Vísir - 23.10.1924, Blaðsíða 2

Vísir - 23.10.1924, Blaðsíða 2
flt!« 8tDHHn«HK0LSP<(M Bötam ffrirllsgSandi: Þrjár tegundir af Eldspytum. Chevrolet Sfmskeyti Khöfn 22. okt. FB. Skriðuhlaup í Noregi. SímaS er frá Kristjaníu, að á firiðjudaginn hafi afar miklar rskriður fallið hjá Hjerdum. Eyði- Idgðust alveg 12 byggingar, þar á meðal fjórir bæir. Skriðan var 2já kílómeter á breidd. Fjártjónið S'í þessu er talið 400.000 krónur. Mannskaði varð enginn. Frá kosningunum í Noregi. Úrslit Stórþingskosninganna •eru óljós enn þá. Hefir bsenda- flokkurinn unnið mikið á, ihalds- rmenn dálítið, en Moskva-kommún- dstar tapað miklu. Prestskosningin Árið 1889 fór fram fyrsta prests- kosning í Reykjavik; sóttu ýmsir merkir prestar um embættið, en •ekki komust nema þrir á skrá, eins og þá stóðu lög til. Þeir voru : Sr. Sigurður í Vigur, sr. ísleifur í Arnarbæli og sr. Þor- valdur á ísafirði. Við kosninguna 21. ágúst 1889 voru 781 á kjörskrá, •cn 417 góð og gild atkvæði voru .greidd, svo að fundur var lögmæt- ur. Greiddu 50 konur atkvæði, og tnun það hafa verið í fyrsta skifti, sem konur tóku þátt í kosningu hérlendis. „Gerðu þær það með 'iieiðri og sóma, enda var foring- fnn öruggur, þar sem Þorbjörg Sveinsdóttir var,“ mun ísafold iiafa sagt eftir kosninguna. Síra Sigurður Stefánsson hlaut langflest atkvæði (376), en afsal- aði sér þegar embættinu og fékk Eonungsleyfi til að sitja kyrr i Vigur. Var þá aftur kosið snemma í nóvember sama ár. Komst síra Jóhann Þorkelsson á Mosfelli á skrá með þeim sira ísleifi og síra IÞorvaldi og var kosinn með 319 atkvæðum, hinir fengn 76 og 7 at- Tivæði. Talsvert kapp var í þeirri lcosningu, sem sjá má af þessu: í upphafi kjörfundar mótmælti <iuðlaugur Guðmundsson mála- flutningsmaðar því, að lausamenn fengi að kjósa, þar sem þeir gætu -ekki talist búsettir i bænum. Kjör- ístjórn, Þórarinn p.rófastur í Görð- tim, Jónassen amtmaður og Krist- ján Jónsson dómari, félst á það, <>g fékk því enginn lausamaður að kjósa. — Knnfreinur fór Guðlaug- ur fram á, að enginn, sem skuld- aði presti eða kirkju fengi að kjósa og nafngreindi 6 menn, isem skuld- uðu Ijóstoll og stæðu þó á kjör- skrá. En í sömu svifum var kjör- stjórn aíhent kvittunarskjal frá bæjarfógeta fyrir Ijóstolli írá 20 manns, og voni þessir 6 í þeirra tölu. Ilafði samstundis einhver komið til bæjarfógeta og greitt allar þessar ljóstollsskuldir, og kom málið því ekki til úrskuröar. Prestskosningarnar 1909 og 1910 voru miklu ver sóttar til- tölulega, og var þó um fleiri að velja, 8 í fyrra skiftið og 6 í síð- ara skiftið. Árið 1909 voru 3474 á kjörskrá, en 866 greiddu atky., og 1910 voru 3283 á kjörskrá og greidd atkvæði 1244. Nú eru nærri 7650 á kjörskrá, bæði hefir fjölgað mjög í bænnm síðan 1910, og auk þess er aldurs- takmarkið lægra. Fá nú allir, karl- ar og konur, sem orðnir eru 21 árs að kjósa, ef þeir eru í dómkirkju- söfnuðinum, og ekkert tillit tekið til þess, hvort þeir skulda „Ijós- toll“ eða sveitinni. Mun það vera fyrsta kosningin, þar sem öllum þurfalingum eru veitt þau sjálf- sögðu mannréttindi, að mega kjósa sér prest. — Væri kapp í kosning- unni mundi sú réttarbót ekki ganga umtalslaust. En nú er ekk- ert kapp, af þvi að eiras er einn í kjöri, og nú má búast við, að fólk sitji heima og haldi að alt gangi af