Vísir - 16.07.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 16.07.1925, Blaðsíða 2
VlSIR Höfam fyrirllggjanði: Rúgmjöl, Halfáigtimjöl, Hveiti, Be3t Baker, do. Cream of Manitoba, do. Oak, do. Gilt Edge, Flórsykur, c Strausykur, Símskeyti Khöfn, 15. júlí. FB. Orsakir krabbameins. SímaS er frá London, að lyfja- fræ'Sistofnun ríkisins hafi fundið mikroskopiska organisma, sem or- saki krabbamein. — Er hér um merkilegan atburö aö ræöa í sögu læknisvisindanna, en vafasamt er taliö, hvort mikið praktiskt gagn yerði af uppgötvuninni. Af stofn- tmarinnar hálfu verður nánara skýrt frá þessu bráðlega. i Kolamálið í Bretlandi. Símað er frá London, að rann- sóknanefnd hafi verið skipuð í 'kolanámudeilumálunum. Belgía og Rússland. Símað er frá Brússel, að Vand- ervelde hafi sagt, að belgiska stjórnin sé þess ófús, að viður- kenna ráðstjórnina rússnesku. Bretar auka flotann. Símað er frá London, að stjórn- in hafi ákveðið að láta smíða 14 riý beitiskip á næstu 5 árum. * Fjármál Frakka. Símað er frá París, að skatta- frumvörp Caillaux hafi verið sam- þykt. Socialistar greiddu atkvæði gegn stjórninni í vissu atriði. — Vinstri flokkur þannig klofinn: Stjórnin lafir af náð hægrimanna. Haraldur Sigurðsson píanoleikari. . ij; Listin á rót sína að rekja til göf- ugustu eiginleika sálarinnar. Hún þægir andlegum þörfum mannsins og svalar tilfinningum hans. Það er hlutskifti flestra manna, að þurfa fyrst og fremst að hugsa um að sjá sér farborða í lifinu, og tekur það svo mjög Itpp tíma þeirra og hugsun, að lítið verður hægt að leggja rækt við meðfædd- Verkamanna og ferða stigvél úr vatnsleðri, mjög ódýr. Hvannbergsbræðnr. ar listkendir. Þjóðfélagið í heild sinni styður lika öllu öðru frem- ur þá starfsemi mannsins, sem ó- aðskiljanleg er lifsviðhalclinu. Sagan sýnir, að blómguri list- anna hefir jafnan verið samfara efnalegum uppgangi þjóðanna; þá hafa þær fengið efni á því, að láta hæfileikamenn sina verja starfi sínu í þágu listanna. Sam- fara hinum miklu og hröðu fram- förum i vísindum og verklegum framkvæmdum siðustu alda, hefir tónlistin tekið hliðstæða fram- þróun, og það, sem við nútíma- menn viðurkennum sígilt í tónlist- inni, er ekki nema nokkurra alda gamalt, og er tónlistin sú listanna, sem siðast nær fullkomnunarstigi. Þróun tónlistarinnar má sam- kvæmt þessu rekja innan sögu ákveðinna þjóða, og hafa þær tek- ið við hver af annari og lagt sinn skerf til hennar. Smærri þjóðirn- ar, sem til skamms tíma hafa ver- ið undirokaðar eða lítilsmegandi, hafa lengst af farið varhluta af þessari þróun. Fyrst með vakn- andi sjálfstæðismeðvitund hafa augu þjóðanna tekið að opnast fyr- ir mikilvægi og gildi listanna, og þær kostað kapps að geta látið til sín taka á því sviði. Að lokum fer svo, að hver þjóð er metin að miklu eftir þvi hverju hún fær áorkað í listinni Má þessu til sönnunar nefna t. d. Þjóðverja, Norðmenn, Finna o. fl. Framfarirnar hafa líka náð til íslands, og sjálfstæðisbaráttu Evrópu hefir Island einnig háð, og nú erum við farnir að fylgjast með í listum og mun sjálfstæðisvitund okkar líka vera að vakna. Við höfiun eignast listamenn á ýmsum sviðum. Sá listamaður íslensk- ur, sem lengst hefir náð í sinni grein, er píanóleikarinn Haraldur Sigurðsson. Hann er gæddur af- burða hæfileikum 0g hefir náð 'þeirri fullkomnun í list sinni, að hann þolir samanburð við afburða- menn helstu menningarþjóða á því sviði. tlefir hann komiö opin- berlega fram víða um lönd(Þýska- land, England, Danmörku) og hlotið hvarvetna viðurkenningu vandlátustu listdómara. Walter Niemann, að likindum helsti list- dómari um píanóleik, sem nú er uppi, hefir i bók sinni, „Meister des Klaviers" (14. útg. 1921), far- ið svofeldum orðum um Harald: St. Æskao nr. 1. Þingvallaför stúkunnar verður farin næstkomandi sunnudag, ef veSur leyfir. Farseðlar á kr. 3,00 verða seldir í G. T. húsinu á morgun frá kl. 7-9 síðd. „Ultima Thule, Island, krúnuland