Vísir - 04.06.1925, Page 2

Vísir - 04.06.1925, Page 2
VlSIK Járnsmiður Ungnr, ðuglegnr járnsmiður getur fengið atvinnu á ísafirði. Upplýsingar á skrifstofu okkar Símskeyti Khöfn 3. júní. FB. Frá heimskautsförunum. Samkvæmt símskeyti frá Osló til Social-demokraten hér, er helm- ingur Amundsensmanna farinn frá Spitsbergen heim á leið. Er álit þeirra, aö flugferöin hafi mis- hepnast. Álit margra er, aö pólfar- arnir séu einhversstaöar gangandi, en aörir eru svartsýnni og halda, aö alvarlegt óhapp hafi komiö fyrir. Herskipasmíð Breta. Símaö er frá London, aö stjórn- in ætli að byggja 5 beitiskip, fá Booo skipasmiöir atvinnu viö þaö. Frá Danmörkn (Tilk. frá sendiherra Dana). Rvík 2. júní. FB. Inn- og útfluttar vörur i apríl: Innfluttar f. 185 miljónir króna, útfluttar f. 175 rnilj. kr., þar af endurútflutt fyrir 12 milj.. Mism. 10 milj. kr. Kauphöllin tilkynnir, að mism. borgist með „leyndum tékjum" (skjulte Indtægter), er meir en jafni hann. Rvík 3. júní. FB. Sjómannaverkfall hafið. Á mánudag var enn gerö tilraun til þess að korna á samkomulagi um þau atvinnumálin, sem enn valda deilum. Fundurinn var mjög langur, en árangur enginn, og var ekkertákveðið um annan fund. Að- almiskliöarefniö var, hvaöa tak-' mörk skyldu sett um lágmark launa. Sáttanefndin geröi þegar tilraun til þess aö kynnast þeim skoðunum, er fram komu, og boö- aöi síöan aðiljana (fulltrúana frá „Samvirkende Fagforbund", „Ar- bejderforbundet" etc.) á fund, sem halda átti kl. 4 í gær. — Sjómanna- verkfalliö hefst kl. 12 á miðnætti. Lað nær til skipa í „Dampskibs- rederforeningen", er þau leita í danska höfn, en ekki til skipa „Östasiatisk Komp.“ Sérstakar ttndanþágur eru veittar Samein- aða, með tilliti til skipa, er fara til Aalborg, Aarhus og Rönne, Switzer, „Store Norröne“, Kryolit og Grænlandsskipunum. Frá Vestur-Islendiugmn. Rvík, júní. FB. Á sjötta ársþingi Þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vesturheimi, er haldið var i Winnipeg í febrúar síðastl., voru þessir menn kosnir í stjórn: Síra Jónas Sigurðsson, síra Ragnar E. Kvaran, varafors., Sigfús Halldórs, ritstjóri, ritari og Hjáímar Gíslason, bóksali, gjald- keri. Af ýmsum málum, er rædd voru á þinginu, var ekki ómerkust tillaga frá Árna Sigurössyni x Wynyard, þess efnis, að stjórnar- nefnd Þjó.ðræknisfélagsins sendi á- skorun til „Voldugasta menningar- félags þessa lánds, United Church of Canada, urn að það beiti sér fyrir því, að líflátsdómar verði numdir úr lögum í Cánada“. Sam- þykti allur þingheirríúr tillögu þessa með því að standa upp. íslenskur skákkappi. Ungverski skákmeistarinn Geza Maroczy var staddur í Winnipeg í marsmánuði. Á taflmóti, er hánn tók þátt í þar, vann hann 75 töfl, en gerði 3 jafn- tefli, og var eitt þeirra við íslend- inginn Agnar R. Magnússon. Mar- oczy hefir einu sinni áður verið Tefldi hann þá 78 skákir á 4 kveld- um, vann 70, gerði jafntefli í 7, en tapaði einni. Var* það íslend- ingurin Magnús Smith, sem vann hana. Iveir gestir. Margir núlifandi menn og kon- ur hér muna vel eftir R o 1 f A r p i frá Uppsölum. Hann kom hingað 1874, og fór nokkuð víða þ-á, og enn kom hann fyrir 1880, og var hér þá nokkurn tíma, til þess að læra íslensku. Allir, sem muna eftir Rolf Arpi, bera enn í dag vinarþel til hans. Um nokkurn tíma hefir verið hér í bænum j u n g f r ú A r p i, dóttir hans. Erindi hennar hingað til landsins er að læra íslensku. Svo má segja, að Svíar leggi mesta stund á íslensku-kunnáttu af öll- um þjóðum. Jungfrú