Vísir - 18.07.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 18.07.1925, Blaðsíða 2
V !S1K Höfnm fyrirllggjanði: Rúgmjöi, Hálfsigtimjöl, Hveiti, Be3t Baker, do. Cream of Manitoba, do. Oak, do. Gilt Edge, Flórsykur, Strausykur. BYGGINGARVÖRUR Galv. Þakjárn besta teg. allar lengdir, 30 Jiml. breitt (11 riflur)_ Slétt járn 30 þml. breitt. Asfaltpappi 3 teg. Loftrósettur og Loft- listar. Linoleumgólfdúkar f jölbr. og ódýrt úrval. Skrár allar gerðir. Hjarir allar gerðir. Huröarlokur allar stœrðir og gerðir. Hurðar- húnar úr tré og málmi 20 mism. gerðir og verð. Gluggajárn galv. „Gefion“-gluggaopnara patent — eftirsóktir og handhægir, þurfa að komast á alla glugga sem opna á. Gluggagler. Naglar allar gerð- ir og lengdir. Málaravörur og alt þar til heyrandi, þ. á. m. hol!. Zinkhvítu og Blýhvítu, sem af öllum er skyn bera á slíkar vörur, ettt taldir sterkustu og haldbestu litirnir. Lökk og „Bejtser“ og þurrir litir af öllum tegundum. Látið engan telja yður trú um það, að aðrir geti boðið yður góðar vörur fyrir lægra verð en við, og hafið það fyrir fasta reglu að festa aldrei kaup annarstaðar, fyrr en þér hafið skoðað varning vorn og spurt um verðið. .Við kaupum alt einvörðungu fyrir peninga út í hönd, og sætum því þar af leiðandi bestu kjörum. Símskeyti —X--- Khöfn, 17. júlí. FB. Veiðar Færeyinga við Grænland. Símað er frá Þórshöfn í Fær- eyjum, að menn séu þar mjög á- nægöir yfir veiðiför eins færeyska fiskiskipsins til „Fyllabanken" vi'S vestur-Grænland, einkanlega þar eö veiði við ísland brást Færey- ingum hálfgert i vetur. Breskir námumenn hafna tillögu stjórnarinnar um rannsókn- ardómstól. Símað er frá London, að námu- menn hafi hafnað tillögu stjórn- arinnar um rannsóknardómstól. — Samþyktu námumenn þetta á afar fjölmennum fundi. Útlitið rnjög alvarlegt. Skriðuhlaup á Þelamörk. Símað er frá Osló, að geysilegt skriðuhlaup hafi orðið í Lunde á ÞelcUnörk. Áætlað erað3C>ookubik- metrar hafi hrunið í fljótið við Lunde. (Lunde er hérað í Þelamerkur- fylki (Bratsberg amti), fyrir vest- an Norsjö; 259.65 ferkílóm. 2702 íbúar 1920). Frakkar sækja á í Marokkó. Símað er frá París, að Frakkar sæki á og sigri síðustu daga í Ivlarokkó. Nýbýlin í Sogamýri. „Við erum allir bændur eða bændasynir," segja Búlgarar. Hið sama má segja um Islendinga. Hér er 2. kynslóð borgar- eða bæjar- búa fyrst að verða til. Þeir eru enn mjög fáir á fullorðinsaldri, sem eiga innfædda Reykvíkinga að for- eldri. Bændablóðið er svo ríkt í okk- ur Reykvíkingum, að þeir munu fáir, sem ekki telja það unaðslega tilhugsun, ef þeir gætu eignast jarðnæði og snoturt bú, gætu lif- að í sambandi við náttúruna, og lagt fram krafta sína, henni til hjálpar. Þrátt fyrir fólksstraum- inn úr sveitunum, er þessi tilfinn- ing vafalaust mjög rík í íslend- ingum yfirle^tt. Vandinn er að finna bestu ráðin til að fullnægja henni, að skapa skilyrðin. Félagið „Landnám" var stofn- að hér í fyrra, til þess að stuðla að nýrækt, fyrst. ög fremst nærri Reykjavík og öðrum kauptúnum, og aðstoða nýbyggjendur, eftir því sem félagið hefir tök á. Sneri fé- lagið sér til bæjarstjórnarinnar vorið 1924 í því skyni, að bæjar- stjórnin tæki nýbýlamálið til yf- irvegunar. Voru undirtektir borg- arstjóra og bæjarstjórnar hinar bestu, og ákvað hún að ætla svo- kallaða Sogamýri, er liggur bæj- armegin við Elliðaárnar, sunnan þjóðvegarins, til nýbýlaræktar. Ennfremur var ákveðið að létta nýbyggjendum byrjunina með því að þurka landið með afrenslis- skurðum, og tæta það, áður en það væri afhent til erfðafestu. Erfðafestuskilmálarnir eru í að- alatriðum þessir: Landið er ætlað til ræktunar og byggingar nýbýlis, en ekki annara afnota. Má því að eins reisa eitt íltúðarhús á hverju landi og nauð- synleg útihús vegna búskáþarins. Landið skal girt gripheldri girð- ingu innan 4 mánaða, og íbúðar- hús reist innan 2ja ára. Ræktun landsins skal lokið á 10 árum, og má