Vísir - 03.08.1925, Blaðsíða 3

Vísir - 03.08.1925, Blaðsíða 3
v!SIK (W SJONIN er eitthvað dýrmætasta skilningarvit mannsins. Þess vegna ber hverjum manni skylda til þess að vemda hana á allan hátt, og í því efni er ekki síst áríðandi, hvemig manni tekst að velja sér gleraugu. Besta tryggingin fyrir góðu vali á gleraugum fæst með því að snúa sértd S JÓNTÆK JADEILDAE LAUGAVEGSAPÓTEKS, þvíaðþar helst bæði fagþekking og full- komnustu vélar nútímans, slípunar- og mælingartæki, í hendur, til þess að tryggja hverjum manni einmitt þau gleraugu, sem honum hentar best. Verðið er lægst og gæðin eru best. Recept afgreidd fljótt og nákvæmlega, eftir röð. Langavegs Apotek. sjðntækjadeildin. Bókarfregn. Jón Bjömsson: Jafn- aðarmaðurinn. Skáldsaga. — Reykjavík 1924. ísa- foldarpremtsmiðja h.f. Höfundur þessi hefir áður gefi'S í fút eftir sig smásögur, „Ógróna j ;jörö“, og skáldsögu, sem nefnist j ,,Hinn bersyndugi". Bækur þessar, 1 einkum hin síöari, gáfu a'ð nokkru < leyti góðar vonir um hanii sem j sagnaskáld. En þær vonir hafa því j miður ekki rætst með þessari bók, | „Jafnaðarmaðurinn", því að hún j stendur hinum báðum greinilega að baki. Bókin á að vera tvennt, skáld- saga annarsvegar og ádeila á jafn- aöarstefnuna hinsvegar, eða ádeila x skáldsöguformi. En hvorttveggja hefir gersamlega misheppnast, skáldsagan og ádeilan. Lítum fyrst á skáldsöguna. Hún >er ekki óliðlega rituð á köflurn, en málið er ekki gallalaust, og sálarlífslýsingarnar fará alveg út nm þúfur. Tökurn til dæmis Þor- björn. Hann er í fyrstu fullur af eldmóði æskunnar og gunnreifur hardagamaður, sem ekki lætur sér neitt fyrir brjósti brenna. En síð- -ar í sögunni gugnar hann alveg sökum þess, hve lítið vinnst á, hvaö verkamennirnir eru tregir og sigurinn virðist langt undan landi.' Og hann missir fyrir þetta trúna á réttlæti málstaöar síns, verður hálfgerS drusla og drepur sig út úr þeim vandræðum öllum. Þarna er um tvo gjörólika Þorbirni aS ræSa, og okkur er sögS en ekki sýnd þróunarsagan frá einum til mnnars, eSa meS öSrum orSum, — okkur er sögS sagan, en viS get- mm meS engu móti trúað henni. ESa þá Freyja! Hún á aS vera fýrirmyndargorkúla frá höfundar- ins hendi. En hún er ekki betur ■sjálfri sér samkvæm en þaS, aS fyrst er hún albúin þess, aS eiga Þorbjörn þrá.tt íyrijr mótspyrnu foreldra sinna og þess yfirleitt fús að fórna öllu fyrir ást sína til hans, enda viröist hann i það mund eiga slíkt fyllilega skiliö, — heiS- arlegur, einaröur, djarfur og ekl- huga, — en smátt og smátt vinn- ur andrúmsloftiö í foreldrahúsum iog glæsimennska og auöur Thord- ■ arsens þaS á, að hún fær hálfgeröa •óbeit á Þorbirni, en laSast aS ■glæsimenninu, fínu og feitu, og fieygir sér loks í fangiS á Helga Thordarsen, eftir að honum hefir tekist aS fylla hana á áfengu víni. 'Og látum svo vera, aS það væri :augnablikshrösun, — en lítt skilj- anleg er ofurást sú, sem hún fær •á Thordarsen eftir þetta þokka- strik hans, og alógeöslegt er það, Jxegar hún fer aS blanda guði inri i umræöurnar og þykist finna út, aS Þorbjörn gangi ekki á guðs vegurn, — aS hann berjist á móti guSi, er hann berst fyrir velgengni lægri stéttanna. Eignarhald þaS, sem burgeisar hafa lagt á guð al- máttugan, sjálfum sér til handa, kemur óvíða glögglegar fram en Jxarna. Og ef Freyja á aS vera nokkurskonar ímynd kvenna efna- stéttarinnar, þá hygg eg, að höf. skjátlist aS stórum mun. Sem bet- ur fer, munu þær konur vera til innan efnastéttarinnar, sem meira Jxarf til þess aS heilla, heldur en gljástrokiS hár, gullna slifsisnál, djúpa skinnstóla, suSræna pálma og áfengt vín. Þarna heggur sá heldur óvægilega, sem hlifa skyldi. Frá höfundarins hendi er Freyja þannig úr garSi gerö, aö lesand- anum virðist það vera aöalógæfa og slysni Þorbjarnar, aS hann skyldi ekki hafa hugsun á aS gera JxaS sama viS Freyju, sem Helgi Thordarsen gerSi. Helgi Thordarsen á vist líka að vera „fyrirmyndar