Vísir - 03.08.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 03.08.1925, Blaðsíða 2
VfSIR "Vorumerki UUarliturmn „OPAL“ er ódýr, haldgóður,/ hlæfallegur. Biðjið um „Opal“, þá fáið þér ábyggilega fyrsta flokks vöru. Hjörtur Snorrason alþingismaöur, andaöist a‘ö heimili sínu, Arnar- holti, siöastliöinn laugardag, I. þ. m. Banamein hans var innvortis krabbamein. Æviatriöa hans veröur síöar minst hér i blaöinu. Slys. —o— Síöastliöinn laugardag vildi til það sorglega slys, að' ungur mað- ur datt út úr síldarbát vestyr á Húnaflóa og drukknaöi. Hann hét Jón Grímsson, sonur hjónanna Gríms Jónssonar og Sumarlínu Pétursdóttur á Laugveg 66 hér í bænum. Hann var elstur átta syst- kina og var nær 18 ára: gamall, íæddur 6. ágúst 1907, góður og efnilegur piltur, hjálpfús og hug- ulsamur foreldrum sínum og syst- kinum. — Hann hafði veriö við sildveiöar í sumar á skipinu Blaa- hvalen frá Siglufiröi. Símskeytf Khöfn, 1. ágúst. FB. Járnbrautarslys enn í Frakklandi. Símað er frá París, að hraðlest er þaðan fór, hafi hlaupið af spor- unura.. Fór hraölestin þá með 95 km. hraða. Eimreiðin steyptist kollhnís. Tuttugu biðu bana og fjöldi særðist. Kolanámur Þjóðverja. Símað er frá Berlín, að ástand það, er af leiðir kolaframleiðslu í landinu, fari hríðversnandi, því geipilega miklar kolabirgöir eru íyrirliggjandi, en markaður fyrir- finst.hvergi fyrir þær sem stendur. Kolavinslumönnum er sagt upp vinnu í þúsundatali. Khöfn, 1. ágúst. FB. Kolaverkbanninu frestsað. Símað er frá London, að á síð- ustu stundu hafi Baldwin hepn- ast með aðstoð Chamberlain, að fá frestað úrslitum í kolaþrætu- málinu um hálfan mánuð, gegn því loforði stjórnarinnar, að hún greiði tekjuhalla af námuiðnaði þar til 1. apríl 1926. Nákvæm rannsókn á að fara fram á rekstursfyrir- komulagi námanna, þar sem full- víst er, að aðferðir allar eru úr- eltar. Skuldaskifti Breta og Frakka. Símað er frá París, að fulltrú- ar, er sitja á fundi og áttu að finna grundvöll til þess að semja við Breta á um skuldir Frakka, hafi skifst í tvo flokka, og séu líkur litlar fyrir samkomulagi. Setulið Frakka farið úr Rúhr. Símað er frá Berlín, að nú séu seinustu setuliðshermennirnir farn- ir frá Esssen. Hiti i Reykjavík 12 st., Vest- mannaeyjum 8, fsafirði 12, Akur- eyri 10, Seyðisfirði 8, Grindavík 10, Stykkishólmi 13, Grímsstöðum 10, Hólum í Hornafirði 7, Þórs- höfn í Færeyjum II, Angmagsa- lik 9, Utsire 15, Tynemouth 13, Leirvík 12 st. (Mestur hiti í gær 15 st., minstur 8 st.) Loftvog lægst fyrir sunnan land. Veðurspá: Hæg austlæg átt. Þurrviðri á Norður- landi og Vesturlandi. Sextugsafmæli á í dag Jón Pálsson, aðalféhirð- ir Landsbankans. Fimtugsafmæli á í dag húsfrú María Sæmunds- dóttir, Hvítárvöllum í Borgar- fjarðarsýslu. Botnía kom frá útlöndum í morgun. Meðal farþega voru Dr. Johs. Schmidt, prófessor Poulsen, frú Ellen Guðmundsson, Jón Her- mannsson, lögreglustjóri og frú og dóttir þeirra, Direktör Vejby