Vísir - 17.06.1925, Blaðsíða 4

Vísir - 17.06.1925, Blaðsíða 4
i VÍSIR Hi MJALLHVIT Gnfnþvottabús — Vestnrgötn 20 — Sfmi 1401 6 Afgreiðslan er opin alla virka daga frá kl. 8 f. h. til kl e. h., nema laugardaga til kl. 10 e. h. pvottur, sem á að vera tilbúinn á laugardögum, komi í síð- asta lagi miðvikudagskveld. PIARO. OBOEL. Útvega piano og orgel-harmonium fra fyrsta flokks verk- smiðjum. Sömuleiðis útvega eg grammófóna og grammófón- plötur. Verðið mjög lágt. Verðskrár til sýnis. Signrður Þérðarson, Bókhlöðustíg 10. (c/o skrifst. Copland. Sími 406) ijölbreytt trral — láat verð. - Myndabúðin Laugav. 1 Sim! 555. Rjémabös smjör. Glænýtt rjómabús smjör er nýkomið. Kjötbúðin Von. Sími 1448. 4 herbergi, eða 3 herbergi og eldhús ósk- ast í. okt. í miðbænum fyrir lækn- ingastofur. Upplýsingar í síma 1503. SveinabókbandiS, Laugaveg 17, sími 286, tekur að sér afgreiSslu og útsendingu blaða og tímarita. (372 1 Nokkrar kaupakonur óskast uppí Borgarfjörö. Uppl. á Fram- rresveg 11. (366 Skósmiöur óskast strax. Jpn Þorsteinsson, ASalstræti 14. (365 Stúlka vön mjöltum,, óskast til inniverka. Uppl. í síma a'ö Korp- úlfsstööum. (363 Telpa 12—14 ára óskast nokk- urn tíma. Uppl. Þingholtsstræti 15» uppi. (361 Skó- og gúmm't)ri8gcr8ir Ferdin- ands R. Eiríkssonar, Hverfisgötu 43, endast besi. (278 Abyggileg stúlka, sem getur hjálpað til viö morgunverk, get- ur fengið gott herbergi til leigu. A. v. á. (370 Lítið herbergi með forstofuinn- gangi til leigu. Nönnugötu 3. (369 Gott herbergi með forstofuinn- gangi til leigu, á Laufásveg 45. (364 borgi áfallinn kostnað. r LEIGA Nýjar og' góðar pönnukökur ; fást daglega á Vesturgötu 12: (Mjólkurbúðinni), sömuleiðis eft- ir pöntun. (371 Kartöflur, danskar, mjög ódýr- ar. Hannes Jónsson,, Laugaveg 28 og Baldursgötu 11. Sími 893. (368 Rósaknúppar til sölu. A. v. á. ___________________________ (362 „SæpoIin“-sápan er keypt af öllum þeim, sem hreinlæti unna. Fæst hjá flestum kaupmönnum. Biðjið um „Sæpolin“! (323 Nýkomið: Ágætur lastingur, mosbrúnn og ljósgrár, hentugur í kvenkápur og dragtir, verður seld- ur á að eins kr. 3.75 pr. meter, tvíbreiður. Guðm. B. Vikar, klæð- skeri, Laugaveg 5. (205 Brúnn óskilahestur hirtur af lögreglunni. Mark á hestinum er: Lögg aftan hægra, sneitt aftan vinstra. Eigandi hestsins vitji hans á lögregluvarðstofuna og (375 Mósvartur kettlingur hefir tap- ast. Finnandi er vinsamlega beð- inn að skila honum í Ingólfs- stræti 21 B. (374 I Fyrsia flokks bifreiðar í lengri og skemmri ferðir til leigu, fyrir lægsta verð. Zophonias. (1195 Drengurinn, sem sótti hnakkinn til Jóns Ólafssonar, á Laufásveg' 55, er beðinn að koma til viðtals nú þegar. (373 Fasteignaeigendafélag Reykja- víkur. Skrifstofa i húsi Nathan & Olsen, þriðju bygð, nr. 37, er opin hvern virkan dag, kl. 5—6- síðd. (3 67 1 GaröyrkjumaSur, sem útvegar j blóm og plantar á leiði, er til j viðtals hjá líkhúsinu í kirkjugarð- inum, kl. 8—9 á kveldin. (309 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. tt GRÍMUMAÐURINN. stundu. Herra Deynoot segir ykkur þá frá viðræðum sínum við harðstjórann, og eg verð þá ef til vill svo hamingjusamur, að mega láta lífið fyrir þessa borg, sem eg ann hug- ástum. Farið heilir, herrar mínir, og megi guð gæta ykkar þangað til. Ef Alba vill ekki þiggja mig, þá veitist mér sú sæmd að vera foringi ykkar og leiða ykkur, — til sigurs, aö eg vona — til dauða, ef guð vill svo vera láta.