Vísir - 21.04.1925, Blaðsíða 4
VÍSIR
priðjudaginn 21. apríl 1925
Veggfóíur
fjölbreytt úrval — lágt verð,
Myndabúðin Laugav. 1.
í ’
SímS 555.
Kvenskór
ótal margar nýjar og fallegar tegundir nýkomnar í
Skóverslon B. Stelánssonar
Laugaveg 22 A.
Sími 628.
er viðurket af Efaarann-
sóknarstofu ríkisins, sem
algjörlega óskaðlegt fyrir
þvottinn. Það slílur ekki
tauin og gerir þvottinn
ekki gulan eða blakkan. Notið eingðngu PERSIL til þvotta og haf-
ið ekkert saman við það, þá verður þvotturinn altaf mjallahvít-
ur og tauið slitnar ekki við þvottinn. PERSIL fæst alstaðar.
Varíst cftlrlíklngar. — Verðið lækkað.
Egta gnllfestar
Þessi tegund festa kostar minst kr. 150,00 en við
seljum talsvert aí' þessum úrfestum eins og myndin sýnir
fyrir aðeins
kr. 3,00
Urfestar þessar, eru bœði endingargóðar, gyltar og
vart þekkjanlegar frá mörgum sinnum dýrari festuni.
Samt sem áður getum við scnt yður gull duble festar,
sem kosta” kr. 0.00 með 3 ára ábyrgð. Sökum þess,
hve verðið er lágt, verður að senda peningana.með pönt-
uninni og úrfestarnar verða sendar burðargjaldsUaust
hvert sem er á Islandi. Skrifið í^dag.
Bestillingsseddel til
MAJOESTUENS VABEMAOASIN
Box 2219. Oslo. Norge.
Send mig omgaaende ....... stk. urkede a kr.......
Vedlagt fölger kr......
Bestilles 4 áv. de. billige kjeder paa engang sendes disse for kr. 10,00
Navn .................................................
Adresse ..............................................
(Skrivj.ýTydelig) — Pengene* kan sendes i brev ellerpr. Postanvisnig.
KAUPIÐ
aðeins HAMLET og REMINGTON-reiðhjóI og alt tilheyrandi
reiðhjólum hjá mér.
REIÐHJÓLAVIÐGERÐIR afgreiddar af pAULVÖN-
UM manni.
Sigurþór Jónsson,
úrsmiður. — Aðalstræti 9.
% " f. |.
|| f;
Sty
Fiskpresenningar
Vaxíbornar úr sérslaklega góðu efni, fást af öllum stærðum með
Iágu verði. — Spyrjið um verð.
Veiðarfæraverslnnin „Geysir"
Sími 817. Símnefni Segl.
GRlMUMAÐURINN.
hendi sér, en hnyklaöi brýnnar. Hann and-
varpaði sáran ööru hverju, en svo var honum
þungt í skapi, a‘ð lítt sá til augnanna. En alt
í einu virtist hann hrista af sér óttann, hann
rétti úr sér og teygSi upp höfuöiS, drembi-
látur og storkandi.
Hann tók upp kertiS og gekk áleiöis til
dyranna, en nam staSar á þröskuldinum og
leit um öxl. Boröiö, stólarnir og skápurinn
virtist alt horfa á hann furöulegum draugs-
augum og hæöast aö honum í þessum hræöi-
legu raunum, sem hent haföi fjölskyldu hans.
Alt í einu fleygöi hann kertinu af afli á
gólfiö. Ljósiö blakti i fallinu en kertiö valt
til á gólfinu, uns þaö nam staöar fast viö fæt-
ur honum. Hann blótaöi i hljóöi og setti hæl-
inn á kertið, svo að vaxiö flattist út viö gólfiö ;
hann veinaði upp yfir sig, bæöi af kvöl
og sárri gremju, og strauk hendinni nokkur-
um sinnum um gagnaugun.
Hatursglóöin hvarf af augunum, en blíöu
svipur og góðvildar færöist á andlitið og slétti
úr hrukkunum, og undarlegu brosi brá tyrir
um munninn.