rækta til túns, matjurtagarða eða annarar sáningar. Fyrsta árið greiðist ekkert erfðafestugjald af landinu. Næstu 9 árin er gjaldið 10 kr. af hektara. Að þessum 10 árum liðnum (þegar landið á sam- kvæmt samningnum að vera full- ræktað), verður eftirgjaldið af hektar andvirði 180 lítra nýmjólk- ur, miðað við meðal útsöluverð hér í bænum árið áður. Þlvenær sem bæjarstjórn telur sig þarfn- ast landsins, er leiguliða skylt að láta erfðafesturétt sinn af hendi gegn 10 aura gjaldi fyrir hvern fermeter í fullræktuðu landi. Er í verðinu tekið tillit til þess, að bærinn hefir sjálfur kostað miklu til flndirbúnings ræktuninni. Bæj- arstjórn á forkaupsrétt á Iandi sem leigutaki vill selja, og getur tekið eignina fyrir matsverð. Leigutaka er heimilt að veðsetja landið og byggingar á því og selja það eða afhenda með þeim takmörkunum er að ofan segir, en byggingar skulu þó ávalt fylgja landinu, og landinu má ekki skifta i sundur. Þeim hluta Sogamýrarinnar, sem Nýjar vörur með hverri ferð. Nú síðast Steinolíulampar og Luktir af öllum gerðum, og alt þar til heyrandi, ýmisk. Járnvörur og Postulínsvörur m. m. ALT Á EINUM STAÐ. HEILDSALA. SMÁSALA. Verslun B. H. Bjarnason. Tómir stórir kassar með gjalverði í Versl. B. H. Bjarnason. liggur nær bænum, hefir nú verið skift í 12 spildur, sem hver er 2 —4 hektarar að stærð. Landið var ræst fram í fyrra og hitteðfyrra, og er óðum að verða þurt. Skift- ingunni er hágað þannig, að hin- ir stóru framræsluskurðir sem um landið liggja verði sem víðast á Iandamerkjum; við það sparast girðingar að mun. —Ætlast er til, að býlin standi við vegina sem þarna eru. 1 hlíðinni að sunnan og vestan, neðán vatns- veituvegarins, en nærri þjóðveg- inum á þeim löndum, sem að hon- um liggja. Bæjarstjórnin hefir þegar af- hent 7 af þessum löndum, og er byrjað að vinna þau með þúfna- bananum. Er ])ess varla að vænta, að allir nýbyggjendur geti komið ræktuninni verulega áleiðis í ár úr þessti, en margir eru þeir áreið- anlega, sem vona að hér sé hafin byrjun, sem verða megi landi og lýð til gagns. Nýbýlamálið á alveg vafalausf mjög miklum vinsældum aðfagna; hugsunin að rækta og klæða land- ið á sterk ítök í huga hvers góðs íslendings. Það má að visu vera öllum ljóst, að ræktun lands vors hefst ekki fyrir alvöru, íyrr en þjóðin er orðin svo efnum búin fyrír hinn mikla dugnað, sem í landsmönnum Ieynist, og auðæfi okkar ágæta lands (þ. e. sjávar), að peningar fást að láni við vöxt- um, sem bóndinn þolir. Þess verð- ur sennilega ekki rnjög langt að bíða ,— ef þær stórkostlegu von- ir rætast, sem forráðamenn ís- lenskra fjármála virðast byggja á stefnu sína. En einmitt vegna þess að vonin um ræktun lands vors í stórum stíl er enn í bili að eins von, — sem rætast mun að vísu, — er nýbýlaræktunin, sem liggur nær veruleikanum og getu manna.hent- ugt verkefni, fyrst um sinn. Eg þykist mega óska nýbyggj- endunum í Sogamýri góðs gengis í nafni fjölda Reykvíkinga. Við erurn margir, sem óskurn þess að sjá hvern ræktanlegan blett í um- hverfi borgarinnar breytast í skrúðgræn tún og akra, þar sem ánægðir menn og konur búa á snotrum býlum. P. H. til ritstjóra Vísis. —o— Kæri herra: — Ef til vill þykir yður ekki úr vegi að birta, í heiðr- uðu blaði yðar, hvernig aðkomu- manni kemur yðar fagra land fyr- ir sjónir, eftir 47 ára fjarveru. Hin fagra höfn vakti vissulega undrun mína; svo stór og sterk sem hún er En bærinn sjálfur vakti mér og bæði gleði og undrun og eins hin fögru skip, sem landið hefir eign- ast. Hér hefir orðið bylting án blóðsúthellinga, síðast liðna liálfa öid. Það er Alþingi og stjórn þessa bæjar til rnikils sóma. Og ekki má gleyma íamvinnu meðal allra stétta. — Gistihús eru hér góð og með nýtísku sniði: — raflýst hátt Mest úrval af Höfuðíötnm Hattar fleiri tegundir. Enskar húfur, karla og drengja. Regnhattar, karla og drengja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.