Nielsen, Mr. Jamesson, Mrs. Mc- Kenzie, A. P. Bendtsen, Agnar Johilson, Kurt Heaser og Heinz Schmidt o.’ fl. Verslunarmenn héldu 2. ágúst hátíðlegan í gær á túni ofan við Sunnuhvol. Skemt- unin hófst kl. 2, en rétt í því skall á rigningarskúr, sem hélst nokk- ura stund og dró það úr skemtun í bili. Annars var veður gott um daginn. — Dr. Guðmundur Finn- 8 m m Tobler átsúkkuiaði, Creemelta toffee, Brítannia carameís, Bassetts lakkris confect, Lakkris. Þórður Sveinsson & Co. t bogason mælti fyrir minni íslands, en síra Friðrik Hallgrímsson fyr- ir minni verslunarstéttarinnar og mæltist báðum vel. Þá glímdu níu tr.enn og var röskleg þeirra við- ureign. Fyrstu verðlaun hlaut Þor- geir Jónsson, 2. verðlaun Vagn Jó- hannsson, sem einnig fekk verðl. fyrir feguröarglímu, 3. verðlaun Eggert Kristjánss. Ungar stúlkur sýndu leikfimi undir stjórn Stein- dórs Björnssonar. — Lúðrasveit Reykjavíkur skemti öðru hverju. •— Dansað var að lokum fram yf- ir miðnætti. — Veitingar voru í stórum tjöldum. — Aðgangur var seldur á 2 kr. og þótti sumum dýrt og urðu jafnvel frá aö hverfa, af því að þeir höfðu ekki nægan inn- gangseyri á sér. Þó var aðsókn mjög mikil, þegar mest var. Verðlauna-gripi hafa Hellyer Bræður i Hafnar- firði gefið þeim, sem unnu að björgun skipshafnar af Viscount Allenby. Þorleifur Guðmundsson fekk vandað gullúr með áritun, en félagar hans sitt silfurúrið hver. Clementina kom að vestan í morgun til að leita sér viðgerðar og mun liggja hér um hríð. Silfurbrúðkaup eiga í dag Málfríður Ólafsdóttir og Jóhannes Kristjánsson, Bald- ursgötu 3. Ganílar koparstungur frá íslandi, II. hefti, er nýkomið út. Útgef- andi er Sigríður Björnsdóttir; út- gáfan er snotur og góðra gjalda Svartur stálpaðnr kettlingnr hefir tapast fyrir nokkrum áög- um. Skilvís finnandi geri svo vel að skila honum gegn fundarlaun- um til ólafs Bergm. Erlingssonar, prentara, Sölvhólsgötu (steinhúsið fyrir austan Sölvhól). verð. Myndirnar í þessu hefti munu vera frá árunum 1840. Af myndunum má nefna: Reykjavík, kaupstaðarferð, Mælifellskirkju, Geysi eftir gos, kirkjuna á Breiða- bólstað, Eyjafjallajökul frá Hlíð- arenda, Hvitárferjuna skamt frá Skálholti, Arnarstapa o. fl. Innheimtumaður einn hér í bænum fanst fjötr- aður suður á Melum, síðastliöið föstudagskveld. Sá, sem að hon- um kom, Iosaði um fjötra hans og gerði lögreglunni aðvart. Var hann sóttur í bifreið og kvaðst hafa verið barinn, bundinn og rændur fé. En við nánari yfir- heyrslu, játaði hann, að þetta væri alt uppspuni. Hann hefði fengið annan ungling til að binda sig og hefði hann tekið við peningunum. Þess skal getið, til að varna mis- skilningi, að sá, sem fann inn- heimtumanninn, átti engan þátt ? þessum ráðagerðum. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi, 2 kr. frá S. Á. Sokkar karla, kvenna, og barna í úrvali. Ull, silki, ísgarn, bómuli. Nýtísku litir og gerðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.