borgari", maS- ur, sem verSur feitur á því, aS setjast í auð föSur síns og gera ekki neitt, nema drekka suSræn vín, vera á kvennafari og „vera sætur og yndislegur" í „selskaps- lífinu“, eins og þaS heitir á reyk- visku. En höf. bregst alveg geta tii þess aö gera Helga aðdáunar- verSan, — hver óspiltur lesandi hiýtur aS fá megnustu skömm á honum og aSförunx hans. Ritstjórahjónin eru best frá höf- undar hendi; — hann venjulegur broddborgari með MorgunblaSs- speki á vörunum, en hún ágæt kona, trygglynd og staðföst, bæSi alveg sönn og algeng i daglegu lífi, eins og þaS gengur og gerist. Smávægilegri fjarstæSur í bók- inni nenni eg ekki aS vera aS eltast við. Þó vil eg nefna sem dæmi, aö Þorbjörn kallar fóstra sinn „rit- stjóra“, áSur en nokkur veruleg- ur fjandskapur er oröinn milli þeirra; þaS er fullkuldalegt og á ekki viö á því stigi málsins. — Þá er ádeilan. Ekki tekst hún betur. Fjall er jafnan taliS eins hátt og hæsti tindör þess. Líkt er um skoSanir. Þær eru jafnan eins sterkar og öflugustu rökin, sem aS þeim liggja. Fyrir því dugir j ekki annaö, en ráðast þar á garS- inn, sem hann er hæstur, — láta þaS, sem skoðanirnar hafa rnest og best til síns máls, koma sem greinilegast í ljós, — og rífa það siSan niður, ef maöur hefir vilja og getu til. En þarna er ekki því aS heilsa. Rök jafnaðarstefnunn- ar korna þarna nauöalítiS fram, Veggfóður fjölbreytt úrval — lágt verð. Myndabíiðín Laugav. L Síml 5SS. svo aS ekkert verSur til að hrekja fyrir andstæðinga hennar, enda eru rök þeirra í sögunni eftir því. En ef auövaldsstefnan eöa nú- verandi skipulag hefir ekki betri rökon á aS skipa, en japli því um friS og eindrægni (undir yfirstjórn burgeisa), sem fram kemur í þess- íLri bók, þá hygg eg eklci, að nein- um snúist hugur viS þaS. Annars rná minna höf. og aðra friösemi- og eindrægnis-postula á þaS, aS „fred er ei det bedste, men at man noget vil,“ og aS sjálfur Jesús kvaðst ekki kominn til að flytja friS, heldur sverS. Annars hefir þessi sami andlegi sultarsóim kveS- iö við úrri flesta eða alla rnestu umbótamenn og umbótaflokka heimsins, — aS þeir geröu fólk óánægt og spiltu friðinum, — og þurfa jafixaSarmenn ekki að kippa sér upp viö þaS. Kristnin var líka fyrir eina tíS talin hættuleg og heimskuleg hjátrú. .Yfirleitt mega jafnaSarmenn óska þess, að sem oítast korni út gegn þeim slikar bækur, sem „JafnaöarmaSurinn‘‘ er. —i Sem ádeila er bókin gagnslaus, sem sálaríýsing er hún vitlaus, sem heild er hún marklaus. Og alt þetta stafar af því, aS höf. hef- ir reist sér hurSarás um öxl. Til þess aS skrifa slíka bók svo, að rnark sé á takandi, Jxarf meira viS- sýni, meiri þekkingu og meiri óhlutdrægni, en höf. hefir til aS bera. Jakob Jóh. Smári. EyjaíjaUajökull. Er morgunljómi gyllir hjálminn hans, og himindrottning sveigir geislákrans aS enni fjallsins; — eg þaS skil og finn, að eldur sólar vermir jökulkmn. Brattur og hár hinn bjarti jökull skín, breiSist um herSar drifhvítt fanna lín; um aldur stóð hann, skrýddur skærum hjúp, — en, skuggsjá hans er Vestmannnaeyja djúp. Hann horfir yfir haf og bygSar sIóS, hann horfði fast, er streymdi’ út Gunnars blóS, og eins er Flosi fór á brennu þing, fremstur í reiS, um kvöld, hjá Þríhyming. — Hann sá, er HéSinn eldinn aleinn tróS, frá öllum skilinn, Bergþórshvols hjá glóö, og hann leit Kára hlaupa’ af þekju-brún, en helnorn rista Njáli feigðarrún.-- ÞiS hreinu jöklar hæst á fjallareit, þiS haldiS tignarvörS um land og sveit, og enn er sem þiS sitjið sæmdar þing, sólbjörtu goSar, yfir bygSarhring. — Auganu mætir aldrei fegri sýn, en Eykonan, með tignarfaldsins lín. Og ef þú kýst þér unaö mesta’ aS sjá, austur á RangárhéraS faröu þá. Þar er hvert leiti tengt viS sagnasöfn, og sveipast grænu laufi hetju nöfn. Þar kveSa straumar foman fróðleiksbrag, um frelsi, þrek og manndáS, — enn i dag. Ágúst 1924. P„ P„

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.