sjálfu sér, af þvi að svo cr. En það er misskilningur. Eögin mæla svo fyrir, að þegar einn er í kjöri, þá fari fram kosning engu að síður. Þeir, sem vilja kjósa hann, gera krass fyrir fráman nafn hans, hinir, sem afsegja hann, skila seðlinum ómerktum. Það er ólíklegt, að síra Friðrik Hallgrímsson fái marga auða seðla, en komi fáir, svo að at- kvæði hans verði ekki nema litið brot af kjósendafjöldanum á kjör- skrá, gæti svo farið, að síra Frið- rik, sem orðinn er ókunnugur tétmlæti voru í safnaðarmálum, skildi það svo, að allur þorri manna hefði eitthvað á móti sér, og kærði sig >svo ekki um að koma. Nú verður ekki annars vart, en að langflestir telji það gott fyrir söfnuðinn og bæinn að tá síra Friðrik Hallgrimsson hingað. Einstaka maður ber að visu kviðboga fyrir þvi, að honum bregði við að hverfa úr „dollara- landinu" i „krónuland" vort, og að tekjur presta vestan hafs séu svo CHEYROLET QutniagaMfrelðin hefir nýiega vertð endor- bætt mjög mikið. Meðal hinna nýju endurbóta er: A8 burðarmagn- ið hefir verið aukið upp i ll/t tonn. Það hefir víst engan mann dreymt um að hægt værí á árínu 1924 að fá góðan vörubíl, sem ber i*/a tonn fyrír kr. 4000.00 upppsettaar 1 Reykjavik. Varapartar koma í hverjum máuuði og eru ódýrari ea i ilestar aðrar bifreiðar. Aðalumhoðamenn á íslandi: ggmf Jóh. Olaísson & Co. Reykjavik. Nýkomið: Baruaskór, svartir, brúnir, rauðir, bláir, og gulir. Margar gerðir eg sérlega ódýrar. Einnig barnastígvél. Kvenskór, með lágum og háum hælum. Karimannashór, góðir og faliegir. Inniskór með krómleðursbotnum, sem fáir geta án verið. Fyririiggjandi allskonar skófatnaður. Þar á raeðal mjög ódýr karlmannastígvél, Hvannbergsbræðnr. iniklar, aö honum hljóti aö bregöa viö að þurfa að sætta sig við tekj- ur presta í Reykjavík. — En þeir eru ókunnugir högum islenskra presta vestra, sem svo tala, og er hreinn óþarfi að vera með áhyggj- ur út af því vegna síra Friðriks. Sem stendur er aðalatriðið að rdlir þeir scm vilja að síra Friðrik verði prestur hér í bænum sæki kjörfundinn og fái aðra til að sækja hann. Söfnuðmum er það sómi, að fundurinn verði vel sótt- ur. Safnaðarmaður. Eyjölfur Eyíells. Dagblöðin geta mjög tómlega uin málverkasýningu Eyjólfs Ey- fells og virðist mér það ómaklegt. Enginn málari kemur mér oftar en Eyjólfur til að minnast Jónasar Hallgrímssonar og Þorsteins Er- lingssonar, þeirra skálda, sem eg hefi mestar mætur á. Ef eg ætl- aði mér að fá málaðan einn og annan stað hér á íslandi, þar sem eg á nokkurskonar landnám, þá mundi eg engum betur treysta til þess verks en Eyjólfi. Og það er svo langt frá því, að það séu ekki Býður nokkur betur! EKTA GILETTE-RAKVÉLAE. f leðurhylki á að eins kr. 8.00. Gilette rakvélablöð, tneð tiltölulegu verði. VersL B. H. BJARNASON. listaverk sem hann sýnir, að þar cru meistaraverk. Eg læt nægja að nefna myndina af Vestmanna- eyjum og EyjafjalJajökli. Helgi Péturss. Veðrið í morgun. HSti í Rvik 10 st., Vestmanna- eyjum 9, Isafirði S, Akureyri 4, Scyðisfirði 2, Grindavik 9, Stykk- ishólmi 9, Grímsstöðum 4, Rauf- arhöfn 3, Hólum í Hornafirði 7. Þórshöfn i Færeyjum 10, Kaup— mannahöfn 5, Utsire 1, Tync- mouth 6, Leirvík 9, Jan Mayen ® st. — Loftvog lægst fyrir vestsus land. — Veðurspá: Suðvcstlæg átt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.