Vísir - 13.08.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 13.08.1925, Blaðsíða 2
VíaMR Höfam fyrlrliggjandi: þakpappa Imperial og Ziicornber 3 teg. Símskeyti —o—1 Khöfn, 12. ágúst. FB. Evrópu-flug. SímaS er frá París, að tveir flug- menn hafi farið af sta'ð í gær i þriggja daga hringferð um Evrópu: París, Turin, Konstantín- ópel, Moskva, Kaupmannahöfn, París. Frá Osló. Síifiað er frá Osló, að viðhafn- arsýningin í þjóðleikhúsinu i heið- ursskyni við Amundsen, hafi farið ágætlega fram og með miklum fögnuði. ; 1 .■ i ■**«<• Banatilræði við Spánarkonung. Simað er frá Madrid, að anar- kisti hafi skotið á Alfons konung í dómkirkjunni í San Sebastian. Konung sakaði ekki. Frá Frakklandi. Símað er frá París, að stórt f lokksbrot j afnaðarmanna haf i sagt skilið við vinstristjórnina og neiti að samþykkja frekari fjárveiting- ar til Marokkó-styrjaldarinnar. Krefst flokksbrotið þess, að ný- lendur Frakka verði settar undir umsjón Alþjóðabandalagsins. Hljúmleikar H. Schmidt-Reinecke og Knrt Haeser. Þeir tókust svo vel að óhætt mun að fullyrða þá með allra bestu hljómleikum, sem hér hafa heyrst. Voru viðfangsefnin bæði vel valin og meistaralega með þau farið. Fyrst var sónata fyrir fiðlu og W'ww r// Ágætt úrval vönduðum 'ff [jg/ frökknm margar gerðir, fallegir litir. Verð frá 90 kr. -'■iZ-"**■ piano eftir Beethoven. Verk af þessu tagi heyrast því miður of sjaldan hér, og mun almenningur þvi varla kunna að meta eða skilja þau réttilega. Þótt fiðluhlutverkið í slíkum verkum sé veigamikið, þá er pianohlutverkið það síst síður; pianoið hefir alt eins oft aðalrödd- ina og er þá vandinn sá fyrir fiðlu- leikarann að leika vel undir og yfirgnæfa það ekki. Mismunandi tónsvið hljóðfæranna taka til skift- is við tema-útfærslunni, krefur það nákvæman samleik. En samleikur- inn var einmitt frábærlega góður í sónötunni; runnu hljóðfærin svo vel saman að oft heyrðist sem tvær fiðlur væru. Gafst fiðlu- leikaranum kostur á að sýna að hann er ágætur „kammer-músiker“, tónninn fjölbreytilegur og fagur, þó aldrei væminn (,,sentimental“), leiknin.mikil og skilningur þrosk- aður. Pianoleikarinn lék sitt hlut- verk af mikilli snild, áslátturinn leiddi fram margvísleg blæbrigði, leiknin var mikil og glæsileg, en þó þannig með hana farið, að hún þjónaði anda verksins. ASrar tónsmíðar á skránni gáfu fiðluleikaranum tækifæri til þess að sýna betur einleikara-eiginleika sína,svo sem í hinumerfiðakoncert eftir Spohr, sem hann lék sköyu- lega og með öruggri stílvitund. Þá er og vert að minnast á ,Tysk-Na- tionalarie1 og .Nordisk-Rhapsodi' eftir Schmidt-Reinecke sjálfan, alþekt lög samanfléttuð í smekk- legan búning, og féllu þau í góð- an jarðveg. Kurt Haeser er listainaður í húð og hár, fullur eldmóði hugsjóna- mannsins. Verður hann að hlíta sínu óbilgjarna listamannseðli og lætur honum ekki vélgengur utan- aðbókarlærdómur, en tekst fyrst upp þegar andinn kemur yfir hann. í gær tókst honum upp. Var un- un að hlýða á meSferð hans á Chaconne eftir Bach, þetta meist- araverk, sem upphaflega er samiS íyrir fiðlu án undirleiks, en hefir veriS frábærlega vel umsamiS fyr- ir piano af ítalska pianosnillingn- um Feruccio