Arpi er far- litan- 01 innanhðsspappa, margar teg , selur versl. undlr- ritaðs allra manna ódýrastan. Rasið því ekki fyrir ráð fram, með því að festa kaup ann- ars staðar, áður en þfer hafið haft tal af oss. Heildsala. Smásala. Versl. B. H. B JARNASON. in að tala íslensku vel og ber hana frarn skýrt og hljómfult. Flestum rnundi þykja ánægjulegt að heyra, hvernig hún gerir það. Sænskan er ekki ósvipuð að hljórni íslensku, þégar á er hlustað, og mörgum íslendingi þykir hún fegursta og hreimfylsta málið, sent við heyr- urn talað, að undanskildri okkar eigin tungu. Hinn gesturinn í bænum er jung- frú Margaret Rigg. Hún er frá Vesturheimi, og kemur nú með síðustu farfuglunum, — því miður til þeSs að fara aftur á undan hin- um fyrstu. Jungfrú Rigg hefir fengið farareyri frá „Tlie Ameri- can Scandinavian Foundation", og er það sönnun fyrir því, að hún er námsmey með afbrigðum. Hún hefir verið í Uppsölum í Sviþjóð, og kernur nú við á íslandi, því hún ann mjög bókmentum, og vill kynnast íslenskum bókmentum, um leið og hún fer vestur. Land vort er að eignast þýðingarmikla samúð að vestan. Jungfrú Rigg er fjórða mentakona Vesturheims, sem spyrst fyrir um íslenskar bók- mentir og menningu, á 12 síðustu - mánuðum, og alstaðar, þar sem menn þekkja nokkuð til landsins og löggjafar þess, er dáðst að því, hvernig vér ætlum að koma upp þjóðleikhúsinu, sem nú er í fæð- ingu. 30. maí '25. Hjúskapur. Síðastliðinn laugardag voru gef- in saman í hjónaband ungfrú Ásta Ólafsdóttir (prófasts frá Hjarðar- holti) og Ólafur Bjarnason (frá Steinnesi) bóndi í Brautarholti. — Præp. hon. Ólafur Ólafsson, faðír brúðarinnar, gaf þau saman á heimili sínu. E.s. Mercur fer héðan í kveld, áleiðis til Nor- egs. Meðal farþega verða: Einar skáld Benediktsson, frú Málþíður Oddsson og frú Ellingsen. Til Vest- mannaeyja fara: Síra Friðrik Frið- riksson og Finnbogi R. ÞorvaId3- son, verkfræðingur. Túnbletti var farið að slá hér á stöku stað upp úr hvítasunnu, og voru sum- ir þeirra vel sprottnir. Listasýningin danska verður opnuð á laugar- daginn kl. 2 síðdegis, af Knúti Danaprins. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í dag kl. 5 síð- degis. Sjö mál á dagskrá. Gamla Bíó i sýnir þessa dagana sprenghlægi- lega mynd í 7 þáttum, sem nefnd er „Röskir Riviera ræflar“. „Vit- , inn“ og „Hliðarvagninn“ leika að- alhlutverkin, og þarf þá ekki að efast um, aðungdóminum aðminsta , kosti muni geðjast vel að mynd- I inni. — Aðsóknin er ávalt í mesta lagi þegar þeir félagar eru á ferð- inni. K. Nýja Bíó. Þar er nú verið að sýna ágæta mynd, „Sværmere11, sem tekin er : eftir einni af skáldsögum Knut Hamsuns, hins nafntogaða ritsnill- ings. — Mynd þessi er að flestu góð, og sum hlutverkin mætavel leikin. — Annars er rétt að geta þess, að það hlýtur að vera mikill vandi að gera kvikmyndir eftir skáldverkum Hamsuns. í sögum hans gerist að jafnaði ekki sérlega mikið á yfirborðinu, en undir niðri er alt fuít af óró og lífi. — Ham- sun er hinn mikli meistari í því, að skrifa skemtilega um lítið efni. — „Sværmere“ er mynd sem á skilið að vera vel sókt. Karólína Benedikts líefir opnað nýja vefnaðarvöm- búð á Njálsgötu 1. Áheit á Elliheimilið. Ónefndur 10 kr., N. N. (á Eh.) 10 kr., X. 10 kr., V. D. 5 kr^ afhent Vísi 5 kr. — Har. Sigurðss. Stransykur snjéhvítan F H Kjxrtansson & Co. og finan höfnm viö fyrirliggjandi. Lægsta verð á lanðinn. Sími 1520. Simsefni Sagar. Reykjivik.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.