„Þaö veröur aö vinna ástir hennar og alla
hylli,“ mælti hann í hálfum hljóðum. „Mark,
aulabárður! Getur þú þaö ? Þú ræöur nú ekki
yfir fullum sólarhring til þess ....“
Hann stundi viö og hló lágt og hristi höfuö-
ið. Síöan gekk hann út úr herberginu og lok-
aði hægt og gætilega á eftir sér.
IV. ICAFLI.
Tvískift skylda.
§ i-
Undarlegar og ólíkar tilfinningar byltust í
sálu Lenóru, þegár hún var enn orðin ein í
herbergi sínu. 1 fyrstu varö gremja ríkust í
huga henni, — sársaukatilkenning yfir þvi, aö
hafa gengiö hálfa leið í móti þvi, sem hún
þekti ekki, en verið gerð afturræk. Hún var
sannfærð um, aö nú hataöi hún eiginmann
sinn; hún fann, að hún heföi engan mann hat-
að áöur eins og hann, — og fanst þó i sömu
andránni fróun í því, að hann ætti engan þátt
í samsæri því, sem bruggað heföi verið undir
þaki fööur hans.
Eitt var þó, sem fékk henni óblandinnar
ánægju. Hún átti í vændum aö halda heim til
fööur síns meö morgni. Hún átti aö fá að fara
úr þessu húsi, sem ekki hafði fært henni neitt
nema sorgir og niðurlægingu síðan hún steig
þar fyrst fæti inn fyrir dyr. Þó var mest um
það vert, að hún þyrfti aldrei oftar að sjá
þetta fólk, sem hún hafði verið að njósna um.
Já, njósna!
Það varð ekki öðru nafni nefnt; svo hrylli-
legt sem það var, þá lýsti orðið einmitt því
verki, sem Lenóra hafði unnið. Lenóra fór
ekki í kringum sjálfa sig! Hún var of stolt
og of hjartahrein til þess að draga fjöður yf-
ir gerðir sinar með því að forðast að nefna
þær réttu nafni. Iiún hafði unnið starf, sem
henni hafði verið falið, vegna konungs, ætt-
jarðar og föður hennar. Hún haíði unnið eið
að því við líkbörur þess eina manns, sem hún
hafði unnað, að vinna þetta verk; sá maður
hafði töfrað hana með rödd sinni, hann hafði
verið leikbróðir hennar, heitbundinn unnusti
og samlandi. Hún hafði gert það vegna þess,
að sjálíur guð haföi boöið henni þaö, fyrir
munn fööur hennar og konungs; og síst hæföi
henni, — fávísri óg syndugri, — að deila um
guðs ráðstafanir. En þegar henni varð hugs-
að um atburði síðustu klukkustundar, þá fann
hún kaldan hroll fara um sig alla.
Og hún þakkaði guði fyrir, að hann vildi
leyfa henni að fara úr þessu húsi alfariö og
aldrei þurfa að snúa aftur til þessa fólks, sem
hún hefði svikið, - og þó ekki af fúsum vilja.
En hún vildi ekki festa hugann við þessi
ömurlegu efni. Hún þurfti margt aö starfa,
áöur en dagur rynni. Starf hennar var ekki
fullkomnaö enn, — ef það ætti að koma aö
fullum notum.
Hún tók ofan kertastjaka, sem stóöu á hillu
yfir arninum, kveikti á kertunum og lét þau
siðan á borðið. Því næst gekk hún að skáp,
sem Inez gamla haföi fyrir skemstu raðaö i
öllum fötum hennar, kjörgripum og nýjustu
búningum. Hún tók flata tösku út úr skápn-
um, sem i var pappír, fjöðurstafur, -blekbytta
og vax, til þess að innsigla bréf.
Hún gekk hægt og hátíðlega að verki, þvi
að hún var óvön bréfaskriftum. Henni hafði
veriö kent aö skrifa í klaustrinu og tvívegis
á ári verið látin rita föður sínurn, á nýársdag
og Jónsmessu, en nú átti hún stórum meira