Busoni. BlæbrigSin konm i ljós líkt og „orgelregistra- tion“. Hljómleikar þessir voru miklu rniður sóttir en skyldi. ÞaS er svo sjaldan kostur á aS heyra svona vandaða músík innan landsstein- anna, og ætti enginn tónlistavinur að láta sig vanta á föstudag næst- komandi, þegar þeir félagar leika i síðasta sinn, og þá meS nýjum viðfangsefnum og þar á meSal Bliadandi getið þér borðað TOBLER því af bragðinn skulu þér þekkja það. „Frúhlingssonate" (Vorsónötu), úr hinu vinsæla verki Beethovens. B. A. G. H. í „landsins miklu ruslakistu". —o— í heilbrigSistíSindum Morgun- bla'ðsins frá 16. þ. m. er grein eftir Guðmund Hannesson prófessor meS fyrirsögninni: „Landsins mikla ruslakista“. Grein þessi er eins og margt annað sem sést á prenti eftir sama höfund, hvorki fugl né fiskur. ASaltilgangur greinarinnar virðist vera sá, aS sýna fram á hve óheilbrigt þaS sé aS fólki fjölgi sífelt i kaupstöðum en fækki í sveitum landsins, en svo óhöndulega tekst höfundinum þetta, aS greinin mætti vel verða til þess aS auka óvild og misskiln- ing milli sveitafólks og kaupstaSa- búa, þar eð höfundurinn stagast mjög á því, hve mikiS kaupstaS- irnir hafi gert fyrir sveitirnar og hvernig aS sveitirnar hafi lirögS í tafli til þess að koma í bæina öll- um sinum vandræSamönnum. Höf- undurinn telur að Reykjavik verSi mest fyrir þessu og segir í því sambandi meðal annars: „Auk Jiess streymir ýmislegur annar lýS- ur aS þeim: fátækar barnafjöl- j skyldur, sem lævísar hreppstjórn- ir styrkja þar í laumi nokkur ár, Frá Sviss kemur besta átsúkkulaði, sem heimurinn þekkir. TOBLER er búið til þar. Frá Sviss kemur engin súkku- laðij tegund, sem er betri en TO* BLER. Þér fáið TOBLER fyrir sama verð og þér greiðið fyrir ýmsar Iélegri tegundir. Hversvegna þá að kaupa léleg- ar tegundir? til þess að gera þær sveitlægaTj menn, sem ekki þrífast í sveitun- um eða fella sig ekki við aS búa þar o. fl. Kauptúnin standa galop- in fyrir öllum. Þau eru sú mikía ruslaskrína, sem þjóSin hendir t öllum sínum afgangi, vandræSa- mönnum og stundum líka bestu mönnum af ógáti.“ Þetta telur höf. meginástæSur fyrir miklum flutning fólks til kaupstaSanna og svo verði þeir aS róa öllum árum til þess aS sjá fyr- ir þessum afgangi, sem þjóSirt (sveitafólk) liendi þangað. ÞaS er raunar erfitt að gera sér grein fyrir því, hvernig maður sem er alinn upp í sveit, kostaSur þaS- an til menta, eins og G. H., get- ur ályktaS svo fávislega í þessura, efnum. Hann segir að þjóðin hendt öllum sinum vandræSamönnum t bæina, en þetta er all torskiliS, þar sem meirihluti þjóðarinnar eru bæjarbúar, verSur maður eftir því að álita aS þjóðin hendi öllum sín- um vandræ'Samönnum í sjálfa sig. G. H. stendur einn uppi í heimin- um með þá fullyrSingu, að Iakasta fólk bæjanna sé þaS, sem flytur aS úr sveitunum, því aS hiS gagn- stæða mun vera alþjóSa reynsla og taliS eitt af aðallifsskilyrSum bæj- anna aS þeir fái fólk úr sveitunum. Aftur á móti er þaS mjög algengt að vandræðamönnum úr bæjum sé komiS x sveit. AS fólkinu sé ýtt Mikið úrval af Sunðbolum fyrir kouur, karla unglinga. Ennfremur: °g Sundbuxur, Sundskýlur, Sundhettur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.