“ Fundarmenn risu nú úr sætum sínum og kvöddu Grímumann hver af öðrum, i síðasta sinni, að þvi er þeir ætluðu, án þess að vita, hver hann væri, þó að þeir bæri allir til hans ást og, traust sem foringja og vinar. 1 raun og veru voru hinir göfugu fundarmenn bug- aðir og harmi lostnir yfir þeim vanda, sem foringi þeirra hafði sjálfur stofnað þeim í, svo að ekki varð undan komist. Þeir urðu á allri sinni staðfestu að halda, urðu að bæla niður allar raddir tilfinninga sinna, sem mæltu gegn því,, að hinum hrausta manni væri fórn- að til þess að seðja grimdaræði hins svívirði- lega harðstjóra. En þetta varð svo að vera, og fundarmenn allir voru svo góðir og göfugir menn, að þeir fundu, að Grímumaður hefði kjörið sér hið góða hlutskifti með þvi að bjóðast til þess að leggja líf sitt í sölurnar fyrir samborgara sina. Þegar fundarmenn höfðu litið til hans hinsta sinni, þá gengu þeir út um bakdyr klaustursins, tveir og þrir i einu. Þeir gengu yfir ána á báðum brúnum, sem á henni voru. Myrkur var á, og klaustrið lá í útjaðri borg- arinnar, langt frá Stadthuis og Kouter. Úr borgarhlutum St. Baafs og St. Nikulásar bár- ust gleðiómar yfir ána, frá húsum þeim, sem vallónskir hermenn höfðu lagt undir sig. En menn þeir, sem heitið höfðu að berjast við ofurefli liðs, skeyttu því engu. Þeir fóru hljóð- lega um hin dimmu, þröngu stræti og sneru að lokum til hægri eða vintsri, til suðurs eða norðurs, og komust klaklaust heim til sín. § 5- En tveir menn höfðu orðið eftir í fundar- salnum, þegar allir aðrir voru farnir. Þ^ð var Grímumaðurinn og Laurence van Rycke. Laurence hafði beðið þögull á meðan aðrir fundarmenn gengu út um dyrnar, en þegar kom að Grímumanni, og hann gerði sig lík- legan til þess að fara, _þá leit Laurence þeim bænar-augum til hans, að hann nam staðar, eftir örstutta umhugsun. Þegar síðasti fundarmaður var farinn, reyndi Laurence að segja eitthvað, en fékk engu orði upp komið fyrir geðshræringu. En þögult bænar-ávarp skein enn úr augum hon- um, og svipur hans var torkennilegur orðinn vegna andlegra þjáninga, og alt i einu vein- aði hann upp yfir sig eins og helsært dýr. Hann féll á kné við borðið, huldi höfuð i höndum sér og grét eins og barn. Grímumað- ur heið rólegur og þögull, þangað til grát- kastið var um garð gengið. Hann var stilli- legur og góðlátlegur og starði gegnum grím- una á hinn bugaða fnann. „Henni er borgið fyrir hefnd þjóðar okkar,“ mælti hann, þegar hann sá, að Laurence var kominn til sjálfs sín. „Er það þetta, sem hef- ir þjáð yður, herra?“ Laurence hafði fyrirorðið sig vegna geðs- hræringar sinnar og var staðinn á fætur. Hann strauk hendinni um sveitt ennið og* úfið hárið og reyndi að horfast djarflega í augu við Grímumann. „Að sumu leyti var það,“ mælti Laurence einarðlega. „Eg ætla ekki að tala um hana.. Það var þá hún, sem sveik okkur öll?“ bætti hann við, bugaðUr af sárri sorg. Grímumaður svaraði þessu engu, og Laur- 1 ence tók þá aftur til máls, rólegri en áðurt „Mig langaði til þess að tala um þessar nafna-skrár, — skjölin, sem Hans Hátigiv trúði mér fyrir.“ j.Já.“ „Eg fór að svipast að þeim þegar .... þegar hún var farin, og sá, að þau hefði ver- ið tekin.“ „Og hvað gerðu þér þá?“ „Eg vissi, að svikum hefði verið beitt vi'ð> okkur .... þá .... þar . — í þeim svifum ..... og að hún hefði .... þessi ágætis kona^. herra minn, sem eg .... Ó! það var skelfi- legt!“ kallaði hann upp yfir sig, og jafnvel þá var sem feigðarsvip brygði á hið föla og' tærða andlit hans. V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.