Danmerkur, norður við heim- skautsbaug, sem er nyrsti útvörður F.vrópumenningarinnar, getur, sök- um þess hve hið opinbera músík- líf, sem er bundið við höfuðstaö- inn Reykjavík, af skiljanlegum ástæðum, að eins átt nokkra ágæta organleikara _____ En þeim til mikillar undrunar, sem þekkja ekki hina miklu menningu og þroska landsins í skáldskap, list- um og vísindum, — þessarar snævi þöktu eld-eyjar, sem umleikin er af æðandi stormum, — er það, að þetta land hefir þegar á að skipa ungum koncert-píanóleikara í fremstu röð — Haraldi Sigurðs- syni. Tvisvar hefir hann unnið Mendelsohnverðlaunin, og hefir hann oft komið opinberlega fram í þýskum og austurrískum tónlista- borgum, er hann viðfeldinn, ná- kvæmur og eðlilegur spilari, öfl- ugur og frískur. Tónninn er „pjastískur", framsetningin vitur- leg og þaulhugsuð, svo að formið fær notið sín, og leiknin er af- burðamikil, skýr og hrein, lipur og glæsileg. ....“ Haraldur Sig-urðsson efnjr til hljómleika í Nýja Bíó á föstudag- inn, og eru nú liðin tvö ár síðan hann heyrðist hér síðast. Hljóm- leikar Haralds hafa jafnan af mörgurn tónlistavinum verið álitn- ir bestu hljómleikar ársins, og má ekki síður vænta þess nú, og kunna bæjarbúar vonandi að meta liann að verðleikum. B. A. Frá Danmörku (Tilk. frá sendiherra Dana). —x— Rvík, 15. júlí. FB. Garðar Gíslason, stórkaupmaður, Gísli Johnsen, konsúll, Magnús Sigurðsson, bankastjóri, Sæmund- ur Halldórsson, kaupm. og Sigurð- ur Kristinsson, forstjóri, hafa ver- ið útnefndir riddarar af Danne- brog. Ágúst Flygenring, alþm., hefir verið gerður Kommandör af annari gráðu. Seinni hluta síðastl. mánudags gengu fulltrúar íslensku verslun- arstéttarinnar á konungsfund, ásamt formönnum stórkaupmanna- félagsins og íslenska verslunarfé- lagsins („Den islandske Handels- forening"). Viðstaddir voru Stau- ning forsætisráðherra og Jón kon- ungsritari Krabbe. Ernst Bojesen er látinn. Hann var áðijr forstjóri „Det Nordiske Forlag" og síðan 1903 með-forstj. i „A.s. Gyldendalske Boghandel Nodisk Forlag“. Samkvæmt símskeyti frá Mon- treal þ. 11. júlí, er lítill afli viti suðurstrendur Newfoundlands. —* Netjafiskveiðar fyrir suðurströnd- inni árangurslausar. Fyrir norður- ströndinni lítil veiði. Engin ný tíð- indi frá Labrador. ís enn landfast- ur við morðurströndina. Búist við» að fiskveiðar fari að glæðast bráð- lcga. Magister Paul L. Múlier hef- ir skrifað langan ritdóm í „Nati- onaltidene" um útgáfu dansk- íslenska félagsins á „Islandske Ivulturbilleder“, eftir Sigfús Blön- dal. „Að loknum lestri leggja menn bókina frá sér með þeim ásetningi, að lesa aftur og ræki- legar þetta verk hiris lærða rithöf- undar.“ (I Bæjarfréttir fl Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 10 st„ Vest- mannaeyjum 7, ísafirði 9, Akur- eyri 11, Seyðisfirði II, Grindavífc 9, Stykkishólmi 9, Grímsstöðuni 7, Raufarhöfn 10, Hólum í Horna- íirði 12, Þórshöfn í Færeyjum IT, Angmagsalik 9, Kaupmannahöfn 17, Utsire 15, Tynemouth 15, Leir- vík 12, Jan Mayen 5 st. (Mestur hiti í Rvík í gær 11 st„ minstur 6 st. Úrkoma mm. 2.6). — Loftvæg- islægð vestan við írland. Veður- spá: Kyrt á Vesturlandi. Hæg norðlæg átt á Austurlandi. Úr- komulaust víðast hvar. Þoka við norðausturland. Bræðurnir Espholin hafa í hyggju að koma hér tipp írystihúsi nteð nýtísku tækjuni, sem mjög eru að ryðja sér til rúnjs erlendis. Þeir hafa nýskeð fengið sendingu af nýjum fiski og kjöti frá Svíþjóð, sem fryst var þar með þessari nýju aðferð og síðan send hingað i venjulegum kassa- umbúðum. I gær var sendingin orðin 9 daga gömul, og reyndist ]tá fiskurinn algerlega óskemdur og með nýjabragði, og kjötið eins. Má því ætla, að aðferð þessi muni gefast ágætlega vel til þess að vernda fisk og kjöt frá skemdum um langan tíma. Bræðurnir ltafa í hyggjtt að frysta hér fisk og kjöt í stórum stíl, bæði til útflutn- ings og neyslu t bænum, og væri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.