakadeilda verkalýðsins í öll- um löndum, að krefjast alþjóða- sameiningar verkalýðsins. Við erurn sanmfæröir um, að ó- breyttu liðsmeninirnir í verka- mannasamtökunum vilja þetta. Þess vegna þurfa þeir að láta raddir sínar heyrast um það. Þess vegna ættu þeir að endurtaka með ómótstæðilegu afli hina söguiegu áskorun Karls Marx: Verkamentn allra þjóða, samedn,- ist! Framanritaða áskorun hefir Al- þýðusambandið feingið senda frá stjórn „Óháða verkalýðsfilokksins“ í Englandi. Segist stjórnin hafa sent áskorun þessa hverjum ein- urn verkamannaflokki, jafnaðar- miannaflokki og kommunistafjokki í heimi, sem .sér hafi verið kurin- ugt um. „Óháði verklýðsflokkurinn" (In- dependent Labour Parti) í Eng- landi er hin stjórnmálalega deild verklýðssamtakanna þar. Svar til „Garaals framherja“ Kæri vinur! Ég þakka þér kærlega fyrir till- skrifið í gær. Mér finst, ef setft skal, segja, að þú hafir misskilið mig svolitið. Mitt áiit er, að þegar aðkomumenn skora á „bezta knattspyrnufélag landsins", eins og við vitum báðir að K. R. er„ þá eigi það ekki að ganga gegn þeim með sitt bezta lið, helduE eigi það að lpfa þeim að spreyÉa sig, er minni haf’a æfinguna, og meira þurfa að laéra. Þetta var aðallega það, sem ég meinti í gneinarkomi mtou, og það vil ég taka fram, að það er svo langt frá þvl að ég amist við því, að ísienzkir knattspyrnumenn fttki boði útlendra skipverja, er á þá kunna að skora. Ég vil sannarlega unina þeim þeirrar skemtunar, er þeir fá með þvá að hlaupa á vellinum okkar og etja kappi við knattspyrnumenin okkar. Ég kveð þig svo, gamli sam- herji! og álít að þessi orð, er okkur hafa farið á milli, hafi gerí margt gott, því grein þín í Al- þýðublaðinu í gær upplýsti margt, sem fáir vissu um, og getur aukið áhuga á gömlu í- þróttinni okkar beggja. Þinn einlægur Gamail markuörður. ípróttafréttir. Seyðxsfirði, FB., 22. maí. Fimleikaflokkur’í.'R. á Seyðisfirði^ Kvennaflokkur, stjórnað af Birni Jakobssyni, sýndi leikfimS hér fyrir fullu húsi þ. 18. mai við bezta orðstír. Lundúnum, FB., 22. maí. Fimleikaflokkurinn kominn Komum til Aberdeen í gær- morgun. Höfðum sýningu í Pa- Iais de danse. Blaðadótnar á ,morgun. Héldum áfram um nótt- ina til Lundúna um Edinborg,. Gengur vel. Vellíðan. Kveðja. „Selfoss14 fór í gær til útlanda. „Island- ið“ fer í kvöld. Dollar - stangasápan | hreinsar betur og er miklu mýkri fyrir fötin og hendur- nar en nokkur önnur Wft” þvottasápa, Fæst vlðsvegar. í heildsölu hjá ffalldóri Eiríkssyni, Hafnarstræti 22. Sími 175.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.